Eyjablaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 1
Útgefandi: Alþvðubandalagið í Vestmannaeyjum 10. tölublað Vestmannaeyjum, 25. október 1984 44. árgangur Við Löngunef —Ijósni.: Eyjablaðið Furðuleg vínnubrögd Eg er hræddur um að þeir hafi skrökvað Á bæjarstjórnarfundi 10. október s.l. skeði sá fáheyrði atburður að formaður bæjar- ráðs Arnar Sigurmundsson dró upp úr pússi sínu tillögu varðandi gjaldskrármál Raf- veitu Vestmannaeyja, án þess að kynna tillöguna fyrir stjórn veitustofnana. Tillagan er svo- hljóðandi: í framhaldi af umræðum á aukafundum bæjarstjómar 20. og 29. september 1984 um samanburð á verðlagi á raforku til þeirra sem kaupa samkvæmt afltaxta, miðað við aðra staði, samþykkir bæjarstjórn að fela stjórn veitustofnana og rafveitu- stjóra að samræma álagningu Rafveitu Vestmannaeyja á afl- gjald og orkugjald, þannig að álagning verði eigi hærri en 20% á heildsöluverði RARIK. Miða skal við að samræmd álagning Rafveitunnar á afl- og orkugjald komi til fram- Svavar og Margrét funda í Eyjum Eins og fram kemur annars staðar í blaöinu halda þau Svavar Gestsson og Margrét Frimannsdóttir fund í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 27. okt. n.k. kl. 13:30. Fundurinn ber yíir- skriftina: „Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?” Margrét situr nú Alþingi í veikindaforfollum Garðars Sigurðssonar. Á fundinum flytja þau Svavar og Margrét fram- sögu en síðan svara þau fyrirspurnum fundarmanna og taka þátt í umræðum. Vestmannaeyingar eru eindregiö hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um landsmálin. kvæmda eigi síðar en 1. janúar 1985. Stjórn veitustofnana skal miða við að verðlagning sam- kvæmt afltaxta frá 1. janúar 1985 hafi ekki í för með sér hækkun á öðrum rafmagns- töxtum Rafveitu Vestmanna- eyja að óbreyttu heildsöluverði Rafmagnsveitna ríkisins. Sigurður Jónsson (sign.) Arnar Sigurmundsson (sign.) Þórður Rafn Sigurðsson (sign.) Andrés Sigmundsson (sign.) Sigurbjörg Axelsdóttir (sign.) Þessi tillöguflutningur Arnars er aldeilis furðulegur, þar sem Arnari var fullkunnugt um að á fundi stjórnar veitu- stofnana daginn áður var sam- þykkt að fela veitustjóra að leggja fram yfirlit fyrstu 9 mánuði ársins á næsta fundi stjórnarinnar. í ljósi þessa óskaði ég eftir því að Arnar drægi tillögu sína til baka, en hann neitaði. Þá flutti ég frestunartillögu en hún var felld með 5 atkvæðum gegn 4. Síðan var tillaga Arnars samþykkt með 5 atkvæðum gegn mínu atkvæði, en 3 sátu hjá. Það er vítavert ábyrgðarleysi af bæjarfulltrúa að leggja fram tilíögu í þessum dúr, án þess að fyrir liggi upplýsingar um rekstrarafkomu Rafveitunnar á þessu ári. Það skal tekið fram að þeir sem kaupa eftir afltaxta. hafa fengið lækkun á honum á árinu, en hinn almenni notandi hefur ekki fengið neina lækkun á árinu. Á fundi í stjórn veitu- stofnana 12. október var eftir- farandi bókun samþykkt af öllum stjórnarmönnum sam- hljóða: Fundur í stjórn veitustofnana 12/10 ’84. Bókun: Vegna samþykktar tillögu í bæjarstjórn Vestmannaeyja, þann 10. október s.l., þar sem bæjarstjórn ákvarðar einhliða gjaldskrárbreytingu hjá Raf- veitu Vestmannaeyja, vill Stjóm veitustofnana taka fram eftir- farandi: a) í Orkulögum nr. 58/1967, 25. gr. eru skýr ákvæði um að frumkvæði og ákvörðunartaka í gjaldskrármálum rafveitna eigi að ákvarðast af stjórn veitunnar og ráðherra síðan að staðfesta. b) Á fyrrgreindum bæjar- stjórnarfundi telur Stjórn veitu- stofnana að ekki hafi legið nein þau rök, sem réttlæta slíka ákvarðanatöku um gjaldskrár- breytingu, t.d. upplýsingar