Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 7

Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 7
EYJABLAÐIÐ 7 ganga niöur bryggjuna með skóflur um öxl. Þetta voru miklar prósessíur og flestir fengu vinnu. Lifur var lögð inn í Fram- brasið, en beinin, hausa og hryggi lét kaupandi, Fiski- mjölsverksmiðjan, sækja að króardyrum. Leiðin austur í Fram var fremur erfið með fullan vagn. Mér virtist þessi bræðsla með þeim betri. Tveir menn tóku á móti lifrinni og bræddu í stórum pottum. Þeir báru lifrina í stampi á milli sín upp á pall og hvolfdu í körin. Áður fyrr var algengt að konur störfuðu að bræðslunni. Loft var lævi blandið, sérílagi í nánd við höfnina. Þar lá afbeita í hrúgum við skúrana og úldn- aði. Frá bræðsluskúrunum lagði vondan fnyk, en verst var þetta í vesturbænum því þar voru felstir skúrarnir. Við Herjólfsgötu voru lengi 5 grútarskúrar. Árið 1914 kærðu 25 hús- ráðendur í vesturbænum til heilbrigðisnefndar mengun af völdum bræðslunnar, sem suntir nefndu bras eða grútar- bras. í kæruskjalinu segir, að bræðslurnar valdi óþægindum og óþrifum, óþef. Loftið sé svo spillt af óþef að ekki sé hægt að opna glugga í húsum, „því þá fyllist þau af andstyggilegri grútarfýlu”. Þetta heilsuspill- andi loft séu íbúarnir neyddir til að þola mikinn part ársins. Þá séu grútarhrúgur á víðavangi og verði að maðkaveitu þegar hlýni í veðri. Skorað er á heilbrigðisnefnd að banna eigendum skúranna að bræða Iifur í þeim og láta flytja þá ,,í hæfilega fjarlægð frá híbýlum vorum”. Ánnað hvort var, að grútar- kóngar vildu hvergi þoka eða Flestir voru skúrarnir á sínum stöðum 1930. Stóðsvotil 1932, en þá var Lifrarsamlag stofnað og reist var fullkomin vinnslu- stöð. — Vinnusjúkdómar Á þessum tíma urðu margir aðgerðarmenn handlama, svo og ofþjakaðir af vökum. Menn fengu skurfur á hendur, stungu sig á beinum og fleiru. Þá var sagt að menn væru krambúler- aðir. Saltið át sig inn í hend- urnar, svo var sífellt verið með hendurnar ofaní óþverraskolpi í þvottakörunum. Þá voru gúmvettlingar ekki komnir á markað. Voru þá mest brúk- aðir strigavettlingar, sem létu fljótt á sjá. Ég varð bakteríunum auð- unnin bráð fyrstu vertíð mína í Eyjum. Nálægt páskum varð ég útsteyptur óþverra sem fólk kallaði tlugusull. Sigurður fór með mig til Ólafs Lárussonar héraðslæknis og bað hann líta á þennan kaunum hlaðna að- gerðarmann sinn. Hann sagði að ég ætti að hætta í aðgerðinni tafarlaust. Fór ég nú til Ólafs læknis daglega. Var frú Sylvía Guð- mundsdóttir (frá Háeyri) Ólafi lækni til aðstoðar næstum hvern dag. Flugusullurinn hvarf, en nú fékk ég vondan verk í vinstri hönd. Varð ég svo illa haldinn að jafnvel matarlyst minnkaði, svaf illa og gat lítið lesið. Var helst á rölti útivið og þá helst á bryggjunum. Eftir nokkra daga krukkaði Ólafur læknir í þumalfingur vinstri handar, en ekkert kom út þar. Enn liðu nokkrir dagar og þá tek ég eftir því, að graftarlitur er kominn undir húðina á þumalvöðva vinstri handar. Loksins kom óvinurinn í ljós. Ég til Ólafs læknis léttstígari en fyrr. Olafur læknir var fljótur að spretta upp húðinni og lét renna í ílát. Frú Sylvía hélt í höndina, ég horfði á. — Verið þér ekki að horfa á þetta, segir læknirinn. Nú fór mér dagbatnandi og fljótlega gat ég farið að vinna, en vöðvinn var lengi að hold- fyllast. Mér féll