Eyjablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Armannsdóttir Baldur Böðvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson Oddur Júlíusson Armann Bjarnfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsctprentun: Evrún h.f. Vm. ___________________________ .. _______J Breyting til hins betra? Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að sjálf- stæðismenn fengu meirihluta í bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Þennan meirihluta fengu þeir fyrst og fremst vegna óvægins áróðurs gegn þeim meirihluta sem þá sat, áróðurs sem byggðist á órökstuddum málflutningi um menn og málefni. Öll meðul voru notuð í konsinga- baráttunni 1982 og svo fór um síðir að þau hrifu og sjálfstæðismenn settust kampakátir í valdastólana. Eitt þeirra slagorða sem sjálfstæðismenn notuðu í kosningabaráttunni var: „Breytum til hins betra”. Nú þegar liðinn er rétt um helmingur kjörtímabils nú- verandi bæjarstjórnar er ekki úr vegi að staldra við og athuga hvernig til hefur tekist hjá þeim sjálfstæðis- mönnum að efna þau loforð sem gefin voru og hvernig þeir hafa breytt til hins betra. Ekki þarf lengi að leita til þess að sjá að breyting til hins betra hefur heldur betur látið á sér standa. Víða hefur verið stigið stórt skref aftur á bak og víða ríkir óstjórn í bæjarfélaginu í stað þeirrar styrku stjórnar sem sjálfstæðismenn lofuðu Vestmannaeyingum. Hér verður ekki tíundað allt það sem miður hefur farið hjá þeim sjálfstæðismönnum þótt af nógu sé að taka í þeim efnum. Hins vegar er rétt að upplýsa bæjarbúa um hvernig stjórn sjálfstæðismanna hefur brugðist í ýmsum grundvallaratriðum. Allt frá því að sjálfstæðismenn fengu meirihluta í bæjarstjórn hefur ríkt skipulagsleysi hvað verklegar framkvæmdir varðar. Leir starfsmenn bæjarins sem um árabil hafa af kunnáttu sinnt verklegum framkvæmdum hafa nú oftlega þurft að sitja verkefnalausir enda allar framkvæmdir í lágmarki. Frá því að sjálfstæðismenn fengu meirihluta hefur fjárhagsleg staða Fjarhitunar farið versnandi og nú er svo komið að til stórvandræða horfir með fjárhagslega afkomu fyrirtækisins. Nú er t.d. fyrirsjáanlegt að sjálf- stæðismenn munu hækka afnotagjöld Fjarhitunar all- verulega á næstunni. Svipaða sögu er að segja um fjárhagsvanda bæjar- sjóðs sjálfs. Vegna skipulagsleysis í fjármálastjórn bæjarins er bæjarsjóður svo illa staddur að til stórra vandræða horfir. Til dæmis um ástandið má nefna að á árinu 1983 var fjármagnskostnaður bæjarsjóðs áætlaður 7,3 milljónir króna en varð hvorki meira né minna en 28,2 milljónir þegar upp var staðið. Petta dæmi sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn þeirra sjálfstæðismanna er í molum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fjárhagsvandi bæjarsjóðs er enn meiri. Samkvæmt reikningum fyrir árið 1983 er bæjarsjóður gerður upp með 19 milljón króna halla. Fetta er einsdæmi sem sýnir betur en nokkuð annað það ástand sem ríkir í fjármálastjórn sjálfstæðismanna. Fyrir kosningarnar 1982 sögðust sjálfstæðismenn nrnndu lækka álögur á bæjarbúa. En hvað hefur síðan gerst? í raun hefur útsvarið hækkað þrátt fyrir lægri álagningarprósentu vegna þróunar verðbólgunnar. Gjaldskrár dagvistunarstofnana hafa stórlega hækkað og gert barnafólki, ekki síst einstæðum mæðrum, erfitt fyrir. Fá hafa hækkanir á gjaldskrá Fjarhitunar heldur betur gengið þvert á loforðin fyrir kosningar. Og áfram væri unnt að halda. Af því sem hér hefur verið rætt má hverjum manni augljóst vera að sjálfstæðismenn hafa algerlega brugð- ist því trausti sem Vestmannaeyingar sýndu þeim 22. maí 1982. —R.Ó. Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem vottað hafa okkur samúð sína vegna fráfalls ÓLAFAR J. ÞÓRARENSDÓTTUR Gunnlaug Einarsdóttir, Þórarinn Magnússon Rósalinda Reynisdóttir, Emil Þór Reynisson Arni Árnason, Sigurður G. Þórarinsson, Asmundur J Þórarinsson Um Ríkísmat sjávarafurða Snemma á sl. vetri lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til laga um nýja stofnun, Ríkismat sjávarafurða, (hér eftir nefnt R.S.) sem taka á við hlutverki Framleiðslueftirlits sjávar- afurða. Það fer ekki á milli mála. að ýmsir gallar og aðrir vankantar hafa verið á meðferð, vinnslu og útflutningi sjávarafurða hjá okkur í gegnum tíðina. Hins vegar er ekki víst að laga- setning breyti þar öllu um og kannski litlu, og hlutur Fram- Ieiðslueftirlitsins er máske ekki sá þáttur, sem aðfinnsluverð- astur er. Á ýmsum sviðum varðandi meðferð afla, er kannski mest þörf á hugarfarsbreytingu þeirra, sem um fjalla. Frumvarp stjórnarinnar var þó þannig úr garði gert, að óbreytt gat það varla gengið. Sannleikurinn er sá, að fæstir bjuggust við því