Eyjablaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 4
EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson Prentsm. Eyrún hf Bjðrgunartækín (ást ekki lolifrjáls ískyggileg frétt Er Norðnr- Atlantshafið jhættulegt íiskum? í Morgunblaðinu á sunnudaginn birtist ein ískyggileg- asta frétt, sem við íslendingar höfum séð til þessa. — Ef sú frétt reynist á rökum reist, boðar hún svo váleg tíðindi að við eigum erfitt með að hugsa það mál til enda, hver framtíð bíður okkar þjóðar á sviði efnahags- og heilbrigð- ismála. Morgunblaðið birtir fréttina á næst öftustu síðu og ekki áberandi, svo vera má, að menn hafi ekki veitt henni at- liygli, þó þeir hafi handleikið blaðið. En fréttin er þannig: „Moskvu og Portsmouth, New Hampshire, 20. apríl (NTB): Þekktur rússneskur fiskifræðingur, Georgi Nikolsij, lýsti því yfir í gær, að allt Norður-Atlantshof yrði hættulegt fisk- um mörg næstu ór vegna geislunar frá bandaríska kjarn- orkukafbátnum „Thresher", sem sökk fyrir skömmu. Bandarískir vísindamenn hafa neitað því, að nokkur telj- andi hætta stafi af geislun frá kafbátnum. Réttarhöld vegna „Threshers" fara nú fram, og m. a. hefur verið haft eftir mönnum, að ýmis útbúnaður báts- ins hafi oft bilað í fyrri ferðum hans." í vetur bauð Útvegsbændafé- lagið hér þingmönnum staðarins á fund sinn og voru þar rædd margvísleg hagsmunamál útgerð arinnar. Nokkrum tilmælum var til þingmanna beint, varðandi atriði, sem þeir þóttu líklegir til að geta beitt áhrifum sínum í til hagræðis fyrir þennan atvinnu- veg, sem allir vita, að afkoma þessa bæjar byggist algerlega á. Eitt af því, sem þeir voru beðnir um, var að reyna að fá niður felldan toll af björgunar- tækjum. Við afgreiðslu hinnar nýju tollskrár á Alþingi flutti Karl Guðjónsson í samræmi við þessi tilmæli breytingartillögur við toll skrárlögin og lagði til að tollur á slíkurn tækjum yrði afnuminn. Voru tillögur hans í 4 liðum, þar eð slík tæki eru í 4 köflum í hinni nýju tollskrá: Björgunar- tæki úr plasti, björgunartæki úr toggúmmíi, björgunartæki úr korki og björgunarbátar. Allar voru tillögur Karls felld- ar af meirihluta Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins, en með mjög litlum atkvæðamun. Guðlaugur Gíslason sat hjá við afgreiðslu breytingatillagna Karls. Björgunartækin, sem nefnd eru í þrem fyrsttöldu liðunum eru því með 20% innflutnings- tolli, en tollurinn á björgunar- bátunum er 4%. Þekktir samborgar fallnir í valinn. Frá því að Eyjablaðið kom út síðast hafa ekki færri en fjórir kunnir borgarar þessa bæjar verið til moldar bornir, en hinn fimmti liggur á líkbör- unum. Guðjón Jónsson á Heiði lézt á heimili sínu 22. marz. Hann var hér um mjög langt skeið í fremstu röð fengsælla for- manna á vélbátaflotanum og dugnaði hans var alla tíð við brugðið. Hann var fæddur í Vestur-Eyjafjallahreppi 18. marz 1882 og því áttatíu og eins árs gamall. Þórður Bjarnason, skósmiður, lézt í Landakotsspítala 31. marz eftir skamma en erfiða sjúkdóms legu. Hann var fæddur 5. apríl 1905 í Neskaupstað. Þórður var einstakt Ijúfmenni. Hann rak hér myndarlegt skósmíðaverk- stæði um margra ára skeið. Torfi Jóhannsson, bæjarfó- geti, andaðist í Landakotssjúkra- húsi í Reykjavík 10. apríl. Torfi var Austfirðingur að uppruna, fæddur að Hólmum í Reyðar- firði 7. apríl 1906. Hann tók við bæjarfógetaembættinu hér árið 1950. Árni J. Johnsen lézt hér á sjúkrahúsinu s. I. páskadag, 14. apríl. Hann hafði strítt við van- heilsu í vetur. Árni var Vest- mannaeyingur að uppruna. Um dagana gekk hann að margvís- legum störfum t. d. hefur hann hann bæði verið kaupmaður og sjómaður, en hin síðustu árin var hann vigtarmaður við vog- ina á Básaskersbryggju. Árni var fæddur 13. okt. 1892 og því sjö- tugur að aldri. Friðþjófur G. Johnsen, skatt- stjóri, varð bráðkvaddur á heim- ili sínu hinn 18. þessa mánaðar. Hann var lögfræðingur og hafði um langt skeið rekið málaflutn- ingsskrifstofu, en á síðasta ári var hann skipaður skattstjóri hér. Hann var fæddur hér í Eyj- um 21. júlí 1911 og var því á fimmtugasta og öðru aldursári. Messur: Á sumardaginn fyrsta kl. 2. Séra Þorst. L. Jónsson. N. k. sunnud. kl. 2. Séra Jó- hann Hlíðar. Leikfélag Vestmannaeyja hef ur undanfarið sýnt gamanleik- inn Kossar og kampavín, eftir franskan höfund. Fær leikurinn ágæta dóma áhorfenda. Verður leiksins nánar getið síðar hér í blaðinu. Heyrzt hefur, að Leik- félagið hyggist fara upp á land og sýna leikinn þar og senni- lega sýnir félagið einnig í Kópa vogsbíói. Til sölu! Tempo De Lux mótorhjól sem nýtt og vel með farið, lítið keyrt. Upplýsingar á Kirkjuvegi 20 frá 7—8 á kvöldin. Mjólk seld í lausu máli. HÓTELBÚÐIN. TAPAZT hefur poplín-úlpa tvöföld, gul og græn. Vinsamlega skilist að Heiðar- Frá Kaupfélagi Vestmannaeyja Okkur vantar ungan og duglegan mann til til afgreiðslu strax. Kaupfélog Vesfmannaeyja Yfirlýsing Alþýðubandalagið annars vegar og Þjóð- varnarflokkur íslands hins vegar hafa komið sér saman um samstarf í komandi alþingis- kosningum, hinn 9. júní næstkomandi, og munu bera fram og styðja sameiginlega fram- boðslista í öllum kjördæmum landsins. Enda þótt Þjóðvarnarflokkur íslands sé ekki aðili að Alþýðubandalaginu og ekki bundinn af öðru en þeim atriðum, sem um hefur verið samið, hafj framangreindir aðilar orðið sam- mála um, að framboðslistar og kjörgögn skuli aðeins bera nafn Alþýðubandalagsins. Samkomulag hefur einnig orðið um stefnu- skrá í meginmálum kosninganna, og verður hún birt síðar. Reykjavík, 16. apríl 1963. Samninganefnd Alþýðubandalagsins: Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson, Kjartan Ólafsson. Samninganefnd Þjóðvarnarflokksihs: Gils Guðmundsson, Bergur Sigurbjörnsson, Hermann Jónsson. *

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.