Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 4
EYJABLAÐIÐ Vidtalitf Umsjón: Ragnar Oskarsson Skólanum er um megn að vera í samkeppni við undanþágurnar slíkt nám en þar ætti ríkisvaldiö auðvitað að koma inn í t.d. með skattaívilnunum. í mörg ár hefur það viðgengist að stór hluti stjórnenda fiskiskipa hefur starfað án tilskilinna réttinda. Einna alvarlegast er þetta ástand hvað vélstjóra snertir og hefur það síst farið batnandi undanfarin ár. Kristján Jóhannesson deildarstjóri við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum hefur í mörg ár látið réttindamál vélstjóra til sín taka og oftar en einu sinni bent á að ríkjandi ástand sé ekki viðunandi. Eyjablaðið ræddi við Kristján um þessi mál og önnur er tengjast vélstjóramenntun almennt. Hvernig er réttindamálum vélstjóra í Vestmannaeyjum háttað í dag? Vélstjórafélag Vestmanna- eyja hefur í gegnum tíðina haldið nákvæma skrá um undanþágur til vélstjóra og í fyrra voru þær 70 hér í Eyjum. Síðan þá hafa undanþágurnar án efa aukist þótt ég hafi ekki nákvæmar tölur þar um á reið- um höndum. Undanþágurnar eru flestar veittar til vélstjóra á minni bátum, en þeim fer fækk- andi eftir því sem bátarnir stækka. til bóta. Pá fer ekki hjá því að maður liafi áhyggjur af því að fjárveitingar til Framhalds- skólans hafa verið skornar við nögl í sambandi við kennslu- stundafjölda og getur það auð- vitað skaðað vélstjóranámið. Nú hefur aðsókn að vél- stjóranámi verið dræm undan- farin ár. Áttu von á að breyting verði á í náinni framtíð. Já ég á von á því. Ég held að sú breyting verði samfara sam- drætti í sjávarútvegi og menn fari fljótlega að sækja sér menntun til að trveaja sitt starf. Hver veitir undanþágurnar? Bæjarfógetaembættið veitir undanþágurnar að fengnum meðmælum frá vélstjórafélag- inu hér. í flestum tilvikum mælir Vélstjórafélagið með undanþágunum svo tiltölulega Iítið mál er að fá þær. Mér finnst sjálfum að Vélstjóra- félagið ætti að vera harðara í sambandi við þessar undan- þágur en auðvitað á það erfitt um vik, því ástandið er þess eðlis. Hvernig er þessum málum háttað annars staðar á landinu í samanburði við það sem hér gerist? Ég veit að ástandið er slæmt á Suöausturlandi og á Aust- fjörðum og mun verra en hér. Þetta má m.a. rekja til þess að fyrir austan er ekkert vélstjóra- nám í boði. Nú liggur Ijóst fyrir að ekki er hægt að manna fiskiskipaflot- ann án undanþágumanna og ekki er unnt að uppræta undan- þágurnar með einu alsherjar banni. Hvað er hægt að gera? í tengslum við Vélskóla fs- lands er verið að undirbúa námskeið fyrir réttindalausa vélstjóra 25 ára og eldri sem þegar hafa öðlast í.þ.m. tveggja ára reynslu í starfi. Meiningin er sú að með slíku námskeiði geti menn öðlast 1. stigs rétt- indi. Komið hefur til tals að fara eins að hér í Eyjum, þ.e. að bjóða upp á sams konar nám- skeið. Hér er öll aðstaða fyrir hendi svo ekki ætti málið að stranda þess vegna. Hvað finnst þér um þessa leið? Það er nauðsynlegt að gera eitthvað og ég held að þessi leið sé rétt miðað við aðstæður. Það er auövitað hart að þurfa að reka menn sem hafa starfað Iengi sem véistjórar og öðlast Kristján reynslu í starfi og sjálfsagt að gefa þeim kost á slíkum nám- skeiðum. Hitt er svo annað, að erfitt getur verið fjárhagslega fyrir þessa