Eyjablaðið - 10.05.1984, Qupperneq 3

Eyjablaðið - 10.05.1984, Qupperneq 3
EYJABLAÐIÐ 3 Lífeyrismál sjómanna öllum sjómönnum verði tryggður sami réttur Tillaga Svavars Gestssonar, Skúla Alexanderssonar, Ragnars Arnalds, Steingríms J. Sigfússonar, Helga Seljan, Garðars Sigurðssonar og Geirs Gunnarssonar um samræmingu á lífeyrisréttindum sjómanna er nú til meðferðar í allsherjarnefnd Sameinaðs alþingis. Svavar mælti fyrir tillögunni fyrir áramót og var henni að umræðu lokinni vísað til nefndar. TiIIagan snertir mikilsverð réttindamál sjómanna sem nauðsynlegt er að leysa og gerir hún ráð fyrir því að sett verði á laggirnar nefnd sem taki á þessu máli og geri tillögur um úrlausn þess. Hér er á ferðinni flókið mál en núverandi ástand er óþolandi þar sem réttur sjómanna er misjafn eftir líf- eyrissjóðum auk þess sem réttindin innan einstakra sjóða eru mismunandi eftir því hvers konar sjómennska hefur verið stunduð. Mismunandi Iífeyrisréttur við 60 ára aldur Tillagan gerir ráð fyrir því að skipuð verði nefnd til þess að athuga lífeyriskjör sjómanna og skal nefndin „gera tillögu um samræmingu lífeyrisréttinda þeirra”. Nefndin skal skipuð fulltrú- um eftirtalinna aðila: Sjómannasamtakanna Samtaka útgerðarmanna Fjármálaráðuneytis, heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytis og sjávarútvegs- ráðuneytis. I tillögunni er gert ráð fyrir því að nefndin kanni sérstak- lega þann kostnaðarauka sem af því mundi hljótast að allir sjómenn fengju lífeyrisrétt við 60 ára aldur. Jafnframt á nefndin að gera tillögur um hvernig þeim kostnaði verður mætt, en það er í rauninni um að ræða þrjá möguleika: 1) Að ríkissjóður greiði kostnaðinn eins og nú er greitt til lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. 2) Að iðgjaldahlutfallið til sjóðsins verði hækkað frá því sem verið hefur. 3) Að greitt verði af stærri hluta tekna sjómanna en nú er um að ræða. Ákvörðun síðustu ríkisstjórnar Það var í tíð síðustu ríkis- stjórnar sem ákveðið var að greiða lífeyri úr almannatrygg- ingununt til allra sjómanna við 60 ára aldur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekin á alþingi að tillögu ríkis- stjórnar komu fram ýmis vand- kvæði við framkvæmd þessara laga. Var fyrst erfitt að finna reglu um hvernig sanna skyldi þann tíma sem viðkomandi hefði verið á sjó. Tókst að lokum að setja reglugerð um það efni sem framkvæmda- aðilar jafnt og sjómenn sætta sig við. Pá kom fram að ekki væri réttmætt að útiloka sjó- ntenn sem verið hefðu á minni bátum frá þessum lífeyrisrétti. Var lögununt þá breytt þannig að sjómenn á minni bátum en 12 tonn gætu notið réttar sam- kvæmt lögunum. Þannig hafa verið gerðar lagfæringar á þessum málum jafnóðum og vandamálin komu fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Jafnframt þeirri breytingu á lögunum um almannatrygging- ar sem hér var talið óhjákvæmi- legt að gera var ákveðið að flytja á alþingi tillögu um sams- konar réttindi sextugra sjó- manna í Lífeyrissjóð sjómanna. Fyrri ríkisstjórn hafði því tekið ákvörðun um að tryggja sjómönnunt lífeyrisrétt við sextíu ára aldur að uppfylltum vissum skilyrðum. Flún hafði einnig tekið ákvarðanir um lag- færingar á lagaákvæðum og reglum um þessi mál. En nú er að fylgja málinu eftir til þess að tryggja að hér verði um al- mennan rétt að ræða. Mismunur innan Lífeyrissjóðs sjómanna í greinargerð með tillögunni kemur fram að verulegur mis- munur er á lífeyrisgreiðslum innan Lífeyrissjóðs sjómanna. Þetta sést af dæmum sem