Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 4
Gotthard Arnér Um orgel og orgelleik Gotthard Arnér er fæddur 1913. Hann lauk prófi frá músíkkonservatóríinu i Stokkhólmi 1935, stundaöi síðan framhaldsnám i Beriín, hjá Fritz Heitmann, og einnig í London. Árið 1936 tók hann við dómkirkjuorganleikarastarfinu í Vaxjö en 1953 réðst hann til dómkirkjunnar í Stokkhólmi og auk þess kennari við Músíkháskólann. Hann situr í músíkakademíunni, er í orgelnefnd og var formaður í félagi kirkjutónlistarmanna í Stokkhólmsstifti. Hann er í röð fremstu orgelleikara Svía og hefir með leik sínum og kennslu verið mjög örvandi og glætt almennan áhuga á orgelmúsík, ekki sizt franskri. Hann hefir haldið tónleika í Þýzkalandi, Póllandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss. Ítalíu, Spáni og Bandaríkjunum auk Norðurlandanna, setið í dómnefndum og leikið inn á hljómplötur. Hann er mörgum íslenskum organistum aðgóðu kunnur frá fyrri organistamótum. Þetta yfirlit hans um orgelmál, sem hér birtist í lauslegri þýðingu á erindi til okkar, þótt margt beri á góma, sem snertir Svía eingöngu. Hann er opinskár og einlægur. - Hérlendis hefir lítið verið ritað um sögu orgels og orgellistar og þvi er greinin fróðleg og kærkomin. P.K.P. Þegar litið ertil þróunar orgelsinss.l. 50 ár kemur margtfram. Ekkert hljóðfæri hefir eins oft verið á dagskrá á þessari öld og tekið jafn miklum breytingum, orgelsmíð og organleikur hefir blómstrað meir en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þeim, sem fékk að taka þátt í þessari framvindu, er það áhugavert gleðiefni og vekur bjartar vonir að horfa fram á veginn. Hvað veldur þessari grósku? - Já, margt kemur til. Þar eð orgel eru aðallega í kirkjum mætti ætla að um vaxandi trúaráhuga væri að ræða. Svo er að vísu, eins og hinn mikli fjöldi kirkjukóra ber vitni um, en áhugi á orgelmúsík hefir aukist til muna á seinni árum. Að hlýða á tónlist í fögru umhverfi, sem kirkjurnar eru, er mikil upplifun. - 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.