Eyjablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 2
' EYJABLAÐIÐ ' Edda Tegcdcr Ritnefnd: Sveinn Tómasson Elías Bjömsson Raenar Óskarsson (áhm.) Oddur Júlíusson Inga Dröfn Ármannsdóttir Ámiann Bjarnfrcösson Baldur Böövarsson Útgefandi: Alþýöuhandalagiö i Vestmannaevjum Tölvusetning og offsctprcntun Evrnn h.t. \ m J Heillum horfin ríkisstjórn íþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð á sínum tíma bundu menn við hana talsverðar vonir. Það var m.a. vegna þess að stjórnin taldi sig búa yfir ýmsum meðulum sem beita mætti til þess að koma efnahagsmálum þjóðarbúsins á trausta fætur. í nokkurn tíma naut stjórnin verulegs fylgis en það fylgi hefur síðan farið minnkandi og nú fer ekki á milli mála að núverandi ríkisstjórn er ein sú óvinsælasta sem setið hefur hér á landi. En hvað veldur því að ríkisstjórnin sem naut víðtæks stuðnings almennings er orðin eins óvinsæl og raun ber vitni um? Svarið er fyrst og fremst tvíþætt. Annars vegar hefur henni gersamlega mistekist stjórn efna- hagsmála og hins vegar hefur hún svikið kosninga- loforðin stóru sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn gáfu fyrir síðustu Alþingiskosningar. í efnahagsmálum lagði ríkisstjórnin höfuðáherslu á að minnka þá verðbólgu sem í mörg ár hefur hrjáð íslenskt efnahagslíf. Að vísu er unnt að sýna með tölum að verðbólgan hefur minnkað en eru einungis falskar tölur á ferðinni, tölur sem fengnar eru samfara leiftur- sókn að lífskjörum almennings í landinu. Hin raunveru- lega verðbólga geisar áfram af fullum krafti. Ríkisstjórnin státaði sig af því að smíða traust fjárlög. En reyndin varð önnur því þegar upp var staðið kom í ljós hið margumtalaða fjárlagagat sem seinna var saumað í með auknum erlendum lántökum, sjúklinga- skatti og fleiru. Þeir menn sem töldu sig snillinga í efnahagsmálum gátu sem sé ekki smíðað gatalaus fjárlög. Eitt var það mál sem ríkisstjórnin lagði ofurkapp á en það var að gefa vextina frjálsa. Sú aðgerð átti að bjarga ótrúlega miklu. En hver varð raunin? Nú eru vextir að sliga lántakendur. Hinir ,,frjálsu” vextir eru svo háir að t.d. þeir sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið sjá enga leið til þess að standa í skilum með skuld- bindingar sínar og verða vanskilamenn af þeim sökum. Hinir frjálsu vextir hafa sem sé algerlega brugðist, þeir íþyngja í stað þess að hjálpa. Nauðungaruppboðin eru e.t.v. besta dæmið þar um. Þetta er enn eitt dæmið um efnahagssnilli ríkisstjórnarinnar. Hver man ekki eftir öllum kosningaloforðunum sem ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrir síðustu alþingis- kosningar? Þar var miklu lofað en minna hefur orðið um efndir. í þessu sambandi nægir eitt dæmi þótt af mörgum sé að taka. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur lofuðu stórauknum lánum til íbúða- bygginga og íbúðakaupa fyrir síðustu kosningar. Tryggja átti 80% lánshlutfall sem hefði komið mjög til góða því fólki sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, ekki síst ungu fólki. En þetta kosningaloforð hafa ríkisstjórnarflokkarnir svikið með þeim afleiðíngum að ástandið í húsnæðismálum er verra og alvarlegra en löngum áður því lánshlutfallið er ekki nema örlítið brot af því sem lofað var. Þá hefur ríkisstjórnin og svikið loforð þau sem hún gaf húsnæðissamvinnufélögum um sérstök lán og lækkaði sérstaklega hlutfall lána út á verkamannabústaði. Þegar þannig er komið fyrir ríkisstjórn að henni hefur mistekist í sínum stærstu málum og svikið þau fyrirheit sem hún gaf i upphafi er ekki nema von að almenningur snúi við henni baki og það hefur almenn- ingur gert gagnvart ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar sem nú situr í andstöðu við fólkið í landinu. —R.