Eyjablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Edda Tegeder Ragnar Óskarsson (ábm.) Elías Bjömsson Inga Dröfn Ármannsdóttir Oddur Júlíusson Baldur Böðvarsson Ármann Bjarnfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagiö í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Evrún h.f. Vm. __________________________________________/ * A enn að skerða kjörin? Á nýliðnu ári kom berlega í ljós hvern hug ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ber til íslendinga. Megin- þættir þeirrar efnahagsstefnu sem ríkisstjórn hans fylgir miða að því að skipta þjóðinni í tvo hópa, hina fátæku og hina ríku. Alþýða landsins er kölluð til þess að greiða niður verðbólguna á meðan braskarar og milli- liðir ýmiss konar fá hvert tækifærið á fætur öðru til að svala gróðafíkn sinni hindrunarlaust. Sjaldan eða aldrei hefur ríkisstjórn opinberað fyrirlitningu sína á launa- fólki á eins augljósan hátt og sú sem nú situr. Nú er svo komið á mörgum heimilum í landinu að endar ná hreinlega ekki saman og fólk horfir með kvíða til framtíðarinnar. Og framtíðin er ekki björt hjá því fólki sem við lökust kjörin býr. Á því ári sem nú er hafið ætlar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar nefnilega enn að halda áfram við þá iðju sína að skerða kaup og kjör þeirra sem síst mega við því en láta hina sem betur mega sín sleppa. Ríkisstjórnin hefur nú í hyggju að láta almenning greiða fyrir ýmiss konar þjónustu sem fram til þessa hefur verið veitt endurgjaldslaust. í þessu sambandi er nærtækast að benda á það gjald sem ætlunin er að innheimta af þeim sem þurfa að leggjast á sjúkrahús. Nái þær hugmyndir fram að ganga er stigið stórt skref aftur á bak, skref sem hafa mun ófyrirsjáanlegar afleið- ingar í för með sér og kollvarpa því öryggi í heilsugæslu sem Islendingar hafa búið við nú um langt skeið. Pessi stefna hefur það einfaldlega í för með sér að efnahagur fólks getur ráðið úrslitum um hvort það geti notið svo sjálfsagðra réttinda sem heilsugæslan er. Sjúkrahúsgjaldið er hins vegar ekki eina dæmið af þessu tagi því sama eða svipuð aðför er fyrirhuguð að margs konar annarri félagslegri þjónustu. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að markaðs- hyggjan yfirtaki alla þætti íslensks þjóðlífs, hvarvetna sem unnt verður að koma henni við. Má t.d. ekki búast við því að þeir menn sem heimta vilja gjald af sjúkl- ingum fari að krefjast þess að upp verði tekin skólagjöld og menntun þar með gerð að forréttindum þeirra sem aurana eiga líkt og tíðkaðist fyrr á öldum. Jú, því miður bendir ýmislegt til þess að sú verði þróunin ef ekkert verður að gert. En hvað er unnt að gera til þess að hindra fyrirætlanir á borð við þær sem hér hafa verið nefndar nái fram að ganga? Eina raunhæfa leiðin er sú að almenningur rísi upp og mótmæli kröftuglega og knýi ríkisstjórnina til þess að Iáta af linnulausum árásum sínum á kaup og kjör almennings. Best væri auðvitað að ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum en ef það gerist ekki þarf að koma fyrir hana vitinu og það fyrr en seinna. Æska án fíkniefna Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að fíkniefnaneysla hefur vaxið stórlega hérlendis að undanförnu. Alls konar áður óþekkt efni virðast nú vera orðin algeng og að því er virðist er afar auðvelt fyrir neytendur að verða sér úti um þau efni sem fíkniefnamarkaðurinn hefur yfir að ráða. Þessi aukna fíkniefnaneysla er þeim mun uggvænlegri þegar þess er gætt að í hópi neytenda er æ yngra fólk með hverju árinu sem líður. Það er nauðsynlegt að snúa þessari þróun við því mikið er í húfi. Hér dugir ekki minna en öflugt þjóðar- átak gegn því böli sem fíkniefnaneyslan er. Foreldrar, kennarar og aðrir þeir sem að uppeldismálum starfa verða að leggjast á eitt og fræða æskuna um þá hættu sen fíkniefnaneyslan hefur í för með sér því markviss fræðsla er tryggasta leiðin til að ná megi árangri. —R.