Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 11

Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 11
EYJABLAÐIÐ 11 Sigurður Guttormsson: í Bjarma-pakkhúsinu Kaupfélagið Bjarmi hafði á fyrstu áratugum aldarinnar að- setur sitt í húsinu Frydendal við Njarðarstíg skammt vestan við Stíghús eða París eins og það áður hét. Hinum megin vegar- ins stóð í svo sem fjögurra faðma fjarlægð vörugeymslu- hús félagsins, er jafnan var nefnt „pakkhúsið”. Að sumrinu til árin 1922 og 1923 fékk ég vinnu í pakk- húsinu aðallega við þurrfisk. Á milli þess að metið var og pakkað vann fjögurra manna vinnuflokkur að því að um- stafla fiskinum eða bursta úr honum jarðslaga, gerðist þess þörf. Auk mín voru í þessum hópi þrjár konur, hét ein þeirra Gróa Einarsdóttir alin upp að Krossi í Landeyjum, en hinar tvær gengu aldrei undir öðrum nöfnum en Manga á Hvoli og Gudda í Framnesi. Mannmargt var í vinnunni þegar pakkað var og oftast glatt á Hjalla. Meðal þeirra er þá voru til kvaddir var Gunnar frá Kirkjubæ sonur Guðjóns Eyjólfssonar er þar bjó lengi. Einnig var þarna þá Kristján Egilsson matsmaður, en mats- mennirnir voru þá varla nefndir annað en ragarar. Voru þessir tveir oft að glettast við Gróu og tók hún því að jafnaði vel. Einhvern tíma hafði Gunnar orð á því að ekki gæti það vansalaust talist ef ekki væri tilbúið með góðum fyrirvara erfiljóð eftir svo sérstæða persónu sem Gróa væri. En engum treysti hann betur en sjálfum sér til að inna svo vandasamt verk af hendi. Svo var það dag einn að Gunnar stóð út við vegg að rista niður brigði utanum fisk- pakkana að frá honum berst þetta ljóð undir þekktu sálma- lagi: „Hún Gróa er dáin, hún dó með sjal Já er það ekki aðdáanlegt? Kristján hann grœtur þá manna mest ei meir hefði hann grátið þó misst hefð’ann hest, já er það ekki aðdáanlegt?” Gunnar var óvanalega skemmtilegur náungi og orð- heppinn með afbrigðum. Ósjaldan lét hann þau orð falla að lítill vandi væri að vera ragari það gæti hver óvalinn starfsmaður innt af höndum engu síður en þessir náungar sem þættust hafa til þess ein- hverja sérþekkingu. Þá var það einhvern daginn að þeir voru að velta fyrir sér hversu bæri að meta einhvern sérstakan fisk. Hugsuðu þeir sér að nú væri tækifæri til að ná sér niðri á Gunnari og kölluðu á hann til að skera úr. Gunnar lét ekki á sér standa en settist óðar upp á borð þeirra matsmannanna. Tók hann fiskinn og skoðaði vandlega, henti honum síðar til hliðar um leið og hann sagði: „Já, hann sleppur í blautt”. En fiskum sem ekki þóttu nægilega þurrir var kastað til hliðar. Þó að ég væri í þessum litla vinnuhópi með konunum þrem var ekki meira mark tekið á karlmennsku minni en það, að flokkurinn var aldrei nefndur annað en „Bjarmakerlingarn- ar” enda tóku þær góðu konur ekkert tillit til mín sem veru af öðru kyni og voru stundum að segja hver annarri allmergjaðar sögur þegar engir utanaðkom- andi voru viðstaddir. Einhverju sinni sagði Gróa okkur frá því, að hún hefði á sínum yngri árum verið vinnu- kona á Vertshúsinu, því húsi sem nú nefnist Frydendal. Er það þá einn morgun þegar hún ætlar að fara að þvo veitinga- stofuna að þar liggur sveitakarl