Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böövarsson Edda Tegeder Elías Björnsson Oddur Júlíusson Ármann Bjamfreðsson Útgefandi: Alþýðuhandalagiö í Vestmannaeyjum Tölvusctning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm. Enn gengið á hlut sjómanna Sjóður hirtur og gefínn útgerð 1. maí, upphaf sóknar til bættra lífskjara Hin síðari ár hafa kjör launafólks á íslandi aldrei verið jafn bágborin og um þessar mundir. Þessi stað- reynd blasir við nú er launafólk heldur hátíðlegan baráttudag sinn, 1. maí. Á þessum degi er svo alvarlegt efnahagsástand á fjölda alþýðuheimila í landinu að til skammar er fyrir þjóðfélag sem öðru jöfnu státar sig af öruggri afkomu þegna sinna. Þetta alvarlega efnahags- ástand heimilanna hefur fyrst og fremst skapast af aðgerðum þeim er núverandi ríkisstjórn hefur beint gegn launafólki af svo mikilli hörku að með ólíkindum er. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð bar margur launamaðurinn ugg í brjósti um framtíð sína enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn marg- sinnis sýnt að þeir snúast ávallt andvígir gegn sann- gjörnum óskum um mannsæmandi kjör til handa ís- lenskri alþýðu. Sú varð og raunin á við myndun nú- verandi ríkisstjórnar þessara flokka. Ekki hafði hún lengi setið við völd er hún afnam allar vísitölubætur á laun og tók með valdi samningsréttinn af launafólki, einn helgasta rétt sem alþýða þessa lands hefur áunnið sér með áratugalangri þrotlausri baráttu og fórnum. Þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar fögnuðu aftur- haldsöflin í landinu að sjálfsögðu en alþýða manna sat eftir með sárt ennið og varnarlaus. Frá því að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn launafólki dundu yfir hefur margt gerst. Ríkisstjórnin heldur því fram að efnahagsástand þjóðarinnar fari batnandi, allt sé á uppleið og heiðríkja framundan. Þessar fullyrðingar eru auðvitað rangar og það finnur best það fólk sem nú um nokkurt skeið hefur sannreynt að launin duga hvergi fyrir brýnustu nauðsynjum. Þessu fólki þýðir ekki að segja að efnahagsástandið fari batnandi. Á hinn bóginn eru ýmsir aðilar í þjóðfélaginu sem trúa því eða í.þ.m. látast trúa því að allt sé á uppleið. Þetta eru þeir aðilar sem ríkisstjórnin hefur hugsað til með sérstökum hlýhug og fært á silfurfati það sem hún hefur frá launafólki tekið. Stórfyrirtækin sína hagnað upp á hundruð milljóna króna og braskararnir brosa í kampinn yfir velgengni sinni. Þessi aðilar dásama sína ríkisstjórn við öll hugsanleg tækifæri og óska þess að hún sitji sem lengst. En hver skyldi framvinda mála verða næstu mánuði? Á þessu stigi er erfitt að fullyrða um það í einstökum atriðum en víst má telja að ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að bæta kjör launafólks, um það vitna t.d. þær aðgerðir sem grípa á til til þess að fylla upp í fjárlaga- gatið víðfræga. Ríkisstjórnin ætlar enn um sinn að minnsta kosti að láta hinn almenna launamann borga brúsann hvað sem hver segir. Þegar svo er komið er nauðsynlegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna að rísa upp og brjóta á bak aftur þær árásir sem á henni dynja, árásir þeirra afturhaldsafla sem nú ráða ferðinni í íslenskum þjóðmálum. Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið ekki staðið nógu þétt saman eins og reyndar kom fram við gerð síðustu kjarasamninga. Þessu verður að breyta og því fyrr því betra enda er það grundvallarforsenda þess að árangur náist í kjarabaráttunni. Heildarsamtök verka- fólks í landinu verða að ganga sameinuð til átaka fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu. 1. maí 1984 ætti að verða upphaf nýrrar sóknar launafólks til bættra lífskjara. —R.