menn að leggja út í Hver er að öðru leyti þáttur Vélskólans í baráttunni gegn undanþágum? Skólinn getur afar lítið gert meðan undanþágurnar eru eins auðfengnar og raun ber vitni um. Reyndin er einfaldlega sú að skólanum er um megn að vera í samkeppni við undan- þágurnar því þær kosta tiltölu- lega lítið, en skólinn er dýr og þess vegna ekki eins fýsilegur kostur. Telur þú að skólinn hér veiti góða menntun og útskrifi góða vélstjóra? Skólinn útskrifar í raun ekki vélstjóra með réttindi því áður en réttindi fást þarf vélstjóra- efni að fá ákveðna reynslu á sjó. Menntunin sem skólinn veitir er meira almenns eðlis og fræðileg og í þeim efnum held ég að skólinn standi fyllilega fyrir sínu. T.d. held ég að að- staðan í skólanum nú sé góð og þess vegna geti hann fullnægt þeim kröfum sem til hans eru gerðar. S'umt af hinu fræðilega námsefni er reyndar að verða úrelt. en það stendur vonandi Tengist vélstjóranámið á einhvern hátt öryggismálum sjómanna sem nú er svo mikið um rætt? Að sjálfsögðu. Fullyrða má varðandi öryggismál sjómanna að menntun vélstjóra er einn stærsti þátturinn vegna þess að þeir sem lært hafa hlutina eru öðru jöfnu hæfari en hinir. Menntun vélstjóra er fyrst og fremst fyrirbyggjandi þáttur og verður auðvitað að vera með í umræðu og aðgerðum er tengj- ast öryggismálum sjómanna. Viðtal R.Ó. TIL UMHUGSUNAR A síðasta bæjarstjórnarfundi bar Arnar Sigurmundsson saman störf bæjarfulltrúa í núverandi og fyrrverandi meirihluta. Taldi hann allt önnur og betri vinnubrögð tíðkast nú en þá, nú væru það bæjarfulltrúarnir sjálfir sem hefðu völdin, en áður hefðu vondu embættismennirnir stjórnað öllu með harðri hendi. Þessa þulu þekkja menn reyndar frá því fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar því hún var eitt aðalkosningabragð sjálfstæðismanna þá. En full- yrðing Arnars um að nú ráði bæjarfulltrúarnir sjálfir er ekki rétt. Ástandið innan núverandi meirihluta er nefnilega þannig að Arnar er maðurinn sem öllu vill ráða og hann fer ekkert dult með þann vilja sinn. Þetta kom greinilega í Ijós á umræddum bæjarstjórnarfundi er Sigurður Jónsson flutti ásamt Andrési Sigmundssyni tillögu um að varðveita bát nokkurn sem mjög hefur verið til umræðu undanfarið. Þar sem Arnari var ekki kunnugt um tillöguna fyrirfram ogekki fylgjandi henni varð hann bálreiður og talaði um skrípaleik, meiriháttar brandara og þar fram eftir götunum. Hann reyndi með öllum mætti að fá tillöguna fellda og var auðséð á öllu að hann taldi sig sjálfkjörinn til að ráða ferðinni innan meirihlutans enda fór svo að tillagan var felld. Öll framkoma Arnars á umræddum bæjarstjórnarfundi sýndi svo sannarlega að hann telur sig þann sem ráða á ferðinni og eftir sínum hugmyndum eigi hinir bæjarfull- trúarnir að fara. Undirritaður er sem sé þeirrar skoðunar að bæjarfulltrúar meirihlutans ráði ekki miklu þegar allt kemur til alls. Arnar stjórnar og ræður. —Félagi IÞJNLANS SKÍRTEINI ÚTVEGSBANKANS BERA HÆSTU VEXTISEM NOKKUR ÍSLENSK INNLÁNSSTOFNUN EÝÐUR -------------OG Wí FYLGJA FLEIRIGÓÐIR KOSTIR.------------- RAÐGJAFINN I OTvEGSBANKArSOM LEJÐIR ÞIG í ALLAM SANMLEJKAMN OM ÞAÐ. KOMDU Á EINHVERIN AFGREIÐSLCJSTAÐ ÚTVEGSBANKANS OG SPYRÐtl EFTIR RÁÐGJAFANOM. ÚTVECSBANKINN EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.