Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 9

Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 9
EYJABLAÐIÐ 9 hann til aögerðar 3-4 háseta- hluti af þeim bát. Var Sigurður nú hættur að róa á vetrarvertíð og fór nú í aðgerð með mér. Sigurður var silfursali (útibú frá Reykjavík). Seldi þá fyrir gull- smið syðra. Því var það stund- um, þá er aðgerð stóð sem hæst að einhver af fínni frúm bæjar- ins var komin í skartgripahug- leiðingum. Þurfti Sigurður þá stöku sinnum að fara frá vegna þeirrar höndlunar. Leit ég þessa verslun heldur óhýru auga. — 23. febrúar á minnisblöðum: „Allmikili afli í dag. Borga skuldir. (Líklega tekið lán til að borga þær). í kvöld stórhríð og kyngdi niður óhemjumiklum snjó”. 24.2. „Bjóst við að báturinn væri í landi, en það brást. Óskemmtileg aðkoma i krónni. Kuldi mikill og sundið (króar- sundið) hálffullt af snjó”. Frá 20. febrúar til mánaðar- móta mikill afli, 12-1900 í róðri. Eftir miðjan mars gerði mikla aflahrotu, fengu margir bátar 25-3000 í róðri. 15. mars kom Maggý með 2000. Ekki svo lítið á 17 tonna bát. „Nú er það þorskurinn sem ræður og regerar”. 21. rnars. „Tókum slurk af salti í okkar fínu salarkynni”. Vinnupláss svo borulegt að varla var hægt að sækja salt nema í einn róður í senn þá er vel aflaðist. Dálítið gat bjargað í bili þegar saltfiski var pakkað til útflutnings. Það var kallað að selja upp úr salti. — Þá var kominn aprílmánuður og þá brást ekki afli áður fyrr. 2. apríl: „Á lappir klukkan 8 til að undirbúa pökkun á salt- fiski. Byrjað á því kl. 11. Unnið við þetta til kl. 12 á miðnætti. Þá ógert að 700 sem liggja til morguns”. 3. apríl: „Klukkan 6 í morgun byrjuðum við á aðgerð. Lokið laust eftir hádegi. Þá ekki saltkorn til ... Um kvöld- ið búinn að fá inflúensu”. 5. „Skárri af inflúensunni. Umsaltað til hádegis til þess að fá pláss. Fórum þá að salta 3ja daga gamlan fisk. Hlutamenn eiga hann. Klukkan 6 sd. farið að fletja. Klukkan 9 kom Guð- mundur frá Sandlæk og vann með okkur þar til lokið var aðgerð þann daginn”. 10.4. „Maggý kom kl. 1 með 1700 og út aftur. Ekkert salt og enran bíl að fá. Var búinn að fletja þegar báturinn kom aftur klukkan 11 um kvöldið; þá allt ósaltað. Ókum fiskinum í kös undir gaflinn á Svartahúsinu. Geymdum þar úti 600 fiska. Önnur 600 ósaltað inn í kró. Ekki saltkorn til. Svona er „situationen" í húsinu því". Fiski úr seinni róðri var ekki hægt að koma í hús vegna pláss- leysis. Næsta dag var aflinn meiri. Stóðum við Sigurður í kösinni frá kl. 7 að morgni til miðnættis og höfðum ekki undan. í þrent róðrum fékk báturinn á 8. þúsund af þorski. 20 apríl (laugardag fyrir páska). Tvíróið í dag. Aflinn hjá Maggý hátt í 3 þúsundir. Lukum aðgerð kl. 3 um nótt- ina. 1. maí. Allir bátar á sjó og mikill afli. Engin hátíðarhöld. i Enn átti ég eftir að ríkja með sóma og sann á hinum há- timbruðu Pöllum í tver vertíðir, 1936 og 1937. 1936 dróst að vertíð hæfisy vegna verkfalls. Þetta var fremur léleg vertíð, öngvar stórar aflahrotur. Af- koma fór versnandi, var þó vond fyrir. 