Eyjablaðið - 24.05.1984, Page 1

Eyjablaðið - 24.05.1984, Page 1
Útgefandi: Alþvðubandalagið í Vestmannaeyjum 9. tölublaö Vestmannaeyjum, 24. maí 1984 Vakna af værum blundi Sunnudaginn 13. maí s.l. var bæjarráð ásamt stjórn veitu- stofnana boðað til fundar í Ráðhúsinu til viðræðna við þrjá fulltrúa frá Lánasjóði sveitar- félaga sem eru helstu lána- drottnar okkar varðanSi lán til Fjarhitunar Vestmannaeyja. Lýstu fulltrúar lánasjóðsins yfir miklum áhyggjum vegna þess að umsókn Fjarhitunar um 46,2 millj. króna á Lánsfjár- áætlun 1984 var ekki tekin til greina, og vildu þeir meina að þrýstingur ráðamanna nú- verandi meirihluta Sjálfstæðis- flokksins hefði ekki verið nægur til að fylgja málinu eftir. Það er stórvítavert að sofna svona á verðinum sérstaklega þegar tekið er til tillit til um- mæla valdamesta mannsins í bæjarstjórn, formanns bæjar- ráðs Arnars Sigurmundssonar, þegar hann sagðist hafa haft pata af því í september 1983 að umsókn Fjarhitunar væri ekki inni í Lánsfjáráætlun. Þá var tími til að bæta úr og virkja þingmenn kjördæmisins til bar- áttu til að koma málinu í höfn. en því miður var tíminn ekki notaður og því fór sem fór. Hvaða ráðuiíi á að beita? Nú í vikunni er leið fóru ráðanrenn bæjarins í leit að fjármagni til Reykjavíkur, Iitlum 50 milljónunt sem vantar í rekstur Hitaveitu. Heyrst hefur að alls staðar hafi verið kornið að lokuðum dyrum. Ljóst er að enginn er gin- keyptur til að lána í fyrirtæki sem rekin eru með bullandi tapi eins og íhaldið gerir hér. Hvaða ráöum ætla þeir nú að beita sem ætluðu að .stjórna sjálfir? Hækkun á töxtum hita- veitu liggur í loftinu. —O. Fulltrúar Lánasjóðs sveitar- félaga sögðu að í þessari stöðu væri ekki um annað að ræða en að leita strax eftir 50 millj. króna láni til langs tíma og að auki verulega hækkun á heita vatninu, jafnvel 20% 1. ágúst n.k. Það var síðan í kjölfar þessa fundar að bæjarstjóri, for- maður bæjarráðs og við Þor- björn Pálsson flugum til Reykjavíkur s.l. miðvikudag til viðræðna *við þingmenn kjördæmisins um vandamál Fjarhitunar, og um leiðir til úr- bóta. Þingmenn töldu útilokað að ná meira fjármagni til veit- unnar inn í „Bandorminn” svokallaða, og Iitla von um 50 millj. króna lán til langs tíma, við þessar aðstæður. Lýstu þeir yfir furðu sinni að svona brýnt hagsmunamál skyldi hafa dottið út úr Lánsfjáráætlun, og kenndu um sofandahætti ráða- manna meirihlutans í bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Þetta er þungur áfellisdómur á ráða- menn núverandi meirihluta en því miður sannur. Varðandi gjaldskrárhækkun hitaveitu 1. ágúst n.k., er ég algjörlega mótfallinn og vísa til bókunar sem við Guðmundur Þ.B. Ólafsson gerðum á fundi í stjórn veitustofnana 15. janúar s.l. Bókunin var svohljóðandi: „Við gerum fyrirvara um fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vestmannaeyja, vegna mikillar hækkunar sem fyrirhuguð er á heitu vatni á sama tíma og laun hafa verið skert verulega og verðbætur á laun afnumdar. Við teljum að heimilin standi ekki undir frekari hækkunum meðan slíkt ástand varir. Við leggjum til að reynt verði til hins ýtrasta að breyta lánum Fjarhitunar til lengri tíma, og helst að breyta í aðra mynt en dollar. Nokkrar nýjar orkuveitur hafa fengið slíka fyrirgreiðslu að undanförnu og rnyndi það létta greiðslubyrði Fjarhitunar Ve, og þyrfti þess vegna ekki að hækka notkunargjald hitaveitu svo mikið sem gert er ráð fyrir á þessu ári. Sveinn Tómasson Guðmundur Þ.B. Ólafsson”. Aðstæður hafa ekki breyst síðan þessi bókun var lögð fram. Laun alnrennings eru enn verulega skert, en ríkisvaldið og meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Vest- mannaeyja taka ekki tillit til skertra launa er þeir leggja tekjuskatt og útsvör á gjald- endur á þessu ári. Það er því að bæta gráu ofan á svart að hækka afnotagjöld hitaveitu 1. ágúst n.k. Mælirin er