Eyjablaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 4
EYJABLADID Útgefandi: Sósfalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson Prentsm. Eyrún.h* i Reykvísku kontóristarnir þrír l>að hefur vakið sérstaka athygli raeðal okkar Eyjabúa, að þrír stjórnmálaflokkar brjóða fram þannig, að ef þeir ættu einhverja von í aukinni þingmannatölu við þær kosningar, sem nú fara í hönd, þá setja þeir allir þrír sinn kotórmann- inn úr Reykjavík hver, í vonarsætið. Kratarnir fengu engan mann kosinn í Suðurlandi síð- ast. Eina vonarsætið á lista þeirra, sem auðvitað er þó ekki nema varamannsvonarsæti, er skipað Unnari Stefánssyni kontórmanni hjá Bjargráðasjóði í Reykjavík.. Framsókn fékk tvo menn kjörna síðast og segist nú hafa von um, að þeir verði þrír. I þriðja sæti hennar er Helgi Bergs, kontórmaður frá SÍS í Reykjavík. Ihaldið fékk þrjá menn kjörna við síðustu kosningar. I fjórða sæti sitt nú, setur það Ragnar Jónsson (bróður Ing- ólfs ácHellu), en liann er starfsmaður á kontór Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins í Reykjavík. I harðri baráttu um 6. þingsætið í Suðurlandi bar Al- þýðubandalagið sigur úr býtum við síðustu kosningar og lilaut Karl Guðjónsson kosningu. Það er því sæti hans, sem reykvísku kontóristarnir þrír mæna á og biðja nú hver urn sig Vestmannaeyinga að eftirláta sér. En þetta val er okkur Vestmannaeyingum ekki erfitt. Við v'iljum ekki valda afgreiðslutruflunum á skrifstofum höfuðborgarinnar. Við kjósum G,LISTANN og vísum þar með öllum kon* órmönnum þeirra Reykvíkinga á bug. Fermingarbörn í Kratafandurinn Á uppstigningardag, 23. maí, kl. 10,30 f. h.: Piltar: Gunnar Christensen, Brimhóla- braut 2i. Ólafur Oddgeir Sigurðsson, Kirkjuvegi 82. Ómar Kristmannsson, Vallarg 12 Pétur Sævar Kjartansson, Vest- urvegi 22. Runólfur Alfreðsson, Heiðav. 66 Sigurður Guðnason, Boðaslóð 2 Sigurður Þórir Jónsson, Hást. 47 Sigurður Weihe Stefánsson, Vestmannabraut 46A. Sveinn Pálmason, Heiðarv. 42. Sæmundur Örn Sigurjónsson, Hásteinsvegi 32. ■ Tryggvi Gunnarsson, Mið- hlaðbæ. Þorvaldur Hermannsson, Há- steinsvegi 5. Stúlkur: Martea Guðlaug Guðmundsdótt- ir, Kirkjubæjarbraut 12. Sigrún Sigurjónsdóttir, Land. 5B Sigurbjörg Pétursdóttir, Helga- fellsbraut 27. Stefanía Gústafsdóttir, Hól. 44. Stefanía Sólveig Þorsteinsdóttir, Asavegi 14. Steinunn Bárðardóttir, Aust. 4 Unnur Jónsdóttir, Heimag. 24.. Þorbjörg Sigurfinnsdóttir, Há- steinsvegi 55. Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, Illugagötu 14. Þyrí Ólafsdóttir, Kirkjub.br. 18. Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir, Herjólfsgötu 6. Margrét Sigurlásdóttir, Reyni- stað. Orðsending Þó að salan gangi nú ört, hefi ég enn undan að skrifa afsölin. Vinsamlegast dragið því ekki að gera kaupin. Auk óður auglýsts, sem óselt kann að vera, hefi ég nú m. a.: Hæð og rishæð við Faxastíg í nýju húsi. íbúð neðri hæðar við Fjólu- götu, 3 herbergi, eldhús, bað. Sérkynding. Tvöfalt gler í glugg um. Allt nýtt af nólinni. Einbýlishús við Heimagötu, stórtt og vandað hús, vel um gengið, ósamt lóðarréttindum, sem henta mjög vel fyrir verzlun Fasteign er örugg fjórfesting. JÓN HJALTASON hdl. Skrifstofa: Drífanda við Bóru- stíg. