Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 6
organistar í kirkjum, en smám saman fóru rómantísku tónskáldin að beita orgelum í verkum sínum (Mahler, Saint - Saens, Janacek o.fl.) og orgelkonsertum með hljómsveit fór fjölgandi. Meðal slíkra tónskálda má nefna Hindemith, Poulenc, Willy Burkhard, Gunter Raphael o.fl. - Möguleikar orgelsins fóru líka vaxandi með aukinni tækni, röddum fjölgaði, nýjar aðferðir í „traktúr", rafknúin og pneumatísk komu til sögunnar og auðvelduðu notkun radda og leik allan, svo að betur tókst að eftirlíkja. stóru síðrómantísku hljómsveitunum. Talað var um „eins manns hljómsveit”. Eftir miðjan áratuginn 1920-1930 hófst andblástur gegn risaorgelunum, pneumatik og rafmagnstraktúr, sem þóttu hafa lítið listrænt gildi. Klassísk orgel voru tekin upp að nýju. Þetta var kallað orgelhreyfingin eða orgelbyltingin. Barokkorgelin voru leidd til öndvegis að nýju með sinni klassísku hljómun og mekaníska leikmáta. Hin öfluga orgelbylting knúði fram gerbreyttan byggingar- máta og leikaðferð. Byltingin átti upphaf sitt hjá Albert Sweitzer, en hann fyrirleit verksmiðjuorgel. Hljómgæði endurreistu Silbermanns orgelanna í Elsass og orgel Cavaille-Coll frá 19. öldinni voru honum fyrir öllu. Þá var endurreisn Arp Schnitgers - orgelsins í St. Jacobi kirkjunni í Hamborg, meistaraverki frá há-barokk tímanum ásamt nýjum skilningi ítúlkum orgelverka Bachs, afgerandi í mótun hinnar nýju stefnu. Horfið var af þeirri braut að gera orgel að eftirlíkingu hljómsveitar. Máltækið var: „Hverfum aftur til eiginlegs orgels”. Ef litið er til Svíþjóðar, og þá sérstaklega til þess tíma, þar sem ég hefi verið þátttakandi, hefir býsna margt skeð á sviði orgellistarinnar. í æsku minni voru orgelin yfirleitt það sem kalla mátti „kóralkvarnir", þar sem aðallega voru leikin lög í Haeffner-stíl. Guðsþjónustu lauk þá með útgöngumarzi, sem leikinn var er fólk gekk úr kirkju. - Allt kom til greina en mest var um ókirkjulega marza að ræða. Hvorki prestur né organisti hafði nokkra tilfnningu fyrir kirkjulegum stíl. Ég minnist þess, t.d., að prófastur einn í dómkirkju óskaði eitt sinn eftir sorgarmarzi Chopins sem útspili á langafrjádegi. Organistinn andæfði í þetta sinn en ekki veit ég hvort marzinn var leikinn eður ei. Á þessum tíma voru orgel framleidd sem verksmiðjuiðnaður að miklu leyti, með fjöldaframleiddum pípum, gerðum í mótum (skabelon) og raddskipan þannig að fátt var um alikvótraddir og orgelin þvífátækaf hreimbrigðum, orgelin voru framleidd í færibandavinnu, verksmiðjur komnar í stað verkstæða. Orgelbyltingin hafði í för með sér m.a. að áhugi á gömlum orgelum, sem ekki var búið að rífa niður eða endurbyggja, fór vaxandi. Hér var um orgel frá 1 7., 1 8. og 19. öld að ræða, sem lítið hafði verið sinnt. Þau voru frá þeim tíma þegar handverkið var í heiðri haldið og orgelin ávöxtur af þaulhugsuðu lista-handverki. Hér kom við sögu einstakur áhugamaður, orgelfræðingurinn og læknirinn Einar Erici, sem lét standsetja, á eigin kostnað, öll tilhæf, gömul orgel í landinu og þetta varð til þess að Radiotjanst skrásetti stóran hluta af þessari dýrmætu arfleifð og skipulagði innspilanir víðs vegar um landið. Ég fékk sjálfur að taka þátt í þessu og ferðaðist fram og aftur um landið, frá Skáni í suðri til Helsingjalands í norðri. Oft var hrein upplifun, fögur reynsla, aðspila á þessi orgel. Mörg voru þau í lélegu ástandi en hljómuðu dásamlega vel. Á einum stað þurfti mannskap til 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.