sofandi á gólfinu og hrýtur mikinn. Ekki Ieyfði þó af miskunnseminni hjá Gróu gagnvart sofandanum því þarna slettir hún rennblautri tuskunni rétt við nefið á karli. Lítið var þó maðurinn upp- næmur við tiltektirnar heldur reis upp við dogg hinn róleg- asti, ók sér og klóraði um leið og hann mælti fram þessa vísu: „Klæjar mig kroppinn minn, kvikandi lús ég finn. Skríða á skrokkin inn að skoða á mér tittlinginn”. Þegar pakkað var hafði ég því nær ævinlega það verkefni að rífa upp úr stakknum og raða fiskinum í knippi fram á brúnina þar sem Gróa tók við honum og bar á borðið til mats- mannanna. En með því að það var mjög þreytandi að bogra þannig allan daginn fór ég þess á leit við samstarfskonu mína að við hefðum verkaskipti stund og stund en við það var ekki komandi. Svo var það ein- hvern dag að mér leið óvenju illa í bakinu og Gróa ekki fremur venju til viðtals um verkaskipti að ég tók til bragðs að rífa upp í knippi og hlaupa með þau fram af stakknum og á borð þeirra matsmannanna. Fannig varð Gróa að gera annað tveggja, að haga sér eins og ég eða hætta. Hún reyndi fyrst að teygja sig eftir einum og einum fiski og rölta með hann á borð ragaranna en þetta gekk illa og smám saman dimmdi yfir Gróu, hún fór að sjúga ískyggi- lega oft upp í nefið, og þegar mér eitt sinn varð litið framan í hana sá ég að tár voru farin að renna niður kinnarnar. Stóðst ég þá ekki lengur mátið heldur snaraðist upp í stakkinn og hélt áfram að rífa upp eins og vant var. Reyndi ég aldrei framar að beita þvingunum við þessa konu í vinnunni. Jóhann Pálmason frá Stíg- húsi haföi í pakkhúsinu þann starfa að taka fiskpakkana þá er saumað hafði verið utanum þá og hlaða þeim upp í stafla. Var auðséð að þar fór maður með krafta í kögglum því lítið hafði hann fyrir að skjóta pökkunum upp á staflana þó að mannhæðarháir væru orðnir. Við pökkun þarna vann líka oft Einar Einarsson frá Norður- garði. Hafði hann gaman af að gantast við okkur unglingana. Meðal annars spurði hann okkur eitt sinn að því hvað klukkan væri þegar litli vísirinn væri á fjögur en stóri vísirinn á fimm. Við svöruðum því til að þetta gæti hún aldrei orðið en Einar var nú ekki aldeilis á því. Vorum við því alltaf af og til að inna Einar eftir því hvað klukka gæti verið þegar vísarnir væru í þessari undarlegu stöðu. Loksins eftir eina þrjá daga svaraði Einar og lagði þunga í orðin: „Hún er vitlaus!”. Flestir þeir, er að kaupfélag- inu stóðu voru útgerðarmenn, þurfti því að kaupa inn bæði olíu og salt. Dag nokkurn lá saltskip við Bæjarbryggjuna og þurfti þá á mörgu fólki að halda við að koma vörunni í hús. Var saltinu ekið upp á handvögnum þannig að tveir voru um hvern vagn. Hafði band verið fest í vagninn að framanverðu svo að annar gæti haft það um öxl sér og dregið vagninn en hinn hélt um kjálkana og ýtti á eftir. Fjöl- margir vagnar voru þarna í förum allan daginn fram á kvöld. Vögnunum var svo ekið inn í pakkhúsið og innihald þeirra látið renna úr þeim niður um gat í gólfinu ofan í kjallara. Eg var ásamt öðrum látinn vera niðri við að moka til salt- inu og jafna út haugunum sem fljótt mynduðust. Eitt sinn er „sturtað” var úr vagni