Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Handbolti Nú er handknattleiksver- tíðinni lokið og er ekki hægt að segja annað en að fulltrúar okkar Eyjamanna hafi staðið sig frábærlega vel. í fyrsta skipti í sögu handboitans hér í Vestmannaeyjum höfum við eignast fyrstudeildarlið, og það meira að segja tvö. Meistara- flokkur Þórs vann 2. deildina með miklum yfirburðum (10 stig í næsta lið fyrir neðan) og meistaraflokkur ÍBV-kvenna nældi sér í annað sætið í 2. deildinni öllum á óvart og tryggði sér þar með sæti í 1. deildinni næsta keppnistímabil. Hins vegar gekk ekki sem skyldi hjá 3. deildarliði Týs. Þeir höfnuðu í þriðja sæti og voru einungis tveim stigum frá annarardeildarsæti. Ef Sigurlás Porleifsson hefði ekki þurft að yfirgefa herbúðirnar á miðju keppnistímabilinu má telja það öruggt að Týr léki í 2. deild næsta vetur. En það þýðir ekki að gráta það. Það kemur vetur eftir þennan og vonandi að þeir hugsi sig vandlega um þegar þeir ráða þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. AUGLYSINGASIMI EYJABLAÐSINS 1177 Knattspyrna Æfingaleikur ÍBV-Fram 2-0 (1-0) Annarar deildarlið ÍBV er nú að búa sig af fullum krafti undir sumarið undir stjórn Einars Friðþjófssonar. Liður í þessum undirbúningi var að fá hingað 1. deildarlið Fram til að leika einn æfingarleik. Leikur- inn fór fram s.l. laugardag á malarvellinum í Löngulág í frábæru veðri. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist fátt markvert fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að Jón Ólafur Jóhannsson braust skemmtilega upp vinstri kantinn og gaf vel fyrir markið og þar var mættur Sigurjón Kristinsson (Jonni) sem náði að pota knettinum í mark Fram. Staðan 1-0 fyrir ÍBV. Seinni hálfleikur var mun fjörugri. Strax á 5. mín. fengu Framarar vafasama vítaspyrnu, en Gunnólfur Lárusson (Bimbó) gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna sem Ómar Jó- hannsson tók. Svo þegar um 60 mín. voru búnar af leiknum skoraði Kári Þorleifsson annað mark ÍBV með löngu en hnit- miðuðu skoti eftir frábæran undirbúning Hlyns Stefáns- sonar, sem var tvímælalaust besti maður vallarins. Þar við sat þrátt fyrir að ÍB V fengi fleií i Vestmannaeyingar!!! Drekkið 1. maí kaffiö í Alþýöuhúsinu. Húsið opnaðkl. 15:00. 1. maí nefndin. ÖLFUSBORGIR Erum farin að taka á móti pöntunum til dvalar í sumarhúsum félaganna í Ölfusborgum í sumar. Allar upplýsingar á skrifstofu Snótar að Heiðar- vegi 7 sími 2770. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. SÖLUBÖRN Vestmannaeyjum 1. maí merkin verða afhent sölubörnum að Heiðarvegi 7 (Snótarhúsinu) frá kl. 10:00 til kl. 12:00. Athugið breyttan afhendingarstað. 