Ó. Aflatrvggingasjóður Hin almenna deild Afla- trvggingasjóÖN hefur veriö notuö til að tryggja sjómönnum laun sín. ef um verulegan afla- brest hefur veriö að ræða. eða cí útgerð hefur brugðist fj'ár- hagslegri skuldbindingu sinni gagnvart sjómönnum. Hingaö til hefur þetta verið megin- verkefni sjóðsins. Til þess að geta sinnt þessu hlutverki hefur sjóðurinn verið fjármagnaður með útflutnings- gjaldi af sjávarafurðum. Hefði útflutningsgjald hins vegar ekki veriö tekið til þessa verkefnis. væri fiskverð hærra sem því nemur. Nú bregður á hinn bóginn svo við. að ríkisstjórnin á- kveður, í tengslum við fiskverð I. febrúar. að hætta bóta- greiðslum úr hinni almennu deild til greiðslna vegna afla- brests, en greiða í þess stað út- gerðinni í raun 4% uppbót á fiskverð. sem lagt er á reikning hvers einstaks skips í stofnfjár- sjóði eftir afla. Sem sagt. áður var þeim greitt úr sjóðnum, sem urðu fyrir aflabresti. en nú fá menn greitt eftir afla. öllu snúið við. Það skal viðurkennt. að nú er um annað ástand að tefla en nokkru sinni fyrr; kvótakerfi hefur verið komið á á þessu ári. og eiga þessi nýju lög að gilda til jafnlengdar kvótakerfinu. I því er auðvitaö nokkurt rakasamhengi, hins vegar sýn- ist ekki vera nokkur ástæða til þess. að taka þessa peninga fengnum áf útflutningsgjaldi og fá þá útgerðinni í hendur án þess. að sjómenn fái sinn hlut þeirra. Hver á peningana? Eigi maður peninga. getur hann auðvitað varið þeim til hvers sem honum hentar. hinsvegar versnar í því. ef hann er meö annarra peninga undir höndurn og fer svo meö þá eins og sína eigin. Þess vegna er það. ef fjármunir eru færðir af einni hendi á aðra, að ganga þarf úr skugga um hver á peningana. I þessu dæmi er nefnilega um allmikið fé að ræöa. upphæð sem nemur líklega meira en 220 milljónir þegar allt kemur saman. Eignir almennu deildar aflatryggingarsjóðs voru nú um áramótin 200 milljónir króna. sem sagt minni en það sem fært skal til útgerðar með áður- nefndum hætti. Já. h\er á þessar 220 mill- jónir'? I mínum huga er það augljóst. Þessir peningar eru fengnir af útflutningsgjaldi. eins og áður er sagt. sem er í raun sameiginlegt aflafé þeirra sem eiga skipin og þeirra sem eru á þeim; sem sagt sameign litgerðar og sjómanna. Þess vegna er það. að þó peningaihir skipti um stað. þá skipta þeir ekki um eigendur: litgerðin á að t'á sit; og sjómenn sitt í þeim hlutföllum. sem lög og samningar gcra ráð fyrir, En það cr einmitt ckki gcrt. líi- gerðin íær allt. cn sjómenn ekkert. Að mínum dónii eru sjó- menn með þessu sviptir sínurh réttláta hlut. Slæm staða útgeröar og sjúmanna Astæðan fyrir því að þessir pcningar eru nú fluttir til úr almennu deild sjóðsins yfir til útgcrðar. er sú. að á þessum tíma aflasamdráttar (og kvóta) hlvtur staða útgeröar að vcrsna scm aflasamdrættinum nemur, cn það ætti að vera hyerjum manni jafn Ijóst. aö staða sjó- manna hlýtur aö versna aö ná- kvæmlega sama skapi. Það sem cr gcrt er það. að til þcss að leysa nokkurn hluta útgerðar- vandans. eru þessir peningar færðir úr samciginlegum sjóöi. til að lyfta undir bagga út- gerðarinnar. En sjómenn mcga bcra sínar byrðar sjálfir; ríkis- valdið hefur ekki áhyggjur af þeim. Er það kannski vegna þess. að þeim hafi verið léttar bvrðarnar á síöasta ári. Þvi fer fjarri. Ekki hafði stjórnin setiö lengi, þegar hún beitti sér fyrir hcilmikilli skerðingu á hlut sjó- manna og nú þcgar vandi út- gerðar er augljós, sér hún ekki votta fyrir vanda sjómanna. scm kemur auðvitað af ná- kvæmlega sömu ástæðum. Mcð þcssuin fjármagnsflutn- ingi cr svo komiö hlutaskiptum. að áður cn kcmur að því að skipta afla milli útgerðar og sjómanna cru tcknir frá 41 fiskur af hverjum hundrað. Sjómenn vinna erfið og hættuleg störf. en það cr ckki að sjá á launakjörum þeirra. Tímalaun sjómanna hafa lengi verið lág. En nú eru þau vafa- laust þau lægstu í þessu landi. Samt vænti ég þess, að sjáv- arútvegsráðherra flytji fallega ræðu á sjómannadaginn. Svei því. Garðar Sigurösson Verðbólguverksmiðjan —Villi Kr: G. Sendum verkafólki í Vestmannaeyjum baráttu kveðju 1. maí EYJABLAÐIÐ ÞJÓÐVILJINN Sendum verkafólki í Vestmannaeyjum baráttu kveðju 1. maí SJÓMANNAFÉLAGIÐ JÖTUNN VERKALÝÐSFÉLAG VM. VERKAKV.FÉLAGIÐ SNÓT

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.