Eyjablaðið - 15.11.1984, Side 4

Eyjablaðið - 15.11.1984, Side 4
Vidtalkf Umsjón: Ragnar Óskarsson Trú mín á fyrirtækið vex með hverjum degi sem líður í september s.I. tók til starfa í Vestmannaeyjum verksmiðja sem framleiðir kerti undir merkinu Heimaey. Verksmiðja þessi er nokkuð sérstök m.a. vegna þess að hún er verndaður vinnustaður þar sem þeir vinna sem öðru jöfnu eru ekki gjaldgengir á hinn almenna vinnumarkað. Bjarni Jónasson veitir verksmiðjunni for- stöðu. Eyjablaðið tók hann tali nú á dögunum og spurði hann um starfsemina. — Við erum hérna með vélar sem keyptar eru frá Danmörku en með þeim má framleiða bæði steypt og dýfð kerti. Eins og þú sérð er starfsemin ekki alveg komin í fullan gang og nú sem stendur framleiðum við einungis dýfð kerti. — Hvað vinna hér margir? — Nú vinna hér 12-15 manns á tvískiptum vöktum. Aðallega er um að ræða fólk sem býr við skerta starfsorku en þrátt fyrir það get ég fullyrt að það vinnur mjög vel. — Er framtíð í fyrirtæki eins og þessu? — Já, tvímælalaust. varan sem við framleiðum er góð, mark- aðurinn tekur vel við og verðið er fyllilega sambærilegt við það Pennavinur Eyjablaðinu hefur borist bréf frá Svíþjóð þar sem óskað er eftir vestmanneyskum penna- vini sem áhuga hefur á skiptum á frímerkjum. Nafn og heimilisfang er: March Laumer Trollebergsvágen 93 A 2 22231 Lund Sverige Bjarni Jónasson sem gerist hjá öðrum fram- leiðendum. Ég held að þetta allt bendi einfaldlega til þess að fyrirtækið á framtíð fyrir sér. — Eru framleiddar margar teg- undir kerta? — Við framleiðum nú sem stendur 5 útgáfur af dýfðum kertum í 20 litum. Mjög bráð- lega förum við svo að framleiða steypt kerti, bæði úti- og inni- kerti í öllum stærðum. — Hvar er markaður fyrir framleiðsluna? — Markaðurinn er bæði hér og uppi á landi og að auki höfum við sent á erlendan markað. — Hefurðu hugmynd um hvernig kertunum hefur verið tekið? — Já, kertunum hefur verið vel tekið bæði hér og úti á landi. Ýmsir aðilar sem hafa keypt af okkur kerti hafa hringt í okkur og hrósað framleiðslunni og ég held að ekki verði neinum vandkvæðum bundið að vinna aukinn markað, því gæðin sjá um það. — Hvað er svona gott við Heimaeyjarkertin? — Þaö er margt. Þau hafa langan brennslutíma, renna hvorki né sóta og eru gegnum- lituð. Svo er auðvitað það sem kannski skiptir mestu máli, kertin eru dýfð og dýfð kerti eru tvímælalaust betri en önnur. — Hvaða litir eru vinsælastir? — Rautt og hvítt, í það minnsta fyrir íslendinga. — Hve mikil hefur framleiðslan Túrneringar yngri flokkanna Handboltavertíðin hjá yngri flokkunum hófst s.l. helgi, en þá fór fram fyrsta túrnering vetursins. Árangur flokkanna var í flestum tilfellum við- unandi, en þar bar hæst glæsileg frammistaða 3. flokks Þórs kvenna, en þær unnu alla leiki sína í riðlinum, og það með miklum yfirburðum. Hlutu þær 8 stig úr fjórum leikjum, og Týr hlaut 6 stig og er í 2. sæti. Innbyrðisleikur Eyjaliðanna lyktaði 7-4 Þórs-stúlkunum í hag. 3. flokkur karla olli nokkrum vonbrigðum því bæði Eyjaliðin hafa þar á að skipa mjög góðum liðum. Týr er í 2.-3. sæti með 6 stig en Þór er í 4, sæti með 5 stig. Innbyrðisleik Eyjalið- anna lyktaði með jafntefli 11- I 1. 4. flokkur Týs stóð sig með miklum sóma. Þeir eru í 1.-2. sæti ásamt Ármanni með 8 stig. Þór er með 5 stig og er í 3.-4. sæti. Innbyrðisleik Eyjaliðanna lyktaði með sigri Týs 9-5. 5. flokkur stóð sig ágætlega. Þór er í 2.-3. sæti með 6 stig en Týr er í 4.-5. sæti með 4 stig. Innbyrðisleikinn vann Þór 4-0. Af þessari upptalningu má sjá að handboltinn hér í Eyjum er á uppleið. í flestum aldurs- flokkum eru bæði Eyjaliðin í toppbaráttunni, þannig að breiddin í handboltanum hér í Eyjum er gífurlega mikil og við þurfum vart- að kvíða framtíð- inni. —ÞoGu. verið frá því að hafist var handa? — Við erum búin að framleiða um 6 tonn. Á hverjum degi vinnum við uppúr um 350 kg af hráefni. Búið er að selja megn- ið af þessari framleiðslu nú þegar og á laugardaginn var fóru t.d. 70 kassar á Reykja- víkursvæðið. — Þú sagðir áðan að þið selduð eitthvað til útlanda. Er um veru- legt magn að ræða? — Við fengum pöntun frá Sví- þjóð á 80 þúsund kertum rétt fyrir verkfall og okkur tókst þá að senda þeim 44 þúsund stykki. Ég er reyndar þessa dagana að leita að markaði í Bandaríkjunum og bind ég nokkrar vonir við þá leit m.a. vegna þess að þeir sjálfir fram- leiða léleg kerti. Auðvitað mun framtíðin ein leiða þessi markaðsmál í ljós en ég er langt frá því að vera