greint var frá á 13. þingi Sjómanna- sambands íslands. Þar sést að ellilífeyrir er mjög mismunandi eftir því hvort um er að ræða bátasjómann, farmann og tog- arasjómann. Hið sama er að segja um rétt manna til örorku- lífeyris innan Lífeyrissjóðs sjó- manna. Ennfremur er réttur fólks afar mismunandi til ntakalífeyris og eru nefnd átta dæmi um það í greinargerðinni hvað þetta er misjafnt. Niður- staða 13. þings Sjómannasam- bands íslands varð líka þessi: „Auðsýnt er að misræmi í lífeyrisgreiðslum sjómanna er slíkt að stórra úrbóta er þörf". Mismunur á t.d. ellilífeyris- greiðslum til bátasjómanna annarsvegar og togarasjó- ntanna hinsvegar með sama starfstíma getur orðið allt að þrefaldur. 13. þing SSÍ telur að brýn þörf sé á að breyta ið- gjaldagreiðslum bátasjómanna til samræmis á þann veg að þær verði teknar af öllum launum eins og gert er hjá togara- og farskipamönnum." Hér tekur sjómannasambandið raunar undir þá tillögu sem birt er í tölulið 3 hér á undan þar sem bent er á leið til þess að fjár- magna aukinn lífeyrisrétt sjó- ntanna. Ákvörðun um þetta verður hinsvegar að vera santningamál útgerðarmanna og sjómanna - að minnsta kosti ci rett að láta reyna á málið til þrautar á þeim vettvangi. Mismunur milli lífeyrissjóða En mismunur í lífeyris- greiðslum er ekki aðeins innan Lífeyrissjóðs sjómanna. Mis- munurinn er einnig milli Líf- eyrissjóðs sjómanna og al- mannatrygginganna annars- vegar og annarra lífeyrissjóða hinsvegar. Lífeyrissjóður sjó- manna og almannatrygging- arnar greiða lífeyri við 60 ára aldur, en aðrir lífeyrissjóðir sem sjómenn eru aðilar að greiða ekki lífeyri fyrr en síðar. Þeir sjóðir sem hér um ræðir eru til dæmis eftirtaldir sjóðir innan Sambands almennra líf- eyrissjóða: Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Bolungar- víkur Lífeyrissjóður verkamanna, Hvammstanga Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Vestm.eyinga 19. mars 1982 skipaði trygg- ingamálaráðherra nefnd til að kanna lífeyrisrétt sjómanna sem greiða í Lífeyrissjóð sjó- manna. í nefndinni áttu sæti Hrafn Magnússon frá SAL, Kristján Guðjónsson frá Líf- eyrissjóði sjómanna og Jón Sæmundur Sigurjónsson deild- arstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu. Nefndin skilaði áliti 8. júní 1982. í niðurstöðum hennar var bent á þrjár Ieiðir út úr þessum vanda: 1) Að iðgjöld verði reiknuð upp á nýtt varðandi sjómenn og þau látin standa undir þeim kostnaði sem þeim er ætlað að bera. 2) Kostnaðurinn falli á ríkis- sjóð 3) Lögum um Lífeyrissjóð sjómanna verði breytt þannig að rétturinn til lífeyris við 60 ára aldur verði felldur niður og hann þar með aðeins bundinn við almannatryggingarnar. Tekið skal fram að hér er aðeins verið að benda á fræði- lega möguleika en ekki tillögur til þess að leysa vandann. Flutningsmenn tillögu Alþýðu- bandalagsins telja að síðasta leiðin komi ekki til greina - gera beri ráðstafanir til þess að allir sjómenn fái þennan rétt sent hér er um að ræða. Næsta skref í þessu máli má segja að hafi verið stigið með yfirlýsingu fjármálaráðuneytis í ágúst 1982 í tengslum við kjarasantninga Farmanna- og fiskimannasambands íslands unt nefnd til að meta þann kostnaðarauka sem það hefði í för með sér að allir sjómenn ættu lífeyrisrétt við 60 ára aldur. Nefndin var skipuð í desentber 1982 og hún hélt tvo fundi, 20. desember það ár og 25. apríl 1983. Á fundum nefndarinnar kom fram and- staða ríkisvaldsins við að taka á ríkissjóð þann kostnaðarauka sem viðbótarréttur þessi til