Eyjablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1
EYJABLADID Útgefandi: Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum 4. tölublað Vestmannaeyjum, 15. mars 1984 44. árgangur Getum ekki borgað hærra kaup en aðrir ARNAR GETULAUS I útvarpsfréttum fyrir helgina glumdi átta sinnum á dag yfirlýsing Arnars Sigur- mundssonar þess efnis, að fisk- verkunin í Vestmannaeyjum gæti ekki greitt meira en aðrir. Það skal viðurkennt, að ýmis fyrirtæki í fiskverkun í Eyjum eru og hafa verið ágætlega rekin, og eru þess vegna alls góðs makleg, en mér er hins vegar ekki kunnugt um að þau hafi staðið í því að borga meira en aðrir, kannski þvert á móti. Sannleikurinn er sá, að víða hafa fiskverkendur þurft að greiða meira fyrir fiskinn en fyrirtækin hér, bæði beint og óbeint, t.d. veiðarfæri o.fl. eins og okkur er öllum kunnugt. Auk þess er ástæðulaust að sniðganga þá staðreynd, að víða um land hafa atvinnu- rekendur greitt miklu hærra tímakaup undanfarna mánuði, en samið hafði verið um og ríkisstjórnin ákveðið. Svo miklu meira, að „kauphækk- unin" síðasta nær ekkert nálægt því að ná því kaupi, sem fólk hefur fengið, án samninga. Ekki er mér kunnugt um, að slíkar yfirborganir hafi tíðkast hér í bæ. Því fer nefnilega víðs fjarri, að fyrirtækin hafi yfirleitt nokkru sinni greitt meira en aðrir, hvort sem um er að ræða hráefni eða laun. Með tilliti til þessa er svo sem ekkert undarlegt að heyra yfir- lýsingar Arnars, sem virðist vera orðinn einn allsherjar miðvörður í kappliði íhaldsins hér í bæ, hvort sem er á þessum vettvangi eða í bæjarstjórn, þar sem hann stjórnar atkvæða- greiðslum með harðri hendi og lætur endurtaka þær eftir þörfum, þar til allir hinir íhaldsmennirnir hafa makkað rétt. Fiskvinnslufólk í Vest- mannaeyjum og aðrir sem viðskipti hafa við skjólstæðinga Amars eiga áreiðanlega skilið að fá greitt að minnsta kosti eins og aðrir. —G.S. Senn fer vorið á vængjum yfír ... ... og allt það, en það vorar og birtir víðar en við flóann. Já, aldeilis, í Bæjarleikhúsinu okkar er svo sannarlega vor í Iofti. Við litum þar inn á æfingu á mánudagskvöldið. Þar var svo sannarlega handagangur í öskjunni, maður, Guðmundur Sigfússon var nefnilega að filma allt heila klabbið í lit og í svarthvítu, allir að sjálfsögðu komnir í gervin sín með förðun og „det hele", leikmyndin máluð og teppalögð með sófa, stólum og borðum, útsýni og skápum, jamm, allt á hreinu þar. Á sviðinu stormuðu sýslumenn, prófessorar, lög- menn og trésmiðir ásamt til- heyrandi ektakvinnum, rit- höfundum og vinnukonum að ógleymdum blessuðum „Húrra-krakkanum". En allt hamast þetta fólk við að leið- rétta smá misskilning á svo snilldarlegan hátt að allir verða meira og meira ráðvilltir af öllu saman, en svona skal það sko vera, enda gamanleikur eftir þá háðfugla Arnold & Bach. Hún Unnur okkar Guðjóns- dóttir, leikstjóri, sat úti í miðjum salnum með skrifborð og leslampa (þeir ættu að fá sér „Ljósálfinn" handa henni Unni) nóteraði hjá sér ef eitt- hvað fór úrskeiðis, eða felldi dóminn á staðnum og sendi þeim tóninn. Saumakonur sátu á fremsta bekk og stungu saman nálum, ég meina nefjum, rikkja meira á henni, setja teigju í strenginn o.s.frv. Maggi Magg sat eða stóð við aftasta bekkinn (ætli það sjáist best þaðan) og góndi á leikmyndina bæði súr og sæll á svipinn, eftir því hvernig Hjálmar breytti lýsingunni sem ýmisst var svört eða jaðraði við ráfsuðugeisla. En hann var p ... sveittur við að stilla ljósin. Auðberg Óli formaður fylgdist með öllu og hvíslaði annað slagið einshverju að Unni eða Eddu Aðalsteins, varaformanni. Já, aldeilis — það var greini- legt að frumsýning er komin í sjónmál, því maður dvaldi svo sannarlega í öðrum heimi þarna, fyrir stríðsára heimi, með glensi og dillandi tónlist. Elva Ólafs og Björn bakari orðin að virðulegum prófessors hjónum, með Kollu og Svenna Tomm sem tengdó og foreldra meðan Jónas Þór sýnir okkur slægvitra „júrista" sem jafnvel Jón Hjaltason gæti verið stoltur af. Hanna Birna komin af Bíla- stöðinni og orðin að dul- nefndum rithöfundi og svo blessaður „Húrra krakkinn" sem öllu ruglinu veldur hann Dagbjartur okkar Runólfsson, sem ýmist er slöngutemjari upp í Mosó eða Rockefeller í Reykjavík, og þá djarftækur til vinnukonunnar hennar Elínar Helgu, sem á nú reyndar vin- gott við hann Tomma trésmið úr Stýrimannaskólanum ásamt ýmsum Köllum og Bjössum. Ja, þvílíkt