Eyjablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Vitftalid Umsjón: Ragnar Oskarsson Tímabært að stofna sérsamband fiskvinnslufólks Kjarasamningar þeir sem Alþýðusamband íslands og Vinnu- veitendasamband íslands gerðu nú fyrir skömmu hafa verið ofar- lega á baugi undanfarið. Mörg verkalýðsfélög hafa þegar samþykkt þessa samninga en önnur fellt þá. Mikla athygli vakti að bæði Snót og Verkalýðsfélag Vestmanneyja felldu samningana á sameigin- legum fundi nú fyrir skömmu. Af þessu tilefni snéri Eyjablaðið sér til Jóns Kjartanssonar formanns Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og ræddi við hann um stöðuna í samningum við atvinnurekendur og önnur mál er tengjast verkalýðshreyfingunni. — Nú liggur fyrir að ekki hafa öll verkalýðsfélög á landinu samþykkt þá samninga sem ASÍ og VSÍ komu sér saman um. Þýðir þetta að verkalýðs- hreyfingin sé klofin? — Já, nún er það. í samning- unum 1981 var fiskvinnslufólk hlunnfarið í samabandi við dagvinnutekjutryggingu. Þá fann ASÍ forustan leið til þess að horfa framhjá því fólki sem hefur bónus þannig að bónus- inn var tekinn með í dæmið þegar reiknuð voru lágmarks- laun. Þá var verkafólk hér í Eyjum afar óánægt með þessi vinnubrögð. í nýgerðum samn- ingum var enn haldið áfram á sömu braut og því í raun engin furða þótt fólk felldi samning- ana hér. — Var bónusinn sem sé höíuö- ástæðan fyrir því að samning- arnir voru felldir? — Það má segja að svo hafi verið. ASÍ forustan virðist álíta að bónusvinnan sé eingöngu hlunnindi en svo er ekki því bónusinn er fyrst og fremst aukaálag á verkafólk. En samningarnir voru einnig felldir af öðrum ástæðum og þar vil ég sérstaklega nefna þá vafasömu tilraun að ráðast á laun unglinga 16-18 ára. Sú tilraun fékk sem betur fer engan hljómgrunn hér. — Er samstaða meðal verka- fólks hér í Eyjum? — Á hinum sameiginlega fundi Snótar og Verkalýðs- félagsins kom í ljós megn óánægja með samningana enda vitnar atkvæðagreiðslan best þar um. Aðgerðir verkafólks í frystihúsunum undanfarna daga staðfesta einnig að óánægjan er mikil meðal fisk- verkafólks og samstaða að sama skapi góð. — Hvernig brugðust atvinnu- rekendur við því að þið fellduð samningana? — Þeir urðu auðvitað ekki neitt hressir eins og gefur að skilja. Hins vegar þykir mér öllu verra að þeir hjá ASÍ eru í raun móðgaðir við okkur vegna okkar afstöðu. Við höfum nú haldið fjóra formlega fundi með atvinnurekendum síðustu daga en algerlega án árangurs og er reyndar svo komið að slitnað hefur upp úr viðræðum við þá. Eg er reyndar ekki bjartsýnn á að samningar sem fólk getur sætt sig við náist því atvinnurekendur eru tregir til að víkja frá þeirri stefnu sem „stóri bróðir” vill fylgja. Á hinn bóginn virðast þeir vera til- búnir að fella niður ákvæðin um unglingataxtann og er það auðvitað vel. — Er verkalýðshreyfingin hér tilbúin að fara í verkfall ef ekki Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. nást samningar við atvinnu- rekendur? — Allsherjarverkfall kemur ekki til greina nema sem algert neyðarúrræði. Hins vegar er alltaf unnt að grípa til annarra aðgerða sem bera árangur og nú hefur verið ákveðið að boða til yfirvinnubanns frá og með 16. mars n.k. hafi atvinnu- rekendur ekki fyrir þann tíma breytt stefnu sinni. — Forsætisráðherra sagði ný- lega að alls ekki ætti að semja við þau félög sem ekki sam- þykktu samkomulag ASÍ og VSÍ. Hvað viltu um þessi um- mæli segja? — Ég sagði einu sinni í viðtali að ég teldi stigsmun en ekki eðlismun á Steingrími Her- mannssyni og Jaruselski hinum pólska. Á sínum