Eyjablaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIE) Bágt eiga þeir, sem stæra sig af brezka landhelgissamningnum Framhald af 1. síðu. tré, útfærslu grunnlínunnar, hvað þá um hin atriði land- helgissamningsins. ? Er það okkar hagur að leyfa Bretum veiðar innan 12 mílna landhelginnar í 3 ár á þeim tímum og á þeim stöðum, sem þeir kusu sér? Auðvitað eru 3 ár í sögu þjóð ar ekki ógnarlangt tímabil. En nú má öllum ljóst vera, að það var ætlan stjórnarinnar, að hér væri ekki um 3 ár að ræða ein- vörðungu, heldur var það stjórn arinnar áform, að þá yrðu bæði Bretar og íslendingar orðnir aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu og á grundvelli þess voru notin af íslenzkri land- En hér hefur aðeins verið fjallað um þá lilið landhelgis- samningsins við Breta, sem opin berlega hefur verið birtur. Hitt er þó vitað, og viðurkennt frá upphafi af stjórnarvaldanna hálfu, að hhiti samningsins var ekki birtur heldur er leynilegur viðbótarsamningur. Þau atriði sem mest voru auð- mýkjandi voru leyniieg Hvergi hefur það opinberlega verið sagt, hvaða ákvæði sá hluti samningsins kveður á um. Frá upphafi var þó vitað, að þar voru ákvæði svo niður- lægjandi og auðmýkjandi fyrir íslendinga, að stjórnin taldi sér ekki fært að birta þau einkum með tilliti til þess, að hún ætl- aði að túlka samninginn sem „stórsigur íslands í landhelgis- málinu” eins og við höfum svo oft heyrt smánina nefnda.. Einnig eru í leynisamningn- unr ákvæði svo hliðholl brezk- um veiðiþjófum, að stjórnin mun hafa beðizt undan því, að Jrau væru auglýst opinberlega. En þótt þagað hafi verið Jrunnu liljóði um ákvæði leyni- samningsins, þá Jregja ekki stað- reyndirnar um framkvæmd Jreirra. Hver sá sem fylgist með ís- lenzkum sjávarútvegsmálum og framkvæmd landhelgisgæzl- unnar sér nú balsa við að minnsta kosti þrjú efnisatriði leynisamnings ins. Hlutaðeigandi embættismönn um verða ekki ætluð þau lausa- tök og það ábyrgðarleysi sem framkoma þeirra sýnir, ef ekki helgi komin á nýtt samnings- stig, ef þau þá voru ekki bein- línis heimil öllum aðildar- ríkjunum að jöfnu. Undir þriggja ára ákvæðinu bjuggu svik og það er á engan hátt séð fyrir endann á því, hvern ig framhaldi þessa máls reiðir af. Vafalaust hafa menn veitt því athygli, að Bretar eru nú að efna til ráðstefnu unr land- helgismál. Þeir bjóða að samn- ingsborðinu til sín fyrst og fremst þeim Jrjóðum, sem hafa orðið vonbiðlar Efnahagsbanda- lagsins eins og Jreir sjálfir. En þótt ísland hafi ekki opinber- lega komið því í verk að sækja um aðild að EBE, þá erum við samt meðal þeirra þjóða, sem lægi fjötur leynisamningsins á bak við gerðir þeirra eða að- gerðarleysi öllu heldur. 1. Seyniákvæðá: íslendingar fá ekki að hag- nýta landhelgina til togveiða umfram Breta í FYRSTA LAGI hlýtur Jrað boðnar eru til landhelgisráð- stefnunnar hjá Bretum. Það verður ekki mikill vandi fyrir stjórnarflokkana, sem samþykkt höfðu hátíðlega fyrir síðustu kosningar að hvika hvergi frá 12 mílna landhelgi umhverfi allt landið og gerðu, svo samninginn við Breta eftir þær að sverja fyrir frekari land- helgissvik fyrir þessar kosningar en setjast svo að borðinu með Bretum og semja að nýju, ef þeir fengju aðstöðu til, eítir næstu kosningar, enda er það margyfirlýst stefna þeirra, að ekki þurfi að vanda íslenzkum útvegi kveðjurnar, því við get- um hvort sem er ekki lifað á honum. að vera atriði í leynisamningn- um, að engir skulu fá meiri rétt til botnvörpuveiða í landhelgi íslands en Bretar, ekki einu sinni íslendingar sjálfir. Hver man ekki eftir því, þegar mikill hluti vélbátaflotans hér í Eyjum og víðar tók upp botnvörpuveiðar sakir mann- eklu og ýmissa annara aðstæðna á yfirstandandi vertíð og leitaði leyfis ráðuneytisint til þess að fá reglugerðarbreytingu er heim- ilaði þeim þessar veiðar inn að gömlu fjögurra nrílna mörkun- um? Öll svö sem þeir fengu, hnigu í þá átt að slíkt leyfi væri eðli- legt, en því miður, Jrað var ár eftir af brezka samningnum. Og þar við sat. Landhelgisgæzlan var önnum kafinn viku eftir viku að færa að landi íslenzka vélbáta, sem íreistazt höfðu til að fara inn á grynnra vatn en landhegis gæzlunni þótti góðu liófi gegna. Skipstjórar bátanna voru svo dæmdir í sektir og fangelsi, þótt verknað þeirra teldu flestir eðlilegt að leyfa. —Þeir voru fórnarlömb leynisamningsins við Breta. 2. teyniákyæði. Brezkir þjófar friðhelgir fyrir skotum gæzluskipanna í ÖÐRU LAGI verður ekki annað séð, en að Jjað sé eitt af ákvæðum leynisamningsins, að óheimilt skuli íslenzku land- helgisgæzlunni að skjóta föstu skoti að brezkum togara, hvernig sem hann liagar sér, og skuli skotbann þetta taka jafnt til við- vörunarskota fyrir stafn í sjóinn sem og til skota á skipið eða búnað Jress. Landhelgisgæzlan beitti oft föstum skotunr til viðvörunar og einnig á skipin sjálf, ef með Þótt stjórnarfloMarnir hétu því fyrir síðustu kosningar að halda fast á rétti íslands til 12 mílna landhelgi umhverfis landið allt, sömdu þeir um veiðirétt Breta og siðar einnig Þjóðverja á þeim svœðum landhelginnar, sem svörtu reitirnir á korti þessu sýna. Hluti samningsins er leynilegur

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.