Eyjablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Vidtalid * Umsjón: Ragnar Oskarsson Viðhorf til dagvistunarmála er að breytast Hinn 15. maí n.k. eru liðin 10 ár frá því að dag- heimilið Rauðagerði var tekið í notkun. Frá því að heimilið var opnað hefur það ásamt Sóla og Kirkjugerði sinnt stórum hluta uppeldisþáttar yngstu kynslóðarinnar hér í Eyjum. í tilefni af afmæli Rauðagerðis ræddi Eyjablaðið við Þorgerði Jóhannsdóttur forstöðumann heimilisins. — Segðu okkur í fáum orðum frá Rauðagerði þessi 10 ár sem liðin eru frá því það tók til starfa. — Heimilið var keypt fyrir söfnunarfé sem Rauði kross íslands hafði fengið frá sænska og svissneska Rauða kross- inum. Upphaflega var það rekið bæði sem leikskóli og dag- heimili en er nú rekið sem dag- heimili eingöngu. Fyrsti for- stöðumaður þess var Ester Arnadóttir en síðan tóku við forstöðu Guðrún Kristófers- dóttir og Svala Sigurðardóttir. Ég tók við forstöðustarfinu 1. ágúst 1980. — Hver er fjöldi barna og starfsfólks á Rauðagerði? — Nú eru börnin 50 og eru þau á þremur deildum eftir aldri. Á hverri deild eru að meðaltali 15 til 20 börn. Alls starfa 18 við heimilið og þar tel ég einnig með þær sem starfa í afleys- ingum. Menntaðar fóstrur eru nú 3 og einnig starfar einn þroskaþjálfi á heimilinu. — Hvernig fer venjulegur dagur fram á Rauðagerði? — Heimilið er opið frá mánu- degi til föstudags frá kl. 7:30 til 18. Það hlutverk sem Rauða- geröi gegnir mótast fyrst og fremst af því að efla persónu- legan og félagslegan þroska barnanna. Við vinnum skipu- legt starf samkvæmt starfs- áætlun en starfsáætlunin er unnin í samræmi við aldur og þroska barnanna hverju sinni. í starfsáætlun vorsins er t.d. fræðsla, söngvar, ferðir og föndur svo eitthvað sé nefnt. í fræðsluþættinum er börnunum t.d. kennt að veturinn sé liðinn og vorið taki við, að fuglarnir korni, grasið grænki og blómin spryngi út auk ýmislegs annars. Dalabúið verður heimsótt og skoðuð verða nýfædd lömb. Þetta er aðeins sýnishorn af því sem starfsáætlun vorsins hefur að geyma. Annars gengur venjulegur dagur þannig fyrir sig á Rauða- gerði að börnin koma á bilinu frá 7:30 til 9. Morgunverður er borðaður kl. 8:30 en kl. 9 er börnunum skipt í hópa þar sem 1/3 hlutinn fer í svokallaða samverustund þar sem m.a. er lesið og sungið. Hin börnin fara í frjálsa leiki á meðan. Börn- unum er sérstaklega kennt að fara vel með leikföng, ganga frá eftir sig og að skemma ekki. Urn ellefuleytið er farið að undirbúa hádegisverðinn, tvö AF VIGTINNI Nú er að Ijúka þessari vertíð, sem er þegar á heildina er litið nteð þeint lélegri á undan- förnum árum. Margir bátar hafa þegar tekið upp netin. surnir vegna þess að kvóti þeirra var búinn og verður að taka tillit til þess þegar heildar- tölur eru skoðaðar. Aflahæstu bátar miðað við 8. maí eru þessir: Suðurey 1324,0 tonn Valdimar Sveinss. 1213,6 tonn Þórunn Sveinsd. 1031,7 tonn Gandí 915,0 tonn Gjafar 902,0 tonn Bjarnarey 813,0 tonn Hæstu togbátar: Smáey Helga Jóh. Frár Danski Pétur Sigurfari 746,0 tonn 536.4 tonn 536,0 tonn 5 15,0 tonn 515,0 tonn Sigmar Þór Sveinbjörnsson stvrimaður á Herjólfur gaukaði að okkur aflatölum frá Þor- lákshöfn ntiðað við 5. maí. Höfrungur III. 1270.1 tonn Friðrik Sigurðss. 