1. maí var mikil kröfuganga, talið að a.m.k. þúsund manns hafi verið í göngunni. — Vertíðin 1937 var slæm. Margir slyppifengir í lokin. í febrúar og mars voru sjóveður góð, en afli rýr. Þó kom ein stór hrota í apríl. Þá tvísótti Guðni formaður á Maggý einn daginn. í Kötukró komu þá 700 þorskar vænir og fylltist sölt- unarplássið. Það var nú ekki meira að láta. En þetta stóð ekki lengi. — Eftir þessa vertíð hætti Sig- urður í Skuld útgerð. Ég réðst þá til Jóns Ó. E. Jónssonar. Hann átti einn fjórða í Tjald- inum, 12 tonna bát. Herbergi og fæði í Skuld eins og áður. Má segja, að þar væri annað heimili mitt þennan kreppuáratug og ekki á kot vísað. Jón Ó. E. er Eyfellingur. Hann er skáldmæltur eins og fleiri úr þeirri sveit, vélsmiður að mennt. Stafirnir Ó. E. standa fyrir Ólafur Eymunds- son. Er það góð aðgreining frá hinum mörgu Jónum Jónsson- um. Eftir átta vertíðir voru Pall- arnir kvaddir með öngvum söknuði, þetta víti aldarinnar. • Fiskhús Jóns Ó. E. var stein- hús, stóð sunnan Strandvegar. austan Formannabrautar, Lifrarbræðsluskúrarnir gömlu nokkra faðma frá Bæjarbryggj- unni. I húsinu var þægilegt vinnu- pláss, en þó í minna lagi þeear vel fiskaðist. Varð því að ifm- salta allmikið af fiski uppi á Ioftinu. Afli var tregur þær þrjár ver- tíðir sem ég var hjá Jóni Ó. E, Voru því góðar hættur eins og sagt var. hóflegur vinnutími. Jón var vélsmiður í Magna. Eftir vinnutíma í vélsmiðjunni snaraði hann sér í flatningu. Aflinn var þó oft ekki meiri en svo, að ekki hefði verið of- verkið mitt að gera honum öll skil. Við flatningsborðið var margt spjallað um lífið og þess aðskiljanlégu náttúrur. Síðustu vertíðina, 194Q, réði Jón pilt frá Stokkseyri \ að- gerðina mé til halds og trausts. Þá keypti Jón Ó. E. til viðbótar hásetahluti. Jón gerði vel upp þó vertíðir gerðu hann ekki ríkan. — Margir kunningjar Á Pöllum kynntist ég mörg- um mönnum og nokkra man ég enn, en nefni fáa. Guðmundur Ámundason frá Sandlæk í Hreppum var aðgerðarmaður hjá Guðna Grímssyni formanni á Maggý amk. tvær vertíðir. Sérlega hress til Iíkama og sálar og hörkuduglegur. Skeminti- maður í kynningu, söngmaður ágætur í frægum Hreppakór. Guðmundur er einn afkom- enda Lofts á Tjörnum, sem var sérkennilegur kjarnakarl og af honum margar fyndnar sögur. — Guðmundur er stórbóndi á Ásum í Gnupverjahrepp. Bárður Lárusson kyndari var aðgerðarmaður í Evjum eina vertíðina. Bárður varskemmti- legur í viðræðu og greindur í besta lagi. Hann var sonur séra Lárusar Halldórssonar á Breiðabólstað á Skógaströnd. Bárður var fæddur 7. maí 1903 ög bjó með móður sinni í Rqykjavík. Hann fórst með t'ggaranum Ólafi á Halamiðum snemma í nóvember 1938. Þá fórst Iíka Halldór bróðir hans, vélstjóri. — Á þessum árum hélt Júlíus Ólafsson frá Miðjanesi á Barðaströnd smábarnaskóla í Eyjum. Hann var tengdafaðir Kristjáns Linnet bæjarfógeta. Júlíus var af breiðfirskum ættum. Hann var búfræðingur og kennari á ýmsum stöðum 1883-1907. Júlíus lagði á margt gjörva hönd, verslaði á Vopnafirði og símstjóri þar um skeið. Flutti til Reykjavíkur um 1910 og rak þar verslun í Sölu- turninum gamla við Hverfis- götu. Bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit nokkur ár. Sonur er Játvarður Jökull, bóndi og rithöfundur á Miðja- nesi. Nú ber svo við nær lokum 1935, að virðulegur kennari, Júlíus, leggur Ieið sína niður á margnefnda Palla. Spyr Sigurð húsbónda minn, hvort hann eigi trosfisk er væri falur við vægu verði. í kró var nokkur stafli af gamalli keilu og skötu og öðru trosdóti verðlitlu. Var þó minna en Guð