Eyjablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 3
Um steinaldar- mennsku í mat- vælaframleiðslu Verkalýdsmál Umsjón: Elías Bjömsson eða þannig sko! o.fl Auðlindir hafsins eru sameign allra íslendinga Það er áberandi á götum hér í bæ, hversu oft fiskur liggur, eftir að bílar með fiskkassa hafa farið um. Nú er vart hægt að kenna bílstjórunum um, því þeir keyra allir löturhægt með kassana, sé staflinn hár. Hér vantar einhvern útbúnað til að halda kössunum með eins- konar spennibúnaði. Athug- andi væri að fá Sigga Óskars uppfinningamann til að leysa þrautina. Svo að við höldum áfram spjallinu, um fagran hreinlegan bæ, þá eru fiskvinnslustöðv- arnar allar í mikilli framför í hreinlæti. Þó er erfitt að halda öllu hreinu, þar sem ekki er malbikað í bak og fyrir, og er þeim vorkunn sem svo er statt um. En að öðrum ólöstuðum, finnst mér ísfélagið bera nokkuð af þeim stóru í fisk- vinnslunni. Stóra vandamálið í fiskvinnslunni er að komast af því stigi að vera aðeins hrá- efnisframleiðendur fyrir þjóðir sem kunna að notfæra sér asnahátt okkar, sem fram að þessu höfum eingöngu hugsað um tonnafjöldan, en ekki hvað hægt væri að gera úr því sem veitt er. Að skapa mikil verð- mæti úr fullunninni vöru. Pað er ekkert lögmál sem segir, að við verðum að reisa verk- smiðjur í útlöndum til þess að gera okkar fisk tilbúinn á pönnuna. Og hvað með hag- kvæmnina? Hefur ekki fólkið í „Coldwater” svona helmingi hærra kaup en hér heima. Við seljum hrogn til Dana, Svía og Norðmanna, sem tífalda verð- mæti hrognanna. Síðan kaup- um við hrognin í túpum frá Norðmönnum, „Norsk spesial fine kaviar”. Og frá Dönum kaupum við grásleppuhrognin aftur sem litaðan kaviar, eftirlíkingu styrjuhrogna. (Styrjan er nú á leiðinni með að verða útdauð?. Það var rætt um það fyrir nokkru, að við gætum ráðið grásleppuhrognamarkaðnum vegna stærðar okkar hluta í þeirri veiði. Ekkert hefur skeð þar. Við kaupum „sardínur” (smásíld, kræða) alla leið frá Portúgal (það er svona álíka og að Rússar færu að kaupa vodka héðan). Svíar frændur vorir, gætu selt allt það málmgrýti sem þeir grafa úr jörð á góðu verði. En þeir hafa vit á því að gera það ekki. Þeir smíða úr sínu stáli heimsins bestu vélar og verk- færi, hagnast reyndar það vel að þeir eru ein ríkasta þjóð heims. Hvernig væri að við færum að framleiða heimsins bestu matvæli úr okkar sjávar- fangi, tilbúið á borðið í fagur- lega hönnuðum umbúðum, — og leggja nú af alla gúanó- dýrkun. Til þess að þetta verði að veruleika, verðum við að muna, að bókvitið verður ein- mitt í askana látið! Þræl- menntað fólk í sölutækni, markaðskönnun, umbúða- hönnun og sölusálfræði. Það sagði mér frú hér í bæ, sem vel þekkir til, að á dögum „Scandinavia Today” sem haldnir voru vestra, hefðu amerískar húsmæður komist í kynni við íslenskar fiskbollur (a’la amma) með Iauk og öðru góðu kryddi. Það mun hafa verið piltur frá Vestmanna- eyjum sem matbjó þetta. Þessar konur höfðu aldrei bragðað annað eins hnossgæti úr fiski. Markaður er til, fyrir úrvals matvæli víða um heim. Það er að finna hann, og vinna. Vit- legra væri að setja þau hundruð milljóna króna, sem henda á í herbraskið á Keflavíkurflug- velli, í markaðsleit, tilrauna- framleiðslu og auglýsingar fyrir framleiðslu okkar. Kvótabraskið er nú farið úr öllum böndum. Mér sýnist best, úr því sem komið er, að halda ónýttum kvóta heima í héraði. Síðan yrði Sjómannafélaginu Jötni og félagi útvegsmanna falið að endurúthluta til báta kvóta sem eftir stæði. Sem sagt, ekki gramm af kvóta héðan. —Sig. Sigurðsson. Það ætti að vera hverju mannsbarni ljóst að sjávar- útvegurinn er sú atvinnugrein sent ber uppi þjóðarbúið að verulegu leyti. Því er það ótrú- leg ósvífni þegar því er haldið fram, eins og þráfaldlega hefur verið gert undanfarið, að verið sé að greiða með sjávarút- veginum. Þessu er nefnilega þveröfugt farið því ýmsum aðilum í rekstri er haldið á floti með peningum sem dregnir