Eyjablaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 1
EYJABLADID 24. árgangur. Vestmannaeyjum, 22. maí 1963. 9. tölublað Vinnuþrælkuninni verður að linna — Til þess þarf stjórnin að víkja Lífvænlegt kaup verður að fósr fyrir eðlilegan vinnudag. í valdatíð núverandi ríkis- stjórnar hefur dýrtíð hækkað óðfluga, en kaupgreiðslum hef- ur verið haldið mjög niðri með beinum aðgerðum ríkisvaldsins. Frjálsir samningar hafá ver- ið rofnir með lagasetningu hvað eftir annað og kjör vinnandi fólks lækkuð. Árið 1959 á fyrsta veldisári núverandi valdasamsteypu var vísitöluuppbót á kaup afnum- in með lögum og hafa valdhaf- ar síðan gjörsamlega svikizt um að hafa nokkurn hemil á dýrtíð- inni. Árið 1960 var svo framkvæmd sú stærsta gengisfelling, sem átt hefur sér stað síðan ísland öðl- aðist sína eigin mynt, og fylgdi þeim ráðstöfun að sjálfsögðu einstök dýrtíðarþensla. Báðar voru þessar ráðstafanir framkvæmdar án þess að verka- lýðshreyfingin fengi rönd við reist. En á árinu 1961 gerði hún við mjög erfið skilyrði og mik- inn fjandskap ríkisvaldsins, til- raun til að fá hlut sinna félaga að nokkru leiðréttan. Þetta tókst að vissu marki, þótt mikið vantaði á, að hlutur hins vinn- andi manns væri að fullu rétt- ur. En þá greip stjórnin til þess fáheyrða níðingsbragðs síðsum- ars 1961, mitt í upprunninni ¦ gullöld síldveiðanna, sem síðan hefur haldizt, að f'ella enn geng- ið og auka dýrtíðina. Á síðasta ári og einnig þessu hefur verkalýðshreyfingin verið að smávinna upp þessa hefnd- ar-kjararýrhun. En aukna hlut- deild í vaxandi þjóðartekjum, sem góðæri í síldveiði og flest- um greinum sjávarútvegsins skapa, á verkalýður þessa lands alveg ófengna. Um skeið hefur verkafólk orðið að afla sér þurftartekna með stöðugri lengingu vinnu- dagsins. Er nú svo komið, að hér er almenn sú vinnuþrælkun, sem heilbrigðisyfirvöld menning arlanda banna með lögum. Ef þessari þróun heldur á- fram, er ekkert sýnna en að „Viðreisnarstjórninni" takist að koma þessari þjóð út úr tölu menningarþjóða niður á þræl- dómsstig, þar sem tilveran snýst um það hjá verkafólki að hafa í sig og á, en fátt annað. Aukin menntun og almenn hagsæld verða að þoka fyrir auknu striti öfugt við það, sem gerist með öðrum þjóðum. Þessu ástandi verður að linna. Það er lítils virði, þótt auð- menn landsins og peningastofn- anir geti blásið út, þegar þessir aðilar þurfa að nærast á hóf- lausu og illa launuðu striti stærsta hluta þjóðarinnar. En á þessu er engra breytinga að vænta vinnustéttunum í hag, meðan stjórn auðmannaklíkunn ar situr að völdum. Skilyrði þess, að launastéttirn ar nái rétti sínum er, að þessi stjórn víki. »MVv»y<» J l <y^w^^<V^»y>»% Aflelðlng viðreisnarinnar Við höfum ekki sjaldan heyrt og séð stjórnarflokk- ana gorta af því, að lífskjör fólksins væru betri hér en í nágrannalöndunum, og þakka það viðreisn sinni. Hið eina raunhæfa mat á afkomu er vitanlega kaupmáttur launa. Eg hef öðru