Eyjablaðið - 01.05.1984, Side 2

Eyjablaðið - 01.05.1984, Side 2
? EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böðvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson Oddur Júlíusson Ármann Bjarnfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Evrún h.f. Vm. ___________________________________________/ 1. maí, upphaf sóknar til bættra lífskjara Hin síðari ár hafa kjör launafólks á íslandi aldrei verið jafn bágborin og um þessar mundir. Pessi stað- reynd blasir við nú er launafólk heldur hátíðlegan baráttudag sinn, 1. maí. Á þessum degi er svo alvarlegt efnahagsástand á fjölda alþýðuheimila í Iandinu að til skammar er fyrir þjóðfélag sem öðru jöfnu státar sig af öruggri afkomu þegna sinna. betta alvarlega efnahags- ástand heimilanna hefur fyrst og fremst skapast af aðgerðum þeim er núverandi ríkisstjórn hefur beint gegn launafólki af svo mikilli hörku að með ólíkindum er. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð bar margur launamaðurinn ugg í brjósti um framtíð sína enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn marg- sinnis sýnt að þeir snúast ávallt andvígir gegn sann- gjörnum óskum um mannsæmandi kjör til handa ís- lenskri alþýðu. Sú varð og raunin á við myndun nú- verandi ríkisstjórnar þessara flokka. Ekki hafði hún lengi setið við völd er hún afnam allar vísitölubætur á laun og tók með valdi samningsréttinn af launafólki, einn helgasta rétt sem alþýða þessa lands hefur áunnið sér með áratugalangri þrotlausri baráttu og fórnum. Pessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar fögnuðu aftur- haldsöflin í landinu að sjálfsögðu en alþýða manna sat eftir með sárt ennið og varnarlaus. Frá því að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn launafólki dundu yfir hefur margt gerst. Ríkisstjórnin heldur því fram að efnahagsástand þjóðarinnar fari batnandi, allt sé á uppleið og heiðríkja framundan. Þessar fullyrðingar eru auðvitað rangar og það finnur best það fólk sem nú unt nokkurt skeið hefur sannreynt að launin duga hvergi fyrir brýnustu nauðsynjum. Þessu fólki þýðir ekki að segja að efnahagsástandið fari batnandi. Á hinn bóginn eru ýmsir aðilar í þjóðfélaginu sem trúa því eða í.þ.m. látast trúa því að allt sé á uppleið. Þetta eru þeir aðilar sent ríkisstjórnin hefur hugsað til með sérstökum hlýhug og fært á silfurfati það sem hún hefur frá launafólki tekið. Stórfvrirtækin sína hagnað upp á hundruð milljóna króna og braskararnir brosa í kantpinn yfir velgengni sinni. Þessi aðilar dásama sína ríkisstjórn við öll hugsanleg tækifæri og óska þess að hún sitji sem lengst. En hver skyldi framvinda mála verða næstu mánuði? Á þessu stigi er erfitt að fullyrða um það í einstökum atriðum en víst má telja að ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að bæta kjör launafólks, um það vitna t.d. þær aðgerðir sem grípa á til til þess að fylla upp í fjárlaga- gatið víðfræga. Ríkisstjórnin ætlar enn um sinn að minnsta kosti að láta hinn almenna launamann borga brúsann hvað sem hver segir. Pegar svo er komið er nauðsynlegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna að rísa upp og brjóta á bak aftur þær árásir sem á henni dynja, árásir þcirra afturhaldsafla sem nú ráða ferðinni í íslenskum þjóðmálum. Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið ekki staöið nógu þétt saman eins og reyndar kom fram við gerð síðustu kjarasamninga. Pessu verður að brevta og því fyrr því betra enda er það grundvallarforsenda þess að árangur náist í kjarabaráttunni. Heildarsamtök verka- fólks í landinu verða að ganga sameinuð til átaka fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu. 1. maí 1984 ætti að veröa upphaf nýrrar sóknar launafólks til bættra lífskjara. —R.