eru út úr sjávarútveginum. Á sama tíma og það gerist er sjávar- útveginum haldið í fjárhagslegu svelti, svo einfalt er það dæmi. Hvað sjómenn varðar hefur ríkisvaldið séð til þess að láta þá blæða þegar rétta þarf hlut útgerðarinnar því jafnan er leitað beint í vasa þeirra þegar svo stendur á. Sumarið 1983 voru t.d. tekin 35-40% framhjá skiptum í þessu skyni. Þegar þannig er haldið á málum liggur auðvitað í augum uppi að hlut- ur sjómanna úr afla er vægast sagt bágborinn. Og ofan á allt þetta bætist svo hið kolbrjálaða kvótakerfi sem hreinlega er að ganga frá sumum útgerðum og rýrir hlut sjómanna um ómæld prósent. Kvótakerfið Á síðastliðnum vetri var sett svokallað kvótakerfi á flest allar fisktegundir þó svo að Sjómannasamband íslands hefði óskað eftir að þarna yrði eingöngu um þorskkvóta að ræða. Raunin varð sem sé önnur. Þegar við hjá Sjó- mannafélaginu Jötni fréttum hvert stefndi kom stjórn félags- ins saman til fundar og sam- þykkti að senda fulltrúa okkar í kvótanefnd svohljóðandi skeyti: „Stjórn Jötuns skorar á Sjó- mannasamband íslands að beita sér gegn kvótaskiptingu á aðrar bolfisktegundir en þorsk”. Kvótakerfið er kjaraskerð- ing á sjómenn allt að 20-30% og hefur það margsýnt sig að kerfið allt var unnið í fljótfærni og í mikilli tímaþröng. Tel ég að betur hefði verið heima setið en af stað farið því það hefir komið í ljós að flest allar tölur um veiðar á árinu hvað varðar úthlutun standast hvergi og vitnar þorskkvótinn best þar um. Sjómannafélagið Jötunn lagði til að leyft yrði að veiða 260.000 tonn á árinu. Sjó- mannasambandið skar þá tölu niður í 240.000 tonn. Sjávar- útvegsráðherra skar þá tölu niður í 240.000 tonn en út- hlutaði síðan 255.000 tonnum að minnsta kosti. Þetta er lítið dæmi um þá óráðsíu sem ríkir í fiskveiðistefnu okkar íslend- inga og er ekki nema von að svo sé þar sem mennirnir sem mest vit hafa á þessum málum þ.e.a.s. þeir sem vinna við sjávarútveginn, sjómenn og út- vegsmenn, fá engu um stefnuna ráðið. Ekki var s.l. vertíð Iiðin þegar fór að kvisast út að nú ætti að skipta humrinum eins, taka meðaltal af afla síðustu þriggja ára og skipta eftir því með einhvers konar frádráttar- formúlu sem fáir botna í og ákveða síðan humarafla á hvern bát. Mér skilst að all- flestir humarbátar úr Vest- mannaeyjum hafi farið með skertan hlut frá borði í sam- bandi við úthlutun humar- kvótans. Og í dag er þannig staðið að framkvæmd kvótafargansins að smábátum 10 tonn og þar fyrir neðan er meinað að stunda veiðar. Með því er verið að gera fjölmarga smábátaeigendur sem hafa sjómennsku að starfi atvinnulausa. Þetta er þvílík fá- sinna að vart tekur tali og svona ákvörðunum verður að breyta. Annað sem kvótakerfið býður upp á er sala fiskkvótans rnilli útgerða. Útgerðarmenn geta sem sé selt óveiddan fisk fyrir peninga sem þeir síðan stinga í eigin vasa. Eftir situr síðan áhöfn með sárt ennið því ekki fær hún krónu af sölunni á kvótanum. Þarna er verið að afhenda útgerðarmönnum einum auðlindir hafsins. Þetta er auðvitað hneisa því ef flytja .þarf kvóta milli báta á Sjávar- útvegsráðuneytið að gera það á sama hátt og það getur úthlutað kvótanum almennt. Alla vega á það ekki að líðast að einhverjir útvaldir geti hagnast á sölu auðlinda sem eru sameiginleg eign allra íslendinga. Ég held því hiklaust fram, og það gera reyndar fleiri, að kvótaskiptingin sé í raun brot á stjórnarskrá íslands því þegar skipta á auðlindum eins og sjávarafla bera að gera það þannig að enginn hagnist um- fram annan við þá skiptingu. Kvótaskiptingin gengur í þver- öfuga átt. —Elías Björnsson. Tökum upp nýjar vörur daglega Opið laugardag 1. des. frá kl. 9-12. Vantar menn í vinnu Vélvirkja, plötusmiði og verkamenn. Upplýsingar á staðnum. SKIPALYFTAN HVs VESTMANNAEYJUM Kynnið ykkur innlánsreikninga með ábót ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS — VESTMANNAEYJUM

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.