Eyjablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 2
' EYJABLAÐIÐ ' Edda Tegcder Ritnefnd: Sveinn Tómasson Elías Bjömsson Ragnar Óskarsson (ábm.) Oddur Júlíusson Inga Dröfn Ármannsdóttir Ámiann Bjamfreösson Baldur Böðvarsson Útgefandi: Alþýðubandalagiö í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: F.vrún h.f. Vm. __________________ _________________________/ Hefnd ríkisstjórnarinnar Nú á dögunum greip ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar til þess úrræðis að fella gengi íslensku krónunnar. Sú ráðstöfun sýnir best að ríkisstjórnin hefur ekki í neinu breytt stefnu sinni gagnvart launa- fólki. Þar er stefnan enn sú sama, nefnilega að beita öllum leiðum til þess að skerða almenn laun. Sá ávinningur sem verkalýðshreyfingin hafði náð með nýgerðum kjarasamningum var með gengisfell- ingunni tekin til baka með einu pennastriki og nú situr almennt launafólk uppi með nýja kjaraskerðingu sem gefur hinum fyrri ekkert eftir. Ríkisstjórnin hélt því raunar fram í haust að hún vildi fara nýja leiðir í kjarasamningum til þess að komast mætti hjá því að ávinningur samninga yrði strax aftur tekinn í samræmi við reynsluna af víxlhækkun kaups og verðlags. Pessa leið kallaði ríkisstjórnin skatta- lækkunarleiðina og átti hún að vera í því fólgin að Iaunafólk fengi raunhæfar kjarabætur í formi niðurfell- ingar á tekjuskatti. Sannleikurinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hugð- ist ekki í neinni alvöru taka upp lækkun tekjuskatts og allt tal hennar í þá átt var blekking ein og til þess gerð að villa um fyrir verkalýðshreyfingunni. Letta sést best á því að í skattalækkunarumræðum ríkisstjórnarinnar var aldrei í raun fullljóst hvernig standa ætti að lækkun tekjuskattsins. Hefði ríkisstjórninni hins vegar verið alvara hefði hún auðvitað lagt fram fullmótaðar tillögur um skattalækkanir strax í sumar í stað þess að slengja fram óljósum hugmyndum þar að lútandi í haust þegar samningaviðræður voru langt á veg komnar. Ríkis- stjórninni var sem sé engin alvara með skattalækkunar- tilboðum sínum, þar var sýndarmennskan ein á ferð- inni. En hvers vegna greip ríkisstjórnin til gengisfellingar- innar nú? I umræðum um gengisfellinguna hefur komið frant að hún var engin efnahagsleg nauðsyn eins og ríkisstjórnin vill vera láta. Gengisfellingin var fyrst og fremst pólitísk hefnd gagnvart því fólki sem krafist hefur þess að fá að lifa mannsæmandi lífi við mann- sæntandi kaup. Hún var hefnd gagnvart þeim sem lögðu á sig erfitt verkfall í október til að ná fram örlitlum leiðréttingum á bágum kjörum. Þannig var gengisfell- ingin vopn ríkisstjórnarinnar í þeirri markvissu viðleitni sinni til að berja verkalýðshreyfinguna til hlýðni. En verkalýðshreyfingin má ekki láta brjóta sig á bak aftur. Hún verður að standa þétt saman og í krafti samtakamáttarins á hún að knýja ríkisstjórnina til þess að láta af fjandsamlegri stefnu sinni gagnvart launa- fólki. Og ríkisstjórninni verður að skiljast að verka- lýðshreyfingin ber ekki ábyrgð á ógöngum í íslensku efnahagslífi nú frekar en fyrr, þar er við allt aðra að sakast. Ríkisstjórninni verður einnig að skiljast að hún brýtur ekki niður verkalýðshreyfinguna hvernig sem hamast verður því verkalýðshreyfingin er of sterk til þess að svo megi verða. 35. þing A.S.Í. S.l. mánudag hófst 35. þing Alþýðusambands ís- lands. Verkefni þingsins að þessu sinni eru fjölmörg. Fjallað verður um vinnuverndarmál, tölvumál, efna- hagsmál, málefni aldraðra og fatlaðra, lífeyrismál, auk fjölda annarra mála. En höfuðmál þingsins verða án efa kjaramál enda ofur eðlilegt að svo sé nú við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu. A.S.Í. þingið verður að móta þá baráttu sem óhjá- kvæmilega er framundan vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar gegn launafólki. Launafólk væntir því mikils af þessu þingi. Megi á þingi A.S.Í. nást víötæk samstaða um baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir mannsæmandi launum á íslandi. . —R.Ó. Flokksráðsfundur Alþýð ub andalagsins Dagana 16.