Eyjablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 3
EYJABLAÐEÐ 3 Heyrt og séð í sjónvarpi Fyrir nokkru beindist kast- Ijós sjónvarpsins að efnahags- málum. í því tilefni var rætt við ýmsa aðila svo sem hagfræð- ing Vinnuveitendasambands- ins, hagfræðing Alþýðusam- bandsins og sjálfan Steingrím forsætisráðherra. Margt fróð- legt kom fram í þættinum en til þess að gera langt mál stutt verður hér látið nægja að vitna í nokkur ummæli Vinnu- veitendahagfræðingsins og Steingríms. Er rætt var um árangur efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar sagði hagfræð- ingurinn m.a.: „Það er atvinnu- öryggi í landinu". Já, hann sagði þetta á sama tíma og at- vinnuleysi hérlendis er 3,4% og meira en nokkru sinni frá því 1969. En hagfræðingurinn sagði ýmislegt annað og þar á meðal það gullkorn sem hér fer á eftir og skilji nú hver sem betur getur, hann sagði nefnilega orðrétt þessi orð: „Lífskjörin hafa vitaskuld rýrnað en þau hafa ekki rýrnað meira en um það sem þau hafa rýrnað”. Þetta var sem sé niðurstaða hagfræðings Vinnuveitenda- sambandsins og hann virtist bara nokkuð borubrattur og ánægður með þessa niðurstöðu sína. Launamenn eru hins vegar engu nær, þeirra kjör halda áfram að rýrna hvað sem hagfræðingurinn segir. En athugum þá hvað sjálfur forsætisráðherrann boðaði þjóð sinni. Hann sagði m.a. að verðlækkanir ýmiss konar hefðu gengið yfir og það gæti almenningur nú merkt. Ekki veit ég hvar Steingrímur Her- mannsson verslar en svo mikið er víst að hann verslar ekki í búðunum hér í Vestmanna- eyjum enda býst ég varla við að almenningur hér hafi merkt verðlækkanir Steingríms. Og hann Steingrímur sagði einnig að þjóðin hefði lifað um efni fram. Ef hann á þarna við almennt launafólk held ég að hann verði að endurskoða þessa fullyrðingu. Hins vegar þótti mörgum Steingrímur sjálfur lifa heldur betur um efni fram er hann lét ríkissjóð blæða í Blazerinn um leið og hann skipaði launafólki að herða sultarólina. í þeim sjónvarpsþætti sem hér hefur verið gerður að um- talsefni kom berlega í Ijós að hvorki Steingrímur né hag- fræðingur Vinnuveitenda- sambandsins gera sér nokkra grein fyrir þeim vanda sem heimili launafólks búa við í dag. Þetta vissu margir fyrir sjón- varpsþáttinn en flestir urðu sannfærðir um skilningsleysi þeirra er þeir fluttu þjóðinni boðskapinn. —Félagi. AUGLYSING Lögtak má fara fram að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar fyrir eftirfarandi gjaldföllnum en ógreiddum opinberum gjöldum: 1. Gjaldföllnum fyrirframgreiðslum þinggjalda ársins 1984, svo og hækkunum þinggjalda ársins 1983 og eldri ára. 2. Söluskatti frá og með júlí 1983 til og með janúar 1984 ásamt hækkunum vegna eldri tímabila. 3. Bifreiðagjöldum ársins 1984. 4. Skipulagsgjaldi álögðu í janúar 1984 vegna ársins 1983. 5. Skipagjöldum, þ.e. lögskráningargjöldum, vita- og lestagjöldum álögðum í janúar 1984. Vestmannaeyjum, 13. mars 1984 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum AÐALFUNDUR H. F. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 5. apríl 1984, og hefst kl. 13:30. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. TiIIögur til breytinga á 4. grein samþykkta félagsins um skiptingu hlutafjárins með tilliti til gjaldmiðils- breytingar íslensku krónunnar 1. janúar 1981. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 29. mars. _ , . _ - Reykjavik, 3. mars 1984. STJÓRNIN. Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Vestmannaeyjum 1983 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1984 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1983 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til Ieigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. 2. Aðrar bifreiðar en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1981 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Skoðun fer fram við lögreglustöðina, Hilmisgötu, alla virka daga nema laugardaga frá kl. 09:00 - 12:00 og frá kl. 13:00 - 17:00. Dagana 12. mars - 16. mars Dagana 19. mars - 23. mars Dagana 26. ntars - 30. mars Dagana 2. apríl - 6. apríl Dagana 9. apríl - 13. apríl Dagana 16. apríl - 18. apríl Dagana 24. apríl - 27. apríl V- 201 - V- 500 V- 501 -V- 800 V- 801 - V-1100 V-1101 - V-1400 V-1401-V-1700 V-1701 - V-1800 V-1801-V-2000 Dagana 30. apríl - 4. maí skal koma með til skoðunar bifhjól, létt bifhjól og tengivagna. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vá- trygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. A leigubifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1983. Athygli skal vakin á því að vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann Iátinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. LÖGREGLUSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM Kristján Torfason Húsbyggjendur! Iðnaðarmenn! vc Vorum að fá spónaplötur í öllum þykktum. Lækkað verð! ykaupfélag VESTMANKAEYJA - Timbursalan — Sími 1151 v: Vorum að fá þetta skemmtilega hornsófasett með milliborðum og Ijósuni, breytilegir röðunarmöguleikar. Frábært verð. Skemmtileg breyting. Höfum einnig fengið úrval léttra húsgagna t.d. leðurstóla í sjónvarpshornið. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR! Reynp/toefur HÚSGAGNAVFRSLUN & BÓLSTRUN

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.