Eyjablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 1
EYJABLADID Útgefandi: AJþýðubandalagið I Vestmannaeyjum 5. tölublað Vestmannaeyjum, 29. mars 1984 44. árgangur HVAÐ LE YNIST 1 HEIÐINNI? Grein sú sem hér fer á eftir birtist í Birti, almennu tíðindablaði ungra vinstrimanna. Útgefandi Birtis er Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins. Herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði er ekki saklaus eftirlitsstöð, sem hefur það hlutverk eitt að bægja for- vitnum rússneskum flugvélum frá landinu. Það er samt sú mynd sem Morgunblaðið heldur að lesendum sínum. Herstöðin hefur alltaf verið hættuleg íslendingum. Hún hefur samt aldrei verið jafn hættuleg og nú þessi síðustu ár. Og ekki mun draga úr þeirri ógn ef ráðagerðir bandaríska hersins um þróun mála á Vellinum verða að veruleika. Hvaða rök eru fyrir þessum fullyrðingum? Lítum á nokkrar staðreyndir: Búnaður herstöðvarinnar Á undanförnum árum hefur verið komið upp á íslandi nýjum hernaðartólum sem gegna lykilhlutverki í kjarn- orkuvopnabúnaði Banda- ríkjanna. Þar á meðal má nefna: • Milli Grænlands. íslands, Færeyja og Bretlands liggur neðansjávarhlerunarbúnaður sem uppgötvar sovéska kafbáta í meira en þúsund kílómetra fjarlægð. Verði kafbáts vart. er hægt að senda á vettvang Orion P3 kafbátaleitarvél frá Kefla- Framhald á 2. síðu -jBL=J^i Hi\\>f Hvor leiðin skyldi vera skynsamlegri, hin takmarkalausa ein- staklingshyggja eða samstarfið. TIL ATHUGUNAR Maður heyrir æ oftar að bæjarstjórnarfundir snúist oft upp í skrípaleiki. Ekki alls fyrir löngu þurfti forseti bæjar- stjórnar að láta fara fram hvorki meira né minna en 6 atkvæðagreiðslur um sama málið áður en sumir bæjar- fulltrúanna áttuðu sig á því hvað þeir voru að gera. Einnig mun það tíðkast að Arnar Sigurmundsson stjórni því nánast hvernig atkvæði eru greidd innan meirihlutans. Þessi hegðan eykur að sjálfsögðu ekki virðingu fyrir bæjarstjórn nema síður sé og er það vissulega áhyggjuefni. í áranna rás hafa margar einkennilegar tillögur verið fluttar í bæjarstjórn. Ein sú spaugilég'asta sem ég hef heyrt er sú sem hér fer á eftir: Bæjarstjórn Vestmannaeyja harmar að bæjarfulltrúinn Þorbjörn Pálsson kalli fjarstadda nefndarmenn í atvinnumálanemd aumingja. Þessa gagn- merku tillögu flutti frú Sigurbjörg Axelsdóttir. Þess má geta að tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum við eina atkvæðagreiðslu. —Félagi. Húrra krakki Nú um þessar mundir sýnir Leikfélag Vestmannaeyja leik- ritið Húrra krakki eftir Arnold & Bach í þýðingu Emils Thor- oddsen. Leikritið er dæmi- gerður farsi. þ.e. léttvægur gaman- eða skrípaleikur með hraðri atburðarás. Efni leik- ritsins er langt frá því að vera stórbrotið. það er fyrst og fremst til þess fallið að vekja spennu og hlátur meðal áhorf- enda með ótal spaugilegum at- vikum og tilsvörum. Megin- viðfangsefnið eru vandræði þau sem Guðmundur Goðdal lendir í vegna breyttra að- stæðna í lífi sínu. Þessar að- stæður valda margháttuðum misskilningi meðal persóna. misskilningi sem magnast meir og meir þar til allt er komið á suðupunkt. En eins og í góðum grínleik leysast málin í bróðemi og svo er einnig hér. Persónusköpun höfunda er hvorki flókin né frumleg. þó eru sumar persónanna eftir- minnilegar. Thorkelsen sýslu- maður er t.d. viðkvæm sál undir hrjúfu og valdsmannslegu yfir- borði og Anna stofustúlka lætur stéttarlega stöðu sína ekki aftra sér frá því að standa uppi í hárinu á ..virðulegum betri borgutum". Að öðru leyti eru persónurnar venjulegar ef svo má segja að Hilaríusi undanskildum en persónu hans er erfitt að átta sig á enda nálgast hún fáránleikan sjálfan í.