Eyjablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Alþyðubandalagið í Vestmannaeyjum 1. tölublað Vestmannaeyjum, 17. janúar 1985 45. árgangur VIÐ EÐ A ÞEIR? Ein er sú þróun í þessu landi, sem allir virðast viðurkenna orðið, hvar sem þeir annars standa í stjórnmálum, að það er við hversu skarðan hlut, hið svokallaða dreifbýli situr miðað við höfuðborgarsvæðið. Fjármagn, sem mestmegnis er myndað úti á landi, virðist ekki standa þar við stundinni lengur, heldur hverfur í tonna- vís í hítina sem Reykjavíkur- svæðið virðist orðið fyrir fjár- magn í landinu. Iðnaðarmaður sem oft á leið til Reykjavíkur sagði mér, að það væri næstum daglegur munur á borginni, svo ört væri byggt. Blómleg miðstöð verslunar og ónustu þj Verslunar og þjónustufyrir- tæki virðast þrífast sem aldrei fyrr í Reykjavík. Allir virðast getá fengið fyrirgreiðslu hyggi þeir á innflutning af einhverju tagi. Lánastofnanir breiða út faðminn fyrir svoleiðis fram- taki og virðast ekki hugleiða á einn eða annan hátt, hvort að fé því sem til ráðstöfunar er mætti ekki verja á annan og farsælli hátt þjóðinni til framdráttar og uppbyggingar. Lánsfé af þessu tagi skilarsér fljótar inn í bankann aftur með vöxtum og öðru, en það fé sem veitt er í sjávarútveginn. Þarna er um viðskiptahætti að ræða sem sjálfsagt geta kall- ast löglegir, en eru engu að síður siðlausir fram úr hófi. Minnir þetta helst á mann sem sagar undan sér trjágrein, af því að það er þægilegra að saga sitjandi öfugu megin á grein- inni. Frjálshyggja? Því skyldi hver og einn ekki mega græða á þann hátt sem hann sér sér hagkvæmastan? Hvað eiga menn að gera með að banna fólki hitt og þetta? Er það sem nú er tíðkað í inn- flutningsmálum okkar íslend- inga ekki það frelsi sem hæst hefur verið kallað eftir undan- farin ár? Þessum spurningum er öllum verið að svara í dag. Hver og einn tná græða á þann hátt sem hann sér mestan gróðan í. Það er ekki hans mál, þó að þjóðinni sé búinn skulda- baggi í aldir vegna gróða- sjónarmiða hans og þeirri um- frameyðslu gjaldeyris sem þau skapa. Menn hafa ekkert með að banna mönnum að gera eitt eða neitt, svo framarlega sem það brýtur ekki í bága við landslög, og þeir viðskipta- hættir, frjáls innflutningur fyrir allan andskotann, eru ekki bannaðir með lögum. Hins vegar má bæði finna skrifuð og óskrifuð lög um, að innflutn- ingur á ónauðsynjum, sé arg- asta siðleysi, bæði í félagsleg- um, lagalegum og trúarlegum skilningi. En þau lög eru ekki Framhald á 3. síðu ÖU viljum vid þjóðarsátt Ég hef að undanförnu þrá- sinnis heyrt og lesið um svo- kallaða þjóðarsátt. Sá sem mest og oftast notar þetta fallega orð veitir nú forstöðu stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar og því er ekki nema eðlilegt að maður taki mark á því sem hann segir. Hann kemur fram í sjónvarpi og skrifar í Morgun- blaðið um nauðsyn þjóðar- sáttar svo við getum lifað eðlilegu lífi í okkar góða landi. Ég er nú þannig gerður að ég vil endilega að hér á landi ríki þjóðarsátt og hygg að svo sé um fleiri en ég er í svolitlum vafa um að allir leggi sömu merk- ingu í orðið þjóðarsátt og for- stöðumaðurinn. Mér finnst nefnilega að ríkisstjórnin sem starfar í samráði við hann geri í raun ekkert til þess að koma á þjóðarsátt, heldur jafnvel þvert á móti. Alla vega er sú þjóðar- sátt sem hún býður upp á í andstöðu við þá sem ég vil fá. Ég er t.d. á þeirri skoðun að það stuðli ekki að þjóðarsátt að láta stóreignamenn fá afslátt af ýmsum sköttum á sama tíma og við hin erum látin borga. Eg er heldur ekki á þeirri skoðun að það stuðli að þjóðar- sátt að skattleggja sérstaklega sjúklinga og hækka lyf og læknisþjónustu. Ég þarf þó reyndar ekki svo mikið á þessu að halda enn sem komið er en ég veit um gamlan mann sem þetta kemur mjög hart niður á. Og mér finnst það heldur ekki stuðla að þjóðarsátt að hækka launin okkar sem vinn- um erfiðisstörfin um kannski 20% en hækka síðan laun þeirra sem þau hæst fá um