Ó. Enn gengið á hlut sjómanna Sjóður hirtur og gefinn útgerð Aflatrvggingasjóöur Hin almcnna deild Afla- trvggingasjóös hefur \eriö notuö til aö tryggja sjómönnum laun sín. et' um verulegan afla- brest hefur veriö aö ræöa. eöa ef útgerö hefur brugöist tjár- hagslegri skuldbindingu sinni gagmart sjómönnum. Hingaö til hefur þetta veriö megin- verkefni sjóösins. Til þess aö geta sinnt þessu hlutverki hefur sjóöurinn veriö fjármagnaöur meö útflutnings- gjaldi af sjávarafuröum. Heföi útflutningsgjald hins vegarekki veriö tekið til þessa verkefnis. \æri fiskverö hærra senr þ\í nemur. Nú bregður á hinn bóginn s\o \iö. aö ríkisstjórnin á- kveður. í tengslum \ iö fiskverð 1. febrúar. aö hætta bóta- greiöslum úr hinni almennu deild til greiöslna vegna atla- brests. en greiða í þess staö út- geröinni í raun 4% uppbót á fiskverð. sem lagt er á reikning hvers einstaks skips í stofnfjár- sjóöi eftir afla. Sem sagt. áöur var þeirn greitt úr sjóönum. sem urðu fyrir aflabresti. en nú fá menn greitt eftir afla. ÖIlu snúiö \ iö. Þaö skal viðurkennt. aö nú er um annaö ástand aö tefla en nokkru sinni fyrr: kvótakerfi hefur veriö komiö á á þessu ári. og eiga þessi nýju Ióg að gilda til j afn Ie ngdar k\ ta kerfin u. I þ\í er auðvitað nokkurt rakasamhengi. hins vegar sýn- ist ekki vera nokkur ástæöa til þess. aö taka þessa peninga fengnum af útflutningsgjaldi og fá þá útgerðinni í hendur án þess. aö sjómenn fái sinn hlut þeirra. Hver á peningana? Eigi maöur peninga. getur hann auö\itaö varið þeim til hvers sem honum hentar. hinsvegar versnar í þ\ í. ef hann er með annarra peninga undir hóndum og fer svo meö þá eins og sína eigin. Þess vegna er þaö. ef fjármunir eru færöir af einni hendi á aðra. aö ganga þarf úr skugga um h\er á peningana. I þessu dæmi er nefnilega um allmikiö fé aö ræöa. upphæö sem nemur líklega meira en 220 milljónir þegar allt kemur saman. Eignir almennu deildar aflatryggingarsjóös voru nú um áramótin 200 milljónir króna. sem sagt minni en þaö sem fært skal til útgerðar meö áöur- nefndum hætti. Já. hver á þessar 220 mill- jónir? I mínum huga er þaö augljóst. Þessir peningar eru fengnir af útflutningsgjaldi. eins og áöur er sagt. sent er i raun sameiginlegt aflafé þeirra sem eiga skipin og þeirra sem eru á þeim: sem sagt sameign útgeröar og sjómanna. Þess \egna er þaö. aö þó peningarnir skipti um staö. þá skipta þeir ekki um eigendur: útgeröin á aö fá sitt og sjomenn sitt í þeim hlutföllum. sem lög og samningar gera ráö fyrir. En þaö er einmitt ekki gert. út- geröin l'ær allt. en sjómenn . ekkert. Aö mínum dómi eru sjó- menn meö þessu s\ iptir sínum rettlata hlut. Slæm staöa útgerðar og sjómanna Ástæöan fyrir því aö þessir peningar eru nú fluttir til úr almennu deild sjóösins yfir til útgeröar. er sú. aö á þessum tíma aflasamdráttar (og k\óta) hlýtur staöa útgerðar aö versna sem áflasamdrættinum nemur. en þaö ætti aö vera hverjum manni jafn ljóst. aö staöa sjó- manna hlvtur aö versna aö ná- kvæmlega sama skapi. Þaö sem er gert er þaö. aö til þess aö leysa nokkurn hluta útgeröar- vandans. eru þessir peningar færöir úr sameiginlegum sjóöi. til að lyfta undir bagga út- gerðarinnar. En sjómenn mega bera sínar byröar sjálfir: ríkis- valdið hefur ekki áhyggjur af þeim. Er þaö kannski vegna þess. aö þeim hafi veriö léttar bvröarnar á síöasta ári. Því fer fjarri. Ekki haföi stjórnin setiö lengi. þegar hún beitti sér fvrir heilmikilli skeröingu á hlut sjó- manna og nú þegar vandi út- geröar er augljós. sér hún ekki votta fyrir vanda sjómanna. sem kemur auö\itaö af ná- kvæmlega sömu ástæöum. Meö þessum fjármagnsflutn- ingi er s\ o komiö hlutaskiptum. aö áður en kemur aö þ\í að skipta afla milli útgeröar og sjómanna eru teknir frá 41 t'iskur af hverjum hundraö. Sjómenn vinna erfiö og hættuleg störf. en þaö er ekki aö sjá á Iaunakjörum þeirra. Tímalaun sjómanna hafa lengi verið lág. En nú eru þau vafa- laust þau lægstu í þessu landi. Samt vænti ég þess, aö sjáv- arútvegsráöhferra flytji fallega ræðu á sjómannadaginn. S\ei því. Garðar Sigurðsson Verðbólguverksmiðjan —Villi Kr: G. Sendum verkafólki í Vestmannaeyjum baráttu kveðju 1. maí EYJABLAÐIÐ ÞJÓÐVILJINN Sendum verkafólki í Vestmannaeyjum baráttu kveðju 1. maí SJÓMANNAFÉLAGIÐ JÖTUNN VERKALÝÐSFÉLAG VM. VERKAKV.FÉLAGIÐ SNÓT

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.