hverju séð í danska blaðinu „SE OG HÖR" smanburð á verðlagi og kaupi í ýmsum löndum. Þeir þætt- ir kallast „Svo lengi er unnið fyrir því." Eg tók hér sam- anburð á örfáum algengum neyzluvörum í okkar nálæg- ustu löndum, Bretlandi og Danmörku, en bæti síðan ís- landi við. Er fróðlegt að sjá, hver þessara þjóða þarf lengst- an tíma að þræla fyrir sínu lifibrauði. Samanburður mið- ast við algengustu verkamannalaun. ¦ > 1 kg. normalbrauð: Danmörk 12 mínútur. Bretland, 10 mínútur. ísland, 17 mínútur. Mjólk 1 lítri: Danmörk, 6 mínútur. Bretland, 6—7 mínútur. Island 10—11 mínútur. Nautakjöt í buff: Danmörk, 1 klst. 4 mín. Bretland, 55—60 mín. ísland, 3 klst. 25 mín. (ísland, kindakjöt með bein- um, nálega 2 klst.). Smjör 1 kg.: Danmörk, 1 klst. 2 mín. Bretland, 1 klst 10 mín. Island, 3 klst. 1 mín. Karlmannaföt. Danmörk, 30—40 klst. Bretland, 20—30 klst. ísland, 80—100 klst. Herraskór (miðlungsdýrir), 1 par. Danmörk ca. 9—10 klst. Bretland, 9—10 klst. fsland, 14—15 klst. f Sennilega er samanburður á húsverðum og byggingar- kostnaði okkur margfalt óhagstæðari. Það er því ekki að furða, þótt íhald og kratar gorti af því, að lífsafkoma á ís- landi sé betri en hjá nágrannaþjóðunum. Eg get búizt við því, að árin frá 1946 og til valdatöku krata og íhalds (gengisfellingarstjórnarinnar), hafi launakjör íslendinga, a. m. k. verkamanna, verið sambærileg við launakjör í ná- grannalöndunum, en eftir „viðreisn" núverandi ríkisstjórn- ar vantar mikið á það. ÞÓRARINN MÁGNÚSSON. X G-listinn Kosningaskrifsfofa G-lisfans í Hólshúsi opin alla daga sími 570 Hafið samband við skrif stofuna og gefið upplýs- ingar um \>á, sem verða kunna fjarverandi á kjördag. Alþýðubandalagið Fyrirlestrar um myndlist Á vegum Myndlistarskóla Vestmannaeyja mun Kurt Zier, skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík, flytja fyrirlestra og sýna skuggamyndir til skýringar í dag og á morgun. Fyrra erindið nefnir hann: Áhrif foreldra á myndlist barna, en hið síðara: Ljós og skuggar, — nútíma litfræði. Báðir fyrirlestfarnir verða í Akóges-húsinu og hefjast hvor um sig kl. 8,30. Framboðsfundir í Suðurlandskjördæmi. Ákveðið er að 9 sameiginlegir framboðsfundir verði haldnir í Suðurlandskjördæmi. Verða þeir sem hér segir: Á Kirkjubæjarklaustri 25. maí í Vík í Mýrdal 26. maí. í Gunnarshólma 27. maí. Að Hvoli, 27. maí. Á Hellu 28. maí. Á Flúðum 29. maí. í Hveragerði 30. maí. Á Selfossi 31. maí. í Vestmannaeyjum 6. júní. Allir fundirnir hefjast kl. 8,30 að kvöldi, nema Landeyja- fundurinn í Gunnarshólma, hann hefst kl. 1 e. h. Eg vil ekki kaupa Vísi. Vísir er um þessar mundir borinn hér í hús til kynningar og áskrifendasöfnunar. Maður einn, er fékk blaðið sent og boðsbréf um áskrift með, svaraði málaleitan blaðsins á þessa leið: Yfir þvi Ijóst ég lýsi, þvi leiður er flestum efinn: Eg vil ekki kaupa Visi, og vœnti ekki að fá hann gefinn.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.