Eyjablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ 29. árgangur. 1. ma V 1. maí er hátíðisdagur verkalýðsins. Þann dag heldur alþýðan hátíðlegan til að minnast liðinnar baráttu og áfanga á lciðinni frá kúgun til jafnréttis og bjargálna, gegn kúgun og arðráni hins siðspillta kapitalisma. En 1. maí er fyrst og frt-mst baráttudagur vcrka lýðsins. Eins og nú horfir með þjóðinni, þegar ríkis- stjórn hins efnahagslega stjórnleysis ræðst svo heift rrlega á kjör hins vinnandi fólks sem raun ber vitni meö 20% kauplækkun, hljóta menn í vaxandi mæli að gera sér ljóst, að fagleg samstaða í verka- lýðsfélögunum, sem því miður er ekki nógu góð, er ckki fullnægjandi, heldur verði pólitísk samsta.ða að aukast að mun. Valdhafarnir hafa margsinnis tek- ið aftur með einu pennastriki ávinning laragrar og crfiðrar baráttu ^erkalýðsins. Þetta vald verður að taka af forystusauðum auðstéttarinnar, en það er aðeins kleift með pólitízkri samstöðu hins vinnandi lýðs, sem verðmætin skapar. Sjómcnn, verkamenn og aðrir þeir, sem þetta lesið. Leiðið í dag hugann að því, hverjir eru með ykkur, hvcrjar berjast á móti ykkur og látið síðan faglega og pólitiska afstöðu ykkar mótast af því. Sá, sem ekki er mcð yður, er á móti yður. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, BARÁTTUDAGINN. ¦ *%-»*> «i«VxwJfW Verkakvennafélagið Snó) Vestmannaeyjum sendir félögum sínum og öðrum launþegum baráttukveðjur í til- efni 1. maí. 1. maí Á baráttudegi verka- lýðsins, 1. maí, sendum viö okkar beztu kveöjur til allra launþega, með von um skjót an sigur í þeirri kjarabar- áttu, sem nú stendur yfir. VERZLUNARMANNA FÉLAG VESTMANNAEYJA rfMM^«>«»»***«MWM»»«*>»»**»«»*»«>ii»*' iHi»^»«VnW*i^«>»VMfc«i«^ LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA: „Afbrýðisii efglnkoiia" SÝNING í DAG KLUKKAN 2 E.H. ~iafi.i.n..ni —»niv r -*i *-.....¦*' ¦** • * ¦ • ** — -¦¦¦• ». Vestmannaeyjum,!. maí 1969 3. tökiblaff Hin eilíjd bardtta Þegar þetta er ritað, standa yfir mjög yíðtæk keðjuverk föll, og nú standa yfir verk- föll í öllum fiskiðnaði allt frá Vestmannaeyjum til Snæ fellsness að báðum stöðum meðtöldum. Hvað er það, er veldur þessum framleiðslu truflunum, eru það óbilgjarn ar kröfur verkafólksins, sem gerir of háar kröfur á hend- ur atvinnuvegunum eða er það einhver dulai-full öfl, sem koma slikum ófarnaði á stað? Nú eru allir sammála um það, að slík framleiðslustöðv un kostar þjóðina sem skipt ir milljörðum kr. ekki ein- ungis í öflun gjaldeyris í þjóðarbúið, heldur er verka- fólk svipt þeim tekjum, sem það gæti unnið sér þá daga, sem verkföllin standa. Það þarf varla að skýra fyrir fólki hér hver orsök þeirra verkfalla, sem nú eru háð. En þær eru í stuttu máli barátta um vísitölubind ingu á laun. Árið 1968 náðust samning- ar um visitölugreiðslu á laun þó þannig að það fer stig | lækkandi eftir því, sem tekj- urnar verða hærri. Að vísu fékkst þetta ekki fram, fyrr en verkafólk var búið að standa í langvarandi verk- falli. Þessir samningar voru undirritaðir bæði af atvinnu rekendum og ríkisstjórninni, svo að þeir virtust vera full- I komlega pottþéttir eins og j sagt er. Það hefur alla tíð | þótt ómerkilegir menn, sem ekki stæðu við gerða samn- inga, jafnvel þótt þeir væru aðeins munnlegir. En ríkisstjórnin og atvinnu rekendur hafa nú skipað sér á bekk með þeim mönnum, sem allir heiðarlegir menn líta niður á fyrir óorðheldni og sviksemi við samkomulag, og atvinnurekendur hér hafa gengið feti lengra en nokkr- ir aðrir atvinnurekendur í þessu landi, hafa leyft sér að neita að hlíta landslögum, eða beygja sig undir dóm hæstaréttar, er þar átt við greiðslur til verkafólks í veikindaforföllum. Og er það í fullu samræmi við einræðis brölt fjármálaráðherra er hann neitar að greiða opin- berum starfsmönnum vísi- jómannafélagið Jötunn Vestmannaeyjum sendir öllum sjómönnum og öðr- um launþegum kveðjur á bar- áttudegi verkalýðsins, 1. maí. Yélstjórafélag Vesfmannaeyja Vestmannaeyjum sendir öllum sjómönnum og öðr- um launþegum kveðjur á bar- áttudegi verkalýðsins, 1. maí. tölu á laun. Og þegar opin- berir starfsmenn skjóta ákær unni á hendur fjármálaráð- herra, þá fyrirskipar ráðherr ann, að vísa málinu frá, eða með öðrum orðum er stjórn inni ekki nóg að afnema allt samningsfrelsi heldur er gerð tilraun til að afnema dómsvaldið líka, og er þá ekki orðið skammt til ein- ræðis. Nú kyrja atvinnurekendur sinn alkunna söng, atvinnu- vegirnir þola ekki að það sé greidd vísitala á laun, eða neinar aðrar kjarabætur ^erkafólki til handa, til handa þvi fólki til sjós oif lands, sem stendur undir allri þeirri verðmætasköpun, sem þjóðarbúið byggir sina afkomu á. Það eru ekki margir í dag sem trúa á þennan söng at- vinnurekenda og ríkisstjórn arinnar, þegar þeir hinir sömu telja þjóðarbúið og at vinnuvegina hafa efni á því að stöðva allt athafnalíf í landinu um lengri eða skemmri tíma, sem kostar þjóðarbúið miklu meira en þó staðið hefði verið við hina gerðu samninga og þeg ar tekið er tillit til þess að það mun óvíða í heiminum vera greitt jafn lágt kaup og á íslandi miðað við verðlag, þrátt fyrir að við erum þriðja þjóð í heiminum með hæsta framleiðslu á einstakl • ing, þar af le:ðandi ætti hvergi að vera hægara að greiða hátt kaup en einmitt hér. Nei, það er ekki kaupið þess fólks, sem stendur und- ir allri verðmætasköpun þjóð arinnar að kenna, það er fjármálaöngþveitið, sem rík ir í landinu. Og þeim ætti að fara að skiljast það, þessum berg- þursum, sem kalla sig at- vinnurekendur, að þaS er hvorki hagur fyrir þá eða þjóðina í heild, að verai allt- af í striði við verkafólkið i Iandinu, það fólk, sem þrot- lausri vinnu sinni hefur byggt upp þau atvinnufyrir- tæki, sem starfandi eru í landinu þótt nokkrir fjár- gráðugir einstaklingar hafi sölsað þessi fyrirtæki undir sig. FRAMALD SÍÐAR. H. J.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.