Eyjablaðið - 24.05.1984, Síða 4

Eyjablaðið - 24.05.1984, Síða 4
4 EYJABLAÐIÐ Vidtalid Umsjón: Ragnar Óskarsson „Við munum gera endurheimta sætið Knattspymuvertíðin er hafin. S.I. sunnudag gerði 2. deildarlið ÍBY jafntefli við Víði frá Garði í fyrsta leik sumarsins. Þau úrslit hefðu reyndar þurft að vera önnur en því verður auðvitað ekki breytt. Hjá ÍBV liðinu er framundan heilt íslandsmót og þrotlaus barátta fyrir því að endurheimta 1. deildarsætið sem tapaðist s.l. haust. Einar Friðþjófsson er þjálfari ÍBV liðsins. Eyjablaðið tók hann tali og ræddi við hann um fótboitann. — Hvernig leggst sumarið í þig? — Sumarið leggst vel í mig svo framarlega sem strákarnir fara út í leikina með það hugarfar að þeir séu 2. deildarlið að spila við 2. deildarlið en ekki 1. deildarlið að spila við 2. deildarlið. Strákarnir eiga eftir að koma til en eins og þú veist er mikil uppstokkun í liðinu og auðvitað spurning hvort það er alveg tilbúið í slaginn nú. Einnig er mjög mikilvægt að áhorfendur gefi þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og dæmi þá ekki óhæfa strax að loknum fyrsta leik. — Hve margir nýliðar eru í liðinu? — Það má segja að í hverjum leik séu að meðaltali 5-6 nýir svo menn geta séð að um mikla uppstokkun er að ræða. — í fyrsta leik sumarsins gerði liðið jafntefli sem mörgum þótti léleg frammistaða. Hvað viltu segja um þessi úrslit og þann leik? — Ég held að strákarnir hafi einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því að þeir hjá Víði kynnu að spila fótbolta. Við vorum búnir að vinna Skagann og það steig öllum mjög til höfuðs. Þessi úrslit ættu að kenna okkur að það þarf að taka á til þess að komast áfram í annarri deild engur síður en í fyrstu deild. — Hvernig er andinn í liðinu? — Ég get fullyrt að andinn hefur verið mjög góður. Hins vegar koma auðvitað alltaf upp vandamál því ekki er unnt að gera öllum til hæfis. Ungu strákarnir í liðinu og þeir sem meiri reynslu hafa hafa fallið mjög vel saman, þeir eldri hafa verið iðnir við að segja hinum yngri til og þar fram eftir götunum. Þess vegna kvíði ég ekki áframhaldinu. — Hvað viltu segja um hin liðin í deildinni? — Ég á í raun erfitt með að svara þessu vegna þess að ég hef ekki séð liðin spila nú í ár. Hins vegar veit ég að við erum ekki að spila við neina „sveita- menn" því mörg liðanna hafa mikla reynslu og geta reynst hættulegir keppinautar. — Er eitthvað eitt lið sem þið óttist öðrum fremur? — Ég býst við að FH og ísa- fjörður verði okkar aðalkeppi- nautar. Einnig má búast við því að Víðir og Völsungar geti náð langt. Mér finnst líklegt að þessi fjögur lið ásamt með okkur muni berjast um toppinn þegar upp er staðið. Enda þótt þessi lið séu þau sem við óttumst mest er erfitt að slá nokkru föstu svona fyrirfram því allt getur gerst í fótbolta eins og margoft hefur komið í ljós. — Oft er sagt að áhorfendur á knattspyrnuleikjum hafi mikið að segja og geti haft veruleg áhrif á gang leikja. Er eitthvað til í því? ÍBV meistarar meistaranna Sunnud. 