Eyjablaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ 24. argangur. Vestmannaeyjum, 5. júní 1963. 10. tölublað Glistinn heíur mikla sigur- möguleika, þrátt íyrír æðisgenginn áróður andstæðinganna Efslu menn G-lislans Karl Guðjónsson. Bergþór Finnbogason Jónas Magnússon Andstæðingar okkar reyna í krafti peninganna og áróðurs- tækni sinnar að koma okkur á kné, en alþýða landsins til sjáv- ar og sveita finnur, að hún á hvergi halds og trausts að leita nema hjá Alþýðubandalaginu, sagði Karl Guðjónsson, þegar Eyjablaðið innti hann í stuttu máli frétta úr fundaferðalagi þeirra frambjóðendanna um Skaftafells-, Rangárvalla- og Ár- nessýslu. » Hvað fannst þér helzt koma fram um afstöðu manna al- mennt til þessara kosninga í sambandi við fudahöldin? — Um það er dálítið erfitt að segja fyrst og fremst vegna þess, að heimamenn hafa ekki mögu- leika til þess að taka til máls á framboðsfundunum, nema þeir, sem jafnframt eru frambjóðend ur, eða fá ræðutíma hjá flokki sínum. Okkar máli var vel tekið. En mér fannst það dálítið áberandi, að Framsóknarflokkurinn virð- ist hafa misst vindinn úr segl- unum. Auðvitað eru það Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókfi, sem eiga mest fylgi í sveitunum, en þó virðast bændur vera óá- nægðir með báða. Hitt væri þó á móti venju, ef fylgi bænda tæki miklum straumhvörfum. Jónas bóndi Magnússon á Strandarhöfða lýsti því einkar vel í ræðum sínum, hvernig þess ir flokkar þykjast alltaf vera að berjast fyrir bændur, hafa ævinlega völd til þess, annar hvor eða báðir, en hagur bænda vænkast ekki við það. Ræður Jónasar vöktu mjög mikla athygli í sveitunum. Er ekki Jónas Þjóðvarnar- maður? Hann var í framboði fyrir Þjóðvarnarflokkinn síðast þegar hann bauð fram í Rangárvalla- sýslu. Hvað heldurðu um stöðu Al- þýðubandalagsins í Suðurlands- kjördæmi? — Ekki er því að neita, að miklum áróðri er beitt gegn okkur og við höfum ekki fjár- ráð á við hina flokkana til að leggja í kosningarnar. Engu að síður held ég, að G-listinn hafi . mikla möguleika til að fá mann kosinn, þó auðvitað sé tvennt til í því, og mín skoðun er sú, að gengi okkar í kosningunum ráð- ist fyrst og fremst hér í Vest- mannaeyjum. Hverjir töluðu af G-listans hálfu á fundunum uppi á landi? — Eg talaði á öllum fundun- um, en svo skiptust fjórir næstu menn listans dálítið á, því ekki eru nema 3 umferðir í umræð- unum. Bergþór Finnbogason og Jónas Magnússon töluðu líka á flestum fundanna, Björgvin Salómonsson á þrem fundum og Guðrún Haraldsdóttir á Hellufundinum og í Vík talaði Guðmundur Jóhannesson einn- ig fyrir Alþýðubandalagið. Um það er lýkur munu allir 6 efstu menn listans taka til máls. ingar! Lálið at- kvæol ykkar koma að^aagíil. ~ ~ Framsóknarmenn leggja nú hið mesta kapp á að safna atkvæðum Vestmannaeyinga að þeim sendimanni flokksstjórn- ar sinnar, sem allir aðilar í Suð- urlandskjördæmi hafa hingað til hafnað sem sínum manni, jafnt til þingsetu sem kaupfélags stjórnar á Selfossi. Láta þeir helzt í veðri vaka, að þeir hafi ætlað að vinna sæti fyrir harm af Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir þykjast þannig ekki rita af því, að í hinu 6. og síð- asta af þingsætum kjördæmisins er fulltrúi Alþýðubandalagsins, Karl Guðjónsson, og allir til- burðir til þess að vinna Helga Bergs sæti eru því tilraunir til þess að fella Karl frá þingsetu. En Vestmannaeyingar munu svara því í kosningunum, hvorn þeir velja heldur til að fara með umboð sitt, sendimann Fram- sóknarflokksstjórnarinnar í Rvík eða Karl. Fyrir þá Framsóknarmenn, er vilja binda endi á kaupkúgun- arstefnu núverandi stjórnar, er líka vert að athuga það, að Fram sóknarflokkurinn á VÍST ' að fá tvo þingmenn kjörna í Suðúr- landskjördæmi eins og síðast. En það atkvæðamagn, sem á hann fellur þar umfram er lík- legast til að koma ekki að nein- um notum. Það er þó ólíkt öruggari leið til að efla virka andstöðu gegn ríkisstjórninni, að stjórnarand- staðan hér í Eyjum greiðir Al- þýðubandalaginu fremur at- kvæði en Helga Bergs. Kratar hafa og gengið íhaldinu Það hefur vakið hvað mesta athygli af öllu því, sem komið hefur fram í yfirstandandi kosn- ingabaráttu, að Kratarnir eru gjörsamlega hættir að láta sér til hugar koma að halda áfram að vera stjórnmálaflokkur með sjálfstæð stefnumið. Fulltrúar hans hafa flutt þá bæn sína til kjósenda, að þeir kysu nú annan hvorn stjórnar- flokkinn. Það hefði hér fyrr á árum, þegar Alþýðuflokkurinn mundi til hvers hann var stofnaður, þótt ærið hjáróma ráðlegging af gefizt upp endanlega á hönd munni frambjóðanda hans, hefðu þeir þá biðlað til kjósenda um liðsstyrk handa íhaldinu, en svo er nú sopinn bikar smánar- innar í botn, að Unnar Stefáns- son og Magnús símstjóri flytja slíkar bænir á hverjum kosninga fundinum á fætur öðrum án sýnilegrar blygðunar. Raunaf má segja, að margt hafi í störfum kratanna stefnt að því að undanförnu, að þessi atkvæðabetlístarrsemi ryfir.íhald ið sé rökrétt framháld af því, sem á undan er gengið. Framhaii á 3. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.