lífeyris hefði í för með sér. Eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur svo ekkert þok- ast enn í þá átt að samræma lífeyrisrétt sjómanna. Þess ber þó að geta að greiðslur hafa komið úr gengismunasjóði í líf- eyrissjóðina og hafa þeir hjálp- að mjög til í þessum efnum. En tilviljunarkenndar greiðslur úr þeim sjóði leysa ekki vandann í þessum efnum; hér þarf að koma á reglu sem tryggir öllum sjómönnum sambærilegan rétt. Það er aðalatriðið. Til marks um það vandamál sem hér er uppi skal vitnað til skýrslu Sambands almennra lífeyrissjóða þar sem greint er frá því að á árinu 1982 hafi Lífeyrissjóður Vestmanney- inga ákveðið að hefja greiðslur ellilífeyris til sjómanna við 60 ára aldur ,,með sama hætti og Lífeyrissjóður sjómanna og skuldfæra greiðsluna á ríkis- sjóð”. Að ofangreindu má sjá hve erfitt vandamál er hér á ferð- inni - og við lausn þess verða allir aðilar að leggjast á eitt: Þar ber fremst að nefna sjómenn og útgerðarmenn, en hitt er jafn Ijóst að afskipti ríkisvaldsins af málinu á liðnum árum fela í sér viðurkenningu þess á skyldum ríkisins í þessum efnum. Sam- ræmingin verður því ekki tryggð nema ríkisvaldið leggi einnig fram sinn skerf. Það hlýtur að vera hverjum manni Ijóst. Tilkynning um aðstöðugjöld í Ym. 1984 Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ákveðið að leggja á aðstöðugjöld í Vestmannaeyjum árið 1984 skv. V. kafla laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962. Skv. ákvörðun bæjarstjórnar verður gjaldstigi sem hér segir: 1. Af rekstri fiskiskipa og flugvéla ...0,33% 2. Af fiskiðnaði og rekstri verslunarskipa .0,65% 3. Af öllum iðnrekstri ................. 1,00% 4. Af öðrum atvinnurekstri ............. 1,30% Aðstöðugjaldsskyldir aðilar skulu skila skattstjóra sér- stakri greinargerð um aðstöðugjaldsskyldan rekstrar- kostnað í því formi sem ríkisskattstjóri hefur ákveðið. Greinargerð þessari skal skila með skattframtali framtals- skyldra aðila skv. lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en þeir sem undanþegnir eru þeirri framtalsskyldu skulu skila umræddri greinargerð ásamt ársreikningi til skattstjóra eigi síðar en 31. maí n.k. Aðstöðugjaldsskyldir aðilar sem eigi skila nefndri greinargerð geta sætt áætlun aðstöðugjaldsins. Vestmannaeyjum. 7. maí 1984 Skattstjóri VESTMANNAEYJABÆR LAUSAR STOÐUR Laust er til umsóknar starf á bæjar- skrifstofunum í almenn skrifstofustörf. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. í umsókn skal taka fram menntun og fyrri störf. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofurnar merkt: Umsókn — almenn skrifstofustörf. Skrifstofustjóri. Bæjarskrifstofurnar óska eftir að ráða í af- leysingarstarf í sumar. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofurnar merkt: Umsókn — afleysingarstarf. Skrifstofustjóri. Félagsmálaráð óskar eftir að ráða í lausar stöður við Leikskólann Sóla. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 1928. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. I umsókn skal taka fram menntun og fyrri störf. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofurnar merkt: Umsókn — Sóli. Félagsmálaráð. Auglýst er laus til umsóknar staða forstöðu- manns við Dagheimilið Rauðagerði. Staðan veitist frá og með 1. júlí n.k. í umsókn skal taka fram menntun og fyrri störf. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofurnar fyrir 20. maí n.k. merkt: Umsókn — Rauðagerði. Félagsmálaráð.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.