Ó. Dálítil upplýsing um ,, K yó t afr um varpið ’ ’ Framhald af 1. síöu til hefur fyrirfundist í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelginni um stjórn fiskveiða, hefur verið hjá ráðherra. Eina breytingin í þeim efnum nú, er að í athuga- semdum með frumv. er sér- staklega áréttað og lögð áhersla á. að náið samráð verði haft við hagsmunaaðila um fram- kvæmdina og í lagatextanum segir (í fyrsta sinn): Hafa skal sarnráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis um framkvæmd á ákvæðum greinar þessarar (1. gr.) og skal nefnclunum gerð grein fyrir reynslu og árangri aðgerða á hverjum tíma. Aðrar ástæður fyrir and- stöðu voru að því er virðist byggðar á misskilningi, eðæ einungis því að vera á móti sjávarútvegsráherra. Það er auðvitað skiljanlegt, að þeir aflamenn, sem besta aðstöðu hafa haft til að ná þorski, einskum togaraskip- stjórar á Vestfjörðum, vilji helst mega veiða frjálst eins og fram að þessu, en þegar afli verður að dragast saman eins og raun ber vitni, verður aug- Ijóst, að til sérstakra aðgerða þarf að grípa. Það er þeim ljóst, sem í þessu vinna, að aðferð skrapdaga- kcrfisins dugar, meðan unnt er að hlífa einum eða fleiri fiski- stofnum á kostnað annarra. Nú er það óbrúklegt vegna þess að allir helstu fiskistofnar eru þegar ofveiddir. Það er einnig deginum Ijós- ara, að best væri ef allir gætu hagað sínum veiðum að vild og engar takmarkanir væru lagðar á aflaklær í sjómannastétt, en til þess vantar einfaldlega fisk og til þess er fiskiflotinn allt of stór og afkastamikill. Af þessum augsýnilegu ástæðum taldi ég nauðsynlegt að vinna að því eftir mætti, að þessar stjórnunarheimildir næðu fram að ganga. Þingmönnum ber að mínum dómi skylda til þess fyrst og fremst að taka afstöðu með það fyrir augum að velja skynsam- legustu leiðirnar, jafnvel þó engar þeirra séu ákjósanlegar né fullgóðar. hvað þá vinsælar. Garðar Sigurðsson. Hver er réttur fólks í veikindum? Þrátt fyrir að ákvæði laga um veikindi verkafólks séu óvenju- skýr í samningum hefur reynst miserfitt að fá greitt samkvæmt vottorði. Ýmsar ástæður virðast vera fyrir því og hefur heyrst frá sumum að verk- stjórar taki mjög illa á móti fólki sem kemur með vottorð vegna veikinda, þeir setji upp leiðindasvip og bendi jafnvel á hve mörg vottorð viðkomandi hafi fengið o.s.frv. Sumir þeirra minnast jafnvel á uppsagnir og brottrekstur ef vottorðin verða „of mörg”. Það vill nú svo til að fólk getur fengið ýmsa kvilla t.d. hálsbólgu, kvef, flensu o.fl. og geta þá vottorð orðið mörg á 12 mánaða tímabili. Um þetta segir í „Túlkun kjarasamninga, Vinnumál I., fyrri hluta”, sem gefið er út af Vinnuveitendasambandi ís- lands 1978 í 10. gr. bls. 14, en sú túlkun virðist leggjast þungt i suma: — Spurning: Á fólk sem rétt á til allt að 4 vikna veikinda- greiðslum rétt á 4 vikum samanlagt á ári eða 4 vikum í hvert sinn? — Svar: Samkvæmt dómi að því er framkvæmd laga nr. 16/ 1958 varðar ber að greiða allt að 4 vikur samanlagt á hverju 12 mánaða tímabili. í gr. 11 á sömu síðu eru áframhaldandi vangaveltur um rétt til launa í veikindum