Eyjablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böðvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson Oddur Júlíusson Ármann Bjamfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm. V ___________________/ Félagsleg þjónusta á undanhaldi Félagsmál hafa undanfarið verið áberandi þáttur í blaðaskrifum hér í Eyjum. Pessi blaðaskrif eru nú til komin vegna greinargerðar skrifstofustjóra bæjarsjóðs um hagræðingu í opinberum rekstri, en sú greinargerð hefur um nokkurt skeið verið til umfjöllunar í félags- málaráði. í greinargerðinni eru settar fram ýmsar hug- myndir er varða breytingar á ýmsum þáttum félags- legrar þjónustu, breytingar sem þegar liggur fyrir að ekki er pólitísk samstaða um hvorki í félagsmálaráði né í bæjarstjórn. Það er því eðlilegt að menn, einkum þeir sem hlyntir eru vel skipulagðri félagslegri þjónustu séu nokkuð uggandi enda hafa sjálfstæðismenn fram til þessa ekki talið félagslega þjónustu meðal sinna höfuðáhugamála. Af því hefur almenningur fengið reynslu í hvert sinn er sjálfstæðismenn komast í þá aðstöðu að ráða stefnunni í félagsmálum því þeir leitast ævinlega við að skerða hvers konar þjónustu bæjar- félaga og ríkis við málefni sem byggjast á samhjálp og samábyrgð. Markaðshyggjan sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ánetjast meir og meir hin síðari ár gerir nefnilega ekki ráð fyrir hinum félagslega þætti innan sinna vébanda. Vestmannaeyingar hafa kynnst þessari stefnu Sjálf- stæðisflokksins á ýmsan hátt. Eitt fyrsta dæmið þar um var, er meirihluti bæjarstjórnar ákvað að ráða ekki í starf félagsmálafulltrúa þrátt fyrir mjög knýjandi þörf. Þetta hafði m.a. þær afleiðingar að ýmis mál fjölskyldna og einstaklinga voru látin óleyst eða krukkað í þau af aðilum sem hvorki höfðu aðstöðu, reynslu né menntun til að fjalla um þau. Þá var stigið stórt skref afturábak, afdrifaríkt skref sem fyrst og fremst bitnaði á þeim sem minna mega sín. Síðan hefur ýmislegt gerst sem tvímælalaust markar afturför í félagslegri þjónustu. Leiguíbúðum bæjarsjóðs hefur fækkað óeðlilega mikið og ýmsir aðrir þættir félagsmála eru í ólestri. Síðasta dæmið um viðhorf sjálfstæðismanna til félagslegrar þjónustu birtist í óraunhæfum hækkunum dagvistargjalda, en dagvistargjöld eru nú orðin svo hátt hlutfall af launum fólks að til vandræða horfir bæði hjá fjölskyldum og ekki síst einstæðum foreldrum. Því er ekki að undra þótt menn séu uggandi um félagslega þjónustu í Vestmannaeyjum. Hlutverk dagvistarstofnana í umræðum um dagvistarmál gleymist oft það hlut- verk sem dagvistarstofnanir eiga að gegna. Umræðan vill frekar snúast um eina saman hagkvæmni og pen- inga. Eitt höfuðhlutverk dagvistarstofnana hlýtur að markast af því að dvöl þar skuli standa sérhverju barni til boða hluta bernsku þess á viðráðanlegu verði. Dvöl á dagvistarstofnunum er fyrst og fremst æskilegur reynsluþáttur barna almennt sem réttlátt er að öll börn fái að njóta. í öðru lagi gegna dagvistarstofnanir mikilvægu hlutverki varðandi atvinnulíf hvers staðar, valfrelsi til atvinnu, jafnrétti innan heimila og tekju- öflun heimilanna. Með rekstri dagvistarstofnana þarf því að leitast við að samræma þessa tvenns konar þætti eftir föngum en gæta verður þess þó að hagsmunir barnsins sitji ávallt í fyrirrúmi. —R.Ó. Frá Sjómannafélaginu Jötni: Sjosetningar- bunaður björgunarbáta Stjórnarfundur í Sjómanna- félaginu Jötni 1/4 1984 ályktar eftirfarandi um sjálfvirkan sleppibúnað á gúmmí- björgunarbátum um borð í ís- lenskum skipum. I reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað, um staðsetningu losunar- og sjósetningar- búnaðar gúmmíbjörgunarbáta fyrir þilfarsskip, og búnað til að komast í gúmmíbjörgunarbáta. Stj.tíð. B., nr. 351/1982 og Stj.tíð. B., nr. 45/1983 segir meðal annars: 1.1. Gúmmíbjörgunarbátum skal þannig fyrir komið og frá þeim gengið um borð í skipum að hægt sé að losa þá til sjó- setningar með einu handtaki frá minnst tveim stöðum í skip- inu, (fjarstýring). 