tíma fór þetta í taugarnar á mörgum. Hins vegar held ég að þessi ummæli Steingríms staðfesti endanlega að skoðun mín er rétt. — Á síðustu árum hefur oft verið talað um það að verka- lýðsforustan sé meir og meir að fjarlægjast hinn almenna Iaunamann. Er þetta rétt? — Það hefur greinilega komið í Ijós að forusta sú sem fer með samningsumboðið virðist oft vera fyrir ofan og utan fólkið og lítil tengsl eru milli forustu- mannanna og hins almenna launamanns. Eftir þær aðgerðir sem fiskvinnslufólk hérí Eyjum stóð fyrir nú á dögunum, að- gerðir sem ekki voru á nokkurn hátt af frumkvæði eða með vitund stéttarfélaganna, megum við hér einnig fara að líta í eigin barm svo við verðum ekki eins. — Er skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar e.t.v. að ganga sér til húðar? — Já, vegna þess að verka- lýðshreyfingin er stöðnuð og notar enn vinnu- og baráttu- aðferðir sem eru löngu úreltar. Atvinnurekendur hafa á hinn bóginn skipulagt sig og eru með þaulvana fræðinga í öllu og þó sérstaklega hvað áróður snertir. Af þessum ástæðum verður verkalýðshreyfingin undir í áróðursstríðinu og þegar sest er að samninga- borðinu er hún þegar búin að bíða ósigur. — Hver verður þróunin innan verkalýðshreyfingarinnar? — Ef verkalýðshreyfingin á að halda höfði verður hún að endurskipuleggja sínar bar- áttuaðferðir. Hin stóru samflot eru til að mynda vita máttlaus. Til marks um það má geta þess að þeir sem betur mega sín, þ.e. iðnaðarmenn, voru ekki með nú, heldur biðu átekta. í Verkamannasambandinu sem er stærst innan ASÍ hefur komið fram stór brotalöm. Félagið sem þar fer með ferð- ina er Dagsbrún en þar er til- tölulega fátt um fiskverkafólk. Vegna þessa er viss hætta á að kröfur fiskverkafólks eigi erfitt uppdráttar eins og berlega hefur nú komið í Ijós. Ég held að þetta ástand sýni best að tími er til kominn að þau stéttar- félög sem gæta hagsmuna fisk- verkafólks stofni sérsamband. Þetta sérsamband ætti að hafa með höndum samningsgerð fyrir fiskverkafólk og er ég viss um að þannig næðust betri samningar en nú er raunin á í gegnum hin stóru samflot. Viðtal: R.Ó. Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Æfingaleikir Þór-HK 25-24 (12-10) Þór-HK 17-19 (13- 9) Týr-HK 24-28 (15-13) Eins og allir vita hafa Eyja- liðin þrjú staðið sig með miklum glæsibrag það sem af er vetrinum. Meistaraflokkur kvenna IBV hefur tryggt sér sæti í I. deildinni næsta keppnistímabil og Þórarar eru komnir með annan fótinn þangað, en þó er langt í land ennþá. Fjórar langar og strangar túrneringar eru eftir, og hafa Þórarar æft geysilega stíft og markvisst að undan- förnu til að undirbúa sig sem best fyrir þær. Þá standa Týr- arar einnig vel að vígi í 3. deild. Þeir eru í 2. sæti, en eiga eftir að spila í tveim túrneringum, þannig að róðurinn verður væntanlega geysilega þungur fyrir þá. Liður í undirbúningi Týs og Þórs fyrir úrslitatúrneringarnar var að fá 2. deildar lið HK hingað í heimsókn. Léku þeir þrjá leiki hérna, tvo við Þór og og einn við Týr. Fyrsti leikurinn var háður s.l. föstudag við Þór. Leikurinn var jafn allan tím- ann, mikið skorað en frekar illa leikið. Staðan í hálfleik var 12- 10, Þór í vil. HK náði fljótt að vinna þennan mun upp, en á síðustu mínútu Ieiksins, náði Elías Bjarnhéðinsson að skora sitt eina mark í leiknum, og reyndist það vera sigurmark leiksins. Lokatölur 25-24 fyrir Þór. Herbert og Páll voru bestu menn Þórs í leiknum. Þeir skoruðu 5 mörk, sama fjölda gerði Sigbjörn, þá skoruðu Þorbergur 4, Ragnar 3, Óskar 2, Þór 2 og Elías Bj. eitt eins og