Eyjablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 1
EYJABLA Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vesímannaeyjum 3. tölublað Vestmannaeyjum, 1. mars 1984 44. árgangur Á nýafstöðnum aðalfundi Sparisjóðs Vestmannaeyja var samþykkt að styrkja knattspyrnuráð ÍBV um kr. 100.000,-, vegna slæmrar fjárhagsstöðu ráðsins. Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja Hinn 24. feb. s.l. var aðal- fundur Sparisjóðs Vestmanna- eyja fyrir árið 1983 haldinn. Á fundinum kom fram að í árslok námu heildarinnistæður 85,9 milljónum og er það liðlega 80% aukning á milli ára. Útlán námu í árslok 59,2 milljónum og er það liðlega 88% aukning á milli ára. Þá nam eigið fé í árslok rúmlega 8 milljónum króna og hafði það aukist um 90% á milli ára. Á síðasta ári hóf Spari- sjóðurinn samstarf við Visa- Island urn útgáfu á greiðslu- kortum og er sú þjónusta vel metin af viðskiptavinum. Þess má og geta að innan tíðar mun Sparisjóðurinn hefja gjald- eyrisviðskipti. Fyrst um sinn verða þau gjaldeyrisviðskipti tengd útgáfu ferðatékka og innleggi á gjaldeyrisreikninga en seinna meir standa vonir til þess að unnt verði að hefja al- hliða gjaldeyrisviðskipti. Stjórn Sparisjóðsins er skipuð 5 mönnum og hana skipa nú Sigurgeir Kristjáns- son, Arnar Sigurmundsson, Jóhann Björnsson, Þorbjörn Pálsson og Ragnar Óskarsson. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragnarsson og skrifstofustjóri Guðjón Hjörleifsson. Starfs- menn í árslok voru 11. Þor- varður Gunnarsson hefur á höndum löggilta endurskoðun sjóðsins en kjörnir endurskoð- endur eru þeir Magnús Krist- insson og Hermann Jónsson. Á aðalfundinum var sam- þykkt svohljóðandi tillaga frá stjórn sjóðsins: Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja haldinn hinn 24. feb. 1984 samþykkir að styrkja knatt- spyrnuráð ÍBV með fjárhæð allt að kr. 100.000. Aðal- fundurinn felur stjórn Spari- sjóðsins að ákveða nánar um fyrirkomulag styrkveitingar- mnar. Með samþykkt þessarar til- lögu vill Sparisjóður Vest- mannaeyja leggja sitt af mörk- um til þess að styrkja knatt- spyrnuráð ÍBV sem býr nú við þröngan fjárhag. Vindhögg Sigurðar Ráðhúskarlinn Sigurður Á bæjarsljórnarfundinum Jónsson er iðinn við kolann þar sem þetta mál var af- samanbcr greín hans í greitt, var þctta mál sam- síðastu Fylki. Par býsnast þykkt með 8 atkvæðum og I hann einhver ósköp yfir sat hjá, sem sagt Gísli G. orðatiltæki því sem ég Guölaugsson. Með öðrum notaði í síöasta Evjablaði: orðum." Siguróur Jónsson ...la. hvxlfk tíóindi", og gerir samþykkti þessa hækkunar- orðatiltækið að fyrirsögn beiðni, og er æði brosieat að greínar sinnar. Sigurður skuli álasa mér Mér finnst nú aðaitíðind- fyrir að samþykkja þessa in þau að í stjórn Veitu- hækkunarbciðni þegar liann stofnana var 41,5% samþykkti Itana sjálfur. Þú hækkunarbeíönin 1. apríl hefur þar með slegiö vind- 1980 samþykkt af öllum högg Sigurður, eins og fyrri nefndarmönnum nema daginn og hitt sjálfan þig í Gísla Geir Guðlaugssyni staðinn, og vertu vel að því sem setti fyrirvara. kominn. —S.T. Um samningana Unglingar bjarga atvinnurekstri MEÐ OPINN MUNNINN Það hefur víst áreiðanlega ekki farið framhjá neinum, að allt frá því að samninga- umleitanir hófust, hafa a.m.k. þrír ráðherrar verið með alls kyns yfirlýsingar á víxl, og yfir- lýsingar hvers og eins hafa meira að segja stefnt hver gegn annarri. Það hefur hingað til þótt skynsamlegast að hafa munninn lokaðan meðan áþreifingar hafa átt sér stað í samningum, en nú bregður svo við að sjálfur forsætisráð- herrann má ekki vatni halda og gengur á undan í yfirlýsinga- gleði; iðnaðarráðherra lætur sig síðan hafa það, að æpa fram grófar hótanir í garð þeirra, sem leita samninga við sína við- semjendur, með þeim hætti að allt hljóp í hnút sem áður hafði sigið í áttina eftir gamal- kunnum leiðum. Á sama tíma kynnir fjár- málaráðherra landsins nýja og nýja „ramma” milli þess sem hann étur ofan í sig fyrri rammagerð. HINIR VERST SETTU Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa fyrir margt löngu komið sér upp sameiginlegu orðfæri og föstum orðasam- böndum um hvaðeina, ekkert síður í launamálum en öðrum. Flestir þeirra hafa tekið sér í munn orðin að „bæta fyrst og fremst hag hinna lægst laun- uðu” og „verst settu” í þjóð- félaginu. Alltaf eru þó þeir sömu verst settir og lægst launaðir. í þeim samningum senx gerðir voru um daginn milli VSI og ASÍ var þó gerð nokkur tilraun til að bæta einmitt hag þeirra sem allra minnst hafa, að vísu með allt öðrum hætti en oftast fyrr, með tekjutryggingu, sem atvinnureksturinn á