Eyjablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Viðtalið Umsjón: Ragnar Óskarsson Orlofsferðir aldraðra Langur vinnudagur — Lítill Mtími Um fátt hefur verið meira rætt undanfarið en kaup og kjör. Nýlokið er kjaradeilu milli verkalýðsfélaganna hér og vinnu- veitenda, deilu sem lauk með því að verkalýðsfélögin náðu fram nokkru umfram það sem ASÍ og VSÍ sömdu um á sínum tíma. Eftir að búið er að gera kjarasamninga vakna ávallt ýmsar spurningar um kjörin og af því tilefni snéri Eyjablaðið sér til Odds Júlíussonar verkamanns og ræddi við hann um þessi mál. Auk þess bar bæjarmálin örlítið á góma. — Við hvernig kjör hýr verka- fólk í dag? — Kjörin eru léleg. Bak viö þær krónur sem maður fær liggur langur vinnudagur og lítill frí- tími. Letta er auðvitað óeðlilegt og þessu þarf að breyta. — Hvers vegna eru kjörin ekki betri? — Hvað fiskvinnslufólk snertir er óhætt að fullyrða að hin stóru samflot innan ASÍ hafa haldið kjörunum niðri. Auk þess virðast allt of margir sætta sig við langan vinnudag til að ná sæmilegum kjörum. Þess má líka geta í þessu sambandi að verkafólk er ekki nógu sam- stillt. það hefur t.d. ekki að- stöðu eins og læknar og tlug- menn til að ná fram bættum kjörum. — Hvað er unnt að gera til þess að breyta þessu ástandi? — Eg tek undir þær hugmyndir sem fram hafa kornið um að fiskvinnslufólk eigi að vera sér á báti þegar samið er um kjörin. Eg er ekki í nokkrum vafa unt að það fyrirkomulag mundi leiða til betri kjara til handa fiskverkafólki. — Hvernig gekk að eiga við atvinnurekendur hér í kjara- deilunni sem nú er nýlokið? — I þeirri stöðu sem uppi var var ekki við miklu að búast. Samningarnir voru gerðir undir mikill pressu frá fjölmiðlum og þar að auki var ASÍ forystan dragbítur á félögunum hér. Atvinnurekendur hér eins og annars staðar hafa alltaf verið tregir í taumi og aldrei viljað láta neitt. Stundum hefur maður þó á tilfinningunni að þeir vilji gera vel en þeir eru rígbundnir Vinnuveitenda- sambandinu sem helst vill berja niður hverja þá kröfu sem verkafólk setur fram. — Eru vinnuveitendur hér þá ekki sjálfráðir í gerðuin sínum? — Nei. og í raun má segja svipað um einstök verkalýðs- félög. ASÍ forystan móðgaðist t.d. við okkur hér í Eyjum þegar við felldum samningana. Þetta finnst mér sýna að stóru samflotin. bæði innan verka- lýðsfélaga og hjá samtökum atvinnurekenda hafa gengið sér til húðar. — Heldurðu að verkafólk hér sé ahnennt þessarar skoðunar? — Eg get auðvitað ekkert um það fullyrt en ég á erfitt með að ímynda mér annað eftir þá reynslu sem við höfum fengið af þessum samflotum. — Nú hefur þú fylgst vel nieð bæjarinálunum um nokkurt skeið. Hvað finnst þér einkenna þau um þessar mundir? — Glundroði. Sannleikurinn er sá að sjálfstæðismenn náðu hér meirihluta út á svik og pretti. Þeir notuðu stóran blaðakost til að blekkja fólk en auk þess maður á mann aðferðina. Þeir lofuðu bílskúr hér og barna- heimilisplássi þar til þess að ná árangri í kosningunum. Auð- vitað hafa þeir síðan ekki getað staðið við neitt af þessum lof- orðum. — Hvernig heldur þú að tónn- inn sé almennt í fólki gagnvart Sjálfstæðismeirihlutanum? — Eg veit að æði margir sjá nú eftir atkvæöum sínum. Það er einkenni þeirra sem sjá eftir einhverju slíku að þegja enda vilja nú fáir kannast við að hafa veitt Sjálfstæðisflokknum brautargengi í síðustu