Eyjablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Edda Tegeder Ragnar Óskarsson (ábm.) Elías Bjömsson Inga Dröfn Ármannsdóttir Oddur Júlíusson Baldur Böðvarsson Ármann Bjarnfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusctning og offsetprentun: Evrún h.f Vm. v___________________________________________/ Fylkir blekkir lesendur sína Fylkir hefur reynt að gera afstöðu minnihluta bæjar- stjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans tortryggilega. í síðasta tölublaði er tönnlast á því að af minnihlutans hálfu hafi engin tilraun verið gerð til þess að ná fram breytingum á fjárhagsáætlun. Hér beitir Fylkir enn einu sinni sinni alkunnu blekkingarkúnst því fullyrðingar af þessu tagi eru rangar. Staðreyndin er hins vegar sú að minnihluti bæjarstjórnar reyndi á ýmsan hátt að ná fram breyt- ingum við gerð fjárhagsáætlunar en meirihluti sjálf- stæðismanna lét allar þær hugmyndir sem vind um eyru þjóta. Til þess að menn geti áttað sig á því hvað hér um ræðir er rétt að benda á nokkra þætti sem minnihluti bæjarstjórnar reyndi að fá breytt við gerð fjárhags- áætlunar. Minnihlutinn taldi að unnt væri að hafa útsvars- álagningu lægri. Með bættri fjármálastjórn mætti hins vegar koma í veg fyrir að draga þyrfti úr framkvæmdum og þjónustu. Sjálfstæðismenn féllust ekki á þessar hugmyndir. Minnihlutinn taldi að ekki þyrfti að hækka gjaldskrá Fjarhitunar í sama mæli og gert er ráð fyrir í fjárhags- áætlun, létta mætti greiðslubyrði veitunnar með því að leita eftir lánum til lengri tíma og leita eftir hagstæðari lánum. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir óþarfa hækkanir. Sjálfstæðismenn féllust ekki á þessar hug- myndir. Minnihlutinn taldi að hækkanir dagvistargjalda væru of miklar ekki síst þegar tekið er tillit til minnkandi tekna almennings. Hvað þessar hugmyndir snerti var Sjálfstæðisflokkurinn á öðru máli. Þessi dæmi sýna að minnihluti bæjarstjórnar reyndi að ná fram ýmsum breytingum við gerð fjárhags- áætlunar. Hugmyndir minnihlutans fengu hins vegar ekki náð fyrir augum sjálfstæðismanna. Það eru blekkingar einar þegar reynt er að láta líta svo út að minnihluti bæjarstjórnar hafi sýnt óábyrga afstöðu við undirbúning og afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar. —R.Ó. Verðbætur framhjá skiptum I framhaldi af ákvörðun um fiskverð hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um aðgerðir sem hafa bein áhrif á fiskverð og hlutaskipti sjómanna. í þessu sambandi er gert ráð fyrir að breytt verði Iögum um Aflatryggingar- sjóð þannig að hann greiði 4% álag á fiskverð almennt. Það sem hins vegar hlýtur að vekja mesta furðu í þessu sambandi er að stjórnvöld hafa jafnframt ákveðið að greiða þessar verðuppbætur beint inn á stofnfjár- sjóðsreikning viðkomandi skips og koma þær ekki til skipta með áhöfn. Þessar aðgerðir stjórnvalda vekja þeim mun meiri furðu þegar haft er í huga að Aflatryggingarsjóður er sameiginleg eign útvegsmanna og sjómanna en alls ekki útgerðarmanna einna eins og stjórnvöld líta á með þessari ákvörðun sinni. Með þeim aðgerðum sem hér hefur verið lýst hafa stjórnvöld enn einu sinni sýnt hvern hug þau bera til sjómanna. Þau virðast gleyma því að það eru ekki aðeins útgerðarmenn sem geta orðið fyrir skakka- föllum heldur einnig og ekki síður sjómenn en Afla- tryggingarsjóður var einmitt settur á stofn til að aðstoða báða þessa aðila þegar erfiðar aðstæður skapast í sjávarútvegi. Full ástæða er því fyrir sjómenn