Eyjablaðið - 06.04.1971, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 06.04.1971, Blaðsíða 4
4. EYJABLAÐIÐ >oooooooooooooooooooooooooooo<>< EYJABLADm | ÚTGEFANDI: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum. ö RITNEFND: Garðar Sigurðsson (áb), Hafsteinn Stef- q ánsson, Jón Transtason. _ Prentsmiðjan Eyrún h. f. 0 j'ooooooooöooooooooooooooooooooc Tíýir bátar í £yia$lotann í vetur hafa tveir glæsi- legir bátar bætzt i fiskiflota Eyjamanna. í lok febrúar kom Þórunn Sveinsdóttir í fyrsta sinn til Eyje. Sjá má af nafninu hver er eigandinn, Óskar Matthías- son, en Þórunn Sveinsdóttir er móðurnafn Óskars og bræðra hans, sem allir eru kunnir dugnaðar- og myndar sjómenn hér í Eyjum. Þórunn Sveinsdóttir er smíðuð í Stál vík og er 105 lestir að stærð með 800 hesta vél, Mann- Emil Andersen hefur í byrj un marz fengið nýsmíðað skip, sem hann heitir eftir föður siínum, reyndar er hann með því nafni, sem al- menningur nefndi Hans Pet- er Andersen til aðgreiningar frá öðrum Pétrum, Danski Pétur. ! heim. Mannaíbúðir og innrétt ingar eru vandaðar að allri I | gerð- Lestin er með kæliút- búnaði. Óskar Matt. hinn kunni aflamaður verður með skipið í vetur, en þeir feðgar hann og Sigurjón munu hafa sama hátt á og áður, að Sig- urjón verður með bátinn á sumrin. Kristján, sonur Ósk- ar hefur tekið við Leó. Blaðið óskar þeim öllum til hamingju með nýja skipið og nafnið á því. Danski Pétur er smíðaður á Akranesi, hjá Þorgeiri og Ellert h. f. Skipið rúmar 100 lestir eft- ir nýju mælingarreglunum, smíðað úr stáli. Aðalvél er Alfa, 500 hestöfl, Buck ljósa- vél. Skipið er búið nýjustu tækjum, sjálfstýringu, fisksjá HREINSUN HAFNARINNAR Þeir menn hér í Vestmanna eyjum, sem muna 30 ár aftur í tímann geta borið vitni um hreina höfn hér. Þá voru að vísu ekki hafnarmannvirki á borð við það sem nú er. Hvorki Friðarhöfn né Naust hamarsbryggja. Þegar menn á þoim árum komu hingað fyrst, varð þeim mörgum star sýnt á allfyrirferðarmikla og víða röraleið,slu, sem lá frá Lifrarsamlaginu og út fyrir Eiði. Þetta var sem sagt rör fyrir úrgangsefni frá Lifrar- samlaginu, sem þótti á þeim tíma óhæft að láta renna í höfnina. Það skal tekið fram að holræsakerfi í bænum voru varla þekkt, og var það nokkuð ríkjandi skoðun manna, að vegna skorts á íennancli vatni yrði þess langt að bíða að útisalerni yrðu úr sögunni. Má því hverjum manni ljóst vera að saur eða önnur óhreinindi frá íbúðarhúsum fór ekki í höfnina svo telj- andi væri. Með tilkomu Frið arhafnar var áðurnefnd leiðsla frá Lifrarsamlaginu lögð niður, og óhreinindi þau sem runnu út af Eiðinu voru nú látin renna í hina glæsi- legu og langþráðu Friðar- höfn. Þar við bættist, að fljót lega var komið fyrir holræsa kerfi í götum bæjarins, sem allt var látið enda í fjöru hafnarinnar. Gat nú allur saur frá íbúðarhúsum runnið hindrunarlaust út í höfnina og blandast þar upþvottvatni fiskiskipanna. Áður hafði honum öllum verið ekið vest ur af Hamri. Síðar gerist það að hér rísa upp afkastamiklar sí’darbræðslur er standa það nærri höfninni að röraleiðsl- ur teljast óþarfar, hleypa má jllum óhreinindunum út fyrir veggi húsanna og þrónna, beint í höfnina. Hver á að borga? Mikið hefur verið rætt um þann gífurlega kostnað, sem hlyti að skapast við hreinsun j hrfnarinnar og þá einnig | hvort bærinn ætti að standa straum af honum á eigin spýt ur. Sýnist sjálfsagt hverjum sitt, og fara sjónarmiðin hér eir.s og víðar annarsstaðar, eftir því hvernig málið snert- ir budduna. Eðlilega fyndist flestum að leiðslan gamla frá Lifrarsam- laginu sem lá út fyrir Eiði og var lögð á kostnað Lifrarsam lagsins sé hið rétta fordæmi. Það er að segja, að fiskiðju verin sjái um og standi straum af kostnaði við sinn hluta óhreinindanna. Inneign bæjarsjóðs hjá hafnarsjóði. Meðal annars vegna þess, Wfl... siglingatækjum, þar á meðal Loran. Lestin er kæld. Blaðið óskar Malla á Júlíu, eins og við vorum farin að kalla hann, til hamingju með nýja skipið og óskum hon- um góðs gengis. Framhald af 1. síðu. M:nn mega svo sjálfir dæma um það hvernig bezt sé að vMja menn til þess að rétta upp hendur í máli sem þessu. Það hefur líka komið í Ijós — af biturri reynslu, að ekki er mögulegt að leysa efna- hagsvanda með einu penna- striki, _ og oft verður að gera flsira en gott þykir. Hitt er svo deginum ljósara, að gefi menn sér forsendur fyrir einhverri gerð, skal hún einnig hverfa um leið og forsendurnar, — annars eru menn ósamkvæmir sjálfum sér. Við endum svo á einni spurningu: Getur flokkur kennt sig við alþýðu, ef hann vinnur svo berlega á móti hennar hagsmunum ,eins og ofanritað dæmi er um? G.S. að verk þeu, sem hér hafa verið unnin við höfnina, geta talizt hafa vel gerð og hafa rcynzt varanleg, og einnig að dæluskipið Heimaey hef- j ur gert hér ómetenlegt gagn, höfum við ekki viljað láta það í hendur vitamálaskrif- stofunnar allar framkvæmdir hér við höfnina og sýnist það ekki vera nein frekja, þar eð hér hefur ekkjrt Grímseyjar ævintýri gerzt. Af þessum sökum hefrr vitamálaskrif- stofan hummað fram af sér að viðurkenna og greiða ým- is þau verk, sem unnin hafa verið hér við höfnina, og eru því skuldir hafnarsjóðs við bæjarsjóð nú í dag sem næst 15 milljónum króna. Þessir peningar væru vel komnir til hreinsunar á höfninni og ekkert eðlilegra en að biðja þingmennina okkar að sækja þá til vitamálaskrifstofunnar. Þeir virðast hvort sem er allt vilja fyrir okkur gera núna blessaðir mennirnir. Hafst. Stefánsson. Herbergi óskasl Herbergi óskast til leigu. Upplýsingar í síma 1397. Frá Kaupfélagi Vestm.eyja; Herraföt, ný sending. Peysur, úlpur barna- og kvenstærðir Ferðatöskur Dömuveski Barnatöskur Munið 10% afsláttinn á fermingarfötunum. Kaupfélag Vestmannaeyja

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.