kosn- ingum. Sá er tónninn í bæjar- Oddur Júlíusson verkamaður búum. — Hefur breyting til hins betra ekki orðið undir forystu Sjálf- stæðisflokksins? — Nei. þar vantar mikið upp á. nijög tnikið og má í þessu sam- bandi benda á mörg dæmi sem ganga í þveröfuga átt. Eitt nýjasta dæmi um klaufaskap þeirra sjálfstæðismanna er stjórnun bæjarstjórnarfunda. Klaufaskapurinn er svo ntikill að meira að segja atkvæða- greiðslur verða að einum alls- herjar skrípaleik. Sá meirihluti sem hér sat fram til 1982 var auðvitað gagnrýnisverður á margan hátt. Hann var hins vegar ábyrgur sem ekki er hægt að segja um þann meirihluta sem nú situr. —Viðtal: R.Ó. Að undanförnu hefur félags- málaráð kannað hugsanlega möguleika á orlofsferð aldr- aðra í sumar. Hér á eftir verða nefndir möguleikar, sent fyrir hensi eru. FERÐf SKÁLHOLT Rauða kross deildin í Vm. hefur áhuga á því. í samvinnu við félagsmálaráð. að efna til 4ra daga ferðar í Skálholt í júlí eða ágúst. í þessari ferð yrði dvalið á glæsilegu sumarhóteli og síðan ferðast urn sveitirnar í kring, en þar er mergt að skoða. Á kvöldin yrði svo að sjálf- sögðu reynt að halda uppi ein- hverju fjöru. Hér er örugglega um mjög skemmtilega ferð að ræða og verður verði stillt mjög í hóf. Nánari upplýsingar utn frek- ara fyrirkomulag ferðarinnar gefur séra Kjartan Örn Sigur- björnsson í síma 1607. JÚGÓSLAVÍA Möguleiki er að komast í ódýra 3 vikna ferð til Portoroz í Júgóslavíu í sumar. Er þar dvalið á finu hóteli, en á Portoroz eru ágætis strendur og boðið er upp á margar skoð- unarferðir, m.a. til Feneyja á Ítalíu. Verð ferðarinnar er 23 þús. kr. og er hálft fæði inni- falið. Brottfarardagar eru 29. maí og 28. ágúst. SUMARHÚS —DANMÖRK Einnig hefur verið félags- málaráð ákveðið að kanna áhuga fyrir Danmerkurferð. Væri þá meiningin að dvelja í sumarhúsum í Danmörku, en eins og allir vita hafa slíkar ferðir orðið mjög vinsælar. Hér eru sem sagt nefndir þrír möguleikar, ein stutt ferð innan lands, sem verður mjög ódýr og svo möguleiki á tveimur utan- landsferður. Félagsmálaráð vill kanna áhuga fyrir þessum ferð- um. Nauðsynlegt er, að hafa sam- bandfyrir 15. apríl n.k. efáhugi er fyrir hendi. Vinsamlegast hafið samband við Sigurð Jónsson, í Ráðhús- inu. í síma 1088. Vetrarstarf aldraðra Fimmtudaginn 29. mars 1984 verður spilavist á Hraunbúðum kl. 20. Það er Knattspyrnufélag- ið Týr sem sér um kvöldið. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta og skemmta sér eina kvöldstund á Hraun- búðum. w Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Fyrsta túrnering í úrslitum 2. deildar karla S.l. helgi fór fram fyrsta úr- slitatúrneringin af fjórum í 2. deildinni hér í Eyjum. Fjögur lið taka þátt í keppninni um 1. deildarsætin tvö og var staðan þannig fyrir úrslitakeppnina: Þór 26 stig. UBK 22 stig. Frant 19 stig og Grótta 17 stig. Það er skemmst að segja frá því að yfirburðir Þórs og UBK voru algjörir og er það nærri öruggt að þessi Iið taki sæti. sennilega KA og Hauka í 1. deildinni næsta keppnistímabil. en hinum frábæra árangri Þórs má þakka frábæru samstarfi og samheldni leikmannanna í liðinu. Mörkin skiptust þannig á milli leikmanna Þórs: Gylfi 18 Þorbergur 17 (3 víti) Páll 1 r Ragnar 7 Sigbjörn 3 Þór 3 Óskar 2 Karl 1 Herbert 1 Sigmar Þröstur 1 (víti). Þá varði Sigmar Þröstur 53 skot alls (3 víti) og Viðar Einarsson 2 skot. Staðan