að vera vel á varðbergi gegn sífelldum árásum á kjör sín. —E.B. STYRIMANNA- SKÓLINN Oddur vinur minn Júlíusson, sem er í ritnefnd þessa blaðs, sagði við mig: „Slæmt þótti mér að Stýrimannaskólinn var ekki hafður með, þegar Fréttir höfðu í vetur samtal við skóla- stjóra flestra skóla hér um mál- efni þeirra”. í framhaldi af því bað hann mig að segja les- endum Eyjablaðsins nokkur orð um skólann. Oddur er einn af mörgum góðum velunnurum skólans, því var ég að sjálfsögðu við þessari ósk hans. I vetur hófu 14 nemendur nám í 1. stigi og 12 í II. stigi. Ef fjöldi nemenda fer ekki niður fyrir þetta getum við vel við unað. Sigurgeir Jónsson frá hor- laugargerði er nú fastráðinn kennari við skólann, en jafn- framt er hann frá áramótum nemandi í II. stigi. Hann lauk I. stigi 1982, var í II. stigi til ára- móta í fyrra, en þá veiktist hann og byrjaði svo aftur þar núna um áramótin. Hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna pilturinn sá. Grímur Gíslason og Hjálmar Brynjúlfsson eru nýir stunda- kennarar við skólann á þessu skólaári. Ekki veit ég hvar við værum staddir með þennan skóla, ef við nytum ekki velvilja fjölda manna og stofnana. Á s.l. ári voru okkur áætlaðar á fjárhags- áætlun kr. 200 þús. til tækja- og áhaldakaupa. Kristinn Gunnarsson innflytjandi sigl- inga- og fiskileitartækja bauð okkur Loran-samlíki (simi- lator) fyrir 265 þús., sem var gott verð. Bæjarsjóður hljóp undir bagga og bætti við fjár- hagsáætlun okkar þannig að við gátum fest okkur tækið. Þetta var mikils virði og eru bæjar- stjórn hér færðar þakkir fyrir þetta. Á þessu ári er okkur ætlað fé til kaupa á einu sjón- varpstæki. Loran-samlíkir er okkur mjög mikils virði. Þetta er fyrst og fremst kennslutæki fyrir stýrimannaskóla. Loran-sam- líkir stýrir öðrum Loran á þann hátt að um raunverulega sigl- ingu er að ræða, þótt við séum kyrrstæðir á þurru landi. Einhver skrifaði um þetta tæki okkar í Fréttir á s.l. vori. har var um endemis vitleysu á lýsingu að ræða. Höfundar var ekki getið og ekki var leitað til okkar á því, þéss vegna vitum við ekki hvaða afglapi þarna var á ferð. Á síðasta ári tók til starfa í Reykjavík Myndbanki sjó- Ávallt * í leiðinni manna, þar er um að ræða samtök nokkurra stofnana og fyrirtækja í sjávarútvegi. Markmiðið er að gefa út á mynd- böndum fræðsluefni til sjó- mannaskólanna og um borð í skip. Strax á síðasta ári fékk þessi stofnun 11 erlendar myndir á myndböndum. Texti þeirra er íslenskaður og talaður inn á böndin. Á s.l. sumri lánuðum við þau um borð í skip og báta hér í Eyjum. Þarna er um að ræða eldvarnir í skipum, alþjóðleg neyðarmerki, stöðv- un blóðrásar, skyndihjálp o.fl. Bátaábyrgðarfélagið borgaði þessar spólur fyrir okkur og þakka ég það hér. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem þetta góða félag styður okkur. Núna á næstu dögum hefst tölvukennsla í skólanum. Nemendur II. stigs munu fá 20 kennslustundir í þessari grein, sem Jónas Sigurðsson kerfis- fræðingur mun annast. Gísli H. Friðgeirsson skólameistari Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum hefur góðfúslega leyft okkur að fá aðgang að tölvum þess skóla. Vonandi mælist þessi nýja kennsla vel fyrir og að hún komi nemend- um vel. Fyrir næsta skólaár er mjög brýnt að búið verði að ákveða skólanum heimavist til fram- búðar. Ríkið hefur keypt húsið, sem heimavistin er í undir sína starfsemi hér í Eyjum. Vonandi verður það hannað á þann hátt að við fáum þar framtíðarlausn á heimavist