Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 3
tónlistinni einvörðungu. Þegar tekin var upp aukaþjónusta í Laugarneshverfinu í Reykjavík og sr. Garðar Svavarsson var ráðinn til að gegna þar prestsstörfum 1936 varð Brynjólfur Þorláksson organleikari þarfyrsta árið, en 1 937 réðst Kristinn þangað til organleikarastarfs en hélt þó fyrri störfum sínum. Og þegar Reykjavíkur- prófastsdæmi var skipt í 4 kirkjusóknir þótti hann sjálfkjörinn organisti í Laugarnessókn og síðan við kirkjuna þegar hún var byggð, en hún var vígð 1 949, en 1 956 kom gott og vandað orgel í kirkjuna. Kristinn kom upp góðum kór við Laugarneskirkju. Auk þess að annast messusönginn hélt hann alloft samsöngva með kórnum í kirkjunni. Kristinn viðaði að sér miklu safni af nótum. Einkum voru það nótur fyrir harmoníum og orgel sem hann sóttist eftir. Hann var lista nótnaskrifari og skrifaði upp fjölda af lögum, íslenskum og erlendum sem hefði á þeim tíma verið örðugt að eignast með öðru móti, sum þeirra a.m.k. Árið 1934 gaf Kristinn út safn af lögum fyrir harmoníum - Samhjómar I. - Heftið varð mjóg vinsælt og er löngu uppselt. Því miður varð ekki framhald á þeirri útgáfustarfsemi. Og nú virðist vera liðið langt á öld harmoníanna og við vitum ekki hvort eða hvenær þessi viðfelldnu hljóðfæri koma aftur til skjalanna. Kristinn samdi allmörg sönglög. Sýnishorn af þeim eru ,,17 sönglög", sem hann gaf út 1 955. í tónlistarstörfum sínum var Kristinn einkar smekkvís og sérlega skyldurækinn. Hann var alltaf viðbúinn þegar til hans var leitað. Það gerðu starfsbræður hans oft. í Tónlistarblaðinu 1 956 segir „hefur hann spilað í milli 40 og 50 kirkjum við kirkjulegar athafnir" en líklega hefur sú tala verið orðin hærri um það lauk. Kristinn kvæntist 16. okt. 1920 Guðrúnu Sigurðardóttur, sem ættuð er úr Keflavík. Eignuðust þau 3 dætur og eiga þær mæðgur allar heimili sín í Reykjavík. Kristinn andaðist 24. júlí 1965 og var jarðsunginn í Laugarneskirkju 4. águst að viðstöddum fjölda manns. P.H. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.