kannski 40%. Og ennþá síður finnst mér það stuðla að þjóðarsátt að segja við okkur launafólkið: Verðbólgan er ykkur að kenna. Þið berið ábyrgð á öllum vand- ræðunum í þjóðfélaginu. Ég er viss um að þið sem lesíð þessar línur, og ég býst við að þið séuð flest Iaunafólk eins og ég og getið verið mér sammála um þetta atriði. Og ég er líka viss um að við getum farið að ræða um þjóðarsátt við for- stöðumanninn á þeirri stundu sem stjórnin hefur leiðrétt þau ljótu dæmi sem ég hef nefnt hér að framan, en fyrr ekki. Öll viljum við þjóðarsátt. —Launamaður. Hver er maðurinn? Hver skyldi sá vera sem veltir þessu fyrir sér: Sem Landsvirkjunar* maður vildi ég erlend Ián, sem Seðiabankastjóri vildi ég draga úr erlendum hín- um, sem samningamaður við Alusuisse vildi ég hátt orkuverð, sem stóriðju- nelnclarmaður vildi ég geta boðið orku á hagsucðu verði? (Svör sendist Eyjablað- inu, pósthóif 83 - 902 Vm.) v Rangfærslur forseta bæjarstjórnar I áramótagrein í blaði sínu Fréttum 3. janúar s.l. ræðir forseti bæjarstjórnar Sigurður Jónsson um framkvæmdir á síðasta ári á vegum Vestmannaeyjabæjar, og kemur víða við, og þar er nú allt í sómanum hjá forsetanum og félögum hans í meirihluta bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins að áliti hans. Það mætti álíta svo að ríkisstjórnin gæti talsvert lært af stjórnsemi Sigurðar og félaga hans í meirihlutanum, enda er Sigurður svo óánægður með ríkisstjórnina, eins og fram kom á bæjarstjórnarfundi 12. desember, að hann sagði að því fyrr sem ríkisstjórnin færi frá því betra. í grein sinni reynir Sigurður að telja fólki trú um að nú sé ákveðin mesta lækkun útsvara á bæjarbúa sem þeir hafa nokkurn tíma búið við eða 10,8%. Þetta er að sjálfsögðu alrangt hjá Sigurði og hann veit sannarlega betur. Fyrir árið 1984 ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokksins 11 % útsvar eða hæstu lögleyfðu álagningu, og var það í fyrsta skipti í mörg ár sem útsvarsálagningarprósenta hér í Eyjum var ákveðin í hæstu mörkum. í lok síðasta kjör- tímabils vinstri manna var leyfilegt að leggja á 12,1% útsvar, engu að síður ákvað meirihlutinn að nýta þá heimild ekki tilfulls heldurákvað 11,55% útsvareða0,46% afslátt. Sá afsláttur er því rúmlega helmingi meiri en meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið fyrir árið 1985. Ástæðan fyrir því að við fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks ákváðum að sam- þykkja 10,8% útsvar fyrir árið 1985 er sú að við teljum að tekið hafi verið tillit til gagnrýni okkar við álagningu útsvars fyrir árið 1984, og er það vel. Við afgreiðslu þessa máls á bæjarstjórnarfundi 9. janúar s.l. gerðum við eftir- farandi bókun: „Vestmannaeyjum, 9. janúar 1985. Við undirritaðir bæjarfulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks lýsum ánægju okkar yfir hugarfarsbreytingu meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur tekið tillit til gagnrýni okkar við útsvarsálagningu fyrir árið 1984, og það er virkilega ánægjulegt. Þá notfærðu sjálfstæðis- menn sér hæstu lögleyfðu útsvarsálagningu eða 11%. í tíð síðustu bæjarstjórnar var heimilt að innheimta 12,1% útsvar, engu að síður ákvað þáverandi meirihluti vinstri manna að nýta þá heimild ekki til fulls, heldur ákvað 11,55% útsvar. Greinilegt er því að sá afsláttur sem nú er gefinn í útsvarsálagningu er til muna minni en gefinn var í lok síðasta kjörtímabils. f trausti þess að áfram verði haldið á þeirri braut, sem minnihluti bæjarstjórnar hefur lagt til um Íækkun álaga á bæjarbúa, munum við undirritaðir sam- þykkja fyrirliggjandi álagningu útsvars, aðstöðugjalda og fasteignagjalda. Þorbjörn Pálsson Sveinn Tómasson Andrés Sigmundsson Alþýðuflokk Alþýðubandalagi Framsóknarflokk" Það verður að gera þær kröfur til forseta bæjarstjórnar að hann fari með rétt mál, þegar hann tíundar afrek núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins. —S.T.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.