gerðist það að dráttarbandið féll niður um gatið, gat ég þá ekki á strák mínum setið heldur seildist í vasa minn tók upp hníf og skar sundur taugina en fékk þá heldur óblíðar kveðjur frá öku- mönnunum. Hélt ég að þar með væri málið úr sögunni, en það reyndist ekki vera því næst þegar þessir félagar komu vissi ég ekki fyrri til en einhver lin drulla breiddist út yfir andlitið á mér um leið og hæðnishlátur gall við ofan við gatið. Fór ég að hreinsa þetta af ásjónunni, reyndist það vera marglitta. Logsveið mig í andlitið lengi á eftir enda var mérþað mátulegt fyrir hrekkinn. Ég hafði herbergi uppi á lofti í Frydendal en hinum megin við þunnt þil bjó norðmaður að nafni Ökland er hér dvaldist um hríð og var að leita eftir viðskiptum við útgerðarmenn. Pá var það eitt sinn er ég kom úr vinnu og var að skipta um föt til að komast á fótboltaæfingu hjá Mjölni. Er ég var í þann veginn að skjótast út úr dyrun- um heyri ég að sá norski er að ræða við þekktan útgerðamann og bæjarfulltrúa að sá síðar- nefndi, sem líklega hefur ekki verið mjög sterkur í skandínav- ískunni, sagði: „Jeg kan for fanden ikke forstá hvorledes í helvítinu þeir ætla að fara að svíkja þetta svoleiðis”. Sunnan við húsið Frydendal hafði á þessum árum myndast þó nokuð stórt lón er náði frá húsinu og upp að Miðstræti. Þornaði það aldrei að fullu. Samt var það eitthvert sinn er það var eitthvað minna en venjulega að ég uppgötvaði að Gróa Einarsdóttir hægt var á einum stað að sjá innundir húsið á sjálfan grunn þess. Lagðist ég þarna á fjóra fætur til að athuga hvað þarna kynni að leynast. Sá ég þá eitt- hvað sem mér þótti grunsam- legt. Varð það til þess að for- vitnin rak mig til að skríða þarna innundir til að seilast eftir þessum grip. Var ég ekki lítið upp með mér er ég þarna dró út undan húsinu stærðar sverð, að vísu nokkuð ryðgað. Fór ég þegar í stað með þennan merka grip til Gísla Lárussonar kaupfélagsstjóra, sem áleit þetta vera eitt þeirra sverða, er Siggi Fúsa sagði að notuð hefðu verið er Kaptejn Kohl var að kenna ungum mönnum í Eyjum að „fekta”, eins og hann orðaði það, svo að ekki yrði byggðin varnarlaus ef Tyrkinn kynni að leita þar landgöngu öðru sinni. Ekki veit eg hvað um grip þennan varð, gerði þó ráð fyrir að Gísli hefði sent hann á Forn- gripasafnið eins og það var nefnt á þeim árum. Nú, ekki þurfti maður að vinna alla daga í pakkhúsinu því sunnudagana átti maður þó frí. Bar það þá oft við eftir hádegið að við hópuðum okkur saman, einkum þó strákar úr íþróttafélaginu Þór, ekki þó í nokkru sérstöku augnamiði heldur bara til að ráfa um göturnar og finna upp á ein- hverju til skemmtunar. Við eitt slíkt tækifæri skeði eftirminni- legt atvik. Rétt fyrir neðan Bifröst, hús Illuga Hjörtþórs- sonar, mættum við manni ofan úr Fljótshlíð, hét sá Jón og var Högnason, skáldmæltur vel, ákaflega nærsýnn en sein- mæltur, fáskiptinn mjög en dá- lítið drykkfelldur. Eina vísu þykist ég muna eftir Jón og er hún þannig: Framhald á næstu opnu Séð yfir höfnina Mynd af Frydendal (Bjarma) áður en húsið var flutt að Miðstræti. Sést á suðurgafl Bjarmapakkhússins

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.