Organistablaðið - 01.11.1980, Page 17

Organistablaðið - 01.11.1980, Page 17
Árið 1957 fluttust þau hjónin til'Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur, þar sem Ingólfur starfaði síðast hjá Búnaðarfél. Islands. Ingólfur var fjölhæfur gáfumaður, með hagnýta menntun og hlaut því að leggja mörgum góðum málum lið, en það þeirra. sem honum var öðrum fremur kært að eiga hlut að, var söngur og hljóðfærasláttur. Var hann ekki síður þekktur fyrir organleikarastarf sitt, en mörg önnur. Undirstöðumenntun í organleik fékk Ingólfur hjá Einari á Þjótanda, þá 17 ára að aldri. Bárust strax að honum böndin með það að spila við guðsþjónustur í sóknarkirkjunni - að Laugardælum. Auk þess að vera síðan organisti við þá kirkju í nær þrjá áratugi, spilaði hann einnig oft við athafnir í öðrum kirkjum, einkum Hraungerðiskirkju. Ingólfur hafði yndi af tónlist og söngmaður var hann einnig góður. Gjarnan söng hann við athafnir, jafnframt þv.í sem hann lék á hljóðfærið,- og stundum jafnvel einn. Ingólfur var einn af félögum kirkjukórsins á Selfossi þegar hann var stofnaður og söng bassa. Átti hann einnig á annan hátt mikinn þátt í að efla tónlistarlífið á Selfossi, t.d. við stofnun tónlistarfélagsins. Þegar kirkjukórasambandið var stofnað I947, varð Ingólfur einn af stjórnarmönnum þess. Var hann ritari í mörg árog berfundargjörðabókin glöggt vitni um snotra rithöndog smekkvísan stíl. Var hannfljótur aðskrifa og reit ávallt beint í gjörðabókina. Ingólfur var ætíð reiðubúinn að fórna tíma og vinnu fyrir málefni, sem hann taldi vera til mannbóta, og stuðluðu að farsælla lífi. Þau Guðlaug og Ingólfur eignuðust fimm börn. Fyrsta barn sitt, Brynjólf, misstu þau tveggja ára. Á lífi eru: Þorsteinn, Elín, Auðurog Sverrir. Guðlaug lifir mann sinn og eru henni hér fluttar samúðarkveðjur og þakkir. Ingólfur Þorsteinsson lést I7. ágústs.l. og var því á áttugasta og öðru aldursári. Hann var jarðsunginn frá Neskirkju í Reykjavík. Blessuð sé minning hans ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.