Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 1
EYJABLADID Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 7. tölublað Vestmannaeyjum, 1. maí 1984 44. árgangur 1. MAÍ ÁYARP VERKALÝÐSFÉLAGANNA í VESTMANNAEYJUM 1984 Á baráttudegi verkalýðsins í ár hefur launafólk ekki ástæðu til að fagnu unnum sigrum, því að leita þarf marga áratugi aftur í tímann til að finna jafn óhagstæðan kaupmátt launa verkafólks. Núverandi ríkisstjórn hóf feril sinn á að svipta verkafólk samningsrétti, nam samninga þess úr gildi, afnam vísitölu- bætur á laun og hefur látið launafólk greiða niður verðbólguna. Það er að vísu engin nýlunda að ráðist er á kjör launafólks þegar efnahagsvandi steðjar að þjóðinni, en sjaldan hafa á íslandi verið við völd ríkisstjórnir, sem gengið hafa jafn hatrammlega á rétt verkafólks og þessi ríkisstjórn, enda nýtur hún stuðnings mestu afturhaldsafla landsins. Um leið og atvinnurekendavaldið hefur skipulagt sig og stóreflt stöðu sína til átaka við launafólk, hefur verkalýðshreyfingin í heild sofið á verðinum. Við síðustu samn- inga gekk hún sundruð að samninga- borðinu og samningamenn ASÍ neyddust til að gera þá nauðungarsamninga, sem flest stéttarfélög í landinu gengu að möglunarlítið. Aðeins verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum og Dagsbrún höfðu einurð til að fella þá samninga. Ástæðan fyrir því að samningarnir voru felldir hér í Eyjum var sú að fiskvinnslu- fólk vildi ekki lengur þola að hagsmunir þess væru sífellt fyrir borð bornir í kjara- samningum. Þótt ekki hafi náðst mikill árangur í samningunum hér í Eyjum að þessu sinni, þá hafa viðbrögð fiskvinnslu- fólks orðið til þess að opna augu forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar fyrir því að verkafólk í fiskiðnaði unir því ekki lengur að framhjá því verði gengið. Atvinnurekendum er það ljóst líka. Því má heldur ekki gleyma að barátta verkafólks í Eyjum kom öllu verkafólki í landinu til góða. Aðal rök stjórnvalda fyrir skerðingu lífskjara launafólks voru þau að koma í veg fyrir atvinnuleysi. En nú blasir hins vegar við að stefna ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum mun að óbreyttu leiða stórfellt atvinnuleysi yfir sjómenn og fiskverkafólk, þar sem nú er í undir- búningi að leggja hluta fiskiskipaflotans. Það mátti öllum Ijóst vera að hverju stefndi, þegar kvótaskipting var ákveðin á nær allar tegundir sjávarafla. Stefna verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum hlýtur því að vera sú að krefjast þess fyrir hönd umbjóðenda sinna, að heildarsamtök launafólks í landinu gangi sameinuð til átaka fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu. Látum ekki íslenska ráðherra guma af því á er- lendri grund, að ísland verði um ókomna framtíð eitt mesta láglaunasvæði á norður- hveli jarðar! En þótt margar blikur séu á lofti í atvinnu- og kjaramálum á íslandi, er þó önnur og meiri ógn, sem steðjar að jarðar- búum. Kjarnorkurisarnir tveir keppast við að auka tortímingarmátt gereyðingar- vopna sinna og hættan á kjarnorku- styrjöld, sem eyða mun öllu lífi á jörðinni eykst með hverjum degi sem líður. Við tökum því undir kröfur friðarsinna um allan heim, um stöðvun kjarnorku- kapphlaupsins og segjum: Atvinnu en ekki helsprengjur! Sjúkrahús og skóla, en ekki eldflaugar! Við krefjumst framtíðar fyrir okkur og börn okkar! Verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum. ^mr^&^ Frá gamalli tíð — verkafólk í saltfiskvinnu. FELAGSLEG ÞJONUSTA ÁUNDANHALDI I síðasta Fylki gerir Sigur- björg Axelsdóttir skrif mín um félagslega þjónustu aö umtals- efni. Þar sem við erum ekki sammála um félagslega þjón- ustu bregður hún á það ráð að kalla skrif mín óábyrg án þess að skilgreina nánar hvað við er átt. Hér ætla ég ekki að svara öllu því sem fram kemur í grein Sigurbjargar og allra síst þeirri fáfræði sem birtist í umfjöllun hennar um Alþýðubandalagiö því ég tel rétt að Sigurbjörg fái að hafa þær hugmyndir sínar í friði. Ég vil á hinn bóginn gera athugasemdir við tvö atriði sem fram koma í greininni. Sigurbjörg bendir réttilega á það að dagvistargjöld hafa hækkað reglulega undanfarin ár án teljandi athugasemda. Hins veaar er sjrundvallar- nuinur á hækkunum fyrri ára og þeim sem nú hafa dunið yfir. Þessi munur felst í því að hlutfall dagvistunargjalda af launum er nú orðið svo hátt að við svo búið má ei lengur standa. Á þetta hef ég oft bent. bæði í skrifum mínum og í félagsmálaráði. Þessar stað- reyndir neitar Sigurbjörg að viðurkenna eða leyfir sér í.þ.m. að horfa fram hjá þeim þegar hún ræðir um hækkanir dag- vistargjalda. Og það var einmitt þetta háa hlutfall launa sem fer í dagvistargjöld sem for- eldrarnir 12cS voru að mótmæla á dögunum. Seinna atriðið í grein Sigur- bjargar sem ég vil gera at- hugasemd við varðar þá skoö- un mína að stigið hafi verið spor aftur á bak er ekki var ráöinn félagsráðgjafi þegar Sigrún Karlsdóttir hætti hér störfum. Þessi skoðun mín er óhagganleg og byggi ég hana m.a. á viðtölum við mikinn fjölda fólks sem er mér sam- mála og einnig af fenginni reynslu við að starfa í félags- málaráði sem ekki nýtur starfskrafta félagsráðgjafa. Sigurbjörg segir í grein sinni að sálfræóingur sá sem hér starfar hafi verið ráðinn f stað félags- ráðgjafa. Þetta eru vísvitandi ósannindi því hann var ráðinn á allt öðrum forsendum og hygg ég að bæði hann og formaður skólanefndar grunnskóla geti staðfest það. Ég hef haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé í eðli sínu á móti félagslegri þjónustu og við þá fullyrðingu stend ég. Ef grannt er skoðað staðfestir grein Sigurbjargar einmitt þessa skoðun mína. Félagsleg þjónusta er á undanhaldi. —R.Ó.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.