Eyjablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Auglýsing um umferð í Vestmannaeyjum Samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og að fengnum tillögum bæjarstjórnar Vestmannaeyja hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Bifreiðastöður eru bannaðar á Vesturvegi norðanverðum milli Græðisbrautar og Heiðarvegar. 2. Á vegi sem liggur frá Sóleyjargötu að Kirkju- vegi er einstefna til norðurs. Jafnframt verður stöðvunarskylda við Kirkjuveg og beygja til vinstri verður bönnuð. 3. Bifreiðastöður eru bannaðar á Kirkjuvegi austanverðum á 40 metra kafla, sem af- markast af húsi nr. 80 að neðanverðu og húsinu nr. 86 að ofanverðu. 4. Hraunhamar hefurbiðskyldu fyrir Hraunvegi. 5. Bifreiðastöður eru bannaðar á Heiðarvegi austanverðum á 30 metra kafla, sem af- markast af húsinu nr. 27 að ofanverðu og húsinu nr. 25 að neðanverðu. Ákvæði auglýsingu þessarar taka gildi nú þegar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum 10. maí 1984 Kristján Torfason. NYKOMIÐ * Odýrar plastvörur Vaskaföt, margar stærðir verð frá kr. 22,10 stk. Hnífaparabakkar, 3 gerðir verð frá kr. 65,85 Stórar uppþvottagrindur verð aðeins kr. 274,35 Taukörfur, stórar verð aðeins kr. 296,40 Þvottabalar, margar stærðir verð frá kr. 94,50 Leikfangakassar á hjólum verð aðeins 354,00 Barnabaðker verð kr. 477,60 Barnakoppar verð kr. 232,00 ATH. Stórlækkað verð Skólaslit F r amhaldsskólans Síðastliðinn laugardag lauk 5. starfsári Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum en skólinn var stofnaður árið 1979 er Vestmannaeyjabær gerði samning um hann við Mennta- málaráðuneytið. Skólinn varð til við sameiningu Vélskólans, Iðnskólans og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans. í vetur voru nemendur skólans nálægt 160 allt skóla- árið og skiptust þannig á brautir: Viðskiptabraut um 60 nemendur. Uppeldisbraut um 20 nemendur. Náttúrufræðabraut um 20 nemendur. Heilsugæslubraut um 10 nemendur. Grunndeildir um 20 nemendur. Iðnbrautir um 30 nemendur. Til fróðleiks má geta þess að á fyrsta starfsári Framhalds- skólans voru nemendur um 80. í vetur voru kennarar 10 talsins auk skólameistara Gísla H. Friðgeirssonar og nokkurra stundakennara. Búast má við svipuðum fjölda kennara næsta vetur en þá mun Gísli Frið- geirsson vera í orlofi sem skólameistari en Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskóla- meistari taka við. Við skólaslitin sem haldin voru í Félagsheimilinu að við- stöddu fjölmenni rakti skóla- meistari helstu þætti skóla- starfsins, ávörp voru flutt og gjafir og verðlaun afhent skólanum og nemendum hans. Það sem e.t.v. vekur mesta athygli við skólaslit Framhalds- skólans nú er að útskrifaðir voru 12 nýstúdentar. Þeir eru: Ásta Guðmundsdóttir, Er- lendur Bogason, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Katrín Al- freðsdóttir, Margrét Trausta- dóttir, María Vilhjálmsdóttir, Rut Haraldsdóttir, Sigmar Þröstur Óskarsson, Sigurlína Sigurjónsdóttir, Unnur Elías- dóttir og Valgerður Bjarna- dóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem stúdentar útskrifast héðan úr Eyjum og því merkur áfangi í sögu Vestmannaeyja. Þessi áfangi er enn eitt dæmið um að með samstilltu átaki er unnt að bjóða upp á menntun á heima- slóð, menntun sem annars þyrfti að sækja annað. Saga Framhaldsskólans er ekki löng. Þrátt fyrir það hefur skólanum tekist að festa sig í sessi og traust bæjarbúa á honum eykst með hverju árinu sem líður. Viðfangsefni skólans verða mörg á næstu árum. Vinna þarf að lausn húsnæðis- mála hans og byggja þarf upp tækjabúnað einkum að því er verknámið varðar. Eyjablaðið óskar Fram- haldsskólanum, nemendum hans og kennurum góðs gengis í framtíðinni. Sérstakar ham- ingjuóskir sendir blaðið þeim nýstúdentum sem nú útskrif- uðust frá skólanum. —R.O. Vorum að taka upp nýja sendingu af glösunum vinsœlu. Gott verð og góð þjónusta. SÍMI 2047 V estmannaeyingar Næsti viðtalstími Garðars Sigurðssonar, al- þingismanns, verður í Kreml, laugardaginn 26. maí nk. kl. 4-7 e.h. Kaffi á könnunni. Alþýðubandalagið Útgerðarmenn og skipstjórar Þeir sem ætla að panta mat á laugardeginum fyrir Sjómannadag í Samkomuhúsinu eða Al- þýðuhúsinu, vinsamlegast pantið fyrir miðvikudag 30. mars í síma 2702. Sjómannadagsráð VESTMANNAEYJABÆR ATYINNA Laus er staða við ræstingu á leik- skólanum Kirkjugerði frá 1. júlí n.k. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 1098. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofurnar fyrir 1. júní n.k. merkt: Umsókn— Kirkjugerði. Félagsmálaráð.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.