sérlega vel við læknishjónin. Læknishjálpin öll kostaði 50 krónur. Það þótti og var vel sloppið. — Eftir þessa hremmingu bar ég lampaspritt á hendurnar eftir vinnu og fékk ekki ígerð framar. Þessar vondu vikur var rosk- in kona, Guðrún Magnúsdóttir á Svalbarði, ráðin í aðgerðina. Hún var þaulvön tlatningu. Elínborg, dóttir Skuldarhjóna, var oft nteð Guðrúnu í aðgerð- inni. — Önnur verferð Næstu vertíð var ég enn ráð- inn að Skuld. Var vel fagnað sem hverjum öðrum heimilis- manni. Þannig var það á vertíð í Eyjum, aðkomumenn teknir Framhald á næstu opnu Breiddur fiskur á stakkstæðum sunnan Barnaskólans og Landakirkju eða í Löngulág „Fiskhús í Skipasandi” (krær) voru 160 um 1930. Þá voru komin til sögu nokkurstór aðgerðarhús ásamt veiðarfæra- geymslum upp af Skildinga- fjöru. Tanginn (Gunnar Ólafs- son og Co.) og Gísli J. Johnsen, áttu fjölda báta og mjög stór aðgerðarhús. Hús Gísla þótti svo víðáttumikið að það gekk jafnan undir nafninu Eilífðin. Krærnar voru misstórar. Kró Sigurðar í Skjaldbreið var með þeim stærri, 9,6 m á lengd og 6,5 á breidd. Meðalstærð 6 x 4-5 og þaðan af minni, 3x4 metrar. 5 álna breiður pallur var milli króaraða. Kró Sigurðar í Skuld var nr. 109 á vestustu Pöllunt (vestan við íshúsið). Uppkeyrslan var því með því lengsta. Við að- gerðarskarfar vorum dráttar- dýrin. Páll Kolka læknir í Eyjum og víðar og bæjarfulltrúi, skrifaði svo í tímaritið Perlur 1930: „Á ófriðarárunum og fram til 1920 var milljónagróða ausið upp úr sjónum, en Iítið af því fé var lagt fyrir í kistu- handraðann. Þá var hér ný landnámsöld ... Útvegsmenn þurftu að byggja sér ný fiskhús í stað gömlu kofanna, þurrkreiti undir aukna aflann, fullkomna báta í stað þeirra gömlu ...” Það voru þó alltof fáir sem Iögðu peninga í að byggja ný fiskhús í stað gömlu kofanna, sérílagi smáútgerðarmennirnir. Fjöldinn allur átti part í bát og hver og einn að bauka útaf fyrir sig. Barnið óx en brókin ekki. „Gömlu kofarnir” voru enn við lýði, frá fyrstu árum vélbát- anna. 1930 og lengur áttu þeir að taka við margfalt meiri afla. Slíkt dærni gat ekki gengið upp. Þorsteinn Jónsson í Laufási skildi hvar skórinn kreppti í þessu efni og sjálfur byggði hann eitt fyrsta aðgerðarhúsið, og rúmgott á þeim tíma. Hann segir í bók sinni Aldahvörf í Eyjunt (bls. 129): „Það var vegna þessa vandræðaástands í húsnæðis- málum útgerðarinnar, og vitan- lega um leið vandræðum okkar, að ég og Geir Guðmundsson á Geirlandi byggðum aðgerðar- hús haustið 1907, sem þá þótti stórt, fyrir neðan Strandveginn. Voru steyptir undir það stöplar allháir. Þetta var fyrsta húsið af ntörgum tugum slíkra, sem þarna þutu upp á næstu árum, því að þarna varð aðalathafna- svæði Eyjabúa. Var þetta skipulagt og kallað niður á Pöllum. Öll umferðin fór fram eftir trébryggjum og trépöllum, á meðan handvagnar voru aðalflutningstækin. Þarna mátti sjá all einkennilega húsa- skipan, þar sem sjór var oftast undir húsunum. Hélst þetta nær óbreytt í rúm 20 ár, uns bílarnir tóku við af hand- vögnunum og Iéttu af mönnum mestu drápsvinnu, sem ekki var annarra en afrendra dugnaðar- manna að leysa af hendi. Var það algengt að hlassið, sem hver maður ók í ferð, væri um hálft tonn að þyngd. Þessu var ekið 3-500 metra um um- ferðarmikinn og erfiðan veg í sum húsin. Sögðu flestir, að þeim fyndist aðgerðinni að mestu lokið, þegar lokið var að koma aflanum upp í aðgerðar- húsin.”