Eyjablaðið - 29.11.1984, Qupperneq 1

Eyjablaðið - 29.11.1984, Qupperneq 1
Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 12. tölublað Vestmannaeyjum, 29. nóvember 1984 44. árgangur Þankar um verk- föll og vantraust Það er sjaldan sem maður sest niður til að hlusta á útvarp og trúir ekki sínum eigin eyr- um. A.m.k. eftir að „frjálsu út- vörpin” hættu að berast af segulböndum eða öldum ljós- vakans. Það gerðist þó s.l. fimmtu- dag, þegar fram fóru umræður í útvarpinu um vantraust á þá ríkisstjórn sem hvað oftast hefur rekið íslenskum verkalýð á kjaftinn síðan landið byggð- ist. Forsætisráðherra þeirra stjórnar, Steingrímur Her- mannsson, lauk samanburðar- ræðu, númer Guð má vita hvað, á þeim orðum, að verkfall prentara og BSRB væri að undirlagi Alþýðubandalagsins og að það lag hefði leitt fólkið útí þetta verkfall. Þessi yfirlýsing kom á óvart. Sérstaklega þegar tekið er tillit til skilgreiningar fjármálaráð- herra í svipuðum dúr á stöð- unni í miðju verkfalli hinna opinberu starfsmanna þar serri hann fór út í getgátur um það, að kommúnistar byggju í' músarholum, sem þeir væru nú að skríða út úr. Reiði fólks gagnvart fjármálaráðherra, frá í stefnuræðu forsætis- ráðherra kom fram að ástæð- urnar fyrir gengisfellingunni eru tvær. í fyrsta lagi vaxandi viðskiptahalli. í öðru lagi slæm staða sjávarútvegsins í kjölfar nýgerðra kjarasamninga og væntanlegrar ákvörðunar fisk- verðs. Viðskiptahallinn Það er ekki úr vegi að spyrja hvað valdi viðskiptahallanum. Er það sá hluti launafólksins í landinu sem missti stóran hluta launa sinna þegar þessi ríkis- stjórn tók við stjórnartaumun- um og afnam verðbætur á laun og fékk þau ekki bætt í launa- skriðinu nú á s.l. vori? Var það þetta fólk, sem ekki var búið að fá umsamdar launahækkanir greiddar sem keypti gjald- eyrinn dagana fyrir gengisfell- inguna? Nei, aukin neysla og spá- kaupmennska með gjaldeyri undirstrikar aðeins þá stað- reynd að peningar eru til í þessu landi. Þeir eru bara ekki í vösum þeirra sem lægst hafa launin. Peningarnir eru í vösum þeirra sem eiga fyrirtækin og þeirra sem fengu kauphækkan- ir í launaskriðinu. Er ekki lík- legra að maður sem hefur 200.000,oo kr. í laun á mánuði (sbr. greiðslur til lögfræðinga í því fólki sem hann var að stimpla vinstrisinnað, eða handbendi vinstrisinna, hefði átt að vera núverandi forsætis- ráðherra ábending um að halda ekki slíkri vitleysu fram aftur. En Steingrímur hefur líklegast verið að hlusta á tónlist þegar Albert lét sér þessi orð um munn fara, því hann sá tilefni til að endurtaka þau í útvarpi þar sem vantraust á ríkisstjórn hans var til umræðu. Fokið í flest skjól Svona ummæli eru þekkt í gegnum söguna og eru viðhöfð af þeim sem eru að reyna að bjarga málstað sem ekki stend- ur lengur á neinum grundvelli sem talist getur málefnalegur. Er þá gjarnan gripið til þess að stimpla þá er ógna tilvist svona óstjórna sem eitthvað annað en þeir eru. BSRB fólkið var fyrst og fremst í verkfalli vegna þeirra lélegu launa sem þessu fólki er boðið uppá. Kommar, íhöld, frammarar og kratar, ásamt jafnaðarmönnum og fylgjend- um kvennalista, allt var þetta fólk í verkfalli vegna þess að kjaradeilunefnd) geti keypt eitthvað umfram nauðþurftir en sá sem hefur launin á bilinu 20.000 til 30.000 