fullur. Við eigum kröfu á stjórnvöld sem hvöttu til nota á innlendum orkugjöfum á sínurn tíma, að þau sjái hitaveitum sem illa eru staddar fyrir góðum og hag- stæðum lánum til lengri tíma. Að því á að vinna. —S.T, Þakkir til félaga- samtaka Eins og kunnugt er starfa hér í bæ ntörg félagasamtök. í sam- ráði við félagsmálaráð hafa ýmis félagasamtök haldið uppi öflugu félagsstarfi fyrir eldri borgara hér í Eyjum. Má í því sambandi t.d. nefna að í vetur hefur verið spilað og ýmislegt tleira gert til skemmt- unar á hverjum fimmtudegi. Að auki hafa mörg félaga- samtök svo unnið að málefnum aldraðra á ýmsan hátt. Félagsmálaráð vill sérstak- lega þakka félagasamtökum fyrir fórnfúst starf í þágu aldr- aðra. Það er mikið starf sem þau hafa lagt af mörkum. Félagsmálaráð. 44. árgangur Kveðja Ólöf Járnbrá Þórarinsdóttir Fædd 8. október 1951, dáin 5. maí 1984. Laugardaginn 12. maí s.l. var Ólöf J. Þórarinsdóttir borin til moldar. Hún hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða um nokkurt skeið, sjúkdóm er að lokum dró hana til dauða. Við sem kynntust Ólöfu í starfi með Alþýðubanda- laginu fundum fljótt að hún var gædd skörpum gáfum og góðum eiginleikum til að starfa með öðrum. Hún var ætíð boðin og búin til að leggja sitt að mörkum til eflingar hins félagslega þáttar, var skemmtileg og sýndi hlýju í umgengni við annað fólk. Með Ólöfu er fallinn frá • góður félagi. Við vottum börnum Ólafar, foreldrum, ættingj- um og vinum okkar dýpstu sarnúð við fráfall hennar. Blessuð sé minning hennar. „ . ..." Fyrir hond Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum, Ragnar Óskarsson. Viðgerð á íbúð — Viðgerð á sameign Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um verka- mannabústaði hér í Vest- mannaeyjum. Umræða þessi hefur verið tvíþætt. Annars vegar hefur verið rætt um þá sanrþykkt stjórnar verka- mannabústaða að hefja undir- búning byggingar 6-9 íbúða samkvæmt lögum um verka- mannabústaði. Þessi tillaga stjórnarinnar er mjög tímabær og verður að leggja áherslu á að hafist verði handa sem fyrst. Hins vegar er rætt um marg- endurteknar kvartanir íbúa að Foldahrauni 42 vegna galla á sameign hússins. Þessa galla vilja íbúar að Foldahrauni 42 og stjórn verkamannabústaða láta laga en svo virðist að meirihluti bæjarstjórnar telji að bæjaryfirvöldum komi málið ekki við. Bæjaryfirvöldum kemur málið við Hér er um misskilning hjá meirihluta bæjarstjórnar að ræða og í því sambandi er rétt að vitna til reglugerðar um byggingasjóð verkamanna og félagslegar byggingar en þar segir í 24. gr. Stjórn verka- mannabústaða skal láta fram- kvænta viðgerðir á göllum íbúðar áður en sala fer fram og bætist sá kostnaður við endur- söluverð. Þegar rætt er um viðgerð á göllum íbúðar hlýtur sú viðgerð einnig að ná til sameignar því sameignin deilist niður á allar íbúðir fjölbýlishússins. T.d. greiðir hver íbúð hlutfallslega fasteignagjöld af sameign og nægir það eitt til að kveða upp úr um að sameign er aðeins hluti hverrar íbúðar. Þess vegna eiga bæjaryfirvöld að sjá um að fram fari viðgerð á göllum hverrar íbúðar hvort sem gallarnir eru í stofu hennar eða í stigagangi. Kröfur íbúanna að Folda- hrauni 42 er því réttmætar og bæjaryfirvöldum ber að ganga að þeint. —R.O. Sparisjóðurinn hefur gjaldeyrisviðskipti Nýlega hóf Sparisjóður Vestmannaeyja nýjan þátt í starfsemi sinni. Hér er um að ræða gjaldeyrisviðskipti, þ.e. stofnun gjaldeyrisreikninga, kaup og sala á ferðamanna- gjaldeyri og sala námsmannagjaldeyris. Þá hóf Sparisjóður- inn fyrir nokkru útgáfu VISA greiðslukorta en eins og kunnugt er eru greiðslukort nú mjög notuð í hvers kyns viðskiptum. Forráðamenn Sparisjóðsins vona að þessir nýju þættir í starfsemi sjóðsins mælist vel fyrir og viðskiptamenn kunni að meta þá auknu þjónustu sem Sparisjóðurinn nú veitir.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.