Eyjablaðið - 10.05.1984, Side 1

Eyjablaðið - 10.05.1984, Side 1
EYJABLA Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 8. tölublað Vestmannaeyjum, 10. maí 1984 44. árgangur * Anægjuleg tímamót Síðastliðinn laugardag buðu aðstandendur Samtogs s/f til fagnaðarhófs í Samkomu- húsinu vegna komu tveggja nýsmíðaðra skipa félagsins til Eyja, en fyrra skipið Gideon VE 104 kom 22. mars s.l. og Halkion VE 105 sem kom til Eyja síðastliðinn föstudag 4. maí. Gísli Jónasson framkvæmda- stjóri Samtogs bauð gesti vel- komna, og þakkaði öllum þeim aðilum sem hjálplegir voru við útvegun á þessum glæsilegu skipunt. Næstur tók til máls Stefán S. Stefánsson frá Gerði sem var einn af eigendum og skipstjóri á síðasta Halkion sem seldur var til Noregs veturinn 1975. Óskaði Stefán félaginu allra heilla með hinn nýja Halkion og afhenti Atla Sigurðssyni skipstjóra for- kunnarfallegan skjöld þar sem á var grafin bitavísa elsta Halkion sem var áraskip. Bita- vísan er svohljóðandi: Þrennan Guð vér biðjum best blítt nteð ýtasafni að blessa þennan hlunnahest Halkion að nafni. Gideon og Halkion eru smíðaðir í Northern Shipyard skipasmíðastöðinni í Gdansk í PóIIandi og hófst smíði þeirra í byrjun síðasta árs. Þeir eru smíðaðir eftir kröfum Lloyds og Siglingamálastofnunar ríkis- ins. Kaupverð hvors skips full- búið án veiðarfæra eru 70 milljónir króna. Lengd skipanna er 32,70 m, breidd 8 m og djúprista 5,40 m. Skipin eru 222 brúttólestir að stærð eða 76 lestir nettó. Aðalvél er af gerðinni Sulzer Cegielski, 840 hestörfl, 1000 snúninga með niðurfærslugír á skrúfu einn á móti fjórum sem þýðir 250 snúninga á skrúfu. Ljósavélar eru af Caterpillar- gerð. Skipin eru búin öllum full- komnustu siglingar- og fiski- leitartækjum svo sem Simrad Sonar, Atlas fiskileitartækjum, EPSCO loran með skrifara, sjálfstýringu, veðurkortaritara ásamt öðrum tækjum. Skipin eru útbúin sem litlir skuttogarar, og hefur Gideon þegar sannað ágæti sitt því á tæpum mánuði er hann búinn að fá um 300 tonn í þrern sjó- ferðum. Skipin eru ennfremur þannig útbúin að þau geta stundað netaveiðar, og sömu- leiðis nótaveiðar. í skipunum eru þægilegar og vel útbúnar vistarverur fyrir 10 skipverja. Skipstjóri á Gideon VE 104 er Helgi Ágústsson, 1. stýri- maður Óskar Már Ólafsson og Á fundi bæjarstjórnar hinn 12. apríl s.l. lá fyrir ósk frá Félagsmálaráðuneytinu um að bæjarstjórn Vestmannaeyja til- nefndi 3 fulltrúa í nefnd til þess 1. vélstjóri er Bergvin Fannar Jónsson. Skipstjóri á Halkion VE 105 er Atli Sigurðsson, 1. stýri- maður Sigurjón Gunnlaugsson og 1. vélstjóri er Sigurþór Óskarsson. Samtog s.f. er eins og kunn- ugt er sameign fjögurra fisk- vinnslufyrirtækja hér í bæ: Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestinannaeyjum, Fisk- iðjunnar h.f., ísfélags Vest- mannaeyja h.f. og Vinnslu- stöðvarinnar h.f. Samtog s.f. á fyrir þrjá togara: Breka VE 61, Klakk VÉ 103 og Sindra VE 60. Stjórn Samtogs skipa: Haraldur Gíslason stjórnar- formaður, Eyjólfur Martins- son, Bjarni Sighvatsson og Sigurður Óskarsson. Fram- kvæmdastjóri er Gísli Jónas- son. Eyjablaðið óskar eigendum og áhöfnum þessara glæsilegu skipa til hamingju, og sömu- leiðis alls velfarnaðar í fram- tíðinni. —S.T. að fjalla sérstaklega um ferli- mál fatlaðra. í brefi ráðuneyt- isins var gert ráð fyrir því að nefndin væri skipuð 5 fulltrú- unt. þ.e. 