þ.m. á köflum. Atburðarás leikritsins er hröð eins og fyrr segir. efnið er samfellt og hvorki skapast óþarfa eyður né dauðir kaflar í því. Segja má að sýningin (frum- sýning) hafi í heild tekist vel. Leikarar réðu nær undan- tekningarlaust vel við hlutverk sín. hreyfingar voru óþvingaðar og það sem einna mestu máli skiptir. raddbeiting leikara var með þeim hætti að allt talað mál komst vel til skila. Salurinn var góður og þegar svo er má fullyrða að leikurum lætur betur að koma verkinu á fram- færi. Hlutverk í leikritinu eru 9 og tlest þeirra skipuð leikurum sem áður hafa stigið á fjalir Bæjarleikhússins. Björn Ingi sem leikur í fyrsta skipti hér í Eyjum gerir hlut- verki sínu góð skil og einkan- lega tekst honum vel upp að því er varðar svipbrigði sem skipta miklu máli í persónusköpun prófessorsins. Elva sýnirgóðan leik. hún er örugg á sviðinu og er ekki að efa að í henni er efni í góðan leikara. Sveinn Tómasson bregst leikhúsgestum ekki frekar en fyrri daginn. Þau eru ófá hlut- verkin sem hann hefur skipað og nær alltaf tekst honum vel upp. þar er hlutverk sýslu- mannsins ekki undanskilið. Kolbrúnu vantar örlítið meiri sannfæringarkraft í sitt hlutverk en kemst annars þokkalega frá því. Hann Birna stóð vel fyrir sínu. Hún var lítillega óörugg um stund en bætti það þó fylli- lega upp er líða tók á leikinn. Jónas Þór átti stórgóðan leik. Honum hefur farið mikiö fram frá því hann lék í Beðið í myrkri þar sem hann átti erfitt með hlutverk sitt. Nú var Jónas aftur á móti öruggur og sýndi góða leikarahæfileika. Elín Helga gerði góð skil sínu hlutverki. Hún er greinilega komin í þann hóp leikara hér í bæ sem treysta má fyrir fram að standi sig í stykkinu. Fyllilega er tímabært orðið að hún fari að fá aðalhlutverk tii að spreyta sig á. Ronald lék lítið hlutverk og gerði það með ágætum. Og þá er komið að Runólfi, stóra barninu. Hlutverk hans er þess eðlis að erfitt er að fjalla um það í nokkurri alvöru. Hins vegar má fullyrða að Runólfi hafi vel tekist að lifa sig inn í persónu Hilaríusar þótt sú inn- lifun hafi verið nokkuð yfir- drifin á stundum. Þar er þó kannski frekar við persónu- sköpun höfunda að sakast. Nautnasvipur Runólfs í kláða- atriðunum var hreint frábær. Leikmynd var vel gerð, lýs- ing góð og á allan hátt vandað til sýningarinnar. Sviðið var breitt og rúmaði vel það sem þar fór fram. Það er óhætt að fullyrða að flutningur leikfélagsins á Húrra krakki hafi tekist vel. Leik- hópurinn hefur lagt á sig mikla vinnu og náð því marki sem hann setti sér. Þetta gerðist undir öruggri leiðsögn og stjórn Unnar Guðjónsdóttur sem á marga sigra að baki bæði sem leikari og leikstjóri. Hún getur ásamt með leikurunum verið ánægð með uppskeruna. —R.Ó. TIL ATHUGUNAR A bæjarstjórnarfundi hinn 15. mars s.l. gerðist það að samþykktar voru vítur á Ásmund Friðriksson varabæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og formann Eyverja. Voru yíturnar samþykktar vegna órökstuddra ásakana í garð bæjarfulltrúa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásmundur fær ofanígjöf því ekki alls fyrir löngu sá skólanefnd ástæðu til aö ávíta hann fyrjr vafasöm skrif um skólamál. —Félagi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.