Eyjablaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 1
EYJABLADID 24. árgangur. Vestmannaeyjum, 20. nóvember 1963. 13. tölublað. ELDGOS VIÐ EYJAR Fimmtudaginn 14. nóv. vökn uðu Vestmannaeyingar við þau tíðindi, að eldur væri uppi skammt suðvestur a£ Eyjum. í þirtingu um morguninn höfðu skipverjar á m/b ísleifi II orð- ið varir við umbrotin fyrstir manna. Fljótt barst fréttin út óg íbúar Eyjanna streymdu upp á hæðir og hóla ýmist bíl- andi eða gangandi og varð brekkan við Hástein vinsælast- Úr staður þeirra síðarnefndu enda skammt úr bænum að fára. Skyggni var gott. Úr landi að sjá virtist reyksúlan ekki hærri en svo þennan fyrsta lilörgun gossins, að hana bar várt hærra én hrygg Álséyjar. Oðruhverju þeýttúst upp svart af flýgsuf ög iriagnáðist reykur inri eftir því sem gusur þessar voru tíðari. Um og eftir há- degi fóru flygsur þessar í auk- ana en ekki meira en svo, að þær sáust rétt endrum og eins. Ekki heyrði maður neinar drun- ur frá gosinu. Þennan fyrsta dag fórum við nokkrir á m/b Heimi út á gos- staðinn, sem þá hafði ekki ver- ið nákvæmlega staðsettur bg virtist manni hann miklu nær en reyndist þegar út var komið. Á leiðinni út sýndist okkur um- brotin mun minni en sézt hafði úr landi skömmu áður, og sáum við sjaldan dökkva þeytast upp. Ekki þori ég að gizka á, hve nærri við komumst gosinu, ekki nær en 500 metra. Ekki urðum við varir við neina ókyrrð í sjónum umhverfis og undruðumst við; það. Meðan við dvöldum þarna úti við gos- ið urðu ekki mikil umbrot enda heyrðum við hvorki gný né bresti. Þegar við komumst næst munum við hafa verið sem næst í norður frá gosinu og norðan kaldi var á og vél í gangi, svo vera má að hljóð bærust okkur ekki, þó einhver kynnu að hafa verið. Sólin sett ist meðan við vorum þarna úti, kynjamyndaðir reykjarbólstrarn- ir gompuðust til lofts án afláts og báru við bláan himinn og vestuijaðrarnir urðu hvítgló- andi í sólskininu og var furðu- sjón í slíkri nálægð. Við vorum þarna á 63 faðma dýpi og þeg- ar litið var til miða, bar Álsey milli Heimakletts og Yztakletts, en Geirfuglasker var sem maður segir langlaust við Súlnasker. Þegar við komum að gosinu hagaði mökkurinn sér þannig, að hann stóð nokkurnveginn beinn úr sjó yfir allt svæðið, sem fyrir augu bar, dreyfðist síðan óreglulega þegar ofardró og sveigði síðan til suðurs. En þegar við höfðum dvalið þarna um stund, breyttist þetta þann- ig, að dökkar írur komu í mökkinn, og nú gaus hann ekki beint upp, heldur var eins og hann sveigði inn að miðju, þétt ist þar og liðaðist síðan í loft, fyrst mjór strókur, en breiddi síðan úr sér. Var þetta til að sjá ekki ólíkt höfuðfati, sem bund- ið er í brúsk í þyrli, þó að brúskur þessi yrði kannski í lengsta lagi. Hélzt þetta svo all- lengi og var mjög reglulegt frá okkur séð, og virtist gosið þá ekki vera mjög æst. Um það bil sem við höfðum siglt svo sem 15 mín á heiirileið, fór gosið mjög í aukana og breyttist )>á aftur útlit reyksúlunnar. Það rökkvaði fljótt eftir að sól settist óg sáum við þá einu Framhald á 2. síðu

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.