Ó. önnur túrnering 2. flokks karla S.l. helgi fór fram önnur túrnering í íslandsmóti 2. flokks karla í handknattleik. Fyrir þessa túrneringu voru Eyjaliðin í 2. og 3. sæti riðils síns, en tvö lið komast í úrslit og áttu þau því m jög góða mögu- leika á að komast þangað. En þessi möguleiki stórminnkaði í þessari túrneringu, því það voru KR-ingar sem voru í næst- neðsta sæti fyrir túrneringuna, sem stálu senunni. Þeir unnu alla sína leiki og það mjög auð- veldlega. Týr, sem hafði verið í öðru sæti, fór í 3. sæti fyrir vikið, og Þór fór í það fjórða. Úrslit Eyjaliðanna urðu þessi: Týr-Valur 14-16 Týr-KR 10-16 Týr-Selfoss 13-11 Týr-Þór 14-10 Þór-Valur 8-22 Þór-KR 8-15 Þór-Selfoss 16-12 „Derby” leikurinn milli Eyjaliðanna var hnífjafn framan af. En undir lok fyrri hálfleiks náðu Týrarar tveggja marka forskoti. Héldu þeir því út allan leikinn og juku það um tvö mörk í viðbót undir lokin, þegar Þórarar freistuðu þess að leika maður á mann. Lokatölur 14-10, Tý í vil. Staðan fyrir þriðju og síðustu túrneringuna sem haldin verður hér í Eyjum 10. og 11. febrúar n.k. er þannig. Valur 14 stig KR 11 stig Týr 9 stig Þór 6 stig Selfoss 1 stig —ÞoGu. önnur túrnering 2. flokks kvenna S.l. helgi fór einnig fram önnur túrnering 2. flokks kvenna í íslandsmótinu í hand- knattleik hér í Eyjum. 2. fl. ÍBV stóð sig með miklum ágætum en þarna er á ferð geysilega efnilegur tlokkur. Sem dæmi er aðeins ein af þessum stúlkum á elsta ári. Verður því að halda vel á spilunum til að það megi rætast sem best úr þessum flokki. Úrslitin í 2. umferðinni urðu annars þessi: ÍBV-HK 20- 5 ÍBV-Njarðvík 15- 2 ÍBV-Stjarnan 8-15 ÍBV-Víkingur 7-10 Víkingur trónir á toppnum í þessurn riðli en Stjarnan og IBV eru ekki langt á eftir. 3. og síðasta umferðin verður svo 9. og 10. febrúar í Reykja- vík. —ÞoGu. Túrneringar yngri flokkanna Næstu túrneringar yngri flokkanna verða nú um helg- ina. 3. flokkur kvenna leikur í Hafnarfirði. Þór trónir þar á toppnum í sínum riðli með 8 stig en í 2. sæti er Týr með 6 stig. 3. flokkur karla leikur í Reykjavík. Týr er þar í 2.-3. sæti með 6 stig en Þór er í 4. sæti með 5 stig. 4. flokkur karla leikur hér í Eyjum. Týr er þar í 1.-2. sæti í sínum riðli með 8 stig ásamt Armanni, en Þór er í 3.-4. sæti með 5 stig. 5. flokkur karla leikur í Borgarnesi. Þór er í 2.-3. sæti með 6 stig en Týr er í 4.-5. sæti með 4 stig. 3. og síðasta umferðin verður svo 16.-17. febrúar. Óska ég öllum flokkunum góðs gengis um helgina. —ÞoGu. Næstu leikir í handboltanum Áttundi leikur Þórs í hinni hörðu keppni 1. deildar fór væntanlega fram í Reykjavík í gærkveldi, en þá áttu Þórarar að heimsækja Þróttara. Þarsem blaðið fór svo snemma í prent- un höfum við ekki tök á að birta úrslit Ieiksins. Þessi leikur var geysilega mikilvægur fyrir Þór- ara í hinni hatrömmu fallbar- áttu 1. deildar. En nú í vikunni urðu Þórarar fyrir miklu áfalli. Hinn snjalli Gylfi Birgisson meiddist á fæti og var settur í gifs. Verður hann frá í a.m.k. 3 vikur. Staðan á botninum er mjög tvísýn. Þór, Þróttur og Stjaman hafa öll 6 stig, en U.B.K. hefur aðeins 2 stig. Þór og Þróttur hafa leikið 7 leiki en Stjarnan 6. N.k. sunnudag skreppa Þór- arar aftur upp á fastalandið. Þá heimsækja þeir Stjörnuna og hefst sá leikur kl. 20:00. N.k. miðvikudag hefst svo bikarkeppnin. Þór fær þá KR í heimsókn í 16 liða úrslitunum. Næsti leikurTýsí 3. deildinni verður föstudaginn 25. jan. Týr trónir á toppnum í sínum riðli og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þeir komist í úrslit. En nú hafa þeir misst Sigur- lás Þorleifsson sem er farinn til Svíþjóðar, þannig að róðurinn gæti orðið þungur þegar í úr- slitin er komið. En að sjálf- sögðu vonum við hið besta og óska ég Týrurum áfram- haldandi velgengni í 3. deild- inni. Næsti leikur meistaratlokks kvenna ÍBV í 1. deildinni verður á morgun (föstudag) kl. 20:00 hér í Eyjum, við Fram. Stúlkurnar eru í næst neðsta sæti þannig að það er mikilvægt að þær fái a.m.k. eitt stig í þessum leik. Hvet ég bæjarbúa að fjölmenna í Höllina og hvetja stúlkurnar til sigurs í þessum mikilvæga leik. —ÞoGu. Æfingar hafnar hjá ÍBV Æfingar eru hafnar hjá meistaraflokki ÍBV fyrir 2. deildina í sumar. Æfingapró- grammið í stuttu máli fyrir veturinn er þannig að í janúar verða 4 æfingar (á fimmtu- dögum kl. 18:30), í febrúar verða 12 æfingar (mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 18:30), í mars verða 16 æfingar (fimmtudagar bætast við) og í apríl verða 14 æfingar (mánu- daga, þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 18:30) ásamt fjórum æfingarleikjum. í maí hefst svo íslandsmótið. Ekki er reiknað nreð að mörg ný andlit bætist í hópinn fyrir keppnistímabilið. Vitað er þó um Svein Sveinsson og Þórir Ólafsson. Ekki er reiknað með að einhverjir leik- menn yfirgefi ÍBV fyrir n.k. keppnistímabil. —ÞoGu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.