. Strandvegurinn var oft blautur og holóttur, en verst var þegar snjóaði, en það var sent betur fór ekki oft. Þá var Svarta húsið hans Gunnars Ólafssonar illur þrándur í götu. Þetta var fisk- hús og skagaði langt út í Bæjar- bryggjuna. Var því allt of þröngt efst á bryggjunni og lentum við oft í umferðarþvögu með fulla vagnana. Húsið var skipulagshneyksli og var látið viðgangast af því að Gunnar átti „svarta kofann”. Hús þetta var mikið deiluefni og gekk Páll Kolka harðast fram, þeirra er vildu ryðja því úr vegi. Gunnar skrifaði bók til varnar kofa sínum. Ég var heilsuhraustur, ungur og bærilega sterkur. Því þoldi ég á þessum árum þá þræla- vinnu og vökur sem landvinnu- menn lögðu á sig á aflaárunum eftir 1930. — Aðgerðin Kominn til Eyja í janúar 1930, á mína fyrstu vertíð, kunni ég ekkert til verka. Gamall verkamaður, Sigurðurí Hraungerði, var settur til að kenna mér að hausa, fletja og salta fisk. Hann var þaulvanur aðgerðarmaður og vandvirkur. Ég var nokkuð svo með bögg- urn hildar útaf því að bera ábyrgð á verkun aflans. Ef illa til tækist mundi ég valda hús- bændum mínum stórum skaða. Eftirá var ég hálfhis'sa að mér skyldi treyst til þess arna. Handtökin við flatninguna voru af gömlurmskóla. Ólipur flatningsmaður lengdi vinnu- tíma sinn. Þetta varð til þess að ég náði ekki æskilegum hraða fyrr en á annarri vertíð, en þá hafði ég lært önnur handtök. Þá bætti ekki úr skák, að allan sundmaga átti að hirða, en að því var mikil töf og slævði bitið í hnífunum. Var sundmaganum formælt í hverri kró. Hann er þó lostæti upp úr súru. Sjór til að þvo fiskinn var dreginn upp um op á króar- gólfinu og var mengaður rotn- andi efnum. Á fjöru voru þessir undirheimar á þurru. Vegna þess þurfti að fylgjast með sjávarföllum til þess að endur- nýja í körunum. Þar var iðulega ærið jasturskennt á botninum. Furða hvursu vel fiskurinn leit út úr hvítu salti. En það hefði kannski orðið upplit á neyt- endum og kaupendum ef þeir hefðu fengið sér spássertúr undir Palla. Vinnuaðstaða var frumstæð. Til að mynda dró ég saltið í gömlu bjóði (flatbotna). að söltunarstíunni og dróst ekki vel á saltblautu gólfinu. Svo fékk ég hjólbörur. Vegna pláss- leysis varð að hafa fiskstæðurn- ar óhæfilega háar og standa síðast upp á borði við verkið, seinleg vinnubrögð. Vertíðina 1930 var fiskurinn smár. Fóru um 150 í skip- pundið af þurrkuðum þorski en um 70 árið áður. 1929 var þorskurinn seldur upp úr sjó á 1 krónu stykkið, sama verð 1930. Þó sögðu mér menn, að þeim hefði boðist þorskur á 50 aura 1930 og 1931. Fiskkaupmenn töpuðu. Saltið var sótt í handvagnin- um í Kf. Fram, drjúgur spölur. Verst var þó að geta ekki sótt nema lítið í einu vegna pláss- leysis. Þegar saltskip kom var saltinu ekið í vörubíl að króar- sundinu og mokað af bílnum í handvagna. Saltskipin gátu ekki lagst að bryggju, voru nokkra metra frá Bæjar- bryggju. Ofaní lest var mokað í saltmál. Þá híft og hellt í upp- skipunarpramma. Úr honum mokað á lágbryggju svokall- aða. Af bryggju á bíl og þá haldið af stað svo langt sem komist varð að fiskhúsunum. í nýju húsunum var bílunum ekið inn að gafli. Þegar saltskip var komið mátti sjá verkamannaskarann Svona voru Pallakrærnar

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.