Eyjablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Róum jafnt á bæði borð Framkvæmdanefnd kvenna á vinnumarkaði gekkst fyrir fundum víðs vegar um landið 18. febrúar s.l. undir kjör- orðinu „Róum jafnt á bæði borð”. Hingað til Vestmannaeyja komu tvær konur frá fram- kvæmdanefndinni þær Sigríður Kristinsdóttir og Dagbjört Torfadóttir og fluttu þær framsögu ásamt einni konu héðan, Ingu D. Ármanns- dóttur. Fundur þessi var vel sóttur af konum úr öllum starfsstéttum og með ólíkar stjórnmála- skoðanir og var ánægjulegt að það virtist ekki hamla skoðana- skiptum né heldur samstöðu. Eins og komið hefur fram hafa konur á íslandi að meðal- tali sömu laun og 15-19 ára piltar og karlmenn á eftir- launaaldri. Því er eðlilegt að allnokkur umræða hafi orðið um láglaunastéttir og kröfur um lágmarkslaun. Samþykkti fundurinn einróma eftirfarandi áskorun: Fundur um launamál kvenna á vinnumarkaðnum haldinn 18.02. 1984 að Heiðarvegi 7 Vm. skorar á forystumenn í þjóðfélaginu og samtök á vinnumark- aðnum. Að ganga á undan með góðu fordæmi og lifa í 3 mánuði af þeim launum sem lægst eru á vinnumarkaðn- um (10.961). Halda heim- ilisbókhald og birta það síðan í fjölmiðlum og sýna þannig í verki að þetta sé framkvæmanlegt. Að fundinum loknum voru nokkrar konur spurðar álits á hversu til hefði tekist. Sigríður Kristinsdóttir sagðist vera ánægð með fund- inn og fundarsókn. Fundurinn hefði verið sérstaklega hlýr, þrátt fyrir ákveðnar skoðanir og hefði það komið sér mjög á óvart þar sem hópurinn hefði virst blandaður og því hefði mátt búast við einhverjum ágreiningi um leiðir og mark- mið. „En ég held það væri mjög gaman ef þessi hópur kvenna héldi áfram að funda og stofn- uðu með sér einhvers konar samtök eða samvinnu kvenna á vinnumarkaði hér í Vest- mannaeyjum”, sagði Sigríður að lokum. Stella Hauksdóttir vara- formaður Snótar kvaðst vera ánægð og hress með fundinn. „Ef konur ná að sameinast um kjaramál kvenna, þá er ég ánægð. Það er einkennilegt að karlmenn skuli vera að öfund- ast út í konur í frystihúsunum eins og Einfari gerir í Fréttum. Ef karlmenn í frystihúsum kæra sig um geta þeir skrifað undir samning og verið með kaup- tryggingu, rétt eins og konur. En þeir virðast ekki skilja það blessaðir að þeir njóta for- réttinda að fá að vinna á meðan konur eru sendar heim. Jafnvel einstæðar mæður sem eru einu fyrirvinnur sinna heimila, verða að láta sér það lynda. Ég er líka ánægð með að það komi fram hversu óraunhæft er að benda á bónuskonur sem há- launastétt. Þær leggja á sig óheyrilegt vinnuálag til þess að ná þessum tekjum. Það lifði engin þeirra á dagvinnutaxta”. — En telur þú grundvöll fyrir áframhaldandi samvinnu og fundum kvenna á vinnu- markaði hér í Vestmanna- eyjum? ,,Já hiklaust, og vona að svo verði”. Helga Jónsdóttir: „Mér fannst fundurinn gagnlegur og frummælendur röktu vel þær niðurstöður sem fram voru komnar um launamisrétti. Meðal annars það að kona á besta aldri hefði laun á við 16 ára ungling eða karl kominn á eftirlaunaaldur. Þó finnst mér að konur hefðu getað sýnt enn betri samstöðu með því að mæta fleiri á fundinn. Þetta er málefni sem varðar okkur konur og við verðum að berjast saman, minnugar þess að sam- einaðar stöndum við en sundraðar föllum við”. — Þér finnst þá að konur í Næstu leikir Þór hefur nú lokið keppni í forkeppninni í 2. deild. Þór ásamt UBK, Fram og Gróttu leika í aukakeppninni um 1. deildarsæti næsta keppnis- tímabil. Keppt verður í 4 túrn- eringum, sú fyrsta 23.-25. mars. Týr á einn leik eftir í hinni hörðu keppni 3. deildar, við ÍBK hér heima, 4. mars. í 3. deildinni er einnig aukakeppni um sæti í 2. deild. Fyrri túrner- ingin verður 9.-11. mars og leika Týr og Ármann þar örugglega, en óvíst er hver hin tvö liðin verða, en baráttan stendur á milli Aftureldingar, Þórs Ak. og ÍA. fslandsmótið í innanhuss- knattspyrnu Keppnin í 1. deild karla fór fram um s.l. helgi. Týrarar fóru víst enga frægðarför í Laugar- dalshöllina, töpuðu öllum sínum leikjum, þó tveimur mjög naumlega. Leikirnir fóru annars Jjannig: Týr-IBÍ 4-5 Týr-KR 2-9 Týr-Fram 4-5 Týr leikur að ári í 2 !. deild. Þór hefur eins og kunnugt er einnig lokið keppni. Þeir léku í 2. deild, en töpuðu öllum sínum leikjum og féllu þar með í 3. deild. Vestmannaeyjum eigi samleið með þessum samtökum? „Að sjálfsögðu! Konur um allt land eiga samleið með þessum samtökum og þá ekki síður við en aðrar”. — Að hverju