Eyjablaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 1
LAÐI 2C. árgangur. Vestmannaeyjum, 25. marz 1969. 1. tölublað tekjur Samkvæmt opinberum skýrslum voru þjóðartekjur íslenúinga árið 1968 um það bil 225 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu, cða sem svarar tæpri milljón á meðalfjölskyldu. Þó hafði orðið taísverð rýrnun á þjóð- artekjum það ár og einnig áriö á undan. Samkvæmt þessari upp- hæð ættum við íslendingar að vera meðal auðugustu þjóða heims og meðal ann- ars var ekki annað að sjá í nýlegum Mogga, en íslend ingar hefðu til að mynda all miklu hærri meðaltekjur' en Danir. Sú fullyrðing kemur mönn I v.m all spánskt fyrir sjónir, þegar hafðar eru í huga nýj- ar kröfur danskra verka- manna um lágmarkskaup upp á 23 — 24 þúsundir kr. á mánuði, fyrir dagvinnu þ. e.a.s. tvöfalt kaup á við ís- lenzka verkamenn. Ekki þarf að miða við þess ar kröfur danskra, til þess að fá óhagstæðan samanburð á launum. Opinberir starfsmenn i - LODNUVEIÐI LOÐNUVERÐ - Nú hefur borizt á land meiri loðna en dæmi eru til á einni vertíð. Mun loðnu- afli vera kominn á annað hundrað þús. lestir. Ef miðað er við að aflinn verði 150.000 tonn, verður verðmæti upp úr sjó, ef mið að er við það verð er kemur til skipta 94,5 millj. kr. Hlut ur sjómanna er þá um helm ingur þeirrar upphæðar, eða liðlega 47 millj. kr., þegar taldir eru með allir auka- hlutir. Reiknist nýting loðnunnar 15% til mjöls og 5 til lýsis, verður söluverðmæti þessa afla yfir 375 millj. króna, því mjölverð er um 64 pund hvert tonn og lýsisverð 47 pund hvert tonn. Þannig fá sjómenn 1/8 hluta þess endanlega verðs, er fyrir aflann fæst. Eg frétti það um daginn, að í Færeyjum væri loðnu- verðið 190 aurar á kg. á móti 63 aurum hér. Þetta er að vís-u lausafrétt, og óstaðfest en gaman væri að fá um þetta réttar upplýsingar, ekki sízt, ef þær kæmu frá stjórnarsinnum, sem tæl;u væntanlega að sér að út- ! skýra verðmuninn. ! Færeyingar selja afurðir sinar á svipuðum mörkuðum | og við fyrir heimsmarkaðs- | verð og er þessi verðmumrr því ótrúlegur; eða er þ;.ð ekki? Ekki skaðar að geta þess í lokin, að færeyskir hásetar á netábátum hafa lágmarks- tryggingu 18.772,00 og auk þess frítt fæði. Færeysk útgerð fær engar uppbætur á fiskverð, en hins vegar fá sjómenn uppbætur á saltfisk 1. flokks. f~-- iem ur 11,50 kr. ísl. á hvert kg. Danmörku hafa miklu hærri laun en kollegar þeirra á ís- landi. Væri fróðlegt að gera þessum launamálum ítarleg skil, en aðeins verður minnst á fáein atriði til samanburð- ar, mun ég þar styðjast við upplýsingar er fram komu á fundi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, 6. marz síðast- liðinn. Þeir menn, sem eru í hæsta launaflokki opinberra starfs- manna á íslandi, hafa um 28000 kr. mánaðarlaun. Ef finna skal sambærileg laun í Danmörku, verður að fara ofan í 3. launaflokk, þar sem eru dyraverðir, póstburðar- menn, aðstoðarmenn í pakk- húsum og ófaglærðir verka- menn. Fastakaup íslenzkra barna kennara er frá 13 — 15 þús- und á mánuði, en í Dan- mörku kómast barnakennar- ar upp í 45 þúsund; hjúkrun arkonur og símvirkjar í Dan mörku hafa 35 þús, og prest- ar allt að 55 þúsund. Ofan á ofangreint kaup hafa opinberir starfsmenn Dana ýmsar aukagreiðslur án aukavinnu, sem nema jafnvel þúsundurn. Án þess að tilnefna tölur, má koma orðum að þessu á einfaldan hátt, að Danir hafa tvöfalt til þrefalt kaup á við íslendinga við sambærileg störf í þjónustu hins opin- bera. Auk þess fá Danir fullar vísitölubætur á kaup sitt, en það er einmitt voðalegasti hlutur, sem okkar ágætu ráð herrum getur í hug komið. Sg veit, að ýmsir kattlið- ugir menn í talnaleikfimi, svo sem hinn frábæri akro- bat í þeim efnum, Gylfi Þ. Gíslason, sem flokksbræður hans eiga ekki nógu sterk orð til að lofa, gætu með einhverjum hætti hnikað til þessum nefndu tölum, jafn vel talsvert. Hitt er ljóst, að hversu undursamlegum hæfi leikum menn eru gæddir í því að rugla fólk með tölum fæst aldrei miklu hagkvæm- ari útkoma fyrir okkur, en svarar því að vera hálfdrætt ingur á við Dani. Samt sem áður er ekki ann að að sjá af Mogga og litla Mogga, aó það sé þetta kaup sem allt setji á annan end- ann hjá okkur í efnahagsmál um. — Eg segi nú eins og þau Leitis—Gróa og S.J. á barnablaðinu: Trúi nú hver sem vill. MEISTARI ÞÓRBERGUR Fyrr i þessum mánuði var'ð einn ágætasti rithöfundur á íslenzka tungu áttræður. Þar sem blöð og önnur f jöl miðlunartæki hafa getiS þessa merkis afmælis eins og vera ber, reyndar dálítið hvert með sínum hætti, þa munum við ekki rekja feril meistara Þórbergs, tímamóta og byltingamanns í bók- menntum þjóðarinnar. Hinsvegar viljum við hvetja bá, sem ánægju hafa af vel skrifuðum texta, og hafa ekki enn lesið „Bréf til Láru", eða hið snilldarlega ritgerðarsafn Þórbergs að gera það strax og tími vinnst til. Þarna er aðeins minnst Framh. á 4. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.