áður sagði. Seinni leikur Þórs og HK fór fram á laugardeginum. Þór byrjaði leikinn af miklum krafti og voru 4 mörk yfir í hálfleik, 13-9. í seinni hálfleik snérist dæmið við. HK-menn sigu hægt og bítandi fram úr, og sigruðu 19-17. Þorbergur var marka- hæsti leikmaður Þórs, skoraði 8 (3 víti), Ragnar skoraði 5, Sig- björn 3 og Elías Bjarnhéðins- son skoraði að venju eitt mark. Leikur Týs og HK, sem einnig fór fram á laugar- deginum, var sveiflukenndur í meira lagi. Liðin skiptust á að hafa forystuna en hálfleik voru Týrarar tvö mörk yfir, 15-13. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik þar til á síðustu mínútunum að HK sölluðu inn nokkrum mörkum á skömmum tíma, og sigurinn varð þeirra, 28-24. Mörk Týs: Hlynur 7 (2 víti), Þorsteinn 5, Sæþór 4, Heiðar 3, Stefán 2, Varði 2 og Hörður 1. Þá vörðu þeir Sigur- jón og Jón Bragi 9 skot hvor, og þar af báðir eitt víti. Næstu leikir Núna um helgina, 16., 17. og 18. mars, fer fram fyrri úrslita- keppnin í 3. deild karla. Fer hún fram á Akureyri og hefur Týr ásamt Þór Ak., Ármanni og ÍA tryggt sér þar þátttöku- rétt. Seinni úrslitakeppnin fer fram í íþróttahúsinu að Varmá. 20. mars eða n.k. þriðjudag, fær Þór í heimsókn tilvonandi íslandsmeistara í handknatt- leik, FH, en þessi leikur er í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Búast má við jöfnum og spennandi leik og má enginn handknattleiksunnandi Iáta þennan stórleik ársins, fram hjá sér fara. Fyrsta túrneringin af fjórum í úrslitakeppni 2. deildar fer fram dagana 23.-25. mars, hér í Eyjum. Þór ásamt UBK, Frarn og Gróttu hafa tryggt sér þátt- tökurétt í slagnum að komast upp í 1. deildina. Vænti ég þess að bæjarbúar fjölmenni í Höll- ina og styðji við bakið á Þór- urum, með hvatningarhrópum og smá aðgangseyri. Tipp Sex komust áfram í síðustu keppni, og er það í 3. skipti sem það næst en það er jafnframt besti árangurinn. Jói Ragg. nálgast nú óðfluga þá kumpána Jón Ó. Jóhanns- son og Gylfa Birgisson, en eins og flestir eru farnir að vita, voru þeir með í 5 skipti. Nú eru tveir mánuðir eftir af keppnistíma- bilinu í Englandi, þannig að nú fer hver að verða síðastur að ná þeim félögum. Ég vil svo að lokum vekja athygli á því, að ef einhverjum spekingum um enska knatt- spyrnu finnast þeir hafi verið sniðgengnir, þá mega þeir hafa samband við mig í síma 1376, því að ég á orðið í mestu erfið- leikum með að finna nýja tippara! Páll Scheving spáir: Aston Villa-Nott. Forest X Af því að þetta er lang- erfiðasti leikurinn á seðhnum. Þór Valtýsson (2) spáir: Everton-Ipswich 1 Everton er í dúndurformi um þessar mundir. Sigurjón Birgisson spáir: Leicester-West Ham 2 The Hammers hafa staðið sig vel í deildinni í vetur - útisigur. Viktor Scheving (2) spáir: Man. Utd.-Arsenal 1 Utd. verður að vinna ef þeir ætla sér að verða Englands- meistarar. Adólf Óskarsson spáir: Norwich-Luton 2 Paul Walsh skorar þrennu sem tryggir Luton sigur. Friðrik Ragnarsson (2) spáir: Southampton-Liverpool 2 Þeir eru bara svona góðir Liverpool. Kári Þorleifsson (2) spáir: Stoke-Birmingham 1 Stoke hafa verið í sókn að undanförnu - heimasigur. Þorsteinn Viktorsson (2) spáir: Tottenham-WBA 1 „No comment”. Haraldur Hannesson jr. spáir: Watford-QPR 2 ,,No comment”. Jóhann Ragnarsson (4) spáir: Wolves-Sunderland 2 Úlfarnir eru alveg glataðir um þessar mundir en Sunder- land er virkilega farið að hressast. Þetta er öruggur útisigur. Páll Ólafsson spáir: Leeds-Grimsby 1 Gamla „stórveldið” er' ekki dautt úr öllum æðum. —ÞoGu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.