13. maí skrapp lið ÍBV til Reykjavíkur til að spila við íslands- og bikarmeistara Akraness í Meistarakeppni KSÍ á Melavellinum. Var talið nánast formsatriði að spila þennan leik því lið ÍBV leikur eins og kunnugt er í 2. deild og hafa misst fimm fastamenn úr liðinu frá því í fyrra, en Skaga- menn höfðu óbreyttan mann- skap. Búist var því við að Vestmannaeyingunum ungu yrði rúllað upp af Morgun- blaðsdrengjum Skagamanna, en annað kom á daginn. Leikurinn fór rólega af stað, en jafnræöi var með liðunum í fyrri hálfleik. Nokkur færi litu dagsins Ijós og féllu þau flest í hlut Skagamanna, en sem betur fer virtist seni þeir hefðu gleymt skotskónum í sements- haug uppi á skaga. Það sést best á því að þeir skoruðu eina mark sitt með skalla, en þeim virtist algerlega fyrirmunað að skora með fótunum. Seinni hálfleikur var mun fjörugri. Fljótlega skoraði Hlynur Stefánsson ágætis mark eftir góðan undirbúning Sigur- jóns Kristinssonar, sem átti eftir að koma mikið við sögu í þessum leik, en dómarinn dæmdi markið ógilt og þótti mörgum það undarlegur dóm- ur. En ekki lögðu Eyjamenn árar í bát á annars mjög pollóttum Melavellinum. Viðar Elíasson átti gullfallega sendingu á Sigurjón Krisinsson sköntmu síðar, sem hljóp alla skagavörnina af sér og skoraði örugglega fram hjá Bjarna ntarkverði. Aðeins tveim mín. seinna var Sigurjón aftur á ferðinni, núna með glæsisend- ingu á Lúðvík Bergvinss sem skoraði svo annað mark ÍBV á skemmtilegan hátt. Nokkrum allt til að í 1. deild” Einar Friðþjófsson — Já, áhorfendur geta skipt miklu máli. Það er afar mikil- mín. síðar skoraði undrabarnið Sigurður Jónsson með skalla eftir hornspyrnu fyrir ÍA og eftir þetta mark þyngdist sókn þeirra mikið. En vörn ÍBV stóð fyrir sínu og tókst að halda fengnum hlut. Lokatölur ÍBV- ÍA 2-1. Það er óhætt að segja að lið ÍBV hafi komið skemmtilega á óvart í þessum leik og náð fram sætum hefndum fyrir tapið í úrslitaleiknum í Bikarkeppn- inni í fyrra. En takmarkið í ár er auðvitað að fara beint upp í 1. deild aftur, en fólk má ekki vera of kröfuhart. Fimm fasta- ntenn hafa horfið á braut og í þeirra stað hafa kornið ungir og óreyndir leikmenn, flestir um tvítugt. 2. deild ÍBV-Víðir 2-2 Sl. sunnudag hófst svo keppni í 2. deild. ÍBV fékk .þá í heimsókn lið Víðis frá Garði, en Víðir lenti í 3. sæti í 2. deild í fyrra. Strekkingsvindur var þegar leikurinn fór fram og hafði töluverð áhrif. ÍBV hafði vindinn í bakið í fyrri hálfleik, en náði ekki að skapa sér nein marktækifæri og var staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var ntun fjörugri og ekki leið á löngu þar til tuðrunni hafði verið bombað í netið. Eftir ntikil mistök í vörn ÍBV náði einn leikmanna Víðis boltanum og lék óhindraður upp að marki Eyjamanna og skoraði örugg- lega 1-0 fyrir VÍði. Aðeins fimrn mín. síðar jafnaði ÍBV. Bergur átti þá góða fyrirgjöf fyrir mark Víðis þar sem Kári var á auðum sjó, en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann á Jonna sent var í enn betra færi og skoraði örugglega. Ekki leið á löngu þar til IBV skoraði annað mark. Þórarinn átti fallega sendingu á Kára sent konist einn innfyrir vörn Víðis. vægt að liðið sé hvatt til dáða og á það ekki einungis við þegar vel gengur heldur einnig og ekki síður þegar illa gengur. Skítkast sem sumir áhorfendur láta sífellt frá sér fara þegar illa gengur fer afar illa í leikmenn og hefur slæm áhrif á gang leikja. Mér finnst bæjarbúar stundum vera ósanngjarnir í dómum. Til dæmis má nefna að ef liðið vinnur segir fólk gjarnan: „Við unnum”, en ef það tapar er sagt: „Þeir töpuðu”. Ég legg mikla áherslu á það að bæjarbúar séu sann- gjarnir í dómum sínum ekki síst nú þegar svo margir nýliðar eru að byrja. Þá má ekki brjóta niður með ósanngjörnum og neikvæðum dómum. — Æfiði stíft? — Venjulega eru 4 æfingar í hverri viku. Þetta eru bland- aðar