1. maí nefndin. VESTMANNAEYJABÆR ATVINNA Tómstundaráð augh'sir eftir starfs- kröftum í störf flokksstjóra fvrir Vinnuskóla og Skólagarða. éinnig yfirflokksstjóiá. Starfið hefst í júníbyrjun og stendur í rúmar 6 vikur. Unisóknarfrestiir cr til 10. maí n.k. Upplýs- ingar um starfið og launakjör veitir undirritaður og ber að skila umsókhum til sama aðila. Tómstundafulltrúi. marktækifæri til að auka muninn. Lið ÍBV: Þorsteinn G. (Gunnólfur), Ólafur Á., Viðar, Þórður, Þorsteinn V. (Óskar S.), Hlynur, Bergur, Lúðvík, Jón Ólafur (Daddi), Jonni og Kári. Ekki slæmt að vinna 1. deildarlið Fram 2-0 en ÍBV vann einnig 1. deildarlið Þróttar með sömu markatölu helgina þar áður. Lofa þessir leikir mjög góðu þrátt fyrir hina miklu uppstokkun sem átt hefur sér stað í herbúðum ÍBV. Þá áttu íslands- og bikar- meistarar Akraness að koma hingað á annan í páskum, en á síðustu stundu tilkynntu þeir að þeir kæmust ekki vegna mann- eklu. Lágu að þeirra sögn sjö leikmenn í flensu. Áformað er að leika tvo æfingaleiki í viðbót, báða í Reykjavík, helgina 5. og 6. maí við KR og UBK. 12. maí hefst svo íslandsmótið með leik við Akranes í Meistarakeppni KSÍ. Annars er niðurröðun leikja ÍBV í 2. deild þannig: Fyrri Seinni leikur leikur 20.5. ÍBV-Víðir 11.7. 26.5.ÍBV-KS 21.7. 29.5. Skallagr.-ÍBV 11.8. 2.6. ÍBV-FH 15.8. 13.6. Njarðvík-ÍBV 18.8. 16.6. ÍBV-Völsungur 25.8. 23.6. Tindastóll-ÍBV 1.9. 30.6. ÍBV-ÍBÍ 8.9. 7.7. Einherji-ÍBV 15.9. Þar sem ÍBV er í 2. deild verða þeir að taka þátt í for- keppni Bikarkeppninnar. 1. umferð: ÍBV-HV 23. maí 2. umferð: ÍBV/HV-ÍK 5. júní 3. umferð: ÍBV/HV/ÍK gegn Skallagrímur/Stjarnan 19.júní. Síðan koma 16 liða úrslit. Fjórða keppnin sem ÍBV tekur þátt í í sumar er Evrópu- keppni bikarhafa. Dregið verður í henni í júlí og leikdagar þá ákveðnir. Vonandi dettur IBV í hinn margumtalaða lukkupott því þeir eiga það svo sannanlega skilið eftir austan- tjaldsdrættina undanfarin ár, sem hefur haft í för með sér að skuldabaggi ÍBV hefur verið óheyrilega þungur og þykir það ganga kraftaverki næst að félagið skuli geta starfað enn þann dag í dag. Tipp Þeir fjórir keppendur sem eftir voru í tippkeppninni duttu allir úr leik í síðustu umferð. Sigurvegarar eru því Jón Ólafur Jóhannsson og Gylfi Birgisson, en þeir voru með í fimm fyrstu skiptin. Báðir eru þeir miklir áhugamenn um enska knattspyrnu og fylgjast grannt með gangi mála og hefur það ekki svo lítið að segja auk þess að sjáfsögðu að»hitta á „auðveldu" leikina. Óska ég þeim félögum til hamingju með sigurinn og nafnbótina: „Tipp- meistarar Vestmannaeyja 1983-1984". Að lokum vil ég þakka öllum þeim er tóku þátt í tipp-keppn- inni fyrir þátttökuna og vona að lesendur hafi haft gaman af. Læt ég þessu því hér með lokið. —ÞoGu. Sendum verkafólki í Vestmannaeyjum hamingjuóskir 1. maí '84 Tanginn Kaupfélag Vestmannaeyja Utvegsbanki Islands Sparisjóður Vestmannaeyja Skipaafgr. Friðriks Óskarssonar Olíufélagið Olíuverslun Islands Skeljungur Samtog Kjarni Reynistaður Skipaviðgerðir Skipalyftan h.f. Bensínsalan Klettur Lifrarsamlag Vestmannaeyja Vinnslustöð Vestmannaeyja Samfrost fsfélag Vestmannaeyja Fiskiðjan h.f. Fiskimjölsverksmiðjan í Vm. Vestmannaeyjabær Eyjablóm Lífeyrissjóður Vestmannaeyja E.P.-innréttingar Flötum 25 Músík & Myndir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Vídeóklúbbur Vestmannaeyja Geisli

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.