kr. á mánuði? Gengisfellingin mun ekki hafa mikil áhrif í þá átt að rýra kaup- mátt þess fyrrnefnda, því hann mun hafa einhver ráð með að fá launin sín hækkuð eins og gerð- ist á s.l. vori, þ.e.a.s. ef hann vinnur við þjónustu eða versl- un, greinunum sem njóta mestrar fyrirgreiðslu hjá þess- ari ríkisstjórn. Sjávarútvegurinn Samkvæmt yfirlýsingum hagsmunaaðila í sjávarútvegi stendur útgerðin nú verr en fyrir gengisfellinguna. Skuldir hennar og flest aðföng hækka í verði með gengisfellingunni auk þess sem verð á olíu hækkaði í kjölfar hennar. Ef vandi útgerðarinnar er skoð- aður kemur t.d. í ljós að aðein 8 af um 100 togurum landsins eru með u.þ.b. helming allra skulda útgerðarinnar. Eigendur þess- ara átta togara þurfa ekki gengisfellingu. Hún eykur aðeins skuldir þeirra. Þeir þurfa fyrst og fremst lækkun vaxta og hagstæðari lán. Lán sem eru ekki í dollurum. Sömu sögu er að segja um fiskvinnsl- una. Tiltölulega fá fiskvinnslu- fyrirtæki eru rekin með tapi það undi ekki Iaunamisréttinu lengur. Það, að ætla að reyna að telja fólki-trú um, að Alþýðu- bandalagið hafi legið að baki verkfallinu og spilað á ein- hverja strengi þar, hlýtur að teljast afskaplega hæpin full- yrðing, sérstaklega sé tekið til hins mikla upplýsingastreymis sem barst bæði frá forystu og almennum félagsmönnum BSRB í verkfallinu. Helst gæti maður haldið að Steingrímur og Albert séu á mála hjá Alþýðubandalaginu við að afla því fylgismanna, þó sú skemmtilega tilhugsuns sé jafn fjarstæðukennd og stað- hæfingar þeirra kumpána um ítök Alþýðubandalagsins í ný- loknum verkföllum. Tölulegar blekkingar Sá hefur lengi verið háttur pólitíkusa að grípa til þeirra talna sem koma hvað best út þeim til handa í áróðri sínum. Þar sem verðbólga hefur nú minnkað í orði a.m.k. undan- farið, hefur prósentan aftur öðlast mikinn og háan sess í þrugli stjórnmálamanna þeirra sem nú sitja í ríkisstjórn. í síð- ustu ríkisstjórn var yfirleitt talað um krónur, því prósentan var svo bólgin að hún gaf frekar neikvæðan samanburð. Prósentur skulu það vera meðan þorri þeirra stendur sig þolanlega. Fyrir utan minnk- andi afla og óhagstæða afla- samsetningu sem engin gengis- felling getur lagað er vandi þessara fyrirtækja of hátt raf- orkuverð og of háir vextir. Hvaða fyrirtæki í frumvinnslu getur greitt allt að 20% vexti umfram verðbógu? Það geta fyrirtæki sem flytja inn til Iandsins nauðsynjar á borð við handunnið konfekt frá Sviss. Nei, þessi gengisfelling leysir engan vanda. Henni er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að gera að engu það sem ávannst með kjarasamningum, áður en þeir koma til framkvæmda. Síðan ætlar ríkisstjórnin að halda áfram stefnu sinni, þar sem frá var horfið þegar verk- föllin skullu á. Það á að skerða launin enn frekar á næsta ári en gert var á þessu ári. Þessari stefnu mótmælti launafólkið með verkföllum. Því er ólíklegt að það sætti sig eitthvað frekar við þessa stefnu á næsta ári þegar búið verður að eyða öllum ávinningum nýgerðra kjarasamninga. Hins vegar er það íhugunarefni hvort til ein- hvers sé að semja við menn sem telja sig ekki bundnari af samn- ingi en svo að þeir ógilda hann með einu pénnastriki áður en hann er kominn til fram- kvæmda. —Björn Bergsson. heillin. Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins sagði í sjónvarpsrifrildi um daginn að útgjöld núverandi ríkisstjórnar til málefna aldr- aðra (heilbrigðismála?) næmu sömu 7% af þjóðarframleiðslu og í tíð þáverandi ríkisstjórnar. Honum var þá réttilega bent á að þjóðarframleiðsla hefði minnkað á þessum tíma og þar af leiðandi væri ekki hægt að tala um neitt annað en mikla minnkun fjárhagslega innan þess geira. Steingrímur Hermannsson, núverandi forsætisráðherra, sá ástæðu til að gorta aðeins af afrekum ríkisstjórnarinnar í prósentum og sagði það að nú- verandi ríkisstjórn hafi tekist að halda fullri atvinnu! Hér á landi væri minna atvinnuleysi en þekktist annars staðar í heiminum. Steingrímur nefndi 1% að mig minnir, sem hefðu verið atvinnulausir á þessum tíma ríkisstjórnarinnar. Nú er það t.d. vitað mál, að hér í Vestmannaeyjum eru frystihús búin að vera lokuð í næstum tvo mánuði þetta ár. Það er vitað mál að fjöldi skipa eru farin eða eru á leið á upp- boð vegna efnahags- og vaxta- stefnu sem er að ganga af út- gerð dauðri í landinu. Hvenær skyldu þeir, sem hafa verið atvinnulausir vegna þessa komast með inn í pró- sentutöluna, eða eru þeir pró- sentutalan? Hvað mörg pró- sent af þeim sem atvinnulausir voru teljast til framleiðsluatvinnu- veganna? Hvort skyldi það hafa meiri áhrif á fjárhagslega afkomu þjóðarinnar að hafa starfsfólk Vinnslustöðvarinnar atvinnulaust í tvo mánuði eða starfsfólk einhverrar heild- verslunarinnar? Um það skal ekki fjölyrt hér, hvort ríkisstjórninni hefur tek- ist að halda niðri atvinnuleysi, en eitt er vist að henni hefur ekki tekist að treysta grunn undirstöðuatvinnuveganna á sama hátt og henni hefur tekist að treysta grunn Seðlabanka- byggingarinnar margnefndu, með því að gefa bönkum fleiri tækifæri til að hagnast á drátt- arvöxtum sem óneitanlega eru fastur fylgifiskur þeirra sem standa í framleiðsluatvinnuvegi ,sem er mergsoginn af öllum sem koma strái í pottinn. Breyttar aðstæður Verkföllin eru liðin og ríkis- stjórnin situr enn. Eitt hefur þetta verkfall þó haft í för með sér sem ekki verður aftur tekið, þó að stjórnvöld verði sjálfsagt búin að ná í 20% aftur fyrir vorið. Þetta verkfall BSRB manna hefur öðru fremur opnað augu fólks fyrir því að í landinu búa tvær stéttir manna. Það hefur þjappað ólíku fólki saman á grundvelli sameigin- legra hagsmuna þeirra án tillits til hvort starfsheitið er skúr- ingakona eða kennari. Og það hefur orðið til þess að menn vita nú við hvaða öfl er að etja. Þetta hefur orðið ljóst þrátt fyrir það að Mogginn og Þjóð- viljinn komu ekki út um tíma. Þetta hefur upplýstst þrátt fyrir það að útvarpið hætti sending- um sínum. Þetta hefur upp- lýstst vegna þess að fólk fór að tala hvert við annað, en sótti ekki allan skilning sinn í mis- ábyrga fjölmiðla. Þessi samstaða verður ekki af fólki tekin með því að veita kauphækkunum út í verðlagið. Og, það sem meira er um vert, það þarf ekki mikið til að endurvekja hana og þá á enn breiðari grundvelli. —Gunnar Kári Magnússon. Sveinn Tómasson fimmtugur Laugardaginn 24. nóv. s.l. varð Sveinn Tómasson fimmtugur. Eyjablaðið óskar Sveini innilega til hamingju með afmælið og þakkar honum góð störf við blaðið fyrr og nú. Til hvers var gengisfellingin?

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.