smeykur í þeim efnum. — Hefur vinnslan fram til þessa gengið samkvæmt áætlun? — Já. Auðvitað urðu smá byrjunarörðugleikar eins og gengur. Dýfingarvélin fékk sína barnasjúkdóma en þetta er allt komið í gott lag núna. Gylfi með 21 árs landsliðinu Gylfi Birgisson frá Þór lék með íslenska landsliðinu U-21 árs á Norðurlandamótinu í Noregi. Varð hann annar Vestmannaeyingurinn til að klæðast landsliðspeysu 21 árs landsliðsins, en Sigmar Þröstur Óskarsson varð sá fyrsti. Þrátt fyrir slakt gengi landsliðsins, þá stóð Gylfi sig mjög vel, skoraði m.a. 8 mörk í eins marks sigri yfir Noregi. Er Gylfi vel að þessari viðurkenningu kominn, því hann hefur sýnt og sannað að hann er einn sá efnilegasti handboltamaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið á landinu að undanförnu. Óska ég Gylfa til hamingju með þennan áfanga. —ÞoGu. Yaldir í æfingahóp landsliðsins Fjórir ungir og efnilegir handboltamenn héðan úr Eyjum voru valdir í æfingahóp unglingalandsliðs íslands í handbolta (18 ára og yngri). Það eru þeir Hörður Pálsson Týr, Sigurður Friðriksson Þór, Gunnar Leifsson Þór og Adólf Óskarsson Þór. Þá er hinn efni- legi markvörður Þórs, Viðar Einarsson, sterklega inn í myndinni, en hann hefur átt við minni háttar meiðsli að stríða. Á verkefnaskrá unglingalands- liðsins er Norðurlandamót sem haldið verður fljótlega á næsta ári. Er vonandi að það bætist þá við nokkrir landsliðsmenn til — Einhver sagði mér að þú hefðir hannað merki fyrirtækis- ins. Er það satt? — Jú, einhver varð að gera það. — Hvaða skoðun hefur þú á vernduðum vinnustað? — Ég hafði í raun ákaflega lítinn áhuga á þess háttar fyrir- bæri en eftir að ég tók þetta starf að mér varð mér ljóst að verndaður vinnustaður er mikils virði og trú mín á fyrir- tækið vex nú með hverjum degi sem líður. Fólkið sem vinnur hér virðist vera ánægt. Það vinnur vel og er áhugasamt og vitna afköstin best um það. — Þú ert sem sé bjartsýnn? — Já ég hef ekki ástæðu til annars. Ég vona líka að Eyja- búar standi vörð um þetta fyrir- tæki því það tryggir því tilveru. Eg held reyndar að almenning- ur hér hugsi nú þegar hlýlega til fyrirtækisins. Því til stuðnings get ég nefnt að um síðustu helgi seldu J.C. menn 10 þúsund kerti víðs vegar um bæinn. Það var góður árangur og þar fengu Vestmannaeyingar svo sannar- lega góða vöru. —Viðtal: R.Ó. að auka hróður Vestmannaeyja enn frekar. —ÞoGu. Næstu leikir Annar leikur Þórs í hinni hörðu keppni 1. deildar fór væntanlega fram í Hafnarfirði í gærkvöldi, en þá áttu Þórarar að heimsækja íslandsmeistara F.H. Þar sem blaðið fór svo snemma í prentun höfum við ekki tök á að birta úrslit leiksins. Fyrsti heimaleikur Þórs verður 21. nóvember eða n.k. miðvikudag, við bikar- meistara Víkings, en eins og kunnugt er spilar Þorbergur Aðalsteinsson með Víking, en hann þjálfaði einmitt Þór s.l. keppnistímabil. Næsti leikurTýsí 3. deildinni verður á morgun, föstudags- kvöld kl. 20:00, en þá fær Týr Selfoss í heimsókn. Eru hand- boltaáhugamenn hvattir til að mæta í höllina á fyrsta heima- leik Týs í 3. deildinni og horfa á strákana hans Kjartans taka Selfyssingana í karphúsið. Þá hefur verið dregið í Bikarkeppni H.S.Í. Þórarar þurfa að skreppa í höfuð- borgina og leika við K.R., en Týr fær nýliða Í.H. í heimsókn. Þá dróst 2. flokkur Þórs einnig gegn K.R. en 2. flokkur Týs tekur ekki þátt í Bikarkeppn- inni. Næsti leikur meistaraflokks Í.B.V. kvenna í I. deildinni verður n.k. miðvikudag hér heima gegn Víking. Hvet ég bæjarbúa til að fjölmenna í höllina. —ÞoGu. Af flokksstaifinu Árshátíð Laugardaginn 27. okt. sl. hélt Alþýðubandalag Vestmannaeyja árshátíð sína í Alþýðuhúsinu. Hátíðin var hin glæsilegasta og sóttu hana um 100 manns. Margt var til skemmtunar og dansað var fram eftir nóttu. Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi var haldinn á Selfossi 3. og 4. nóv. sl. Á fundinum voru fjölmörg mál tekin fyrir auk venjulegra aðalfundarstarfa. Ný stjórn kjördæmisráðs var kosin og er hún þannig skipuð: Aðalstjórn: Ármann Ægir Magnússon, formaður Anna K. Sigurðardóttir, varaform. og gjaldkeri Unnar Þór Böðvarsson, ritari Varastjórn: Margrét Gunnarsdóttir Elín Oddgeirsdóttir Gyða Sveinbjörnsdóttir Flokksráðsfundur Dagana 16.-18. nóv. verður Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins haldinn í Reykjavík í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Héðan frá Eyjum fara 4 fulltrúar á fundinn.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.