æfingar og spjall um síð- asta leik og hvernig næsti leikur skuli leikinn. Þegar við byrjuð- um að æfa var lögð mikil áhersla á þrekæfingar en nú er höfuðáherslan lögð á æfingar með boltann. — Tekur liðið þátt í öðrum Markvörðurinn varði, en það kom ekki að sök því Sigurjón fylgdi vel á eftir og skoraði örugglega. Nú héldu flestir að sigur ÍBV væri í öruggri höfn. En 3 mín. fyrir leikslok fær einn leikmanna Víðis óvænta gjöf frá leikmönnum ÍBV, stendur einn og óvaldaður á markteig og rennir knettinum út á sam- herja sinn sem einnig stóð einn og yfirgefinn og hann átti ekki í minnstu erfiðleikum með að koma tuðrunni í netið. 2-2 urðu því lokatölur leiksins. Vissulega svekkjandi að missa þarna 2 stig á mjög svo klaufalegan hátt, en það kemur dagur eftir þennan dag með blóm í haga og allt það. mótum en 2. deildarkeppninni? — Já við tökum þátt í bikar- keppni KSÍ og hefst fyrsti leikurinn í henni n.k. miðviku- dag er við leikum hér heima við H.V. frá Akranesi. Að auki er það svo Evrópukeppni bikar- hafa og í hana verður dregið núnaíjúlí. í þvísambandierum við að vona að við fáum þekkt lið sem andstæðing en fram til þessa hefur heppnin ekki verið með okkur í þeim efnum. Fram til þessa hafa heimaleikir okkar í Evrópukeppninni allir verið á Reykjavíkursvæðinu en nú standa vonir til að við getum notað Hásteinsvöllinn sem okkar heimavöll. — Hverju spáir þú um úrslitin í 2. deild Islandsmótsins? — Eg vil engu spá en við munum gera allt til að endur- heimta 1. deildarsætið enda er það afar mikilvægt fyrir framtíð knattspyrnu í Vestmanna- eyjum. En til þess að svo megi verða verða allir Eyjabúar að standa þétt saman og hvetja strákana með jákvæðu hugar- fari. Það er besti styrkurinn sem hægt er að veita liðinu. Viðtal: R.Ó. Næsti leikur Næsti leikur ÍBV í 2. deild er nk. laugardag við KS (Siglu- fjörð). Vonandi fjölmenna bæjarbúar á völlinn þrátt fyrir nokkur vonbrigði með síðasta leik. V estm.eyjamótið í yngri flokkunum Hér eru úrslit í seinustu leikjum: 3. fl. Týr-Þór 1-0 4. fl. A Týr-Þór 1-1 4. fl. B Týr-Þór 2-0 5. fl. A Týr-Þór 2-1 5. fl. B Týr-Þór 2-0 Nokkurt hlé verður nú gert á Vm.-mótinu því 3„ 4. og 5. fl. byrja nú á næstunni í íslands- mótinu. Vm-mótið í 6. og 7. fl. hefst hinsvegar með pompi og pragt 9. júní. —ÞoGu Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna Nú í þinglokin runnu í gegn frumvörp um atvinnu- réttindi skipstjórnarmanna og vélstjóra, þrátt fyrir mikla andstöðu. Að vísu hafði ráðherra gert nokkrar breytingar og frestað gildistöku nokkurra ákvæða, en eftir stendur það, að slakað er á mennt- unarkröt'um skipstjórnar- manna á sama tíma og sífellt er krafist aukinnar mennt- unar á nær öllum sviðum þjóðlífsins. í sumum tilfellum ganga slíkar kröfur að vísu allt of langt, en afleitt hlýtur að teljast, að draga úr kröfum, þegar um sjómenn er að tefla. Jafnt og þétt hefur verið gengið á hlut fiskimanna á undanförnum misserum, bæði með aukinni kostnað- arhlutdeild með bráða- birgðalögum frá í fyrravor og með tilfærslu út- flutningsgjalds til útgerðar nú í vetur. Nú á að ganga á mennt- unarkröfur sjómanna og vanvirða með því sjómanns- starfið. Á hausti komanda hlýtur að verða mikil umræða um þessa hluti, og vonandi tekst að koma í veg fyrir að slíkt hugarfar verði ráðandi, eins og kentur fram í frumvörp- um þeim, sem urðu að lög- um á mánudaginn var. —G.S.

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.