eigum við þá að stefna? „Við eigum að stefna upp. Við konur eigum að hafa sama rétt og karlar á sömu launum og jafnan rétt til stöðuhækkana. Við eigum að berjast saman gegn því misrétti sem hefur gengið alltof lengi. Og sú afsökun sem hefur verið notuð að karlarnir séu fyrirvinnan, hún gengur ekki lengur. Steinunni Vilhjálmsdóttur fannst fundurinn bæði fróð- legur og ánægjulegt að konur standi saman að því að breyta Grótta-Þór Fyrsti ósigur Þórs í 2. deild- inni varð að raunveruleika s.l. fimmtudag á Seltjarnarnesi. Þar sóttu Þórarar Gróttu heim, og töpuðu í æsispennandi leik 21-22. Þór byrjaði leikinn af krafti og voru fjögur mörk yfir í hálfleik, 15-11. En í seinni hálfleik datt botninn úr leik þeirra og Gróttumenn gengu á lagið og tókst að vinna með einu marki 22-21 eins og áður sagði. Það gekk á ýmsu í þess- um leik, margir reknir af velli og rauða spjaldið var á lofti. Þrátt fyrir þetta tap hafa Þór- arar örugga forystu í deildinni. Markahæstu menn Þórs voru: Gylfi Birgisson 6, Ragnar Hilmarssón 4 og Þorbergur Aðalsteinsson 4, öll úr vítum. Sverrir Sverrisson skoraði mest fyrir Gróttu eða 7. Tipp í síðustu keppni komust 2 áfram. Kannski ekki furða þar sem þetta var dagur minni liðanna. Að þessu sinni ætla ég ekki að vera með neitt mála- vafstur, heldur vinda mér strax í leikina. Kári Þorleifsson spáir: Aston Villa-Man. Utd. 2 Ef Utd. vinnur ekki þennan leik þá eru þeir úr keppninni um meistaratitilinn. Sigurður Friðriksson spáir: Coventry-Birmingham X Þetta eru krypplingar. óréttlátum launum sínum. „Og það er hneyksli að ætla nokkr- um að lifa á 10-11 þús. á mánuði hvort sem það er karl eða kona. Og konur í Vest- mannaeyjum eiga tvímælalaust samleið með þessum sam- tökum, enda finnst mér að konur úr öllum launaflokkum og samtökum eigi samleið”. — Hvernig er framtíðar- draumur þinn í kvennapólitík- inni? „Að konur verði metnar eftir hæfileikum eins og karlmenn. Stefnum að því að ná sama kaupi og karlmenn í sama starfi. Konan er og verður alltaf ábyrgðaraðilinn í þjóðfélaginu og þess vegna ber henni að berjast fyrir jafnrétti til jafns við karlmenn”. Friðrik Ragnarsson spáir: Everton-Liverpool X Poolararnir vinna ekki liðið í bláu búningunum. Jóhann Ragnarsson (3) spáir: Ipswich-West Ham 2 Það var dýrkeypt fyrir Ipswich að selja Mariner— úti- sigur. Jón Bragi Arnarsson spáir: Leicester-Watford X „Bara”. Bragi Steingrímsson spáir: Luton-Q.P.R. 1 Set einn fyrir Didda og Ella. Þorsteinn Viktorsson spáir: Notts County-W.B.A. X Albion er nú skárra liðið en þar sem þeir leika á útivelli set ég X. Viktor Scheving spáir: Southampton-Norwich 1 Saints eru mikið betra lið. Ólafur Guðmundsson spáir: Sunderland-Arsenal 1 Eftir sigurinn fræga á Forest er ég hræddur um að Arsenal líti of stórt á sjálft sig. Þór Valtýsson spáir: Barnsley-Sheff. Wed. 2 Wednesday eru með lang besta mannskapinn í 2. deild. Gunnar Þorsteinsson (4) spáir: Fulham-Newcastle 1 Fulham hafa verið í hörku- formi um þessar mundir og þessi leikur gefur þeim tækifæri til að sýna og sanna hvað virki- lega í þeim býr. TIL ATHUGUNAR í síðasta tölublaði Fylkis gerir Siguröur Jónsson það að umtalsefni að komrni skuli tala við komma eins og hann örðar það og á í því sambandi við þá félaga Svein Tómasson og Ragnar Óskarsson. í Alþýöubandalaginu. þar sem Sigurður telur kommana vera, er því þannig háttað ítð það þykir alls ekki óeðlilegt þótt menn tali saman enda er það ein meginforsenda þess að mcnn geti starfað saman. Uins vegar kann í undrun Sigurðar að finna skýringuna á því hvers vegna hver höndin er alltaf upp á móti annarri meðal þeirra íhaldsmanna. Það sætir líklega tíðindum ef þeir tala saman. Nú á dögunum gerðist það í annað sinn í bæjarstjórn að Arnar Sigurinundsson komst upp með það að knýja Georg Þór, forseta bæjarstjórnar til þess að láta greiða aftur atkvæði um niál en úrslit atkvæðagreiðslu um það voru hinum fyrrnefnda ekki að skapi. Nú velta inenn því í alvöru fyrir scr hvort Arnar fari ekki að krefjast þess að fá að mæta einn sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á bæjarstjórnaríundi með sex atkvæða umboð svo hann þurfi ekki að vera í stöðugum ótta um að flokks- systkini sín greiði atkvæði „rangt”. Þessar vangaveltur ætti kannski að oröa þannig: Hve lengi ætla hinir fulltrúar Sjálfstæðisflókksins í bæjarstjórn að líða þessi vinnubrögð? _ ppia„: —ÞoGu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.