918,8 tonn ísleifur IV. 792,9 tonn Jón á Hofi 734.3 tonn Gissur 619,1 tonn Stokksev 576,2 tonn Þorgerður Jóhannsdóttir, forstöðumaður Rauðagerðis börn ná í matinn hverju sinni og leggja á borð en að öðru leyti sér hver um sig. Það er ánægju- legt að sjá hversu vel þetta yfirleitt gengur. Eftir matinn þvo börnin sér og síðan er hvíldartími í hálfa til eina og hálfa klukkustund eftir aldri. Þessi hvíldartími er nauð- synlegur því börnin þreytast auðvitað. Eftir hvíldartímann er enn skipt í hópa til starfa og leikja, síðan fá börnin að drekka en upp úr fjögur er fariö að undirbúa heimferð enda eru börnin sótt á tímabilinu 4 til 6. — Hvaða augum heldur þú að almenningur líti Rauðagerði? — Ég býst við því að um helm- ingur fólks líti fyrst og fremst á dagvistunarstofnanir sem geymslustað fyrir börnin. Eftir foreldrafundi breytist þetta viðhorf oft og síðastliðin fjögur ár eða svo hefur viðhorfið breyst mjög ört, en áður töldu nær allir að dagheimili væru einungis geymslustaðir. Þá er rétt að taka fram að nú er fólk meir en áður farið að meta fóstrumenntunina. Annars finnst mér foreldrar ekki fylgjast alveg nógu vel með börnunum á heimilinu og því starfi sem þar fer fram t.d. vita foreldrar almennt ekki hvað börnin fá að borða. — Eru biðlistar eftir plássum á Rauðagerði? — Já eins og er eru 36 sem bíða. — Hvernig er starfsaðstaðan? — Heimilið er rúmgott og óhætt er að segja að vinnu- aðstaðan sé góð. Til skamms tíma hafa leikfangakaup verið skorin við nögl svo við höfum verið illa stödd hvað það snertir. Húsinu hefur verið sæmilega við haldið en hins vegar er aðstaða við útileiktæki afar bágborin. Þar er nauð- synlegt að ráða bót á. — Finnst þér ríkja skilningur hjá bæjaryfirvölum gagnvart dagvistunarmálum? — Nei, t.d. er ekki gert nógu mikið til að fá menntaðar fóstrur til starfa en það er ein grundvallarforsenda þess að vel takist til með það starf sem hér fer fram. Ég tel það algera lágmarkskröfu að í.þ.m. sé ein fóstra starfandi á hverri deild, en svo er ekki nú. — Á að halda upp á afmælis- daginn? — Já við erum að undirbúa opið hús á laugardaginn kl. 2 til 5 þar sem starfsfólkið mun kynna heimilið fyrir bæjar- búunt. Foreldrar barnanna munu þá sjá um kaffisölu og er hugmyndin að verja ágóðanum af henni til kaupa á útileik- tækjum. Vonandi koma sem flestir bæjarbúar í heimsókn þennan dag og styrkja með því gott málefni. — Hvers óskar þú afmælis- barninu Rauðagerði á 10 ára afmælisdaginn? — Ég óska þess helst að bæjar- félagið, þ.e. bæjaryfirvöld og bæjarbúar sjái nauðsyn þess að leggja rækt við heimilið barn- anna vegna því lengi býr að fyrstu gerð. —Viðtal R.Ó. Æfingaleikur ÍBV-UBK 2-4 (0-3) Fjórði æfingaleikur ÍBV á árinu fór fram á malarvellinum við Löngulág s.l. laugardag. Var það i. deildarlið Breiða- bliks sem kom í heimsókn, en það má geta þess að þessi leikur var ekki í hinni árlegu bæjar- keppni milli félaganna, en sá leikur verður háður 16. maí í Kópavogi. Blíðskaparveður var á laugardaginn þegar leikurinn fór frarn. Blikar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu strax á 5. mín. eftir hornspyrnu. Þeir létu ekki þar við sitja heldur bættu tveimur mörkum í viðbót á 15 mín. og 25. mín. Þriðja markið var eitt það glæsilegasta sem sést hefur á malarvellinum. Bylmingsskot frá vítateigshorni beint í vinkilinn. Staðan í hálf- leik 3-0 fyrir UBK. Seinni hálf- leikur var ntun betur leikinn af okkar ntönnum en samt skor- uðu Blikar fljótlega fjórða mark sitt. eftir hornspyrnu. En Sigurjón Kristinsson (Jonni) svaraði