3 frá bæjarstjórn og 2 frá samtökum fatlaðra í Vest- mannaeyjum. Nefndin átti að gæta hagsmuna fatlaðra í sam- bandi við opinberar byggingar og önnur mannvirki hér. Hvers vegna sérstaka nefnd? Flestum er kunnugt að víðast hvar er nær ekkert tillit tekið til ferlimála fatlaðra þegar mann- virki eru byggð. Þetta gerist þrátt fyrir það að lögð hefur verið þung áhersla á úrbætur í þessum efnum. Þegar málum er þannig komið þarf auðvitað að bregðast við með einhverj- um raunhæfum hætti. Sá háttur sem Félagsmálaráðuneytið telur vænlegastan til árangurs er að skipaðar séu nelndir í sveitarfélögum vítt um land, nefndir sem hafi það hlutverk að f\ lgjast sérstaklega með málefnum fatlaðra í sambandi við mann\ irkjagerð. En það er ekki einungis Félagsmálaráðu- neytið sem telur málum þessum best borgið á þennan hátt. Samtök fatlaðra hafa einnig lagt áherslu á að þannig verði staðið að málum enda tryggt að fulltrúar þeirra eigi sæti í nefndunum. Ekki er að efa að þessi skipan mála gæti brevtt til hins betra þ\í ófremdarástandi sem nú ríkir í ferlimálum fatlaðra. TIL UMHUGSUNAR Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram sú skoðun Sig- urðar Jónsson að hann telur fráleitt að innheimta hærri fasteignagjöld af stóreignamönnum en öðrum. Ekki sé unnt að vera með mismunandi fasteignagjöld eftir efnum og aðstæðum fólks, þar verði allir að sitja við sama borð. Á sama bæjarstjórnarfundi kom fram að Sigurður telur ekkert í vegi fyrir því að einstæðir foreldrar greiði mismikið fyrir dagvistun barna sinna, einmitt eftir efnum og að- stæðum. Það sem Sigurði finnst óréttlátt að nota gagnvart stór- eignamönnum finnst honum fullgott gagnvart einstæðum foreldrum. —Félagi Ferlimál fatlaðra í bygginganefndar höndum Bæjarstjórn ekki sammála Á fyrrnefndum bæjarstjórn- arfundi kom í ljós að bæjarfuli- trúar voru ekki sammála um afgreiðslu málsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að undan- skildum formanni bygginga- nefndar og núverandi forseta bæjarstjórnar töldu að málum þessum væri best borgið hjá bygginganefnd. Kalla mætti til fulltrúa frá samtökum fatlaðra er ferlimál bæri á góma. Þeir fulltrúar hefðu hins vegar ekki atkvæðisrétt heldur eingöngu tillögurétt og málfrelsi. Þegar þessi afstaða fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins var ljós flutti undir- ritaður tillögu í bæjarstjörn þess efnis að áður en bvgginga- nefnd yrði formlega falið að fara með ferlimál fatlaðra yrði leitað umsagnar samtaka fatl- aðra hér í Eyjum. Þessi tillaga var felld með 5 atkvæðum sjálf- stæðismanna gegn atkvæðum minnihluta bæjarstjórnar. Með því að neita að leita eftir umsögn samtaka fatlaðra hefur bæjarstjórn að rnínu mati sýnt þessum samtökum óvirðingu, en hana eiga þau síst skilið. Framvegis mun bygginganefnd fara með ferlimál fatiaðra og úr því sem komið er veröur að vona að hún geri það með skilningi og skynsemi og sjái til þess að bætt verði úr því ó- fremdarástandi sem nú ríkir í þessurn málum. —R.Ó. M eðallaun karla á ársverk eru allt að 100% hærri en meðallaun kvenna eftir atvinnugreinum. Línuritið sýnir laun karla umfram laun kvenna í prósentum. Landbúnaöur Fiskiðnaður Smásöluverslun Opinber þjónusta Vefjariðnaður Peti ingastofnan i r Opinber stjómsýsla Fiskveiðar Allar atvinnugreinar

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.