Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20
[ nóvember 1970 samdi félagið fyrir organista í Reykjavfkurprófastsdæmi um kaup og kjör. Viðsemjendur voru sóknar- nefndir Reykjavíkurprófastsdæmis. Öllum erkunnugt aðsamningagerðireru vandasamar ogerfitteraðorða þannig allar greinar að ekki valdi misskilningi. En sem betur fer hefur ágreiningur ekki orðið um túlkun þessa samnings nema f eini tilviki sem hér er gert að umræðuefni. I samkomulaginu er rætt um aðfjárhæð launa fari eftir því hvort organleikari teljist til A-flokks eða B-flokks. það var þáverandi organleikari Hall- grímskirkju í Reykjavík, Páll Halldórsson, sem taldi sig eiga að taka laun samkv. A- flokki, en sóknarnefnd kirkjunnar var á ööru máli. Stjórn FfO staðfesti að Páll skyldi taka laun samkv. A-flokki. Eins og fram kemur ífundargerð ísíðasta blaði fór Páll í mál við formann sóknar- nefndar. Dómsúrskurðir undirréttar og hæstaréttar voru þeir að P.H. fengi ekki sín vangreiddu laun. Á fundi FlO 31. ágúst s.l. var þetta mál til umræðu og þótti öllum 29 fundarmönnum allt þetta mál hið furðulegasta og spurðu sumir: Hver er þá réttur stéttarfélaga til að gera kjarasamninga ef dómstólar geta dæmt eins og í þessu máli? Allur málabúnaður stefnanda var vandlega unninn og fylgdu m.a. yfirlýsingar 5 stjórnarmanna í FÍO um að P.H. bæri að taka laun skv. A-flokki fyrrgreinds sam- komulags. Afstaða félagsins var þv( ótvlræð og fullur stuðningur meirihluta fyrir hendi. En tveir þáverandi félagsmenn voru í minnihluta og er svo að sjá sem dómarar hafi fylgt þeirra framburði. Þetta sýnir Ijóslega hve nauðsynlegt.er að félagsmenn FIO vinni saman að öllum hagsmunamálum, að allir starfandi organleikarar séu félagsmenn og að einhugur ríki um félagslegar gerðir. Greinilegt er að þessi hæstaréttardómur er óviðunandi fyrir FÍO. Rétt er aðtaka fram að P.H. fékk orlof sitt greitt skv. dómsúrskurði en allir Islendingar eiga rétt á orlofi og ætti ekki að þurfa að leita til dómstóla til að leysa svo sjálfsögð mál. Kristján Sigtryggsson. Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri: Daníel Jónasson, ritari: Guðný Magnúsdóttir. Afgreiðslumaður blaðsins: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37 R. Prentað í Borgarprent. Útgáfu önnuðust: Kristján Sigtryggsson ábm, Páll Halldórsson og Páll Kr. Pálsson. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.