fljótlega nteð einkar laglegu marki fyrir ÍBV og Jóhann Georgsson, sem þarna lék sínn fvrsta leik eftir meiðsli sent hafa hrjáð hann í vetur. skoraði annað mark ÍBV um miðjan háltleikinn. Fleiri urðu mörkin ekki. Lið ÍBV: Gunnólfur (Þor- steinn G.), Þórarinn (Elías), Snorri, Þórður (Þorsteinn). Viðar, Hlynur, Bergur (Jóhann G.), Lúðvík. Héðinn. Kári og Sigurjón. Var þetta fyrsti tapleikur ÍBV á árinu. N.k. laugardag bvrjar svo alvaran. Þá verður leikið við ÍA í meistarakeppni KSÍ, en ÍBV spilar þennan leik þar sem Skagamenn unnu tvö- falt s.l. keppnistímabil og ÍBV urðu í öðru sæti í bikar- keppninni. Leikið verður að öllum líkindum á Kópavogs- veliinum og hefst leikurinn kl. 14. Fyrsti leikurinn í hinni hörðu keppni 2. deildar hefst svo sunnudaginn 20. maí með heimaleik gegn Víðir Garði, en þar situr fyrrum landsliðs- fyrirliðinn Marteinn Geirsson við stjórnvölinn. Maraþon knattspyrna S.l. laugardag kl. 8 f.h. hófu 8 peyjar úr 3. flokki Týs að spila Maraþon-knattspyrnu í Iþróttamiðstöðinni og ætluðu þeir að spila eins margar klukkustundir og úthald þeirra leyfði. Það dugði í tæpan sólarhring en það má telja nær öruggt að úthald þeirra hefði dugað mun lengur hefði verið rétt haldið á spilum, en þeir mega þó vel við una. —ÞoGu. Y estmannaeyja- mótið í knattspyrnu Vestmannaeyjamótið í yngri flokkunum byrjaði í gær með leikjum í 5. flokki Á og B. Sökum þess hve blaðið fer snemma í prentun hef ég ekki úrslitin í þessunt leikjum. Á morgun, föstudag, verður leikið í 4. flokki A og B og hefst leikurinn hjá A-liðunum kl. 19 en kl. 20:15 hjá B. Á sunnu- daginn verður svo fyrsti leikur- inn hjá 3. flokki og hefst hann kl. 11:30. Annars er niður- röðunin í Vestmannaeyja- mótinu hér fyrir neðan og eru þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugamenn beðnir um að geyma þessa skrá. 3. flokkur karla: 1. Sunnudagur 13. maí kl. 11:30 2. Föstudagur 18. maí kl. 20:00 3. Laugardagur 28. júlí kl. 14:00 4. Föstudagur 10. ágúst kl. 20:00 5. Föstudagur 17. ágúst kl. 20:00 4. flokkur karla: 1. Föstudagur 11. maí: A-lið kl. 19:00 — B-lið kl. 20:15 2. Fimmtudagur 17. maí: A-lið kl. 19:00— B-lið kl. 20:15 3. Laugardagur 9. júní: A-liðkl. 13:00 — B-lið kl. 14:15 4. Fimmtudagur 9. ágúst: A-lið 19:00— B-lið kl. 20:15 5. Sunnudagur 19. ágúst: A-lið kl. 13:00— B-lið kl. 14:15 5. flokkur drengja: 1. Miövikudagur 9. maí: A-lið kl. 19:00 — B-lið kl. 20:00 2. Laugardagur 19. maí: A-lið kl. 13:00 — B-lið kl. 14:00 3. Föstudagur 8. júní: A-lið kl. 19:00 — B-lið kl. 20:00 4. Sunnudagur 12. ágúst: A-lið 13:00— B-lið kl. 14:00 5. Miðvikudagur 22. ágúst: A-lið kl. 19:00 — B-Iið kl. 20:00 6. og 7. flokkur dreugja: 1. Laugardagur 9. júní: A-lið kl. 10:00 —B-lið kl. 10:00 A-lið kl. 11:00— B-lið kl. 11:00 2. Mánudagur 11. júní: A-lið klÁH):00— B-lið kl. 10:00 A-lið kl. 1 1.00 — B-lið kl. 11:00 3. Föstudagur 6. júlí: A-lið kl. 18:00 — B-iið kl. 18:00 A-lið kl. 19:00— B-lið kl. 19:00 4. Sunnudagur 8. júlí: A-Iið kl. 13:00 — B-lið kl. 13:00 A-lið kl. 14:00— B-lið kl. 14:00 5. Laugardagur 18. ágúst: A-liðÁl. 10:00 —B-lið kl. 10:00 A-lið kl. 11:00— B-lið kl. 11:00 6. Sunnudagur 19. ágúst: A-lið kl. 10:00— B-lið kl. 10:00 A-lið kl. 11:00— B-lið kl. 11:00 2. flokkur karla: 1. Sunnudagur 26. ágúst kl. 16:00 Meistaraflokkur karla: 1. Fimnitudagur 20. sept. kl. 19:00

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.