-18. nóv. s.l. var flokksráðsfundur Alþýðubanda- Iagsins haldinn. A þeim fundi var m.a. samin ítarleg stjórnmála- ályktun og fara hér á eftir nokkrir þættir úr henni. Staða kvenna Flokksráðsfundur vekur at- hygli á þeirri staðreynd að enn skipa konur lægstu launaflokk- ana. Nýgerðir kjarasamningar og almenn þátttaka kvenna í verkfalli BSRB breyttu þar engu um. Launamisrétti hefurá engan hátt minnkað. Yfirborg- anir, duldar greiðslur og önnur fríðindi standa konum ekki til boða. Langt er frá því að dag- laun mikils hluta launafólks dugi til framfærslu og konur sent búa við tvöfalt vinnuálag vegna umönnunar barna, eiga óhægt með að taka þátt í þeirri yfirvinnuþrælkun sem hér er landlæg, til að bæta tekjur sínar. Mikill hluti kvenna vinnur í tímamældri ákvæðisvinnu, en sú vinna einkennist af einhæfni, miklum vinnuhraða, þrúgandi vinnutilhögun og veldur ó- tímabæru sliti. Brýnt er að bæta starfsskilyrði og hækka laun í þessum störfum. Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins 1984 lýsir stuðn- ingi við Samtök kvenna á vinnumarkaðnum og hvetur konur til að taka þátt í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Jafnframt skorar flokksráðs- fundurinn á BSRB að nýta sér- kjarasamninga sína til að frá fram verðugt mat á störfum kvenna. Sósíalistar, karlar og konur, hljóta að berjast gegn því mis- rétti sem konur eru beittar á vinnumarkaðinum og vanmati á störfum þeirra, hvort heldur er í framleiðslu- eða þjónustu- greinum. Sú barátta er ekki einkamál kvenna. Jafnrétti til náms Flokksráðsfundurinn áréttar að jafnrétti til náms er einn af hornsteinum lýðræðisins. Sú leið, sem m.a. hefur verið farin til þess að tryggjaþetta jafnrétti er Lánasjóður íslenskra náms- manna. Með niðurskurði fjár- veitinga til Lánasjóðsins nú er sú stefna hins vegar mörkuð, að framhaldsmenntun skuli ein- ungis verða á færi hinna efna- meiri. Þessi niðurskurðarstefna er hættuleg og mun Alþýðu- bandalagið berjast af alefli gegn þeim miðaldahugsunar- hætti sem í þessum aðgerðum birtist. Launamál 1. Alþýðubandalagið vill styrkja lýðræði og almenna virkni innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Verkfall BSRB sýndi hvernig verkalýðshreyf- ing sem treystir á fjöldamáttinn og almenna þátttöku getur náð árangri. 2. Alþýðubandalagið berst fyrir efnahagsstefnu sem bygg- ist á hagsmunum launafólks og annarrar vinnandi alþýðu: a) Við viljum að fjárfesting verði undir virku samfélagslegu eftirliti og stjórn með það fyrir augum að koma í veg fyrir ranga fjárfestingu. b) Við viljum vernda kaupmátt launa með því að færa aftur fé frá milliliðum til launafólks og lífeyrisþega. c) Við leggjum áherslu á að undirstaða allra framfara í landinu er öflugt menntakerfi, sem tekur mið af menningar- legum þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Við mótmælum því þeirri aðför að menntun og menningu sem átt hefur sér stað í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. d) Við viljum gera áætlanir um nýskipan atvinnulífs með þátt- töku fólksins í einstökum at- vinnugreinum og byggðarlög- um, sem miða að því að tryggja atvinnu handa öllum. e) Við viljum vernda og auka samneyslu í landinu. 3. Alþýðubandalagið berst fyrir auknu lýðræði í samtelag- inu, með betra upplýsinga- streymi til almennings, með eftirliti og stjórnun starfs- manna í fyrirtækjum og með því að helstu embættismenn gegni störfum aðeins í ákveð- inn tíma og æviráðningar verði afnumdar. 4. Alþýðubandalagið stefnir að því að til valda komist ríkis- stjórn sem getur framkvæmt þessa stefnu. Slík ríkisstjórn yrði stjórn launafólks. Hún mundi ráðast gegn því stirða stjórnkerfisbákni sem liggur eins og mara á þjóðfélaginu. ATVINNA Okkur vantar starfsfólk til verslunar- og skrif- stofustarfa. Nánari upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri. i kaupfelag VESTMAN KAEYJ A Nú er aðventuhelgi Höfum allt efni til aðventu- og kertaskreytinga. Tökum upp gamla aðventuhringi og gerum þá sem nýja. Opið alla helgina og allar helgar fram að jólum. Sími 2047 VESTMANNAEYJABÆR Fjárhagsáætlun 1985 Vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1985 er þess farið á leit, að þau félagasamtök sem hyggjast sækja um styrk og/eða niðurfellingu á fasteignaskatti á árinu 1985, skili inn erindum þess efnis fyrir 15. desember n.k. Félagasamtök sem notið hafa styrks á liðnum árum og hyggjast sækja um á árinu 1985, eru minnt á að skila inn ársyfirlitum. Jafnframt er þeim sem áhuga hafa á að koma að hugmyndum varðandi reksturs- og/eða fram- kvæmdaáætlun bæjarsjóðs vegna ársins 1985, bent á að koma þeim á framfæri fyrir 15. des- ember n.k. —Bæjarstjóri.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.