um rekstrarafkomu veitunnar á yfirstandandi ári. c) Stjórnin bendir á, að 1. janúar s.l. var lækkun á afltaxta veitunnar og heildsöluverðs- hækkun um 5%, þann 1. maí s.I. leiddi ekki til hækkunar á gjaldskrá veitunnar. d) Af framansögðu átelur Stjórn veitustofnana slík vinnu- brögð, sem viðhöfð voru á seinasta bæjarstjórnarfundi. Eðlilegt verður að teljast, að framkomnar tillögur er varða hag veitnanna verði vísað til ákvarðanatöku hjá Stjórn veitu- stofnana. Það er greinilegt að um- hyggja Arnars Sigurmunds- sonar nær aðeins til stórra notenda á raforku. Hann gleymir alveg hinum almenna notanda sem stynur þungan yfir háum orkureikningum ofan á skert laun. —S.T. Bæjarstjórn samþykkti Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja í gær voru nýgerðir kjarasamningar við Starfs- mannafélag Vestmannaeyja- bæjar samþykktir með 8 sam- hljóða atkvæðum. Þar með hafa samningar þeir sem náðust aðfaranótt 19. okt. s.l. öðlast gildi þar eð báðir aðilar hafa staðfest þá. Ég er einn þeirra manna sem ríkisstjórnin og vinnu- veitendasambandið segja að beri ábyrgð á verðbólgunni. Ég vinn í frystihúsi og er talinn nokkuð lipur við þau störf sem ég vinn. Kaupið mitt er ekki hátt en ég er skíthræddur að fara fram á að það hækki því þá er verðbólgan vís til að taka upp á þeim fjanda að magnast um allan helming. Svo segir ríkisstjórnin að minnsta kosti og einnig þeir hjá vinnu- veitendasambandinu og fyrst svo klárir karlar segja þetta þá hlýtur það að vera satt. Eða hvað? Það var nefnilega þannig um daginn þegar mín var ekki Iengur þörf í frystihúsinu að ég hafði soldið góðan tíma til að hugsa þessi mál, um verð- bólguna, atvinnuleysið, efna- hagsþróunina og hvað þetta nú allt saman heitir. Þegar ég hafði hugsað nokkuð komst ég að niðurstöðu sem var talsvert öðruvísi en þeir hjá ríkis- stjórninni og vinnuveitenda- sambandinu höfðu komið sér saman um. Ég komst að þeirri niðurstöðu að kláru karlarnir höfðu skrökvað að mér, bæði um verðbólguna og um ýmis- legt annað. Og ég skal segja ykkur hvernig þeir skrökvuðu. Til dæmis sögðu þeir að ef verðbólgan lækkaði mundu lífskjörin batna. Nú hefur verðbólgan lækkað um heilan helling en mín lífskjör hafa alls ekki batnað. Krónurnar endast andskotan ekkert og maður á varla fyrir mat. Þó hef ég ekki fyrir stórri fjölskyldu að sjá eins og sumir. Þeir sögðu líka að ef verð- bólgan lækkaði yrði leikur einn að borga vextina af láninu í bankanum. Sannleikurinn er þó sá að lánið og vextirnir eru hreint alveg að ganga af mér dauðum. Þeir sögðu að ef verðbólgan lækkaði mundi vöruverð lækka um leið. Þetta er líka rangt. Vöruverðið er alltaf að hækka og þrátt fyrir það að það sé ennþá lægra í Reykjavík, hækkar það einnig þar. Þeir sögðu að ef verðbólgan Iækkaði mundi rekstrarafkoma fyrirtækjanna verða tryggð. Ékki tryggði verbólgulækkunin rekstrarafkomu frystihússins sem ég vinn í betur en svo að ég var rekinn heim um daginn eins og ég sagði áðan. Mér hefur reyndar verið sagt að þetta eigi nú ekki alveg við um öll fyrir- tæki því mörg þeirra sem eru að stússast í verslun eða einhverju svoleiðis geri það bara nokkuð gott. Ég er viss um að þið sem lesið þessar línur getið bætt við skröksögusafn ríkisstjórnar- innar og vinnuveitendasam- bandsins. Eitt er víst að ég er stein- hættur að trúa einu einasta orði sem þeir segja og það sem meira er að héðan í frá neita ég því algerlega að bera minnstu ábyrgð á verðbólgunni. Ef þið ætíið að finna sökudólg getið þið leitað annars staðar. Launamaður.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.