en þar segir: — Talið hefur verið, sbr. 10. gr. hér að ofan aö veikinda- dagaréttindi giltu um hvern sjúkdóm sérstaklega, en hins vegar samanlagt ef sami sjúk- dómur tæki sig upp að nýju. Hvað þá ef samkynja smitsjúk- dómur t.d. hálsbólga, kvef hrjáir manninn aftur og aftur? — Svar: Verða sennilega að teljast aðskilin og sjálfstæð tilvik. þ.e. ef manninum er batnað. Veikindaréttindi stofnast að nýju þótt sams konar smitunarsjúkdómur geri vart við sig síðar ef það er ekki beint framhald fvrri veikinda. Eftir að hafa lesið þessa túlkun at vinnurekenda er í raun erfitt að skilja framkomu ýmissra verkstjóra þegar fólk kemur með vottorð sín. Að lokum læt ég fylgja upp- lýsingar um frekari réttindi verkafólks í slysa- og veikinda- tilfellum. Vonandi geta sem flestir nýtt sér þær upplýsingar. Verkafólk sem forfallast frá vinnu vegna slyss við vinnu á beinni leið frá vinnu eða vegna atvinnusjúkdóma sem orsakast af henni skal fá greidd laun sem hér segir: 1. Fvrir hvern atvinnusjúkdóm og slys: Allt verkafólk skal fá greidd laun fyrir dagvinnu í allt að 3 mánuði. Auk þess skal það á fyrsta ári hjá sama atvinnu- rekanda eigi missa neitt af Iaunum í hverju sem þau eru greidd í 2 daga fyrir hvern mánuð. 2. Fyrir hvern atvinnusjúkdóni og slys: Eftir 1 ársamfellt: 1 mánuöá fullum launum auk dagvinnu- launa í 3 mánuði. 4 mánuði alls. 3. Fyrir hvern atvinnusjúkdóm og slys: Eftir 3 ársamfellt: 1 rnánuðá fullum launum, auk dagvinnu- launa í 4 mánuði, 5 mánuði alls. 4. Fyrir hvern atvinnusjúkdóm og slys: Eftir 5 ár samfellt: 1 mánuð á fullum launum auk dagvinnu- launa í 5 mánuði, 6 mánuðir alls. Almenn veikindi: Þegar um er að ræða sjúk- dóma aðra en atvinnusjúk- dóma og slys önnur en vinnu- slys skulu launagreiðslur vera með eftirtöldum hætti: 1. Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda: 2 dagar á fullum launum fyrir hvern unn- inn mánuð fyrir hvern sjúkdóm. 2. Eftir eitt ár samfellt: Einn mánuð á fullum launum fyrir hvern sjúkdóm. 3. Eftir þrjú ár samfellt: Einn mánuð á fullum launum, auk dagvinnulauna í einn mánuð fyrir hvern sjúkdóm. 4. Eftir fimm ár samfellt: Einn mánuð á fullum launum auk dagvinnulauna í tvo mánuði eða 3 mánuðir samtals fyrir hvern sjúkdóm. Verkafólk er hvatt til að kynna sér rétt sinn til launa í veikindum sínum, rétt sem áunnist hefur með áralangri baráttu og samstöðu verka- fólks. “ —S.H. TIL ATHUGUNAR Þegar minnst er á markaðshyggjuna kemur nafn Miltons Friedmans ósjálfrátt upp í hugann. Friedman þessi og hagfræðikenningar hans hafa verið eitt helsta átrúnaðargoð frjálshyggjupostula Sjálfstæðisflokksins eins og kunnugt er. Nú hefur Friedman verið afhjúpaður sem hreinn og beinn svindlari því hann hefur vísvitandi falsað staðreyndir í rannsóknum sínum til þess að komast að ákveðnum niður- stöðum. Lítið hefur hins vegar heyrst frá þeim frjáls- hyggjumönnum innan Sjálfstæðisflokksins um þetta mál enda fer þeim líklega best að segja sem minnst. Eitt er víst að falsspámann sem Friedman þýðir lítið að bjóða íslend- ingum í framtíðinni. Skyldi nokkrum hafa dottið í hug að tæpum tveimur árum eftir að sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum lofuðu kjósendum sínum lækkun gjalda ætla þeir að innheimta hæsta leyfilega útsvar af bæjarbúum? Og skyldi nokkrum hafa dottið í hug fyrir tæpum tveimurárum að sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum ætluðu að hækka gjaldskrá Fjarhitunar um 26% á árinu 1984? . —Felagi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.