lengst af, að það færi áfram, en þegar leið á veturinn, var lögð vaxandi pressa á að afgreiða það. Margar breytingar voru á frumvarpinu frá því, sem gilti um Framleiðslueftirlitið og var svokallað Fiskmatsráð og staða þess helsta nýmælið og um leið það sem vakti mesta gagnrýni þeirra, sem engar breytingar vildu. Fiskmatsráð Samkv. frumvarpinu átti að koma á laggirnar 7 manna fisk- matsráði, þar sem í eru fulltrúar hagsmunaaðila. Ráðið skyldi vera ráðgefandi, tillöguger- andi, umsagnaraðili, úrskurð- araðili í deilumálum, og síðast en ekki síst stjórn fyrirtækisins. í frumvarpinu voru ákvæði þess efnis, að eftirlitsmenn í fyrirtækjum tækju þátt í yfir- mati til jafns við matsmenn R.S. Auk þess voru ákvæði um framleiðsluleyfi, sem mörgum voru þyrnir í augum. Rétt fyrir páska afgreiddi meirihluti sjávarútvegsnefndar frumvarpið úr nefnd með smá- vægilegum breytingum og gaf út nefndarálit, sem þýddi næstum óbreytt frymvarp stutt af stjórnarflokkunum. Um páskana samdi undir- ritaður allmargar breytingar- tillögur ásamt Guðmundi Ein- arssyni. Útkoman varð svo sú, að stjórnarliðið tók tillögur sínar og nefndarálit til baka og síðan AUGLÝSINGA © 1177 EYJABLAÐIÐ samþykkti það sama stjórnarlið og ráðherrar allar okkar breytingatillögur, þar sem mörgum ákvæðum frumvarps- ins var snúið við, einkum þeim, sem andmælendum frumvarps- ins hafði verið mesti þyrnir í augum. Slík meðferð stjórnarfrum- varps er einsdæmi. Niðurstaðan Þrátt fyrir allmargar breyt- ingar varð frumvarpið svo sem engin fyrirmynd, en hafði þó lagast og helstu vankantarnir sniðnir af, einkum var staða Fiskmatsráðs öðruvísi eftir þær. Eftir stendur að ráðið er nú einungis ráðgjafar og umsagn- araðili, en ekki stjórn stofn- unarinnar og heldur ekki úr- skurðaraðili í deilum, sem upp kunna að koma. Eftirlitsmenn fyrirtækja taka ekki þátt í yfir- mati, heldur fylgjast með því, eins og sjálfsagt er. Öll greinin um framleiðsluleyfi er tekin út og fleira lagað af því tæi. Eins og sagt var í upphafi, er ekki víst að lagabreyting nægi til að bæta úr því sem ábótavant hefur verið. Lögin sem fyrir voru gátu svo sem vel dugað áfram. Aðalatriðið er að slík stofnun þarf að vera lifandi, fylgist sem allra best með vinnslu afla frá fyrsta stigi til hins síðasta með vakandi auga á kröfum markaðarins og reglugerðir séu í stöðugri skoð- un, en verði ekki áratuga gamlar. Fréttatilkynning frá bæjarsjóði um árlega hreinsunarviku, dagana 27. maí til 2. júní 1984 Vikuna 27. maí til 2. júní 1984, verður hefðbundin hreinsunarvika. Bæjarbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í hreinsuninni og stuðla þannig að fegrun umhverfisins. Eins og undanfarin ár mun bæjarsjóður hafa vörubifreiðar í akrstri um bæinn til að fjar- lægja rusl. Þeim aðilum, sem þurfa að koma frá sér rusli eru beðnir að safna því saman utan lóðamarka, þar sem aðgengi- legt er að hirða það og ganga þannig frá því, að ekki sé hætta á að það fjúki. Jafnframt verður boðið upp á að fjarlægja bílhræ og aðra stærri hluti. Æskilegt er, að lóðarhafi eða fulltrúi hans verði viðstaddur hreinsunina. Þeim, sem sjá um flutning á brennanlegu rusli, er bent á sorpbrennsluna austu'r á hrauni. Bílhræjum og öðru ó- brennanlegu rusli, skal ekið í Helgafellsgryfju. Annars staðar á Eyjunni, er með öllu óheimilt að henda rusli. Eftirfarandi skipulag verður viðhaft: Mánudaginn 28. maí: Svæð- ið frá hraunjaðri til og með Skólavegi neðan Kirkjuvegar. Þriðjudaginn 29. maí: Svæð- ið frá Skólavegi til og með Illugagötu. Miðvikudagur 30. maí: Svæðið ofan Kirkjuvegar Föstudagur 1. júní: Vest- urbærinn Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 1093, föstudaginn 25. maí og fyrr- greinda daga milli kl. 14:00 og 17:00. Allir bæjarbúar eru hvattir til að nota helgina til hreinsunar og nýta þetta tækifæri, til að koma frá sér rusli og öðru því, sem lýti er á umhverfinu og taka þannig virkan þátt í hreinsuninni og stuðla að fegurra umhverfi. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Sjá nánar í auglýsingu. —G.S. VESTMANNAEYJABÆR Ákall til bæjarbúa Arleg hreinsunarvika verður dagana 27. maí til 2. júní n.k. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að taka virkan þátt í hreinsun og fegrun umhverfis síns. Bent er á tilhögun hreinsunarvikunnar á öðrum stað í blaðinu. * Aríðandi tilkynning til þinggjaldenda Samkvæmt ákvörðun Fjármálaráðuneytisins, verða að kvöldi 4. júní reiknaðir dráttarvextir á vangreidd þinggjöld. Dráttarvextir eru nú 2,5% fyrir hvern mánuð eða byrjaðan mánuð og reiknast þannig 5% dráttarvextir á fyrirframgreiðslu þinggjalda er féll í gjalddaga 1. maí sl. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.