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl 11 — 12 f. h. — Sími 847. Kratarnir héldu Jund s. 1. laugardag. Var það bæði dauf- leg samkoma og fámenn. Tvennt var það þó, sem nokkra athygli vakti í sambandi við íundinn. Hið fyrra var ræðueini Emils ráðherra, sem jafnframt er höf- uð Alþýðuflokksins, þess flokks, sem á sínum tíma var stofnaður til að lialda utan að hagsmun- um daglaunamanna og sjó- manna. Hann valdi sér nú að ræðu- efni, þá niðurrifsstarfsemi, sem verKalýðsfélögin að hans dómi höfðu í frammi í fyrra, þegar þau lögðu til kjarabaráttu og fengu hækkað tímakaupið um dálítið brot af þeirri rýrnun, sem ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar höfðu þá valdið á kaupmætti launanna. Eftir ræðu Emils varð það allt skiljanlegra, hvert verkefni flokksmanna hans í verkalýðs- hreyfingunni er. — Þeir eru þar ekki til að vinna að bættum kjörum verkafólks, heldur til að forða því að „unnin séu skemmd arverk“ eins og formaður Al- þýðuflokksins, sem sjálfur situr elskusáttur í stjórn íhaldsins, kallar nú allar kauphækkanir vinnustéttanna. Það er óumdeilanlega fengur að því að fá jafnhreinlega yfir- lýsingu um verkalýðsfjandskap Gamiir skömmtunarseðiar. Það er með ólíkindum, hvað sakbitnir menn geta sagt fárán- lega hluti sér til réttlætingar, þegar þeir finna sig illa stadda málefnalega. Eitt gleggsta dæmið um þetta eru þau viðbrögð íhaldsins nú í kosningabaráttunni, að Morgunblaðið hefur dögum sam an birt myndir af gömlum skömmtunarmiðum fyrstu eftir- stríðsáranna, og telur þau sögu- legu heimildargögn vera vottt urn það, að hverju andstæðingar stjórnarinnar stefni. Það er mikil trú á fáfræðina að ætla almennu fólki ekki að skynja neinn mun þeirra tíma, sem þá voru og nú. Hitt er þó alveg makalaust, að Sjálfstæðis- flokkurinn sknli telja þessi gömlu skömmtunarplögg sér- staka svívirðu, því sjálfir sátu þeir í þeirri stjórn ,sem gaf þau út, og það gerðu kratarnir vin- ir þeirra líka, en aftur á móti átti Alþýðubandalagið, sem nú er sakfellt fyrir skömmtun þessa, enga aðild að þeirri ríkis- stjórn, né hel'dur neinir aðilar þess. af hálfu krataflokksins og Emil gaf á fundi þessum, því enn nal'a sumir flokksmenn iians verið að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að hið gagn- stæða væri þeirra tilgangur, Jiótt flestir þeirra hafi í verki fyrir löngu tekið að vinna gegn hags- rriunum verkamanna. Hitt atriði fundarins, sem at- hygli vakti var það, að meðan að Helgi Sæmundsson flutti sína ræðu, sem var skemmtiatriði fundarins, kviknaði í húsinu, lík lega þó fremur út frá rafmagni en æsingi ræðumanns. Leystist fundurinn Jiar með upp. Tjón varð lítið af eldinum og ræðumönnum tókst heldur ekki að valda neinu tjóni á sál- um fundarmanna. MUNIÐ Kosningahappdræt'f-i G-USTANS Miðarnir fóst' á kosn- ingaskrifstofunni, Básugötu 9- Takið miða fil sölu! Kaupið miða! HÚSEÍGENDUR! Óska eftir íbúðum og ein- býlishúsum fil sölu NÚ ÞEGAR, þar sem nær allt húsnæcfi, sem ég hef haft til sölu ex selt, en kaupend- ur bíða. KAUPENDUR! Óráðstafað er: Glæsileg 4ra herb. íbúð við AUST- URVEG, 2ja herb. íbúð við HÓLAGÖTU, hálfinnréttað hús við BREKASTÍG, tilval- ið sem verkstæði eða til innréttingar sem íbúð. BÁTAR af ýmsum stærð um til sölu svo og BÍLAR, nýir og aamíir. BRAGI BJÖRNSSON lögfræðingur Viotalstírni kl. 17,30—19,00. Vestmannabraut 31. Sími 878.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.