og annað eins og meira en það, eins og konan sagði hérna um árið, þegar hún heyrði manninn sinn blessaðan tala í Útvarp Reykjavík. Við skemmtum okkur aldeilis prýðilega á æfingunni, sem greinilega lofar góðu fyrir hláturkirtla vora þegar frum- sýnt verður um 20 þ.m. P.S.: Þökkum fyrir kaffið og spjallið að ógleymdum krem- kexkökunum. Sjáumst. M. Sigurjónsson. Stjornin samkvæm sjálfri sér! Frjálsir" samningar og niðurgreiðslufé Fólk er gleymið í pólitík. Þetta hefur verið skrifað hér áður (svo menn ættu að muna). En svo gleymið er fólk ekki, að það muni ekki allar heit- strengingar sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar. Það er vissulega full ástæða og efni til að nefna, þó ekki væru nema fáein atriði. Höfuðatriði í kosninga- baráttu sjálfstæðismanna var: Frjálsir samningar og engin, ekki minnstu, afskipti ríksins af þeim. En hver varð svo raunin. Strax á fyrsta valdadegi var vísitalan kúttuð af með einu handbragði (Það hefur svo sem farið fé betra en það kerfi) og ekkert reynt að koma á neinu í staðinn. Með þeim ráðstöf- unum, ríkisafskiptum, lækkuðu útgreidd laun frá vísitölu- kerfinu í einum bita um fjórð- ung. Allir hafa nú séð frelsið í raun í nýgerðum samningum. Ríkisafskiptin hafa orðið miklu meir en fyrr, m.a. er þess skemmst að minnast, að ríkið ábyrgist lágmarkslaun, og greiðir hlutaðeigandi atvinnu- rekendum fjármuni til að tryggja þau, en peningarnir eru teknir af skattgreiðendum — og það sem meira er, að líklega verða þeir teknir af niður- greiðslufé af landbúnaðar- afurðum, og greiða þá neyt- endur pakkann, og þeir hlut- fallslega mest, sem minnst hafa milli handa. ERLENDAR SKULDIR Ríkisafskipti eru síst minni nú en áður í alls kyns milli- færslum og fyrirgreiðslu til t.d. sukkfyrirtækja, þótt boðorð t Hörmulegt slys Síðastliðið sunnudags- kvöld 11. mars varð það hörmulega slys að Hellisey VE 503 hvolfdi og sökk 3 mílur austur af Heimaey. Með bátnum fórust 4 ungir sjómenn, en einn komst af og synti í land. Þeir sem fórust voru: Hjörtur Jónsson, skipstjóri, 25 ára. Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 22 ára. Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 20 ára og Valur Smári Geirsson, matsveinn, 26 ára. Eyjablaðið vottar að- standendum hinna látnu fyllstu samúð. íhaldsins væri það að hver ætti að sjá um sig og stæðu eða féllu með sínum rekstri. Erlendur skuldabaggi valt ofan af bakinu á hverjum einasta íhaldsmanni í fyrravor hvert sinn sem viðkomandi opnaði munninn. Hvernig skyldi vera háttað í þeim efnum? Aldrei meiri en nú. Yfir 600 milljónir króna erlent lán fyrir montflugstöð á Keflavíkur- flugvelli, þar sem hið hálfa væri nóg. Það eru víst ekki ríkisafskipti í sjávarútveginum, þar sem hverjum kjafti er nú skammtaður kvóti. Sá sem hér heldur á penna er að vísu sam- þykkur þeirri leið, eins og menn vita, en ríkisafskipti eru það samt. Hvað halda menn að ríkis- víxlaaðferð Alberts þýði? Ekkert annað en það, að það fé sem í þá fer, til að fjármagna húsnæðismálakerfið kemur auðvitað úr viðskiptabönk- unum, sem taka þá erlend lán á móti. Eða hvernig var það? Átti ekki að Iána öllum næstum fyrir öllum byggingarkostnaði, það sagði framsókn að minnsta kosti og íhaldið lofaði 80%, auðvitað engum til góðs og enn augljósara var það þó, að það var bara ekki hægt. Svik í þessu voru svo borð- leggjandi fyrirfram, en til hvers þá slíkar yfirlýsingar? Þetta var slæm byrjun á stjórnmála- afskiptum hins nýja en týnda formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá eru ótalin þau erlendu lán, sen fara í skuldbreytingar fyrir bændur, sem nú standa fyrir dyrum. Auðvitað þurfa þeir á fyrirgreiðslu að halda, en erlend Ián samt. Fyrirsjáanlegar eru enn fleiri erlendar Iántökur og ljóst er hverjum manni, að marg- umtalað gat á fjárlögunum er líklega ekki minna en 2000 milljónir, þegar allt er talið. Það eru glæsilegar niður- stöður, þegar tekið er mið af glaðhlakkalegum yfirlýsingum stjórnarflokkanna við af- greiðslu fjárlaganna í haust, þegar lýst var yfir 6 milljóna tekjuafgangi; staðreyndin varð — mínus 2000. Minni ríkisafskipti breyttust í meiri afskipti. Samdráttur í erlendum lánum keyrðu nú um þverbak. Og nú ætlar Sverrir að smíða dýrasta togara heims, sem veiðir trúlega samkvæmt meðalkvóta, á Akureyri fyrir erlent lán. Þetta er allt svona. —G.S.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.