Eyjablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böðvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson Oddur Júlíusson Ármann Bjarnfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm. Þörf er á átaki í náttúruverndarmálum Á síðari árum hefur umræða um náttúrvernd aukist jafnt og þétt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að maðurinn er í ríkari mæli en áður farinn að gera sér grein fyrir því að afkoma hans er að verulegu leyti undir því komin á hvern hátt hann hagar sér í samskiptum sínum við náttúruna. Menn hafa t.d. smám saman uppgötvað að þær auðlindir sem náttúran býr yfir eru langt frá að vera óþrjótandi og þess vegna verður að gæta fyllstu varúðar þegar af þeim er tekið. En þrátt fyrir þetta ríkir víða kæruleysi og fyrir- hyggjuleysi í samskiptum mannsins við náttúruna og víða haga menn þeim samskiptum þannig að til há- borinnar skammar er. Úti í hinum stóra heimi hefur fyrirhyggjuleysið valdið óbætanlegu tjóni á náttúrunni, svo miklu að þar sem áður voru búsældarleg svæði er nú lífvana land. Hér á íslandi hefur þróunin enn ekki náð því að fara í þennan jarðveg. Þetta þýðir þó ekki að hérlendis sé engin hætta á ferðum og þess vegna er fyllsta ástæða til þess að staldra við áður en það verður of seint. Ef við t.d. veltum fyrir okkur samskiptum okkar Vestmannaeyinga við náttúruna kemur í ljós að þar er víða pottur brotinn. Víða hefur fögru landslagi verið spillt allverulega og eiga þar jafnan hlut að máli bæði bæjaryfirvöld, fyrirtæki og einstaklingar. Ekki þarf lengi að fara um Heimaey til þess að sjá hauga af alls konar drasli sem skildir hafa verið eftir vítt um Eyjuna. Þessir haugar geta vart telist til prýði, heldur vitna þeir þvert á móti um þá óvirðingu sem náttúrunni hér er sýnd. En hvað er hægt að gera til þess að koma betra lagi á samskipti okkar við náttúruna? Þar kemur auðvitað margt til en tvennt er það sem líklegast er til árangurs. Annars vegar þarf hugarfarsbreytingu sem byggist á skilningi á því að nauðsynlegt er að bera virðingu fyrir umhverfinu. Hins vegar þarf að gera heildarskipulag um náttúruvernd og útivistarsvæði á Heimaey, heildar- skipulag sem miðar að því að vernda ákveðin svæði á Eyjunni, ákveða sérstök útivistarsvæði o.s.frv. Hugarfarsbreytingin varðar fyrst og fremst al- menning en auðvitað fyrirtæki og bæjaryfirvöld einnig. Heildarskipulagið þarf hins vegar að koma frá bæjar- yfirvöldum sem hljóta að vera sá aðili sem móta á stefnuna í þessum efnum. Með mótun slíkrar heildar- stefnu væri án efa stigið heillavænlegt spor í sam- skiptum okkar við náttúruna, spor sem kæmi komandi kynslóðum Vestmannaeyinga til góða. Rauðagerði 10 ára Nú um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að dagheimilið Rauðagerði var opnað. Dagheimilið var reist fyrir gjafafé sem Rauði kross íslands hafði fengið frá Svíþjóð og Sviss. Strax og Rauðagerði tók til starfa kom í ljós að þörfin fyrir dagvistun barna í Vestmannaeyjum var brýn og svo er reyndar enn. Ófá börn hafa á s.l. 10 árum notið góðrar umönnunar á Rauðagerði, þroskast þar og fengið gott veganesti til framtíðarinnar. Eyjablaðið sendir Rauðagerði, börnum og starfsfólki innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn í þeirri von að það starf sem þar er unnið megi eflast á komandi árum. —R.Ó. Skoðun reiðhjóla Skoðun reiðhjóla fer fram sunnudaginn 13. maí n.k. við Barnaskólann kl. 13:30. í framhaldi af reiðhjóla- skoðuninni fer fram keppni í hjólreiðaþrautum og góðakstri og er fyrir alla krakka frá 7 ára til 14 ára. Góð verðlaun verða veitt í hverjum aldursflokki frá 7 ára til 14 ára. Er hjólið í lagi? Eftirfarandi þarf að vera í lagi fyrir sumarakstur: Hemlar, bjalla, lás, glitaugu á afturbretti og stigum. Gerðu fákinn kláran fyrir skoðun og taktu svo þátt í keppninni. JC Vestmannaeyjar Slysavarnafélagið Eykyndill Lögreglan. NÝKOMH) Niðursuðuglös í öllum stærðum V-2 ltr. — 3/4 ltr. — 1 Itr. — 1 Vi — 2 Itr. — 3 ltr. Eldföst föt og mót í hvítum litum Skæri í mörgum stærðum — Verið velkomin — ItanginnI ¦Í^Bh 1052 | Mœðra dagurinn er á sunnudaginn! Fjölbreytt úrval afskorinna blóma. Opið laugardag frá kl. 09:00-18:00. Opið sunnudag frá kl. 10:00-18:00. — Góð þjónusta og gott verð — Sími2047 FLUGLEIÐIR H/F Sumaráætlun gildir frá 21. maí til 16. september 1984 Morgunferð daglega nema lau/sun kl. 08:00 frá REK Laugardaga og sunnudaga kl. 11:15 frá REK Síðdegisferð daglega kl. 17:00 frá REK Á tímabilinu frá 11. júní til 17. ágúst er eftirmiðdagsferð daglega nema lau/sun kl. 14:15 frá REK Afgreiðsla Flugleiða h/f á Vestmannaeyjaflugvelli verður opin daglega, virka daga (mánud.-föstud.) frá kl. 07:00 -19:00. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 - 19:00. Pakkaafgreiðslan er opin á sama tíma til þæginda fyrir viðskiptavini Flugleiða h/f. SÍMAR: Farþegá- og vöruafgreiðsla símar: 1520 og 1521. Uppl. um millilandaflug og bókanir í síma 1174. Umdæmisstjóri sími 1525. Símsvari eftir lokun sími 1520. FLUGLEIÐIR Gott fólkhjá traustu félagi BÆTT ÞJÓNUSTA í SPARISJÓÐNUM GJALDEYRIS- VIÐSKIPTI Önnumst kaup og sölu á ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga og gefum út VISA-greiðslukort SPARISJÓÐURINN SÉR UM SÍNA SPARISJ0ÐUR VESTMANNAEYJA

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.