Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 10
haldið þið að gagnrýnendur hafi verið? - Allir með tölu. - Ef einhver af píanóleikurum okkar hefði haldið Messiaen-tónleika, hefði útkoman orðið önnur. Eitt dæmi enn: Óperan hefir'flutt „Messías" árlega, um langt árabil, í Stórkirkjunni, kærkomin hefð fyrir 10 þúsund Stokkhólmsborgara. Uppfærzlan hefir alltaf verið umfjölluð í dagblöðunum, svo sem vera ber. Nú var þesi hefð rofin og Stórkirkjan tók sjálf við flutningi „Messíasar", með kór og stjórnanda af fyrstu gráðu, svo vel heima í þessum óratórístíl sem nokkur óperukór, og með sömu sólistum sem fyrr. Og þá - engin umsögn í blöðum. Sem konserthljóðfæri hefir orgelið notið vaxandi vinsælda hjá almenningi. Fyrir seinni heimsstyrjöldina voru orgeltónleikar sjaldan haldnir, en nú gefst tækifæri til að hlusta á úrvalstónleika, flutta vikulega, af víðkunnum organistum á hin hljómfegurstu orgel. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir reglulega frá því á 5. áratugnum. Tvö nöfn ber hæzt: Waldemar Áhlén og Alf Linder. - Hinn fyrri hófst handa, í sambandi við 700 ára hátíð Stokkhólmsborgar, með reglubundnum laugardagstónleikum í Jakobskirkju um árabil og var fram haldið af eftirmanni hans, Anders Bondeman. Alf Linder hefir öll sín ár við Óskarskirkjuna haldið reglubundna tónleika, m.a. með öllum orgelverkum Bachs (9 bindi í Petersútgáfu) oftar en einu sinni. Erlend þátttaka í þessum tónleikum var einnig talsverð. Þetta samfellda tónleikahald hefir aukist 2 síðustu áratugina (einnig víða um landsbyggðina). í Stokkhólmi hafa tónleikarnir verið að jafnaði í Stórkirkjunni, Mattheusar-, Gustav Vasa-, Engelbrekts-.Hedvig Leonora-, Immanuels-, Kungsholmens-, Katarina-, Maria-, Högalidkirkjum o.fl. Einnig fékk orgelmúsíkin sinn sess í dagskrá Stokkhólmshátíðanna, sem hófust 1954 og voru haldnar í mörg ár en eru nú, því miður, lagðar af. - Eftir að ég gerðist dómorganisti kom það í minn hlut að halda tónleika á hátíðinni fyrstu árin, en seinna komu fleiri til. Ég minnist fyrstu tónleikanna, sem tókust mjög vel, fullsetin kirkja og umsagnir í öllum blöðum. Ein umsögnin bar yfirskriftina: ,,Getur maður gert lukku í kirkju?” Þessi orð bera vott um þá óvissu meðal gagnrýnenda um hvernig taka skal á slíkum tónleikum. Þráttfyrir það voru smám saman fleiri organistar fegnir til að leika á hátíðinni. Kirkjutónleikarnir urðu m.a. til þess að vekja rítdeilur um val orgelverka á tónleikum með hliðsjón af orgeltegundum. Með tímanum fjölgaði erlendum organleikurum sem héldu tónleika á Stokkhólmshátíðunum. Nefna má Parísar-organistana Gaston Litaize, Jean Langlaisog Marie-Claire Alain, Michael Schneiderfrá Köln, Berutti og Zanaboni frá ítalíu og gesti frá Bandaríkjunum og Japan o.fl. - Allir rómuðu þeir sænska orgelmenningu. Eitt sinn heimsótti mig ástralskur orgelprófessor, sem hafði heyrt mikið af sænskum orgelum látið og vildi kynnast þeim ítilefni af byggingu tónlistarhallar í Sidney. Hrifning hans leyndi sér ekki. Því miður kom það í hlut enskrar orgelsmiðju að byggja orgelið í Sidney, líkast til vegna auðvelds verzlunarsambands innan brezkp heimsveldisins. Rétt fyrir 1950 tók „Fylkingin" orgelmúsík inn á tónleikahald sitt. Sérstaklega minnist ég tónleika í Jóhannesarkirkju árið 1947, þar sem mér var falið að leika hið fræga verk Carls Nielsens „Commotio” (frumflutningur í Svíþjóð). Verkið á ekkert skylt við kirkjutónlist, en er vel samið fyrir orgel. Nielsen hafði fengið áhuga á orgelum og ætlaði að semja fleiri orgelverk, en „Commotio" varð hans 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.