Eyjablaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ Samningar um aukna samstöðu vinstximanna MARKMIÐIÐ ER: - HINDRUM INNLIMUN ÍSLANDS í EBE. - HNEKKJUM YFIRGANGSSTEFNU PENINGA- VALDSINS. - BÚUM VINNANDI FÓLKI AUKNA HAGSÆLD. Stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins hafa undanfarnar vikur haft af því nokkrar áhyggjur, að framboðslistar þess hafa verið heldur síðbúnir. íhaldið hefur óspart reynt að vitna í þann drátt, sem orðinn var á birtingu fiamboðanna, og telja hann sanna sundurlyndi í okkar röðum. Tvær ástæður munu til þess liggja, að íhalds- menn hafa lagt kapp á slíkan boðskap. Annars vegar er það ósk- Iiyggja þeirra, að samstaða með al andstæðinga núverandi stjórn arstefnu verði sem minnst og þá alveg sérstaklega óska þeir þess, að Alþýðubandalaginu yrði sem minnst ágengt um almennt fylgi, því þeir þykjast vita, að án íylgisaukningar þess yrði Framsókn þeim auðkeypt til stjórnarsamstarfs. Hins vegar hefur íhaldinu borið mikla nauðsyn til að breiða yfir og leiða athygli frá sínum innanflokksátökum, sem víða hafa verið mikil og illvíg í mesta máta. Eru þess dæmi úr samkvæmum þess, að kjaftshögg hafa fylgt framboðsákvörðunum svo að ekki sé nú minnzt á hót- anir eða annað orðaskak. En nú er það alþjóð ljóst, að það var af allt öðrum ástæðum en íhaldið vildi vera láta, sem listar Alþýðubandalagsins komu ekki fram fyrr en raun bar vitni. Alþýðubandalaginu er það fullljóst, að við lifum á örlaga- tímum. Þeirri liættu, sem um skeið hefur vofað yfir, að land og þjóð yrði innlimað í Efna- hagsbandalag Evrópu, hefur enn ekki verið bægt frá dyrum okk- ar. Og enn situr bandarískur her í landi okkar, ógnar sjálf- stæði þjóðarinnar og er sýkil- beri í efnahags- og menningar- lífi hennar. Til þess að forða þjóðinni frá þessurn geigvænlegu hættum dugar aðeins eitt: Stórsigur vinstri manna í kosningunum í vor. Til þess að sá sigur vinn- ist er efling Alþýðubandalags- ins frumskilyrði. Innan ramma þess verða sósíalistar, jafnaðar- menn, þjóðvarnarmenn og vinstri framsóknarmenn að taka höndum saman ef vel á að fara. Alþýðubandalagið hefur nú einskis látið ófreistað um að efla samstöðu vinstrimanna. Þegar Þjóðvarnarflokkurinn gerði Alþýðubandalaginu tilboð um laustengd kosningasamtök, þannig að Þjóðvarnarflokkurinn yrði ekki beinn aðili að Alþýðu- bandalaginu en stæði hins verg- ar að sameiginlegum framboð- um með því, á grundvelli stefnu yfirlýsingar, sem starfað yrði eft- ir á kjörtímabilinu, þá var því tilboði tekið af Alþýðublanda- lagsins hálfu og hljóta allir ein- lægir vinstrimenn að fagna því. Biðin á birtingu framboða var vegna þessara samninga. Hún var því fullkomlega eðli- leg og lítils um hana vert móts við þann árangur, sem hún gaf. Þessi samstaða, sem orðin er gefur vaxandi vonir um, að nú- verandi yfirgangsstefnu pen- ingavaldsins í þjóðfélaginu verði hrundið. Hún gefur vonir um, að svo voldug hreyfing sé upp risin vinstra megin við Framsóknarflokkinn, að tvíráðir forkólfar hiki við að vist- ráða sig hjá íhaldinu. LESTARGJðLD Hafnarsjóður vill góðfúslega vekja athygli Sumatfagnaður í Samkomuhúsinu 1. sumardag kl. 5 síðdegis. 1. ÁvOrp skólastjóra. 2. Barnakór syngur. 3. Upplestur. 4. Leikdansar. 5. Leikritið Gilitrutt. 6. Upplestur. 7. Leikfimi stúikna. 8. Lúðrasveit Barnaskólans. Aðgöngumiðar seldir fró kl. 3 sama dag og kosta kr. 15,00 fyrir börn og kr. 25,00 fyrir fullorðna. BARNASKÓLI VESTMANNAEYJA V estmannaeyingar! útgerðarmanna á, að lestargjöld fyrir árið 1963 féllu í gjalddaga 2. janúar síðastliðinn. Vinsamlegast gerið skil sem allra fyrst og eigi síðar en í vertíðarlok. HÁFNARSJÓÐUR VESTMANNAEYJA. Happdrætti DÁS Sölu á lausum miðum er að Ijúka. Viðskipta- menn happdrættisins hafa forkaupsrétt á miðum til næstu mánaðamóta. HAPPDRÆTTI DAS. TILKYNNING frá Kaupfélagi Vestmannaeyja. Höfum á lager þakjárn í stærðunum 6 og 10 fóta. Ferð áætlað kr. 14,00 pr, fet. Þeir, sem hafa í huga að fá arin-við, eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við skrifstofu Kaupfó- lagsins strax. Kaupfélag Vestmannaeyja. Kaupfélag Vest-mannaeyja.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.