ekki að greiða heldur hið opinbera. Slík aðferð er auðvitað gölluð, en þó betri en engin til úr- lausnar þeim sem minnsta tekjumöguleika hafa. Það furðulega skeður, að þeir sem hæst hafa haft um kjör þessa lægst launaða hóps, þykir greinilega skíturinn til koma. MÁLFLUTNINGURINN Ekki ætla ég að gera samn- inga þessa að umtalsefni efnis- lega og allra síst að taka þátt í margreyndum prósentureikn- ingi í tilefni þeirra; væri það þá ekkert betra en hjá opin- mynntum ráðherrum lands- manna. En málflutningur þeirra sem um þessa samninga hafa fjallað, hefur verið sama marki brenndur og allt of títt er í íslenskri umræðu: Þeir sem mæla með samþykkt þeirra gera ekkert annað en flytja þau rök, sem hugsanlega gætu sætt menn við þá, en nefna varla önnur, en hinir sem mæla gegn samningunum flytja einungis gagnstæðar röksemdir, og túlka þá þannig, að næstum er beitt blekkingum. Þetta eru gamal- kunnar aðferðir í málflutningi fyrir dómstólum og eru afar hvimleiðar og sæma varla í alvarlegri umræðu. Framhald á 3. síðu /X I • w w W T Raðleggingar L.I.U. Nýlega sendi L.Í.Ú. útvegsinöimiim umburðar- bréf þar sem þeim er m.a. ráðlagt á hver hátt þeim sé best að segja upp ráðningarsamningi skipverja. Eyjablaðið telur rétt að fólk, einkanlega sjónienn, kynni sér ráðleggingar L.Í.Ú. og í því skyni birtir blaðið þær hér. UM RÁÐNINGARSAMNINGA SKIPVER.IA Eins og alkunna er, þá hefur sú ákvörðun verið tekin, að atlamarksleiöin verður fyrir valinu varðandi veiðitak- markanir á árinu 1984, þótt uudantekningar séu þar á, eins og nánar greinir í reglugerð imi stjórn hotnfiskveiða nr. 44/1984. Það er mönnum Ijóst, að uflumarksleiöin gerir það að verkum. aö skipuin verður ekki haldið úti til veiða, nema einhvern hluta ársins, sem leiðir til þess á hinn hóginn að huga þarf sérstaklega að ráöningarmálum áhafna fiski- skipanna. Þótt það sé að sjálfsögðu á valdi hvers og eins útgerðar- manns, hvernig hann hagar ináluni sínuin varðandi veiðar á leyföu aflamarki og hvernig hann jafnframt tekur ráðn- ingarmálum áhafnar sinnar, þá þvkir rétt að benda á el’tirfarandi, sem útgerðarmenn ættu að hafa í huga. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og sjómannalaga er uppsagnarfrcstur undirmanna 7 dagar, en iindirmenn eru hásetar, netamenn, bátsmenn og matsveinar. Yfirincnn hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest, en vfirmenn eru vélstjórar, stýrimenn og skipstjórar. Það skal tekið fram, að upp- sagnarfresturinn þarf ekki aö miðast við mánaðamót. í langflestum tilvikum hafa skipverjar verið ráðnir til óákveðins tíma, en heimilt er í upphafi ráðningarsamnings að ráða skipverja til ákveðins tíma, ákveðinna ferða eöa til , tíma, að skip hefur veitt þann aflakvóta, sem því er heiinilt að veiða. Þeim aðilum, sem ráða nýja menn til staría skal hent á þennan möguleika, enda ekkiséð að hægt verði að ráða nýja yfirmenn á annan ináta meöan afli er tak- markaður. Þar sem uppsagnarfrestur undirmanna er ekki nema 7 dagar ætti ekki að vera þörf á sérstökum ráðningar- samningi. Þeir yfirmenn, sem í starfi eru og haía verið ráðnir til óákveðins tíma, halda því lögákveðnum uppsagnarlresti. Vilji útgerðarinenn vera óhundnir af launagreiðsluin til sjómanna, segja þeir þeim upp störfum og ráða þá að nýju til þess að veiða úthlutaðan aflakvóta. í 2. mgr. 18. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, sbr. lög nr. 49/1980, segir að skipverji taki kaup til þess dags er ráðningu hans lýkur samkvæmt ráðningar- eða kjara- sainningi og skiptir þá ekki máli, þótt hann hafi áöur verið afskráður. Þetta leiðir til þess, eins og áður sagði, að útgerðar- mönnum her skylda til að greiða skipverjum kaup á ráðii- ingartínianuin. Til þess að útgerðarmenn geti Ieyst sig undan greiðsluskyldu, er þeim því nauðugur einn kostur, að segja yfirmönnum sínum NÚ ÞEGAR upp störfum, og ráða þá að nýju til veiða á aflakvóta viðkomandi skips sé eitthvað óveitt af honum þegar uppsagnarfresturinn er liöinn. Þrátt fyrir það, sem að framan greindi, telja samtökiu, að í raun sé ráðningu áhafna lokið án uppsagnar, þegar stjórn- völd ákvarða stöðvun veiða, eftir að skip hefur náð ákveðnu aflamarki. Styðst þessi skoðun við almcnnar rcglur vinnu- réttar, sbr. 41 gr. sjómannalaganna. Eftir sem áður telja samtökin, að útgerðarmenn ættu að hafa þann hátt á, er fyrr greindi í umburðarbréfi þessu. Að endingu skal útgerðarmönnuin bent á að hafa sam- band við skrifstoíuna, ef óskaö er frekari upplýsinga eða aðstoöar. Með kveðju, LANDSSAMBAND ÍSL. ÚTVEGSMANNA.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.