er þá þannig eftir inn var í járnum allan tímann. mikil spenna og var jafnt þegar tíu mín. voru til leiksloka. En þá hrökk allt í baklás hjá Tý, og sigruðu Þórsarar leikinn örugg- lega 22-17. Eini möguleikinn fyrir Tý að komast upp í 2. deild var að vinna efsta liðið. Ár- menninga. á laugardeginum. Ekki sóttu Týrarar gull í greipar þeirra því Ármenn- ingar sigruðu án nokkurra vandkvæða. Á sunnudeginum Iéku Týr við ÍA. Þessi leikur bar nokkurn keim af því að liðin höfðu að engu að keppa, en Týr vann Ieikinn með miklum yfir- burðum 32-22. Birminghani-Aston Villa 2 Villamenn eru að verða óstöðvandi. Þór Valtýsson (3) spáir: Coventry-Ársenal 2 Með tilkomu Mariner er Arsenal-liðið ekki auðsigrað. Karl Jónsson spáir: Everton-Southampton 2 The Saints mega ekki láta L'pool og Utd. stinga alveg af. Sigurður Ingi Ingólfsson spáir: Ipswich-Luton 1 Ipswich verða að sigra til að forðast fall í 2. deild. Jónas Sigurðsson spáir: Leicester-Norwich 1 Af því bara. Leikir helgarinnar fóru þannig: fyrstu túrneringuna. Þór 32 stig Lokastaðan í 3 varð þá þessi: . deildinni Þorsteinn Hallgrímsson spáir: UBK-Grótta 28-25 UBK 26 stig Ármann 39 stig Notts Co.-Nott. Forest 2 Þór-Fram 23-16 Grótta 19 stig Þór Ak, 31 stig ..No comment". UBK-Fram 22-20 Fram 19 stig Tvr 29 stig Gylfi Guðlaugsson spáir: Þór-Grótta 22-18 Næsta túrnering fer fram á ÍÁ 26 stig Watford-Liverpool 2 Grótta-Fram 20-17 Seltjarnarnesi núna um helg- Þórsarar komust í 2. deild því L'pool er einfaldlega miklu Leik Þórs og UBK var beöið ina. Vantar Þórurum 5 stiti til þeir fengu tleiri stig en Tvrarar í betra lið. með mikilli eftirvæntingu. að gulltryggja fyrstudeildarsæti úrslitunum. Kári Þorleifsson (3) spáir: UBK byrjaði leikinn af miklum krafti og komust í 3-0. en smáni saman höfðu Þórarar að vinna upp þetta forskot og höfðu þeir jafnað í háltleik. 8-8. í seinni hálfleik náði Þór tveggja marka forskoti sem þeir héldu út allan seinni hálfleikinn og urðu loka- tölur 19-17. Þór í vil. Sigmar Þröstur og Páll Scheving fóru á kostum í þessum leik eins og reyndar í öllum leikjum Þórs í túrneringunni og voru þeir jafnbestu menn Þórs. Þá stóðu Gylfi og Þorbergur einnig fyrir sínu sem og allir leikmenn Þórs. sitt og hafa þeir 9 Ieiki til þess. eða m.ö.o. þeir þurfa 5 stig af 18 mögulegum. Seinni túrnering í úrslitum 3. deildar karla S.l. helgi fór fram seinni túrneringin í úrslitum 3. deildar karla. Mjög tvísýnt var hvaða lið kæmust upp í 2. deild. en það má segja að það það hafi ráðist í leik Þórs Ak. og Týs strax á föstudeginum. Leikur- Tipp Fjórir tipparar komust áfram í síðustu keppni. þeir Kári. Viktor. Páll og Þór. Nú eru tveir mánuðir eftir af keppnistímabilinu í Englandi. þannig að nú fer hver að verða síðastur að jafna met Gylfa Birgissonar og Jóns Ólafs Jó- hannssonar (5 sinnum). Það er athvglisvert að sjá að átta spá útisigri. einn jafntefli en aðeins tveir heimasigri. Grímur Gíslason spáir: WBA-Man. Utd. 2 Bæði liðin hafa verið í góðu formi að undanförnu. en Utd. má ekki missa stig í baráttunni um meistaratitilinn við Liver- pool. Viktor Scheving (3) spáir: Cardiff-Chelsea 2 Chelsea verða að vinna ætli þeir upp. Auðunn Jörgensen spáir: Leeds-Sheff. Wed. 2 Bannister verður í banastuði og líður ekki það að Leeds taki stig af miðvikudagsliðinu. —Þo.Gu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.