gaf, því stundum datt ein og ein keila niður um palla í ógáti eða svo- leiðis. Okkur aðgerðarskörf- unum var illa við keiluna, af því að vont var að fletja hana, er sleip. Hitt er annað mál, að betri fisk fæ ég varla en salt- keilu, helst 2ja ára gamla. Ysuna gáfum við hverjum sem hafa vildi; en hún varóseljanleg nema ef hægt var að koma henni inná sveitamenn fyrir skyr. Eftir að kaupin voru gerð kom Júlíus til þess að poka vöru sína. Júlíus var hressilegur í fasi og hafði á sér nokkuð hefðar- snið. Var fróður um marga hluti. Fannst mér hann góður gestur. Hafði þessi fyrrum kaupmaður orð á því, hvursu góðan bissness hann hefði gert. Nú skyldi hann selja sveitung- um sínum þessa guðsblessun fyrir hóflegan prís, en hafa þó sænrilega fyrir sinn snúð. — Á vertð 1935 kynntumst við Hallgrímur B. Hallgrímsson á Pöllunum. Hann vann þá í að- gerð skammt frá. Mér kom hann fyrir sem glaðvær maður og óvílsamur, fremur hár vexti og með fastmótaða andlits- drætti. Áhugamaður um íþrótt- ir, en þó einkum verkalýðsmál. Hallgrímur var einn þriggja fslendinga sjálfboðaliði í lýð- veldishernum í borgarastyrj- öldinni spönsku. í apríl 1938 var Hallgrímur, ásamt sjö fél- ögum heiðraður fyrir framúr- skarandi framgöngu. Var hann þá hækkaður í stöðu í hernum. í bók Hallgríms, Undir fána lýð- veldisins, er ekki minnst á þetta atvik. — Hallgrímur fórst með línu- veiðaranum Sæborgu á leið frá Seyðisfirði að Skálum á Langa- nesi 14. nóvember 1942,32 ára að aldri. Þá fórst Edvald Val- dórsson frá Vestmannaeyjum, 1. vélstjóri á Sæborgu. — Einn hinna mörgu sem ég kynntist á Pöllunum var Guð- jón Jónsson, eyfellskur að ætt. Guðjón var greindur maður og hafði léttan húmor. Bræður hans sumir voru alvörugefnari, en áttu þó til að bregða fyrir sig kímni. Ég vann á tímabili með bræðrum Guðjóns, þeim Júlíusi múrarameistara í Stafholti og Ingibergi, föður Skúla fv. borgarstjóra í Reykjavík. Það var í Hraðfrystistöðinni. Júlíus sá um múrverk við nýbyggingar Einars ríka. Vann ég oft undir stjórn hans og féll það vel. — Guðjón og kona hans bjuggu á Jómsborgarlofti á þessum ár- um, lítilli íbúð. Kom þar stund- um í kaffi og spjall. Þröngt varí búi hjá þeim hjónum á þessum árum, en aldrei hitti ég á Guð- jón öðruvísi en glaðan og reif- an. Skopskynið gat verið fólki vörn gegn erfiðleikunum. — Síðustu árin var Guðjón bryti í Hvoli á Hvolsvelli. Hann er lát- inn fyrir nokkrum árum, fyrir aldur fram. — Of Iangt mál yrði að nefna öllu fleiri Pallakunningja. En síðast nefni ég Felix Gestsson frá Mel; þó kynntumst við ekki nið’rá Pöllum. Felix var margar vertíðir í Skuld, eftirsóttur í skiprúm. Við vorum herbergis- félagar. Betri félagi vandfund- inn. Glaðlyndur og hressilegur. Feli, en svo var hann kallaður, var lífið og sálin í ungmenna- félaginu í Þykkvabæ. Þar lék hann meðal annars Skugga- Svein. Því var það stundum á landlegumorgnum, að Feli þuldi fyrir mig langar romsur úr „rullu” Skugga og Iærði ég þær sumar. Kom það sér vel síðar. Nú er farið að „módernisera” Skugga-Svein og finna honum „nýtt inntak” eða þess háttar. Felix var illa haldinn af kölk- un síðustu tuttugu árin eða svo. En aldrei lét hann deigan síga. Þessi eftirminnilegi aldamóta- maður andaðist vorið 1980. Haraldur Guðnason.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.