Eyjablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böðvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson Oddur Júlíusson Ármann Bjamfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm. ___________________________________________/ * Ovænt slysagat á fjárlögunum Það var lukkulegur söfnuður og fagnandi sem setti punktinn á eftir fjárlögunum rétt fyrir fæðingarhátíð frelsarans á síðastliðnu ári. Allt hafði gengið upp, ekki var einnar gráðu halli á fjárlögunum — þvert á móti sýndi bókhaldið afgang— fyrstu raunhæfu fjárlögunum hafði verið komið sarnan, og góðar vonir með að afgangurinn færi vaxandi með hverri vikunni sem leið. Fyrst var étin jólasteikin, áramótin tekin, kvótinn settur á og þingi startað á nýjan leik. Og allir brosandi. Þá kom allt í einu í ljós smágat á hælnum á ríkis- búskapnum og enginn skildi neitt í neinu. Gjörsamlega ófyrirséð. Þetta gat bara alls ekki verið. Gatið, sem gat ekki verið, reyndist svo engin smá- smíð, heldur hátt á annað þúsund milljónir króna eða næstum tveir milljarðar og kannski alveg það. Skyldi engum hafa dottið í hug, að kaupmáttar- rýrnun upp á tæpan þriðjung hefði engin áhrif á tekjur ríkisins, eða hvaðan koma þær annars? Ætli Albert, vindilberinn mikil, hafi búist við því, að tekjur ríkisins yrðu meiri með niðurfellingu skatta á skrifstofu- og verslunarhúsnæði upp á 150 milljónir, eða niðurfelling á álagi á ferðamannagjaldeyri og fjöl- mörgu öðru, svo sem eins og á poppplötum? Síðan komu smá reiknivillur, svo sem eins og nokkur hundruð milljónir í lyfjakostnaði, þó menn hafi verið nýbúnir að kaupa eina voldugustu tölvu á Norður- löndum til að reikna þann lið. Allnokkrar milljónir, líklega um 600, vantaði í húsnæðismálin, sem nýja stjórnin ætlaði að bæta svo um munaði. Engan sparnað var hægt að fá út úr heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir góða tilburði í þá veru, og svo framvegis. Til að gera langt mál stutt, er best að segja sann- leikann eins og hann er: Mennirnir sniðgengu stað- reyndir og gleymdu öðrum til þess að fá þá útkomu, sem þeim sýndist vænlegast á þeim tíma, en tóku síðan þann kostinn að veifa með áberandi hætti saman- teknum stórhalla, til þess að hræða eða jafnvel ógna almenningi í landinu með, á meðan á samningum stóð og til þess að hafa vöndinn hæfilegan, handbæran og nærhendis það sem eftir var ársins. Þó þessir herramenn séu kannski ekki bráðskarpir, er engin leið að trúa því, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að allmikill halli hlaut að vera framundan í þessum efnum. Aflaóskir Þá nálgast apríl óðum, og kominn tími til að sjá verulega til þess gula. Nú verður hann að gjósa upp, ekki síst með tilliti til þess, að um miðjan mánuð kemur sá dagur að endurskoðað verður aflahámark á þorsk- veiðinni þetta árið. Enn sem komið er bendir því miður lítið til þess, að ástand þorskstofnsins sé mikið betra en fiskifræðingar hafa álitið. Ekkert kæmi sér betur nú en að þeir ágætu menn hefðu að þessu sinni getið sér alrangt til um stærð stofnsins og mismunurinn væri okkur í hag. A því veltur afkoma þjóðar og ríkis fyrst og fremst, eins og íbúar sjávarútvegsbæjar eins og okkar gera sér best grein fyrir. Það mun ekki vefjast fyrir íslenskum sjómönnum að koma aflanum á land, ef hann er til á annað borð. Við vonum hið besta. G.S. Nýlokið er Ijósinyndanáinskeiði sem foreldrafélög grunnskólans héldu með aðstoð áhuga- Ijósmyndara í bænum. Myndina hér að ofan tók og stækkaði einn sem þátt tók í námskeiðinu. —Ljósm: Ó.R. Hvad leynist í heiðinni? Framhald af 1. síðu víkurflugvelli. Þessar vélargeta borið kjarnorkusprengjur. • Á Keflavíkurflugvelli eru nú staðsettar svonefndar AWACS-flugvélar, en þær gegna mikilvægu hlutverki í stjórn kjarnorkuhernaðar Bandaríkjanna á Atlantshafi. • Við Ketlavík er sérstakur örbylgjusendir sem er tengdur stjórnstöð bandaríska flug- hersins í Nebraska. Hlutverk slíkra örbylgjusenda er að gefa bandarískum spre.ngjuflug- vélum endanlega skipun. ef til slíks kemur. um kjarnorkuárás, á Sovétríkin og senda þeim lokaupplýsingar um skot- mörkin. • Hér á landi er einnig annar sendir, lágtíðnisendir. sem ásamt öðrum hliðstæðum á Ný- fundnalandi í Kanada. á að gefa bandarísku kjarnorkukafbát- unum í Norður-Atlantshafi árásarskipanir. • Verið er að reisa geymslur fyrir tlugskeyti og ný flugskýli á Vellinum sem eiga að standast kjarnorkuárás. (Af hverju þurfa þau að vera svona voldug?). • Við Helguvík er í undir- búningi ný olíubirgðastöð fyrir herinn, fimm sinnum stærri en sú gamla. Þetta er á sama tírna og Hitaveita Suðurnesja leysir af hólmi olíukyndingu húsa á Vellinum. Eina sennilega skýr- ingin á þessum aukna olíuforða er að hann er ætlaður banda- rískum B-52 sprengjutlug- vélunt ef til þess kæmi að þær yrðu sendar til árása á Sovét- ríkin. Þær taka eldsneyti á flugi frá sérstökum tankvélum. sem m.a. hafa aðsetur á Keflavíkur- flugvelli. Herstöð er skotmark Þessi upptalning sýnir að ísland er nátengt kjarnorku- vígbúnaði Bandaríkjanna og gegnir miklu hlutverki við hugsanlega árás þeirra á Sovét- ríkin. Ekki þarf lengi að velta vöngum yfir því hver afdrif her- stöðvarinnar (og byggðarinnar á Suð-Vesturlandi) yrði í kjarnorkustyrjöld, jafnvel í þeirri takmörkuðu kjarnorku- styrjöld sem stórveldin láta sig nú dreyma um að sé möguleg. Herstöðin yrði meðal fyrstu skotmarka Sovétríkjanna í kjarnorkustríði. Hún er of mikilvæg til að fá að vera í friði. Það er ekki „mikilvæg hernaðarlega íslands” sem ylli dauða 2/3 hluta íslensku þjóðarinnar á fyrstu dögum kjarnorkustríðs, heldur her- stöðin sjálf og sá búnaður sem þar er. Hættan leynist í heiðinni. Herstöð er skotmark. Herinn burt. KALORÍUVIGTIN Loksins er hún komin vigtin fyrir fólk sem gæta þarf að mataræði sínu. Vigt sem mælir kalorlur í algengustu matartegundum á svipstundu. Með þessari undravigt verður megrunarkúrinn leikur einn. Kaloríuvigtin er því nauðsynlegur hjálparkokkur hvort sem fólk vill létta sig eöa þyngja. Einföld og hentug í notkun. Svo er þetta líka venjuleg eldhúsvigt. DREIFING ELGUR HF LAUGAVEGII» REYKJAVtK 101 SlMI 91-27911

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.