1.2. Alltaf skal hægt að losa gúmmíbjörgunarbát til sjó- setningar frá þeim stað, þar sem hann er staðsettur, og frá stjórnpalli á skipum sem minni eru en 500 brl. 1.3. í hverju skipi skal einn gúmmíbjörgunarbátur vera með viðurkenndum sjóstýri- búnaði. Að franiangreindu má sjá að skýrt er kveðið á um það í reglugerð að gúmmíbjörgunar- bátar um borð í íslenskum skipum, eigi að vera búnir fjar- stýrðum sleppibúnaði og sjálf- virkum sjóstýribúnaði, þá kemur sú áleitna spurning, hvers vegna er þessi útbúnaður ekki kominn í öll íslensk skip, þar sem 4. gr. umræddrar reglugerðar kveður skýrt á um það að eftir 1. september 1983 eigi þessu búnaður að vera kominn í öll skip. Stjórn Sjómannafélagsins Jötuns lítur svo á að þarna séu tekin af öll tvímæli um það hvernig sjósetningarútbúnaður gúmmíbjörgunarbáta skuli vera, og hvaða dag þessi bún- aður hefði átt að vera kominn í öll skip. Tæp tvö ár eru síðan reglugerðin var gefin út, eða nánar tiltekið 25. júní 1982, undirrituð af þáverandi sam- göngumálaráðherra, það er því Mótmælum synjað Framhald af 1. síðu félagslegrar þjónustu. Sjálf- stæðisflokkurinnn sér nefnilega eftir hverri krónu sem sett er í félagsmál og vill helst komast hjá því að veita bæjabúum þá þjónustu. Svar þeirra til foreldranna er glöggt dæmi um þessa afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig ekki hafa efni á því að stöðva ótímabærar hækkanir dagvist- argjalda. Hins vegar er hann tilbúinn að gefa stóreignar- mönnum afslátt á fasteigna- gjöldum en það er víst allt annar handleggur því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki greitt dagvistargjöldin. engin haldbær afsökun fyrir því að þessi mál séu í þeim ólestri sem raun ber vitni um. Öll skip sem sigla undir ís- lenskum t'ána þurfa haffærnis- skírteini og það fæst ekki nema til komi vottorð undirritað af skipaskoðunarmanni við- komandi staðap og þá að undirlagi Siglingamálastofn- unar. Stjórn Jötuns lítur svo á, að það sé aldeilis óviðunandi Góðir Vestmanneyingar. Trúlega eru margir hér í bæ, sem muna eftir skelfilegu mót- orhjólaslysi er varð á Strand- veginum 4. oktober 1979. Slös- uðust þá tvö ungmenni, þau Benoný Gíslason og Ágústa Guðmundsdóttir. Benoný slapp ótrúlega vel og er nú heill heilsu. Ágústa fór mun verr, og mun búa við sína fötlun um ófyrirsjáanlegan tíma. Ágústa hlaut brot á hálsliðum og sköddun á mænu. Er hún mátt- laus niður frá brjóstholi og hef- ur að auki mjög skert afl í hægri handlegg. Ágústa er því bundin við hjólastól. Eins og vænta má um unga stúlku, ber hún þá von í brjósti, að geta verið sem mest á eigin vegum. Hefur hún undanfarið búið í íbúð sent Öryrkjabandalagið á. Þessi íbúð er ætluð fötluðu fólki, sem er að búa sig undir að verða sem mest sjálfbjarga, og er vera þess þar, því takmörkuð við 6. mánuði. Nú þarf Ágústa að fara úr fyrir sjómenn að Skipaskoðun- in gefi undanþágur um öryggis- búnað skipa í trássi við gildandi lög og reglugerðir. Stjórnin lýsir allri ábyrgð á hendur stofnunum sem með öryggis- mál sjómanna fara, og skorar á stjórnvöld og þá sérstaklega þann ráðherra sem þessi mál heyra undir, að gera nú gang- skör að því að ekki verði endurnýjuð haffærnisskírteini skipa ef umræddur björgunar- búnaður sé ekki um borð, og allar undanþágur þar að lútandi afturkallaðar. Sjómannafélagið Jötunn skorar á alla sjómenn að fylgjast vel með öllum öryggis- búnaði um borð í skipi sínu og ráða sig ekki í skiprúm nema sjálfvirkur sleppibúnaður gúmmíbjörgunarbáta sé til staðar urn borð. Sjómannafélagið Jötunn. þessari íbúð í vor, og þarf hún því að komast í annað húsnæði. Ágústa hefur vinnu við síma- vörslu og á hún bíl til að kom- ast ferða sinna. Eins og við vitum er vart hægt að fá hús- næði a leigu, hvað þá kaupa, nema með meiri eða minni fyr- irfram útborgunum. Hefur okkur því dottið í hug að leita til ykkar, góðir bæjar- búar og fara fram á að við létt- um Ágústu róðurinn í hennar erfiðu aðstæðum. Vestmannaeyingar hafa allt- af verið þekktir fyrir að standa vel saman og styðja hvorir aðra. Næstu helgi munu jafnaldrar og skólafélagar Ágústu ganga í hús og safna þeim framlögum sem þið sjáið ykkur fært að láta af hendi rakna. Með kveðjum og þakklæti. Kjartan örn Sigurbjörnsson, sóknarprestur Eiríkur Guðnason, skólastjóri Rósa Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Áætlun Herjólfs hf. frá 1. maí til 1. sept. Mánudagur til föstudags frá Vm kl. 7:30 og frá Þh. kl. 12:30. Aukaferð föstudag frá Vm. kl. 17:00 - frá Þh. kl. 21:00 Laugardagur frá Vm. kl. 10:00 - frá Þh. kl. 14:00 Sunnudagur frá Vm. kl. 14:00 - frá Þh. kl. 18:00 HERJ ÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ HERJÓLFUR H.F. 3 Skrifstofa Vm. 98-1792 og 98-1433 3 Vöruafgreiðsla Vm. 98-1838 S Vöruafgreiðsla Rvík 91-86464 Aðstoðar þörf

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.