okkar. Á íslandi eru tveir stýrimannaskólar, en nemendur sækja þá staði alls staðar að af landinu. Heimavist verður því að vera til staðar fyrir þá. Oft hefur verið rætt um það, að nauðsynlegt væri að gera út skólaskip hér á landi. Höfund- ur þessarar greinar hefur undanfarin ár látið þá skoðun í ljós að nýta mætti skuttogara landsmanna í þessu skyni. Þar væri um kostnaðarlitla þjálfun sjómannsefna að ræða, sem skilað gæti eins góðum árangri og sérstakt skólaskip gerði. Ef sami árangur næst um borð í skuttogara við þjálfun ungra manna til sjómannsstarfa, eins og á skipi, sem sérstaklega er ætlað það verkefni, á að velja skuttogara. Á s.l. vori ræddi undirritaður þessa hugmynd við Kristinn Pálsson og Magnús Kristins- son, feðgana, sem eiga og gera út skuttogarann Vestmannaey VE 54. Þeir voru strax mjög hlynntir því að Vestmannaey yrði nýtt í þessum tilgangi eina veiðiferð og voru tilbúnir að taka þátt í kostnaði af þessu. Sömuleiðis var Gísli Jónasson forstjóri Samtogs í Vestmanna- eyjum hlynntur þessu á sama máta. Þessir aðilar ásamt skólanefnd Stýrimannaskólans leituðu til Þorsteins Gíslasonar fiskimálastjóra, sem var mjög ánægður með þessa hugmynd og útvegaði okkur fé úr opin- berum sjóði til þess arna. Þann 21. júní s.l. hélt Vest- mannaey til veiða, um borð voru þrír 15 til 16 ára drengir, ásamt undirrituðum þeim til leiðbeiningar. Áður en farið var í ferðina var að sjálfsögðu lögskráð og var þá skýrt fyrir drengjunum hvað fælist í því. Um borð fengu strákarnir hlífðarfatnað, sem þeir eiga áfram. Tveir voru settir á hvora vakt, en sá þriðji aðstoðaði kokkinn. Að sjálfsögðu var skipt í þessum embættum. Reynt var að kenna strák- unum hin ýmsu hásetastörf s.s. fiskaðgerð, frágang á fiski, að ísa hann, netabætningu o.fl. eins og tilefni gafst til, enda unnu þeir með fullgildum og þaulvönum hásetum, sem voru þeim mjög góðir og tillitssamir og settu sig ekki úr færi að segja þeim til. Brýnt var fyrir þeim hvar hættulegt væri að vera við hin ýmsu störf og þeim var kynntur öryggisbúnaður skips- ins. Á stímum stóðu þeir vaktir. I lok veiðiferðar gengu ungu mennirnir í land hlaðnir soðn- ingu til heimila sinna. Að sjálf- sögðu fengu þeir smá laun fyrir túrinn og frítt fæði. Síðar var farið á Klakki VE 103 með þrjá drengi, sem voru á sama aldri og fyrri hópurinn. Allt gekk svipað og fyrr. Ég held að þessar ferðir hafi tekist vel. Allir voru ánægðir bæði nemendur og áhafnir skipanna, sem voru í báðum tilfellum sérstaklega tillitssamir við strákana. Þakka ég það sér- staklega. Það fer ekki á milli mála að þessi tilraun sýnir að hægt er að nýta togarana sem skólaskip. Kostnaður er margfalt minni, en ef um sérstakt skólaskip er að ræða. Á togara kynnast nemendur veiðiskapnum og vinnunni eins og hún er í raun- veruleikanum. Tel ég að á skólaskipi yrði þetta sviðsett og ekki líkt hinni réttu sjó- mennsku, sem um borð í fiski- skipunum er. Á s.l. hausti sótti bæjarstjórn Vestmannaeyja um styrk til fjárveitingarnefndar Alþingis til útgerðar á skólaskipi. Nefndin úthlutaði hingað 90 þús. í þessu skyni. Kostnaður okkar í sumar var rúmar 50 þús. Vitað er um menn sem fannst lítið til þessarar skóla- skips-tilraunar okkar koma. Vonandi tekst bæjarstjóm betur til með útgerð skólaskips, heldur en okkur einstakling- unum, sem vorum að brölta í þessu. —Friðrik Ásmundsson. Takið eftir! Nýkomin sending af hinum vinsœlu glösum. Mjög gott verð.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.